Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.09.1912, Blaðsíða 7
ÓÐINN 47 Hunólfur Ilalhiórsson af sjer. Má vera aö einhverjum þætti það erfið og löng skipa- ganga nú á dögum. Snemma aflaði Runólfur sjer orðstírs fyrir dugnað sinn og hyggindi. Hefur ekk- ert það starf verið í hreppi hans, að ekki hafi hann gegnt pví lengri eða skemmri tíma, auk pess sem hlaðið heíur verið á hann mörgum öðrum störfum, er snerta aðra hreppa. Pegar hann var 27 ára gam- all, varð hann hrepps- nefndarmaður, og sama ar skipaður annar hreppstjóii í Holtamannnhreppi. Hjelt hann peim störfum pangað til lircppi peim var skilt í tvo hreppa: Iloltahrepp ogAsahrepp, árið 1892. Sama ár var hann kosinn hreppsnefndnroddvili, sýslu- nefndarmaður og hreppstjóri í Holtahreppi. Peim störf- um gegndi hann pangað til vorið 1907, ad hann haðsl undan pví, að vera oddviti, en sýsluncfndarmaður og hreppstjóri hefur hann verið lil pcssa. Auk pcss hefur hann hæði verið sóknarnefndarmaður og safnaðarfull- trúi og skipaður sáltasemjari; kjörinn dcildarsljóri i Stokkseyrarfjelaginu um 20 ár, og ýmist framkvæmdar- sljóri rjómabúsins á Rauðalæk cða i sljórn pess öll þau ár, sem það licfur slaðið. 1904 var hann skipaður eftirlitsmaður með túngirðingum á öllu svæðinu milli Ytri-Rangár og Pjórsár, en pað eru 3 hreppar, og í árs- byrjun 1910 var hann skipaður eftirlilsmaður mcð heil- brigði sauðfjár í öllum hinum forna Hollamannahreppi. í öllum þessum störfum hefur hann breði sýnt dugnað og ráðdeild að allra dómi. Fjárhaldsmaður ómyndugra hefur hann og verið skipaður oft og mörgum sinnum — og það ekki einungis í sínum hreppi, heldur og i fjarri sveitum. Sýnir það traust það, er hann hefur haft hjá sýslumönnum í Rangárþingi. í dómncfndum á hjeraðs- sýningum hefur hann oft ált sæti, einkum þó að dæma um hesta, enda er Runólfur kunnur að þvi, að hafa gott vit á hestum. Kr hann hestamaður góður, og leggur mikið kapp á að eiga góða hesta og fallega. Hefur hann og á seinni árum sínum bætt hestakyn sitt allmikið. En hvað sem hinum opinberu störfum Runólfs viðkemur, pá er honum talin sæmdin stærst í því, að búskapinn hefur hann jafnan stundað með mesta áhuga, ráðdeild og reglusemi, enda hefurhonum bi'inast í besta lagi. Ábýlisjörð sína hefur hann smámsaman keypt, hýst hana prýðisvel og bætt hana á allar lundir. Verður nánar vikið að því síðar. Auk þessa, sem nú hefur verið talið, hefur Runólf- ur verið áhugasamur um mentun unglinga i sveit sinni, °g stutt hana i orði og verki. Hefur hann um langt skeið lánað hús til kenslu handa Árbæjarsókn cða ty« hreppsbúa, án nokkurs endurgjalds. Fjelagslyndur hef- ur hann verið og ekki dregið sig i hlje, er um það hef- ur verið að ræða að koma á fót samvinnu og fjelags- skap, er hann hugði gagnlegan vera. Pannig var hann einn al þeim mönnum, er stofnuðu kaupfjelagið Ingólf, og hefur á seinni árum átt sæti í stjórn þess fjelags sem varamaður. — — Vel hefur Runólfur fylgst með tímanum og öllum þeim breytingum landbúnaðar- ins, scm orðið hafa um hans daga. Hefur hann orðið fyrstur manna til pcss að taka upp ýmsar nýjar aðferðir, er kendar hafa verið og sagðar bctri, svo og ýmisleg verkfæri, er seinni árin hafa mælt með. Hefur pannig orðið fyrstur til að byggja hlöðu með járnpaki, eins og nú gerist. Plóg og ávinsluherfi varð hann fyrstur til að kaupa, af cinstökum mönnum. Voru pau áður kunn í búnaðarfjelögum. Pegar flutningabrautin var lögð aust- ur Holtin, varð og hann fyrstur til þess að fá sjer vagn. Runólfur er fjörmaður og skemtinn i viðiæðum. Hann hefur verið heilsugóður mestan hluta æfi sinnar og ekki legið á liði sínu. Árrisull hefurhann verið alla daga og notað tímann vel. — Oft óskar hann eftir þvi að vera orðin yngri, til þess að taka þátt í þeirri fram- sókn og þeirri menning, sem nú virðist blasa við Suður- landsundirlcndinu. Bændurnir, sem bæta og prýða jarðir sínar, vinna þarft og fagurt dagsverk. Svitadropar þeirra eru bless- unarsæði bæði fyrir alda og óborna. Hjer skulu taldar húsabætur og jarðabætur þær, cr Runólfur liefur gera látið. I. Húsabætur: íbúðarhús tvílyft, 10x12 al, alt járni varið, mcð stóru geymsluhúsi við annan endann 4X12 al. Fjós fyrir 14 kýr, járni þakið, mjög vandað. Hellir höggvinn i berg, 25 al. langur,tckur 80 lömb. Inst í hellinum er grafinn brunnurog höggvin vatnsþró í bergið, en afíallsvatni öllu veitt burtu um lokaða rennu. Geymsluhíis 18X6'/» al. járni varið alt að utan og þiljað sundur í þrent. Öll Ijenaðarhús hefur hann og bygt og vandað á þeim allan frágang. Rúma þau alt að 400 fjár, og hest- húsin um 40 hross. Heyhlöður hefur hann og bygt — járni þaktar — er taka als ltíOO hesta. Allar þessar byggingar eru gerðar siðan 1898 — eftir jarðskjálftana miklu — utan hlaða ein, sem bygð var 1891, en þó endurbætt á síðari árum. II. Jarðabætur. Áður en Búnaðarfjelag Holtamanna var stofnað (árið 1889) hafði hann sljettað 1200 [J faðma, en síðan hefur hann sljettað 7133 ? faðma, sem gerir til samans 8333 ? faðma eða sem næst 9'/» dagslállu. Auk þcss hefur hann stækkað túnið (grætt það út) um 10 dagsl. Hlaðið uarnargarð, 3 feta háan og með gaddavír ofan á, 212 faðma langan. Grafið valnsveiliiskurði 1509 faðma langa (772 faðma 3 feta breiða og 737 faðma 4 feta breiða). Bygt flóðgarð 540 feta langan og náð með því valni á engjastykki, sem er um 20 vallaí*dagsláttur að stærð. Kálgarðar alls 228 ? l'aðmar. Áburðarhús við fjósið (320 teningsfet).

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.