Alþýðublaðið - 23.10.1963, Qupperneq 10
v/Miklatorg
Sími 2 3136
Pressa fötin
meðan þér bíðiö,
Fatapressun A. Kúld
Yesturgötu 23.
S*(U£2.
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvala
gleri, — 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
Korkiðjan h.f.
Skúlagötu 57. — Súni 23200.
Japanskar
kvenblússur
Við Miklatorg.
Hef opnað málflutnings-
skrifstofu í Lækjargötu 6B
III. hæð. Sími 20628.
Birgir ísl.
Gunnarsson
héraðsdómslögmaður
LANDHELGISBRJÓTUR
Framhald af 16. síðu.
Dómari er Jóhann Gunnar Ól-
afsson en meðdómendur þeir Rögn
valdur Jónsson og Símon Helga-
son. Bárður Jakobsson lögfræð-
ingur mætti fyrir hönd Gísla ís-
leifssonar hrl. verjanda skipstjór-
ans og Ragnar H. Ragnar var dóm
túlkur. Það vakti nokkra athygli
að 20-30 yfirmenn af Palliser voru
viðstaddir í réttarsalnum.
Skýrsla skipherrans á Óðni var
í stuttu máli á þessa leið:
Skömmu eftir miðnætti aðfara-
nætur mánudagsins sást skip í
ratsiánni og var það grunsam-
lega nærri landi, eða rúmar 3
sjómílur innan 12 mílna mark-
anna og ítrekaðar staðarákvarðanir
svndu að skipið var á lítilli ferð.
Þegar að var komið, sást að hér
var um togara að ræða. þó að hann
væri ekki með togljósin á. Varð-
skipið gaf stöðvunarmerki með
liósmorsi og Ivsti síðan á skipið.
Sást að stjórnborðsvarpa var í sjó
og vírarnir lágu eðlilega aftur með
síðunni. Laust eftir klukkan 1,00
var varðskinið komið alveg að tog-
aranum, þar sem hann var að
toea á 54 metra dýpi undan Barða.
Stöðvunarmerki voru gefin við-
stöðulaust með skipsflautunni, en
skinstióri togarans sinnti þeim
ekki. Þá var sett út dufl við hlið
togarans og mældist bað 2,7 sjó-
mílum innan við mörkin. Togar-
inn sinnt ekki stöðvunarmerkjun-
um fremur en áður og var þá
skotið að honum lausu skoti. Þá
hiuggu togaramenn á togvírana
og settu á fulla ferð norður og
austur méð landinu. Varðskipið
skaut 2 lausum skotum í viðbót
og gaf stöðvunarmerki í sífellu
og einnig var skinstiórinn kallað-
ur upp á neyðarbylgjunni og
vinnubylgju brezku togaranna. —
Ekkert svar.
Leikurinn barst norður með
landinu og hélt varðskipið sig í
hálfrar sjómílu fjarlægð frá tog-
aranum. Stöðugt var lýst á hann
og auk þess fylgzt með honum í
ratsjánni. Klukkan rúmlega 7 í
gærmorgun var svo sett upp stöðv
unarmerkið ,,K” með merkjaflögg
um, enda þá orðið bjart af degi.
Minningarorð
Framh. af 4. síðu
hópi og unun við hann að tala.
Hins vegar var hann alvörumaður
að eðlisfari, mjög viðkvæmur í
lund og oft sérvitur. En sérvizka
hans var ævinlega skemmtileg og
átti sinn þátt í að gera hann jafn
sérkennilegan og skemmtilegan
persónuleika og hann var. Það var
mér lán að kynnast Tryggva, þó
að ég hefði hins vegar óskað eftir
því, að þau kynni hefðu getað orð-
ið lengri. Þegar ég kvaddi hann í
ágúst, ætluðum við að skrifast á,
og hvorugur hefði þá viljað trúa
því, að Tryggvi ætti aldrei aftur-
kvæmt til íslands. Nú er hann
lagður í mestu ferð allra ferða.
Bréfin verða aldrei skrifuð, og
við eigum ekki eftir að hittast yfir
bjórglasi á Cambridge eða Pem-
bina. En frá minningunni um
Tryggva stafar ósviknum yl, og
hvað hann snertir var trú hans hon
um alvörumál, og því veit ég, að
heimvonin var góð kaþólskum
manni.
Hjörtur Pálsson.
Klukkan að verða 9 var svo farið
að síðunni á þrjótnum og kallað
til hans um hátalara og honum
skipað að stöðva. Ekkert svar.
Næst var það tekið til bragðs
að skjóta kúluskoti rétt framan
við togarann og þá fékk skipstjóri
hans málið eftir 9 klst. þögn. —
Sagðist hann vera á opnu hafi og
utan afskiptasvæðis varðskipsins.
Hann hafi ekki verið að veiðum á
brotsstaðnum, heldur aðeins ver-
ið að slæða eftir troRi sínu, sem
hann hafi slitið undan sér utan
12 mílnanna. Neitaði hann ein-
dregið að stöðva skip sitt, þar sem
hann væri frjáls maður í fríum
sjó, þ. e. úthafinu.
Um kl. hálf ellefu voru skipin
svo stödd 35 sjómílur norðaustur
af Hornbjargi og þá kallaði skip-
stjórinn á togaranum í varðskip-
ið og spurði hvort skipherra þess
væri samþykkur því að bæði skip-
in færu til móts við herskipið Pal-
liser, sem þá var nýfarið frá R-
vík og málið væri rætt við Hunt
skipherra. Þórarinn Björnsson sam
þykkti þessa ráðabreytni, ef hún
mætti verða til þess að leysa mál-
ið og klukkan 5 í gærdag mættust
svo skipin 317 sjómílum undan
Straumsnesi, sem er skammt norð
an ísafjarðardjúps. Þá hafði eftir
förin staðið í 17 klukkus.tundir og
tekið - yfir 202 sjómílna vegar-
lengd.
Huflt skipherra fór nú um borð
í togdrann og ræddi við skipstjór-
ann, stðan kom hann um borð í
Óðinrí og hafði eftir honum sög-
una um týnda trollið. Varðskips-
menn _bentu honum á, að þessi
saga fengi ekki staðizt, þar sem
togvírarnir hefðu sést frá varð-
skipind og togarinn auk þess verið
fyrir innan landhelgina. Hann
hefði því verið að slæða eftir
trollinu, sem hann týndi utan við
12 mílurnar nærri 4 mílum fyrir
innan! Hann var líka beðinn að
skila því til togaraskipstjórans að
honum væri heimilt að slæða eft
'r trolli sínu á þessum stað, ef
hann -vildi.
Raunin varð hins vegar sú, að
skipstjórinn afþakkaði að slæða
eftir trollinu og samþykkti að
fara til ísafjarðar í fylgd Óðins
og Pallisers.
Aksel Lie Olsen, skipstjóri, á
Lifeguard kom fyrir réttinn á ísa
firði eftir réttarhlé síðdegis í gær
og þrætti fyrir að um nokkurt
brot væri að ræða frá sinni hálfu.
: Samkvæmt upplýsingum Jóhanns
\ Gunnars Ólafssonar dómara, er
dóms í málinu ekki að vænta í
kvöld og vafasamt hvort hann
fellur á morgun.
Vinnur ársverk á 8 tímiim
Framh. af bls. 16.
heilinn skilur og getur unnið úr.
Einnig hafa ýmsir vísindamenn
komið með flókin úrlausnarefni
og lagt þau fyrir hann, ýmist verk
efni sem þeir hafa þurft að vinna
úr, eða prófraunir til gamans.
Dr. Þorsteinn Sæmundsson
stjörnufræðingur kom til dæmis
með útreikninga viðvíkjandi athug
unum á segulsviðinu og norðurljós
um. Þetta verkefni leysti heilinn
á 8 klst. en doktorinn fullyrti hins
vegar að tekið hefði ár að leysa
dæmin með venjulegum aðferð-
um. Auk þess er útkoma rafeinda-
reiknisins óvéfengjanleg, sé hann
aðeins mataður á réttum upplýs-
ingum, en hins vegar geta alltaf
slæðst villur inn í útreikninga,
sem gerðir eru með blaði og blý-
anti, jafnvel þó að sérstakur end-
urskoðandi fari yfir þá jafnóðum.
Páll Theódórsson eðlisfræðing-
ur lagði athuganir í sambandi við
Stefán Rafn
Framh. af 16. síðu
Til innritunar í deildir Háskól-
ans er gerð sú krafa, að menn hafi
stúdentspróf eða aðra menntun,
er Háskólaráð metur jafngUda. —
Stafar þetta af einfaldri og brýnni
nauðsyn á traustri undirbúnings-
menntun undir háskólanám.
Þá skal og tekið fram, að stúd-
entar guðfræðideildar hafa sitt
eigið deildarfélag, sem hefur fullt
sjálfstæði innan þeirra vébanda,
sem reglugerð Háskólans setur
stúdentum. Félagið hefur og lýð-
ræðislega kjörna stjórna úr hópi
stúdenta sjálfra. Hafa stúdentar
það alveg á sínu valdi hverjum
þeir af góðvild sinni bjóða á fundi
eða í ferðalög með sér, enda er
samkomulag manna innan deild-
arinnar, jafnt kennara sem stúd-
enta, í alla staði hið Ijúfmannleg-
asta.
trítíumagn í regnvatni fyrir reikn-
inn, Sigurjón Rist vatnamælinga-
maður kom með sín vandamál á
vit hans og Aðalsteinn Sigurðs-
son fiskifræðingur líka. í heild
má segja, að reiknirinn hafi verið
í gangi allar 24 klukkustundir sól-
arhringsins síðan hann kom.
Sérfræðingar fullyrða að IBM
1620 geti komið að gagni á hvaða
sviði raunvísinda sem er. Hann
geti sparað óhemju vinnu og kom-
ið í veg fyrir hugsanlegar villur.
Sagt- er, að hér á landi hafi verið
safnað fjallháum stöflum af alls
konar mælingum og upplýsingum,
sem tæki áratugi að vinna úr með
venjulegum aðferðum. IBM gæti
því lokið þessu á nokkrum dögum.
Áhugi fyrir svona tæki hefur
vaknað hér á landi, síðan farið var
að sýna það hjá Ottó Michaelsen.
Hins vegar er það ekki gefið. Raf-
eindareiknar frá IBM kosta 4-7
milljónir ísl. króna. eftir stærð, en
þegar tekið er tillit til notagildis
tæiksins, virðist engin frágangs-
sök að eyða í það andvirði fiski-
báta af meðalstærð.
Einn stór kostur vélarinnar er
sá, að maður þarf ekki að vera
lærðúr stærðfræðingur til að
stjóma henni. Stærðfræðingarnir
og vísindamennirnir koma liins
vegar með allar upplýsingar mat-
reiddar fyrir vélina og sá sem síð-
an tekur við, þarf ekki annað en
að styðja á rétta takka. T.d. í Dan-
mörku, þar sem einn svona reikn-
ir er starfræktur, stjórnar honum
stúlka og hefur ekki annað sér til
frægðar unnið en að vera meist-
ari í 100 metra sundi!
Þeir sem kynnzt hafa IBM 1620
og fengið að leggia fyrir hann
barutir og úrlausnarefni, eiga
sjálfsagt erfitt með að fara að
vinna með blýantinum sínum aft-
ur og við skulum vona að það
verði ekki lengi og að fjallháu
staflarnir sem liggja hjá hinum
ýmsu raunvísindastofnunum fari
að lækka til muna.
65 ÞÚSUND
Framh. af bls. 16. ^
loknu var tekið til við að flokka
merkingar orða og skýra þær.
Starfsmenn Orðabókar Iláskól-
ans hafa lagt orðabók Menningar-
sjóðs ómetanlegt lið í ráðlegging-
um og leiðbeiningum. Árni Böðv-
arsson telur vandséð hvernig unnt
hefði verið að komast af við samn-
ingu orðabókarinnar án aðgangs
að heimildum og starfsmönnum
Orðabókar Iláskólans. Annars hef
ur verið leitað til fjölda fólks um
upplýsingar um fjarskyldustu efni,
sérfræðinga ýmiss konar, stofn-
ana o.s.frv. og hafa undirtektir
jaínan verið góðar. Skortur á
starfsliði og tíma hefur samt kom-
ið í veg fyrir að eins mikið væri
gert að þessu og þurft hefði.
í orðabók Menningarsjóðs eiga
að vera fiest eða öll íslenzk stofn-
orð, sem komlzt hafa í íslenzkar
orðabækur, forn og ný, svo og al-
gengustu samsetningar. Þarna eru
skýrð heiti skáldamálsins, sýni
dæmi um kenningar, skýrð hvers-
konar orð úr fornum ritum og
nýjum. Sérstök áherzla var
lögð á að bókin yrði sem nota-
drýgst öllu skólafólki (t.d. nánari
skýringar á orðum úr kennslu-
bókum og sígildum ritum en ann-
ars staðar og stöðugt reynt að
miða við að bókin yrði sem aðgeng
ilegust.
Allan tíman sem bókin hefur
veri í smíðum liafa tveir og þrír
menn unnið við hana að staðaldri
og langtímum saman fleiri. Auk
Árna Böðvarssonar hafa þeir
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi
og Helgi Guðmundsson lengst unn
ið að undirbúningi handrits undir
prentun. Það var Prentsmiðjan
Oddi sem sá um setningu og prent-
aði bókina og var fengið sérstakt
letur fyrir hana. Sveinabókbandið
sá um bandið. Skólafólki mun gef-
inn kostur á að fá bókina með af-
slætti en til þess þarf að panta
nokkrar. bækur í einu og þurfa þau
því að Sameinast um pantanir.
LONDON 22. okt. (NTB-Reuter).
Hátíðahöldin í tilefnj 100 ára
afmælis enska knattspyrnusam-
bandsins ná hápunkti á Wembley á
miðvikudag (þ.e. í dag) ,er enska
landsliðið leikur gegn „lieimsúr-
vali“.
Spádómar eru 5—4 „heimslið-
inu“ í vil. Margir enskir knatt-
spyrnugagnrýnendur hafa gagn-
rýnt úrtökunefnd ,,heimsliðsins“
fyrir það að leyfa, að skipt sé um
leikmann í leikhléi. Þeir segja,
að raunverulega leiki England á
móti hálfu öðru liði. Annarsvegar
er því haldið fram, að liér verði
um hreina sýningu að ræða. Ef um
„alvöruleik” væri að ræða myndu
ekkí einu sinni bjartsýnustu áhang
endur enska liðsins veðja á sitt lið.
Englendingar tefla fram sam-
stilltu og þrautreyndu liði, sem
leikið hefur óbreytt fjóra lands-
leiki undanfarið og sigrað í öllum
— Tékkóslóvakíu með 4—2, Aust-
ur-Þýzkaland með 2—1 Sviss með
8-1 og Wales með 4-0. Uppselt er
á leikinn fyrir löngu og það verða
rúmlega 100 þúsund áhorfendur,
en greiddur aðgangseyrir er 90
þúsund sterlingspund — eða sem
svarar til tæplega 11 millj. króna,
10 23. okt. 1963 — ALÞÝDDBLAÐIÐ