Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 5
ÓÖINN 45 Engin hlýtur hann heiðurs-merkin, en færið karli kvæði þetta. Veit jeg að fyrir frægðar-verkin honum mun Saga sæmdir rjelta. Góður var fengur Guðmundar, er fieyin úr voða færði að sandi. Skal því honum til skapa-stundar hróður vís á voru landi. Gestur. Guðmundur á Háeyri. Guðmundur ísleifsson á Háeyri er fæddur 17. janúar 1850 á Suður-Götum í Mýrdal og ólst upp í fátækt. Hann rjeðist ungur vinnumaður til Guðmund- ar Thorgrimsens á Eyrarbakka. Skömmu síðar fór hann að Háeyri og kvæntist þar Sigríði dóttur Þorleifs heitins ríka. Eiga þau scx börn á lífi og er elstur þeirra Þorleifur kaupm. hjer í Rvík. Guðmund'ur byrjaði snemma for- mensku og umbreylti þá bátaútvegi og sjómensku á Eyrarbakka. Sjálfur var hann ágætis formaður og fiskisæll og ganga mikiar sögur þar eystra af sjó- sókn hans og formensku fyr á árum. Hann hefur og verið formaður fram að þessu. Netaveiðar byrjaði hann fyrstur manna þar austan- fjalls fyrir nokkrum árum, en áður hafði það verið trú manna, að þær gætu ekki hepnast þar. — Nú hefur Guðmundur búið lengi á Háeyri og gert þar mjög miklar jarðabætur, girt, grafið skurði og aukið matjurtagarða. Konungsverðlaun hlaut hann fyrir nokkrum árum, og tvívegis verðlaun úr Ræktunarsjóði. Heimilið er hið besta og framúrskarandi gestrisið, enda er þar nær aldrei gestalaust. Guðmundur er hygginn maður og ráðhollur þeim, er hans leita. Hann er mikill maður á velli og gervilegur. Kaupmaður var Guðmundur um eitt skeið; varð þá gjaldþrota, en hefur síðan borgað alt, eftir samningum, og er nú iaus við það. , C.uðmundur á Háeyri. Þrjú kvæði. 1. Sumarkveðja. Mig langar til að leika mjer og leysa' af mjer þá skó, sem leggjast eins og farg um fætur, fullir af vetrar snjó. Mín þrá, hún fer til fjarsta áls, að fremsta lækjarós. Hún ætlar nú að syngja söngva fyrir sortulyng og rós. Hún nemur lönd um loftin blá, svo langt sem sólin skin. Hið gullna ský i aftaneldi er nú höllin min. Jeg get ei, sumar, gefið neitt, nema grátföl vetrarstrá, sem komust undan klakanum við klökkvan þjer af brá. Hlýtt þau legðu að hjarta þjer, er heitast sólin skín; græn þá verða veðurbörðu veslings stráin mín. 2. Bak við fjöllin. Eyrir handan fjöllin mjer finst vera geymt svo margt. Olesin æfintýri og alt hið fegursta skart. Mig dreymir svo oft og einatt um eldgamla riddaraborg, með litskreytta súlnasali og svalir og götur og torg. Á svölunum stóðu þau saman, og sálirnar runnu' í eitt.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.