Alþýðublaðið - 06.10.1963, Síða 2

Alþýðublaðið - 06.10.1963, Síða 2
v Ritstjórar: Gylfi Gröndal (ábj og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: - Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltriii: Eiöur Gúðnason. — Símar: y 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðúhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. —■ Prentsmiðja AlþýðublaQsins. — Áskriftargjald t; kr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintákið, — Útgéfandi: Alþýðuflokkurinn. 'ú ." v ; • /.. . -j* • • ■ '■ SÍBS 25 ÁRA SAMBAND íslenzkra berklasjúklinga iminnist nú 25 ára afmælis sins. Þegar þessi samtök voru stofnuð voru berklar enn algengiir sjúkdómur hér á landi. Nú hefur berklum verið útrýmt að heita . má; þökk sé framgangi heilbrigðisyfinvalda og starfsemi berklasjúklinganna sjálfra. SÍBS hefur .unnið merkilegt starf. Það starf hefur vakið athygli bæði hérlendis og erlendis. Vinnuheimili samtakanna að Reykjalundi, hefur hvarvetna þótt til fyrirmyndar. Þar hafa berkla* sjúklingar átt kost á þægilegri vinnu við sitt hæfi, og þar hafa verið sköpuð verðmæti með vinnuafli, sem annars hefði ekki verið unnt að nýta. Samtök berklasjúklinga hafa ekki valið þá leið að draga úr eða minnka starfsemi sína þótt berkla- sjúklingum fækkaði. Heldur hefur starfseminni verið beint inn á aðrar brautir; brautk þar sem þörf á umbótum og aðstoð var knýjandi. Stofnað hefur verið vinnuheimili hér í Reykjavík, Múlalundur, þar sem fjöldi öryrkja starfar að nytsamlegum , störfum, og öðlast trú á lífið og tilveruna að nýju. Fæst af þessu fólki er samkeppnisfært á hin- um almenna vinnumarkaði. En með aðstoð sér- fróðra manna og góðri umönnum geta örykjar unn ið að verðmætasköpun til hags fyrir þjóðarbúið og sjálfum sér til góðs. Vinnuaflið er dýrmæt auðlind og í allra hag að nýting þess sé sem bezt. Samband íslenzkra berklasjúklinga hefur nú áldarfjórðungs heilladrjúgt starf að baki. Stórvirki hafa verið unnin með hag þeirra sem minnst mega aín fyrir augum. Enn bíða stór verkefni úrlausnar. .Vonandi verður glíman við þau til þess eins að styrkja og efla samtökin í hvívetna. HÚSABRASK OG AFFÖLL TÍMINN OG ÞJÓÐVILJINN endurprenta og myndskreyta ádeilu úr leiðara Alþýðublaðsins í fyrradag, þar sem húsbrask. og verðbréfasala með áfföllum var harðlega gagnrýnt. Segja þessi blöð eins og venjulega: Svona er viðreisnin! Þama sjá menn, jafnvel Aiþýðublaðið getur ekki orða bund- izt! En meðal annarra orða: Var ekkert húsahrask í landinu, þegar framsókn og kommúnistar voru í stjórn? Af hverju stöðvaði framsókn ekki verð- bréfasölu með afföllum, þegar hún var í stjórn 1950 —-58? ' Nei, viðreisnin fann ekki upp húsahrask eða afföll á skuldahréfum. Hvort tveggja var til fyrir hennar daga, en hefur stórminnkað í tíð núverandi stjórnar, þar til í sujnar og haust. M .:■ 2 6. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Á MORGUN Látið ekki HAP. úr hendi sleppa! Við drögum ann- að kvöld um einn VOLKSWAGEN og fimm EITT ÞÚSUND króna auka- vinninga! — Þessu megið þið ekki gleyina: HAB gefur stærslu vinningsmöguleikana, af því að HAB er eina happdrættið á land- inu, sem býður upp á AÐEINS 5000 NÚMER. — Aðalumboðið á Hverisgötu 4 er opið til kl. 8 annað kvöld. MUNIÐ: Það er til bíls að vinna annað kvöld og fimm 1000 króna aukavinninga OG AÐEINS 5000 NÚMER! H A B Gaflabuxur m/tvöföldum hnjám. Við Miklatorg. Radargæzla Framh. úr opnu bíla mundi minnka feikilega strax og helztu vegirnir hcfðu verið steyptir eða malbikaðir. Fjárskortur stendur í vegi fyrir mörgum framkvæmdum, sem í rauninni mega alls ekki dragast. Eg get sem dæmi nefnt Elliða- árbakkuna. Við höfum unnið lengi að því að reyna að fá hana lag- færða. Við viljum að þar verði settar tvær akreinar upp, önnur fyrir hæga umferð, eins og til dæmis þunga flutningabíla og hin fyrir hraðari umferð. Niður brekkuna yrði svo aðeins ein ak- rein, því brýrnar á Elliðaánum bera hreinlega ekki meiri um- ferðarþunga. Fjárskortur hefur lengi staðið í vegi fyrir þessari bráðnauðsynlegu framkvæmd. Unglingar Rafeindaheili Framh. af 16. síðu voru aðeins 7 manns hjá IMB í Syíþjóð, en nú vinna þar rúmlega 1400 manns. í Danmörku og Finn- landi eru þeir 700 í hvoru landi, cn 500 í Noregi. Ég vinn íyrir Norðurlöndin öll og þessvegna er ég hér. Nei, ég hefj ekki verið hér áður, en bróðir minn var um tíma á Akureyri, í sambandi við sænska fiskveiðiflotann. Ég er hér á landi til að athuga stöðu 1MB, til sam- anburðar við hin Norðurlöndin. Mér finnst íslenzka ríkið, í nánum tengslum við Hagstofuna. geta náð mjög miklum árangri og upp- lýsingum, með áætlunarbúskap í framtíðinni. Samræmd staða okk- ar og annarra Norðurlanda, er mjög nauðsynleg við gagnaúrvinn- slu. — Eru vélar sem þessar mikið notaðar erlendis? — Þessar vélar hafa verið á markaðinum í nokkur ár og þar á meðal á Norðurlöndum. Þar eru þær meðal annars notaðar í liá- skólum, til vísindalegra rannsókna. Píanókennsla Er að byrja aftur að kenna. Emilía Borg, Laufásvegi 5, Sími 13017. MWMWMWWWWMMMWMIMi I FUNDUR Kvenfélags Al- !« þýðuflokksins í Reykjavík ! > verður í Iðnó, uppi, næstk. <; þriðjudagskvöld kl. 8,30. — jj Fundarefni: Ýmis áríðandi ;! félagsmál. -Formaður fé- !! lagsins segir frá alþjóða- !; þingi jafnaðarkvenna, sem ! • haldið var í síðastliðnum j; mánuði. Ilaraldur Guðmunds |! son, fyrrum sendiherra og J! frú, verða gestir fundarins. !; Félagskonur eru beðnar að ! j f jölmenna og taka með sér j; gesti. ; [ WMWMMWMWWMWWWMMIi rCVloti& d bííinn Framh. af 16. síðu október nema í fylgd með fullorðn um. Börn frá 12-14 ára mega ekki vera á almannafæri, seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. okt. nema í fylgd mcð fullorðnum. Það HREINSAR, GLJÁIR, VRRNDAR lakkið og allt króm í SAMA VERKINU. FÆST A BENZÍNSTÖÐVUM.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.