Alþýðublaðið - 06.10.1963, Side 3

Alþýðublaðið - 06.10.1963, Side 3
: eftir Jón S. Jónsson MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um uppruna bandarískrar negra- tónlistar og flestir telja að hún eigi rætur sínar að rekja til trumbusláttar og söngva hinna blökku íbúa Afríku. Negrar þeir, sem fluttir voru á 17. og 18. öld til Bandaríkjanna af evrópskum þrælasölum, voru allflestir af ein- um af þrem ættstofnum Afríku- negra; stofn sem nefnist Bantu. Negrunum var safnað saman fyrir sunnan miðjarðarlínu og hleðslu- staðir þrælaskipanna voru á vest- urströndinni og einnig hafnar- borgir við Miðjarðarhafið. Negr- arnir komu frá fjölmörgum ætt- flokkum, sem hverjir um sig höfðu ótal mannfræðilega skýranleg sér- einkenni. Fiölmarga'r vísindalegar bækur og ritgerðir hafa verið rit- aðar af mannfræðingum og tón- vísindamönnum um samanburð á hugsanaháttum, venjum og tónlist afrísku og bandarísku negranna. Smáatriði vísindalegra rannsókna mun ég ekki ræða í þessum grein- um, en það eru ákveðin einkenni negrasöngva og áhrif þeirra, sem tekin verða til athugunar. Greini- legastur munur á bandarískum | negrasöngvum og þjóðlögum all- flestra evrópuþjóða, liggur í I rhythmanum (hljóðfallinu). í (meirihluta evrópskra þjóðlaga falla áherzlur með jöfnu millibili. (Undantekningar frá þessu, í lög- um slavneskra og suðurevrópskra þjóða, má rekja til áhrifa frá Afr- íku og Asíu). Söngvar negranna eru í þessu tilliti algjör andstæða; í þeim er rhytminn iðulega mjög „óreglulegur” á evrópska vísu; og áherzlur falla oft á það sem í vestrænni tónfræði eru kallaðir á- herzlulausir takthlutar. Þessi til- færsla á áherzlum er á tónfræði- máli nefnt „syncopation”. Til út- skýringar á þessu fyrirbrigði er einfaldast að athuga eðlilegar á- herzlur hins talaða máls. Frum- reglan við samningu sönglaga, er að mynda samstöðu milli hinna eðlilegu áherzlna í texta og lagi. Þessu var ekki þannig farið þegar negrarnir tóku til við að setja enskan texta við „syn< operað?” tónlist sína. Ehytminn var þeim aðalatriðið og „veik” orð og at- kvæði hinnar ensku tungu fengu í meðferð þeirra sterkar áherzlur. Hinn hvíti maður mundi syngja orðin „Go down Moses” með á- herzlum á 1. og 3. atkvæði, en negrinn snýr þessu við og syng- ur með áherzlum á 2. og 4. at- kvæði. Rhytmisk tilfinning afríkunegr- ans virðist vera þroskaðri og full- komnari en nokkurra annarra manna, trumbusláttur þeirra nálg- ast hið yfirskilvitlega að fjöl- breyttni og nákvæmni, og á sér raunar enga hliðstæðu nema ef era skyldi hjá hinum bráðsnjöllu mus'téxis'tíumbi^slögurum í Ind- landi. Söngvar, og þó sér í lagi trumbusláttur hinna blökku íbúa Afríku hafa haft mikil og varanleg áhrif á vestræna tónlist. Þessi á- hrif eru ekki aðeins tilkomin vegna þrælainnflutninganna til Bandaríkjanna. Þróunar- sagan spannar að öllum lík- indum nokkra tugi alda. Að áliti mannfræðinga hafa þessi rhytm- isku áhrif borizt frá negrunum inn í liinn semítiska kúltúr við Mið- jarðar- og Rauðahafið. Þaðan hafa þau borizt í norðurátt og til Spán- ar. Spánverjar virðast hafa ver- ið öðrum þjóðum móttækilegri fyrir hinn fjölbreytta rhythma íngvnr Helgnson lyeiUfverxlun TRY6GVAGÖTU 4 SÍMI 19655 og þar eð þeir höfðu á 15. og 16. öld stofnað blómlegar nýlendur í Mexico, Vestur-Indíum og Suður- Ameríku, (löngu áður er þræla- innflutningar hófust til Norður- Ameríku) hafa hin rhythmisku á- hrif borizt vestur um haf með þeim, bæði í þeirra fjörlegu dans- tónlist og einnig með hinum svörtu þrælum þeirra. Þegar bandarisk negralög eru rannsökuð koma fljótt í ljós á- kveðin melódísk einkenni. Yfir- gnæfandi er notkun fimm tóna tónstiga sem nefndur er Penta- tóniskur tónstigi, og samsvarar hinum svörtu lyklum á píanóinu. Þessi -tónstigi er uppistaða tón- listar margra frumstæðra þjóða, og sömuleiðis einnig annarra með háan tónlistarþroska, eins og t. d. Kínverja. Lög negranna, þau er byggjast á þessum tónstiga, verða alltaf einföld í sniðum og sama má segja um hljómanotkun þeirra. Allmargir tónvísindamenn á fyrstu áratugum þessarar aldar staðhæfðu að pentatóniski tón- stiginn muni ekki hafa verið upp- runalegur tjáningamiðill negr- anna, innfluttur frá Afríku, eins og margir þjóðlaga safnarar vildu halda fram. Lítið var vitað um eðli afrískrar negratónlistar þeg- ar þessari staðhæfingu var varp- að fram, en henni fylgdu eftir- farandi röksemdaleiðslur: Hvíti húsbóndi þrælanna lagði sig fram við að kristna vinnukraft sinn og komust negrarnir þar af leiðandi í kynni við vestrænan sálmasöng: „Gospel Hymns” og „White Spirituals.” Það er staðreynd, að nokkur lög negranna má rekja til „hvítra” sálma, þó er mun algeng- ara að finna hjá þeim texta stæl- ingar. Áðurnefndir tónvísinda- menn héldu því fram; að vegna slæms minnis negranna hafi sálmar húsbændanna brenglazt í þeirra meðförum; einstaka tónar fallið niður, og lög skapazt sem höfðu stærri tónbil en frummynd- irnar. Sú staðreynd, að allmörg ensk-amerísk þjóðlög,* „hill billy” og kúrekalög eru pentatónisk, hefur einnig verið notuð sem rök fyrir áhrifum hins hvíta manns á negratónlistina. Vafalaust er eitt- hvað til í þessu, en ítarlegar rann- sóknir á tónlist afríkunegrans hef- ur leitt í ljós að þetta muni vera allur sannleikurinn. Þegar Afríku og Semitísku kúltúrarnir komust í snertingu hvor við annan, urðu áhrifaskiptin gagnkvæm. Arab- arnir hrifust og tileinkuðu sér sumpart af hinum ómótstæðilega rhythma negranna, sem aftur á móti hafa lirifizt of hinum sér- kennilegu og oft pentatónisku sönglögum Arabanna. Pentatónik finnst víða í afrískum negralögum og sömuleiðis notkun á sérstökum tónbilum, sem rakin hafa verið til tónlistar Araba. 1 Tónlistarform það, sem negr- amir fluttu með sér frá Afríku er vixlsöngur; einsöngur og marg raddaður samsöngur og er form þetta einkennandi fyrir allan söng negranna, hvort sem um er að ræða andlegan eða veraldlegan söng. Tilfinning bandarískra negrans fyrir samhljómum virðist vera mjög rik, en því er oft hald- ið fram, að það sé vegna þrosk- andi áhrifa sem vestrænn sálma- söngur hefur haft á þá. Þetta er ekki allur sannleikurinn um þetta atriði, vegna þess, að margröddun er algeng og mjög fjölbreytt í myrkviðum frumskógarins. Síðari grein mín mun fjalla um hin djúpu áhrif sem bandarísk negratónlist hefur liaft á vest- ræna tónlist á tuttugustu öld. Jón S. Jónsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. okt. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.