Alþýðublaðið - 06.10.1963, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 06.10.1963, Qupperneq 1
 MWWWMUVMWWWWWUWVVMWMMUtWWWWWMWMWHVMWVWViVWVtWW 44 ár. — Sunnudagur 6. október 1963 — 116, tbl. 14 ára, ölvaður á stolnum bíl Reykjavík 5. okt. KG. FJÓRTÁN ára sraniall drengur undir áhrifum áfengris, stal rétt firði. Hann ók bílnuin út fyrir bæ inn o£r hvolfdi honum, og eru skemmdimar rnetnar á 20—30 þús fyrir hádegi- í dag bíl í Hafnarf- und krónur. Skátakakó í tjaldi við Grensásveg Reykjavík, 5. okt. E.G. SKÁTAFÉLAG Reykjavíkur er um þessar mundir að hefja vetr- arstarf sitt. í dag verður innritun lijá Sturlungadeild, og eiga þá all- ir, bæði skátar og ylfingar að láta innrita sig, hvort sem þeir hafa starfað áður, eða era nú að hefja skátastarf í fyrsta sinn. Starfssvæði Sturlungadeildar miðast við svæðið sunnan Suður- landsbrautar og austan Kringlu- mýrarbrautar. Innritunin fer fram í skáta- tjaldi á Háaleitishæð við Grens- ásveg. Skátarnir munu þarna sýna ýmis konar skátaíþróttir og leiki, að auki mun verða þaraa til reiðu handa hverjum sem vill, heitt ka- kó, sem jafnan er vinsæll drykk- ur í skátaútilegu. Innritunin verð- ur milli kl. 2 og 6. Eigandi bílsins átti erindi í fisk iðjuverið og skildi hann eftir þar fyrir utan og lyklana í, þar sem hann bjóst við að verða fljótur í förum. Pilturinn átti leið þama framhjá, gerði sér lítið fyrir og stal bílnum. Hann ók vestur á Garðaveg og var á leið aftur í bæ inn. Þegar hann var rétt við Garðs horn lenti liann i lausamöl með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og hvolfdi. Þegar lögreglan kom á staðinn var pilturinn allur á bak og burt, en fannst skömmu síðar á gangi í Hafnarfirði. Hann var fluttur á lögreglustöð ina og játaði þegar á sig þjófnað inn. Gerð var á honum og vínpróf un og reyndist hún jákvæð, játaði hann þá að hafa drukkið einn og hálfan bjór um borð í skipi sem liggur í höfninni. Pilturinn slasað ist ekkert en bfllinn skemmdist mikið og er talið að viðgerð muni kosta milli 20—30 þúsund krónur. Hungur viö dyr kommúnistaríkja SOVÉTRÍKIN hafa síðustu vikur keypt geysilegt magn af hveiti í Kanada og Ástralíu, og vilja kaupa enn meira í Bandaríkjunum. Tékkóslóvakia og Búlgaría hafa farið fram á hveitikaup. við Bandaríkjamehn, og loks er vitað, að Kínverjar leita fyrir sér um hið sama á Vesturlöndúm. Pólverjar hafa fengið bandarískt kora árum saman. Þessar fréttir gefa berlega tH kynna, að stórfelldur hveitiskortur sé nm öll ríki kommúnis-' mans, frá Mið-Évrópu tU Asíustranda. Hér er ekki aðeins um uppskerubrest aö ræða, heldur' stórfelld mistök, í landbúnaði, sem Krústjov og fleiri foringjar komm- •; únista hafa margoft viðurkennt í ræðum sínum. ' ' s Staðreyndin er þessi: Kommúnisminn hefur gersamlega brugð- izt á sviði landbúnaðar. Ríkin, sem hafa neytt bændur í samyrkiu- bú og komið kommúnistískri skipan á landbúnað sinn, geta eiíki brauðfætt sitt fólk. Og hvaða dómur er þyngri um þjóðskipulag en þessi? Austur-Evrópa og Sovétríkin eru ágæt lönd, þar sem aðstæður eru tU blómlegs landbúnaðar. En kommúnisminn hefur eyðilagt framleiðsluna _ og fólkið vaut- ar kora í brauð sitt næsta vetur. Og hvert leita kommúnistar, þegar stefna þeirra bregzt svo hrapalega og kornskortur vof- ir yfir? Hverjir eru aflögufærír um matvæli? Það eru bændur lýðræðisríkjanna, þar sem hóf- leg ríkisaðstoð og framtak frjálsra bænda fara saman. ★ London, 5. okt. Home, lá- varður, utanríkisráðherra Breta, hélt flugleiðis til London í dag frá New York, þar sem hann hef- ; ur verið og rætt við utanríkis- j ráðherrana Ðean Rusk og Andrei Gromyko. Einnig gekk hann á I fund Kennedys forseta í Hvíta I húsinu. WWWMWWWWWWWWWWWWilWWWWWWWWWWWWWWVWVO Lögfræðingur hjá borginni uppvís að fjármálamisferii: TÓK VID FÉ, EN GERÐI EKKI SKBL Reykjavík, 5. okt. — HP. Á sínum tíma byggði Reykja- víkurborg nokkur íbúðarhús við Gnoðarvog og seldi einstaklingum íbúðirnar. Munu flestir,- sem í- búðirnar keyptu, hafa flutt í þær 1959, en fyrstu afborganimar átti að greiða á árinu 1960. Ekki alls fyrir löngu tóku eigendunum að berast innheimtubréf frá Reykjavikurborg fyrir greiðslum af íbúðalánum, sem þegar höfðu verið inntar af hendi og kvittan- ir eru til fyrir. Við rannsókn hjá endurskoðunardeild borgarinnar hefur komið í Ijós, að háttsettur lögfræðingur í þjónustu Reykja- víkurborgar hefur ráðstafað greiðslufénu, sem íbúðir Gnoðar- vogsíbúðanna höfðu reitt af hendi, á ólöglegan hátt og gerzt wwwwwwwwtwww FYRST8 RAFMAGNSI HEItlNN FYRSTI rafreiknirinn (raf- magnsheilinn) kom til íslands í gær. Rafreiknir þessi er aðal- lega notaðnr til vísindalegra rannsókna og verður hér aðeins í þr jár vikur, en þá verður hann fluttur til Finnlands. Rafreikn irinn verður hér til kennslu fyr ir þá menn, sem tekið hafa þátt í Fortran-námskeiðum, en Fortr an er það tungumál, scm raf- reiknirinn skilur. — Ljósm. Alþýðubl. Jóhann Vilberg. Sjá frétt á baksíðu. þannig sekur um alvarlegt mis- ferli í starfi. Alþýðublaðið spurðist fyrir um þetta mál í dag hjá Guttorn'i Er- lendssyni, forstöðumanni eidur- skoðunardeildar Reykj avíkurborg- ar. Hann sagði, að málið væri í athugun hjá deildinni, og væri rannsókn hennar langt komín, þannig að málið yrði lagt fyíir borgarráð í næstu viku. Við rann sóknina hefur komið í ljós, að á- stæðan til þess, að farið var að krefja kaupendur Gnoðarvogsí- búðanna um greiðslur af íbúðalán- um, sem þeir voru búnir að borga og fá kvittun fyrir hjá borgar- skrifstofunum, er sú, að lögfræð- ingurinn, sem flæktur er í málið, hefði ráðstafað þessu greiðslufé á eigin spýtur án samráðs við rétta aðila, en þegar það kom ekki fram, var tekið að innheimta það að nýju. Hefur því þessi borg- arstarfsmaður farið langt út fyr- ir sín embættistakmörk að því er snertir ráðstöfun fjárins, sagði Guttormur. Hins vegar virðist lögfræðingurinn ekki hafa dregið sjálfum sér neitt af fénu. Ekki hefur verið nægilega kannað, hve lengi fénu hefur ver- ið ólöglega ráðstafað. Aðeins skal á það minnt, að fyrsta afborgun átti að fara fram árið 1960, svo að ekki getur verið nema um rösk þrjú ár að ræða. Ekki er heldur víst, hve há upphæðin er, sem um er að ræða, en ástæða er til að ætla, að liún sé talsvert há, því að þó nokkrir kaupend- anna munu hafa verið rukkaðir í annað sinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.