Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 6
70 ÓÐINN verðugheií episcopus Islandiæ ljet á prent út ganga í þeim undir hans auspiciis útgefnu evangelisku smáritum — heldurðu ekki að maður sje ruglaður af öllu þessu botnlausa rusli og óþverra sem flaksast í loftinu í kring um mann eins og fjandinn sje kominn upp með skítugar strigadruslur veifandi framan í mann! Jeg hafði ekki önnur ráð seinast en að skrifa nokkur orö á brjefspjald, því jeg hjelt þú værir orðinn svo vondur að þú mundir senda út á mig einhvern tóman áttæriog eða flugdreka utan úr hafsauga, svo nú fer jeg að reyna til að bæta úr lyrir mjer, jafnvel þó lítil útsjón sje til að geta fylt þessa sexf’m reiti sem þessu brjefi er skift i, það ættu að verða Sextán materíur, og þær hljóta að vera til, því nóg er umtalsefnið í heiminum, þó að blöðin stundum sýnist vanta efni til að tala um og spúa því úr sjer persónulegum skömmum hvert til annars, og láta náungann borga gildið. »Fátt er of vandlega hugað«, segir Páll postuli, eða ef hann segir það ekki, þá segir hann það ekki, en ef Páll postuli hefur ekki sagt þetta, annaðhvort á grísku, eða hebresku, eða Tyro-kaldeisku, þá hefur hann ekki verið neitt sjerlega philosophiskur, og þá sje jeg enga ástæðu fyrir kirkjublaðið að vera að lapsa sig með honum. Petta Kirkjublað! Petta guðfræðistorf! trúarlaust og synkretistiskt sammensúríum af búddistisk-ameríkanskri trúarþvælu í Chikago alveg á la síra Matthías, flöktandi og fiðrandi hingað og þangað — Núna er fólk í kirkju, því það er sunnudagur. — Jón Helgason síra predikar ekki í dag, þessi orthodoxi trúarbeserkur, sem trúir hverjum einasta bókstaf í bibliunni, að Jónas spámaður hafi realiter verið í fiskinum — eins og Gunnar biskup, sem ritaði um að hann mundi hafa setið í tálknunum. Pú hefðir átt að vera hjerna um daginn, því þá kom hjer upp svo feykilegt franzóstal, að allir urðu dauð- dræddir, kjaftatólin voru öll á þönum, og meðal annars sagt að allur skólinn ætti að mæta á spítalanum til að skoðast af læknunum. Hvort þetta hefur verið nokk- urskonar eitra frá Dýrafjarðarhistoriunni, veit jeg ekki, en jeg get ímyndað mjer að á vorum hámentuðn civili- sations-timum muni það þykja mikil æra að hafa franzós, og ef þessir Bavianar hefðu nokkra hugmynd um Ovidius, þá mundu þeir syngja h’&tt með honum: »Felix, quem Veneris certamina mutua perdunt, Di faciant leli causa sit ista mei.« Svo eftir að bærinn hafði notið þessarar gleði í nokkra daga, þá datt alt niður og varð ekkert úr; föðurlandsins framfarahefjur sátu niðurlútar í horn- unum á kneipunum og sögðu við sjálfa sig: »Ekki er lán lengur en !jeð er« — svo fór um þennan franzós og syphilis, að ekkert varð úr neinu! Mig minnir jeg hafi þakkað þjer fyrir hrafnsöndina, sem þú sendir fyrir nokkru, hún er nú upp sett og præpareruð og stendur heima hjá mjer. Við flytjum nú safnið í haust upp í Glasgow, þar höfum við fengið stóran sal, sem er miklu betri en það, sem við höfðum áður. Interesse fyrir þessu er annars engin nema hjá örfáum mönnum, menn interessera sig eiginlega ekki fyrir öðru en mat og grini, glingri og ýmsum óþarfa; ekki tek jeg til þess þó menn interesseri sig fyrir pen- ingum, því þeir eru afl þeirra hluta, sem gjöra skal, ef nokkuð ærlegt væri gjört fýrir þá, en fólk vort hefur meiri ráð á að kaupa kómedíubílæti fyrir krónu kvöld eftir kvöld en að gefa eina krónu á ári til þess að vera i náttúrufræðisfjelaginu. De er nogen Bavianer. Jeg er nú að láta prenta skýrsluna ásamt með ís- lensku fuglatali, en jeg ræð ekki vel við Björn, því úr því maður hefur einu sinni fengið honum handritið og farið er að setja, þá nær maður því ekki aftur, og jeg veit ekki nema þetta brjef komi til þín áður en þú færð skýrsluna, það er ekki laust, sem skrattinn heldur, segir maður, en nú verð jeg að hafa það og þola alla þá prentunarkúgun sem þessi typographus leggur á mann með despótisku gjörræði og typographiskum dutlungum, vandræðum, góðtemplara fanatisme, bindindisbrutli, mannkærleika og fööurlandsást. Pú munt liafa sjeð í ísafold að jeg frálagði mjer höf- undarheiðurinn til járnbrautarsögunnar eða »úr Eríks bók« í Austra, jeg á ekkert í henni, og þó hún sje svipuð mínum Fantasíum sumstaðar, þá mundi liún hafa orðið öðruvísi frá mjer. Jeg álít þessar járnbrautarhugmyndir líka tómt Humbug og ekki annaö en tilraun til plötu- sláttar, og þeir, sem eru að berjast fyrir þessu, vita það sjálfir vel, en þeim þykir ekkert fyrir að láta landsmenn borga mörg þúsund krónur fyrir allar þær ræður, sem eru haldnar um þetta á alþingi, árangurslaust og út í bláinn, og nú hefur Björn búfræðingur boðað í Fjall- konunni að nauðsynlegt sje að tala um þetta, svo hann hafi eitthvað að bulla um, ef hann skyldi einhverntíma slampast inn á þingið, eftir að hann hefur skriðið eins og ánamaðkur á íslandskortinu yfir öll fjöll og firnindi, og fundið að alt var sljett, af því það var kort, og ímyndar sjer svo að hann þekki allar lokaliteter. Pað þurfti töluvert sálarþrek þegar Valtýr var að mæla fram með þess Humbuggi! Járnbrautarbullið hefur annars fengið dável á höfuðið bæði í Austra og Sunnanfara, en merkilegt er að Skúli skuli vera að halda því fram — síður merkilegt þó ísa- fold geri það, því hún hefur lengstaf borið kápuna á báðum öxlum og viljað þóknast Ameríkublöðunum, og svo þegar þessi Sigtryggur, eða einhver falleraður Ameríkubúri, kemur hingað aftur rúineraður og útdjöll- aður, eftir að hafa skammað okkur út og reynt til að eyðileggja alt hjer, þá er tekið á móti honum með báð- um höndum og æpt um þennan makalausa föðurlands- vin, sem nú ætli að draga föðurlandið upp úr skítnum og gera það að stórveldi með öllum þeim gæðum sem finnast í Ameríku, þessari óviðjafnanlegu jarðnesku paradís, þar sem menn frjósa í hel á vetrin en brenna inni í skógareldunum á sumrin, eins og nú varð með Geir Zoega snikkara í fyrra, en blöðin þegja yfir þessu af hræðslu. Porró! Pú getur nærri að ekki muni vera margt til að skrifa um, í þessari eymdartið, sem nú er hjer og

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.