Óðinn - 01.12.1919, Side 5

Óðinn - 01.12.1919, Side 5
ÓÐINN 69 Konum sínum og börnum var Tómas sál. ást- ríkur eiginmaður og faðir. 8. janúar 1920. — S. St. Latínuljóð Páls Sveinssonar um Skaftárlungu eftir Kötlugosið 1918, tileinkuð Dr. Jóni Porkelssyni þjóðskjalaverði á sextugsafmæli hans þ. 16. dag aprilmánaðar 1919, en þýdd með sama bragarhætti á islenzku af Valdimar Briem, vigslubiskupi á Stóranúpi. Ávarp: Sextín árin — samt ei gamall — sem þú lifðir, ærin störf þú oftast liafðir, aldrei þig frá skyldum tafðir! Sveitin min sœla, senn ert þú í eyði, ægileg, ónýt, óbyggileg lieiði; er sem þú ætlir alt í burt að fæla, sveitin mín sæla! Brosandi bceir, blómgum reitum girtir, unaði yðar eruð þjer nú flrtir; daprir þjer drúpið, dauði sá mjer ægir, brosandi bæir! Velgrónir vellir, vænir, stórir feldir, örlögum illum eruð þjer nú seldir, Ijótir að líta, litur sá mig hrellir, velgrónir vellir! Beitilönd beslu bænda’ á góðum jörðum, fjörugum fákum, fjár og nauta hjörðum alskipuð áður, en nú rúin flestu, beitilönd bestu! lnndœla engi, árlega’ er varst slegið; hátt var í hlöðum, hey er að var dregið. Ösku’ og eimyrju orpið munt þú lengi, inndæla engi! Ilmandi ásar, öllum hæðum kærri: Grimmur var granninn, gamla Katla nærri; ilminum eyddi, ágjörn mjög til krásar, ilmandi ásar! Skrúðgrœnir skógar, skærir beyrðust ómar, laufgaða’ um lunda ljeku fugla rómar. Oft gaf það áður unaðsstundir nógar, skrúðgrænir skógar! Ljóstœrir lœkir liðu niður hlíðar; sáust þar synda silungstorfur fríðar. Liknið og læknið lýð, sem þangað sækir, ljóstærir lækir! Blœvindur besti, bót og líf sem veitir, blæ þínum blíða blás þú yfir sveitir. Uppi’ í sveit áður oft mig svalinn hresti, blævindur besti! Dýrlegi drotlinn, drottinn allsvaldandi, vernd þína veittu voru fósturlandi. Gleð hina grátnu, gæsku sýn þeim vottinn, dýrlegi drottinn! 0 Brjef frá Benedikt skáldi Sveinbjarnarsyni Gröndal til Þorsteins heitins Jónssonar læknis í Vestmannaeyjum. Ben. sál. Gröndal skáld skrifaði kunningjum sinum oft löng og skemtileg sendibrjef. f’etta brjef, sem hjer fer á eftir, er ljeð Óðni til birtingar af síra Magnúsi á Mosfelli, syni Porsteins læknis, sem brjefið er til. Frá- gangur brjefsins er mjög einkennilegur. Á miðri 1. síðu er mynd af Gröndal í þrílitum ramma, en út frá henni reitir, sem brjefið er skrifað í. Á annari síðu cr fyrir- sögn brjefsins í miðju, móti myndinni, en reitirnir eins og á 1. síðu. 3. og 4. siða eru í fjórum reitum hvor og eru reitirnir á öllum síðunum ýmist skrifaðir með rauðu eða bláu bleki, en rammarnir, sem aðskilja þá, eru rauðir og svartir. Epistola multipartita medico nec non ágxíiaTQcp insularum Vestmannorum Tborsteno Jonaeo conscripta a B. G. Júni 1895. Dimidium facti qui coepit habet. Einhvertíma verður maður að byrja! Það er eins og maður ætli í langferð, maður eygir ekki takmarkið, og er náttúrlega kompás- laus í allri þessari ótíð og ruglingstíð, truflaður af blaðabulli, framfarabrölti, framtíðarkjaftæði, þjóðar- barlómi, trúarpexi, kirkjublaðsklamarii; — psálmarnir! psálmarnir i Kirkjublaðinu! eða þá »skarprjettara«-bullið um frelsarann úr Friðriki hálshöggna, sem hans háæru-

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.