Óðinn - 01.02.1917, Qupperneq 3
ÓÐÍNN
ljósi hlærcí1) (Klakksvik) og skeiðflötur er fram-
rjett kinn, sem fær »hófakossinn sinn« (Um Hólm-
inn). Skógur er í skáldskap H. H. einsog annara
íslenskra skálda staður elskenda og þar er foss:
»og forsæla blíð og foss er í hlíð« (Sjóferð), hrísl-
urnar hvísla (í skóginum). Björk er algengust í
kvæðum H. H., af þvi hún er íslensk; þess vegna
»syngur lóa í bjarkaþyt« (Vorvísur 17. júní 1911).
Á Skeljástöðum í Ujórsárdal bylgjast kornöx við
gerði »og gróin björk þylur hægan óð«. Um storm-
inn er sagt: »og bjarkirnar treystir um leið og þú
þýtur« (Stormur). Ennfremur má benda á, að
grenitrje í Heine-kvæðum verður að björk í þýð-
ingu H. H. (sjá síðar). Ulómin gráta (Árni Finsen),
er daggardroparnir hniga2). Þá verður nujrkur og
þoka að lifandi verum: »hanga þar skuggar á
liroðaklettum, hengdir draugar með svipum grett-
um« (Við Valagilsá), »um slíka gráa tungls og
næðingsnótt er næsta margt og undarlegt á sveimi«
(Næturferð), »hnígandi mjrrkurl ílýt þjer og fel
mig« (Á siglingu). Andstæðum íslenskrar náttúru
hefur oft verið lýst í ísl. skáldskap alt til Stepháns
G. Stephánssonar. H. H. lýsir landinu í íslands-
vísum: »Landið bliða, landið stríða, landið hrauns
og straumafalls, landið elds og hrímgra hlíða«3),
»— í heimkynni jökla og báls« (Upp að Hólnum).
í ótal mörgum kvæðum bendir H. H. því á,
hversu landslag og loftslag móti einstaklinginn:
»afl og fegurð, ofsareiði og friður í þjer mætist,
töfrasterki niður« (Gullfoss), »Alt, sem vjer lílum
af urðum og hel, uppblæstri, kviksyndi, hraunum
og voða, minni oss að elska og verja það vel, sem
vernda má ennþá, og framtíð má stoða« (Ferð
lokið)4 5), »brjóst mitt lyftist af löngun og trega
sem aldan á eilífum sjá« (Á siglingu), »Kvikstreymu
vötn, þið, sem kastið nú böndum, kennið oss að
fylgjast i aflþjettum straum«6) (Sumarkveðja). Um
storminn: »þegar þú sigrandi um foldina fer, þá
finn jeg, að þrótlurinn eflist í mjer« (Stormur),
»hver tindur eygir upp og fram, hver úlnesskagi
1) sbr. t. d. Jónas H.: whlógu hliðar við liiminljósi«
(Til vinar mins).
2) hlómin gráta hjá mörgum isl. skáldum, shr. t. d.
Jónas H.: »grjetu pá i lundi góðir hlómálfar« (Ferðalok).
3) sbr. t. d. Bjarni Thor.: »Undarlegt sambland af
frosti og funa, fjöllum og sljettum og hraunum og sjá«
(ísland).
4) sbr. Bjarni Thor.: »Fjör kenni oss eldurinn, frostið
oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná—« (ísland).
5) shr. t. d. Holg. Drachmann: »Lær mig med dine
Bölger frcm at skumme« (Skænk mig —).
bendir: fram« (ísland). í engu kvæði H. H. er
náttúrukend hans eins næm og glögg eins og í
smákvæðinu Brot af kvæði og minnir náttúrutil-
beiðsla hans þar á margt af því fallegasta í ró-
mantiskum skáldskap annara þjóða, eins og t. d.
ávarp Fausts í »Wald und Höhle« eða ýms smá-
kvæði Goethes. í áðurnefndu kvæði segir skáldið
við sálu sína: »Kom, flýt þjer, fljúg og fleyg þjer
nú að náðarbrunni í náttúrunni. í henni er lífið
og framtíðin falin«. »— Kom, blanda þjer, sál mín,
við læki og lindir og leita, ef gullæðar nýjar þú
fyndir«. »— Nem hreinleik af tindanna tárhreinu
mjöllum og tign af þeim rólega gnæfandi fjöllumw1).
Og i mörgum öðrum kvæðum hans (t. d. Fjall-
drapi, Fjallablóm) er náttúrukend hans næmari
en hjá flesluin öðrum íslenskum skáldum.
II;
Kvæði þau, er snerta persónulegt lif skáldsins,
eru mörg og margvísleg. Af ástakvæðunum má
kenna fegurðarsmekk hans. Hárið er ljóst eða
dökt eins og í íslenskum skáldskap venjulega2),
sálin fagurhreinn spegill (Ást og ótti), kinnarnar
bera liljur (Ljósir lokkar) o. s. frv. Fegurð lín-
anna vakir fyrir honum og hver lína verður að
lífi: »brjóst í öldum þandist þýðum — það var
sál í hverjum boga« (Ljósir lokkar), og minnir
þetta á Jóh. Sigurj., er hann lætur Steinunni segja
við Galdra-Loft: »Einu sinni sagðir þú mjer, að
þessar silfurmillur (á bolnum) væru lifandi, —
þær ættu hver sína sál« (1. þáttur). Fegurðar-
kendin vekur mörg ljóð til lífs og segir H. H. um
hana í kvæðinu Kveld: »Fegurðin kallar alt, sem
vjer unnum, alt, sem vjer þráum, fram í sál.
Hljóðlega streyma huldum frá brunnum hjartn-
anna instu leyndarmák. Annars sýnir flokkun
kvæðanna í nýju útgáfunni, hver viðfangsefni eru
skáldinu tíðust og geðfeldust. Má af þessum kvæð-
um glögglega sjá líf skáldsins sjálfs, afskifti hans
af opinberu lífi, stjórnmálum (t. d. í hafísnum).
Mörg þeirra eru kunn hverju mannsbarni, einkum
eggjunarkvæðin, en ótímabært er enn að marka
afstöðu hans til samtíðar sinnar. Trúmálaskoðun-
um sínum hefur hann breytt frá fyrri tímum. í
fyrri kvæðunum er guð sá venjulegi skáldaguð,
1) sbr. Jónas H.: »tign býr í tindum, en traust í björg-
um, fegurð i fjalldölum, en í fossum afl —« (Kveðja
íslendinga til Alb. Thorvaldsens).
2) sbr. ritgerð mína: Um fegurð kvcnna í nýísl.
skáldskap, Edda, 1916, 2.