Óðinn - 01.03.1914, Síða 7
ÓÐINN
95
málfræðinga er að mörgu leyti hið fegursta, og áu
efa hið fjölbreyttasta og fullkomnasta, sem heim-
urinn hefur þekt. Sagnbeyging grískunnar t. d.
stendur alveg sjerstök; fullkomin grísk sögn er
talin að hafa rúmlega 500 myndir, þar sem
latina, sem er annað fagurt og fullkomið mál,
hefur sögn með eitlbvað um 150 bej'gingarmynd-
um. Einnig hefur grísk lunga þann hæfileika
að framsetja hugsun svo nákvæmlega og með þeim
meiningarblæ, sem er oft erfitt og stundum ó-
mögulegt að þýða á aðra tungu. En þetta á yfir
höfuð fremur við um hina fegurstu grísku, þ. e.
bókmentamálið. Gríska Nýja Testamentisins er
talsvert frábrugðin því, og er fremur almúgamál
en bókmentamál. Guðspjallamaðurinn Lúkas ritar
fegursta grísku af öllum höfundum Nýja Testa-
mentisins.
Síðan jeg tók þetta síðasta próf, sem jeg hef
minst á, hef jeg aflað mjer þekkingar á grisku
yfir höfuð; auk þess hef jeg dálítið byrjað á latínu.
Þetta, með mörgu öðru, sem jeg les og starfa að,
er ef til vill eins mikið og vonast verður eftir af
verkamanni, sem verður fyrst af öllu að vinna 10
kl. st. harða vinnu á hverjum degi, stundum
meira. Og þegar þess er enn fremur gætt, að jeg
var kominn yfir fertugt áður en jeg þekti staf í
grísku, þá verður það Ijóst, að nám er mjer orðið
erfiðara en þegar jeg var á unga aldri; en jeg hef
meiri áhuga á því, og það veitir mjer meiri ánægju
nú en nokkurn tíma áður. Stundum er jeg spurð-
ur að, hvað lengi jeg ætli að vera að læra. Jeg
svara: »Svo lengi sem jeg lifi, vona jeg«. Aðrir
spyrja, hvaða gagn það veiti mjer. Þessu er ekki
eins auðsvarað; því það er vanalega tilgangslaust
að reyna að sannfæra menn, sem þannig spyrja,
um, að það nám, sem ekki verður metið til pen-
inga, sje nokkurs viiði.
Jeg er hræddur um að íslenskan min sje orð-
in heldur veikluð; eða öllu heldur: hún hefur
engum þroska tekið síðan jeg kom hingað. Mínar
þroskuðustu hugmyndir hef jeg í gegnum enskuna,
og mjer er orðið miklu auðveldara að framsetja
hugsanir minar, og einkum um trúarbrögð, á
ensku.
— — Mjer er ekkert kappsmál að neitt birtist
á prenti sjálfum mjer viðvíkjandi. En ef það
gæti vakið alhygli einhvers ungs manns, sem
hefur hæfileika til að læra, og gefið honum
hvöt til að auðga anda sinn að nytsainlegri þekk-
ingu, jafnvel þó kringumstæðurnar virðist honum
andstæðar, ef það gæti vakið löngun hjá hinum
ungu, sem þetta kynnu að lesa, til að verja nokkru
af þeim tíma, sem nú er lálinn ónotaður, eða not-
aður til gagnslílilla skemtana, til einhvers þess
náms, sem má auka andlegan þroska þeirra og
gera þá nýtari meðlimi þjóðfjelagsins, — þá næðu
þessar línur þeim tilgangi, sem jeg æski eftir. Einn
af hinum yngri háskólum Englands hefur tekið
sjer fyrir »einkunnarorð« latneskt spakmæli, er
svo hljóðar: »Per ardua ad alta«, sem á brúklegri
íslensku þýðir: »Með erfiði er hæðunum náð«.
Og þetta er algildur sannleikur bæði í ríki nátt-
úrunnar og í ríki andans.
Með ástríkri kveðju til fósturjarðarinnar.
Ó. Gislason.
<&
Nokkrar hringhendur.
Geislar fækka, beinaber
brúnir hækkar vetur.
Skuggar stækka, skúrin þver,
Skinið lækkar betur.
Klöknar njólu kalda brá,
kemur ról á fossinn,
þegar hólar freðnir fá
fyrsta sólarkossinn.
Skinið hrindir skör af ál,
skýrast myndir hylja;
tala vindar vorsins mál,
vötn og rindar skilja.
Frikka hólar, holt og grund,
hnignar njólu valdi,
enn þá rólar árdagsstund
undan sólar tjaldi.
Greiða vindar gisin ský,
geislar tinda lauga.
Blíðu myndir birtast i
bláu lindar auga.
Geislar flýja, grundin því
grætur nýjum tárum;
dagar hlýir drukna i
dökkum skýja bárum.