Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 2
42 ÓÐINN Ástriður heitir, dóttir Kjartans sál. Ólafssonar hrepp- stjóra á Þúfu í Landeyjum. Voru þær báðar sið- astl. vetur í 4. b. kvennaskólans hjer í Reykjavík. Síra Eggert hefur, eins og áður segir, verið þingmaður Rangæinga síðan 1902, hefur reynst þar fastur í sessi, og svo mun einnig verða fram- vegis, svo lengi sem hann gefur kost á sjer til þingstarfa, enda er hann mjóg nýtur maður á þingi og hefur unnið sjer þar gott álit, er einbeitt- ur og fastur fyrir og fylgir vel fram hverju máli, sem hann tekur að sjer. Síðastliðið haust Ijet sira Eggert reisa nýja kirkju á Breiðabólstað. Það er krosskirkja stór og injög vel vönduð. a. m Tvö kvæði. í Drangey. Jeg þarf að sækja mjer æskueld, þvi alein í Drangey bý jeg. Á meginströndu skín ljós við ljós, — til lands gegn um brimið sný jeg. Jeg þarf að sækja mjer andans eld, sem útlægur Greltir um sundin; en vogur er kaldur og báran byrst, þar bliknar oft neisti fundinn. Og hvort mjer eittsinn það afrek tekst, einn óslokkinn neista að glæða, jeg veit ei, — en margt er í úthafsey, við eld sem að þyrfti' að bræða. „Segðu mjer að sunnan". »Segðu mjer að sunnan«, svali morgun-andi, Ijúfi, ljúíi laufþeyr, leiddur sólarbrandi. Allar strendur anga, allar bárur glitra, hyllingar í lofti heiðisbláu titra. »Segðu mjer að sunnan«, sál mín þráir vorið; vissi jeg leið hvar liggur, lægi þangað sporið, andans vor, sem vegu víða fann og lagði og til gullsins grafna göngumóðum sagði. »Segðu mjer að sunnan«, seg, að strengi eigi harpa mín, er hæfi himinsól og degi. Seg, að hönd mín hafi hulinn mátt að leika á þá strengi alta óma sterka' og veika. »Segðu mjer að sunnan«; sæl og sterk jeg væri, ef jeg vissi að önd mín óm á vængjum bæri, vorsins óm, er vermdi vetrarsnæ og þýddi, og mitt ljósa land með laufakrónum prýddi. Hulda. Benedikt Sveinsson á Borgarcyri í Mjóaíirði er fœddur á Ormsslöðum í Norðíirði 2. janúar 184(i, sonur Sveins Sigurðssonar, hreppstjóra þar, og konu hans Sigríðar Benediktsdóttur prests á Skorrastað, Porsteinssonar, af Skógaætt hlnni yngri undan Eyjaíjöllum. Benedikt fluttist ungur að Skógum í Mjóafirði, og misti hann móður sína uni það bil. Bjó faðir hans nokkur ár á Skógum, eða þar til að túnið eyðilagðist af grjótskriðum; fluttist pá að Brekku í sömu sveit, og reisti litlu síðar nýbýli á Borgareyri. Fór Benedikt um þetta leyti fyrst úr f'öðurgarði, og rjeð- ist tit náms hjá síra Sigurði Gunnarssyni á Hallormsstað. Var með honum á vetrum, en við verslunarstörf á Eski- firði á sumrum. Gekk síðan inn í latínuskóiann, en hætti þar námi eftir nokkur ár. Stundaði þá enu ýms störf á Eskifirði, par á meðal greiðasölu og póslafgreiðslu, er hann annaðist par fyrstur manna. Var og eitt sumar verkstjóri við silfurbergsnámuna i Helgustaðafjalli. Arið 1874 fluttist Benedikt að Borgareyri í Mjóafirði, og byrj- aði par búskap. Dvaldi par pó skamma stund, og bjö pví næst á ýmsum stöðum í Seyðisfirði og Mjóaíirði, par til hann fluttist aftur að Borgareyri, árið 1882. Hefur hann búið par síðan. — Eignalítill mun hann hafa komið að Borgareyri, sem pá var iíla húsuð, og yfir höfuð fremur óbjörguleg. Er par nú mikil breyt- ing á orðin. Hefur Benedikt reist par stórt tvílyft timburhús, gripahús og sjóhús, en bætt mikið túnið, sem var að mestu grýttir móar og melar, og gaf af sjer tæp- lega kýrfóður. Fást nú af pví eitthvað hálft annað hundrað hestar, og er auðsætl, að mikið erfiði liggur

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.