Alþýðublaðið - 23.10.1963, Side 14
Ekki giáta, Eysteinn minn,
elsku litli vinurinn.
Ljóst er öllum, Ijúfurinn,
þig langar upp í stólinn —,
langar að klifra upp í stjórnarstólinn.
Við skulum reyna að vona og spá,
að verðirðu bráðum ofan á.
Kommar máske liðsemd Ijá,
til að lyfta þér upp í.stólinn —,
ti! að lyfta i;ér i:pp í langþráðan stjórnarstólinn.
KANKVÍS.
Blaðamaður nokkur spurði Önnu
Magnani, hver af hennar tíu árum
hefðu verið þau beztu.
— Árin milli 28 og þrjátíu, voru
mín tíu beztu, svaraði leikkonan.
Hákon Noregskonungur sat eitt
sinn með litla son sinn, hann Ólaf
krónprins og voru þeir að hlusta
á söngkonu, sem söng hátt og
gegnumþrengjandi, en því miður
voru tónarnir ekki sem hreinastir.
Skyndilega hvíslaði litli krón-
prinsinn að föður sínum;
— Er það satt pabbi, að hún
syngi stundum fyrir alla menn sem
sitja í fangelsum?
— Já drengur minn, svaraði
konungurinn, hugsaðu til þess ef
þú skyldir einhvemtíma vera
nærri því að gera eitthvað ólög-
legt.
Dag nokkurn kom tónskáldið Hánd
el inn á matstofu og bað um mat
fyrir þrjá. Hann beið í óratíma
og hrópaði að lokum óþolinmóð-
ur:
— Af hverju kemur ekki matur-
inn?
— Hann kemur um leið og hin-
ar persónurnar koma, svaraði
þjónninn.
— Viljið þér, sagði Hándel, færa
mér matinn prestissimo (mjög
hratt) persónurnar eru ég.
FLUGFERÐIR
Loftleiðir h.f.
Þorfinnur karlsefni er væntanleg
ur frá New York kl. 08.00 Fer til
Luxemborgar kl. 09.30. Kemur aft
ur til baka frá Luxemborg kl. 24.
00. Fer til New York kl. 01.30.
Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá New York kl. 10.00. Fer til
Gautaborgar Kaupmannahafnar og
Stafangurs kl. 11.30. Snorri Þor-
finnsson er væntanlegur frá New
York kl. 12.00. Fer til Oslo og
Helsingfors kl. 13.30. Eiríkur
rauði er væntanlegur frá Staf-
angri, Kaupmannahöfn og Gauta-
borg kl. 22.00. Fer til New York
kl. 23.30.
SKIPAFRÉTTÍR
Eiinskipafélag- Reykjavíkur h.f.
Katla er í Sölvesborg. Askja er á
leið til Reykjavíkur.
Hafskip h.f.
Laxá er í Reykjavík. Rangá lestar
á Austfjörðpm.
Kaupskip h.f.
Hvítanes fór frá Bordeaux 21/10
til Fort de France, í vestur Ind-
íum.
Jöklar h.f.
Drangajökull lestar og losar á
Norðurlandshöfnum. Langjökull
er í Reykjavík. Vatnajökull er í
London, fer þaðan á morgun til
Reykjavíkur.
Skipaútgrerð ríkisins
Hekla fór frá Reykjavík í gær-
kvöldi austur um land til Vopna-
fjarðar. Esja er í Reykjavík. Herj-
ólfur fer frá Reykjavík kl. 21.00 í
kvöld til Vestmannaeyja og Horn-
afjarðar. Þyrill er í Reykjavík.
Skjaldbreið er í Reykjavík. Baldur
fer frá Reykjavík í dag til Hvamms
-fjarðar- og Gilsfjarðarhafna.
Eimskipafélag íslands h.f.
Bakkafoss kom til Stavanger 19/
10 fer þaðan til Lysekil, Gauta-
borgar og Hamborgar. Brúarfoss
fór frá Dublin 12/10 til New York.
Dettifoss fór frá Hamborg 19/10
væntanlegur til Reykjavíkur annað
kvöld 23/10. Fjallfoss fer frá Gauta
borg 19/10 væntanlegur til Vest-
mannaeyja í fyrramálið 23/10 fer
þaðan til Reykjavíkur. Goðafoss
fer frá Ventspils 22/10 til Gdynia
og Reykjavíkur. Gullfoss fer frá
Kaupmannahöfn 22/10 til Leith og
Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá
Súgandafirði í dag 22/10 til Akra-
ness, Keflavíkur og Reykjavíkur.
Mánafoss fer frá Raufarhöfn 23/
10 til Húsavíkur og þaðan til Grav
arna, Gautaborgar og Kristian-
sand. Reykjafoss fór frá Hull 17/
10 væntanlegur til Reykjavíkur í
fyrramálið 23/10. Selfoss fór frá
Charleston 19/10 til Rotterdam,
Hamborgar og Reykjavíkur. Trölla
KLIPPT
egi um fiokkur ár fyr-ir töngu,
var mér það Jrammgt aft riarf-
: semi', '.norsku . björguuarféJag-
:
aðstðöa'- v'sð hafnirnar :? norsKú;
; jaú; ■: iþt#/
greiðsia kæmí fyrlr', en íú er
íólst í starfs'emi fiíirgunarfé-
laganna. SeglbjÖrguttaráftuTnrn-
ar sem íélögin rakú bá og voru
Afi
gamli
Sérfræðingur er maður, sef
veit upp á hár hvernig aKt fer,
og á eftir getur hann upp á hár
útskýrt fyrir okkur, hvers vegna
það fór á annan veg en hann
sagði í upphafi ....
foss fór frá Ardrossan 22/10 til
Hull, London, Rotterdam og Ham-
borgar. Tungufoss kom til Akur-
eyrar 22/10 fer þaðan til S/giu-
fjarðar Húsavíkur og Austfjarða-
hafna.
Áfengisvarnarnefnd kvenna! Mun-
ið fundinn í kvöld kl. 8.30 í Að-
alstræti 12. Kvikmyndasýning og
fleira. Mætum allar! STJÓRNIN
Kvenskátar. Seniordeild, yngri og
eldri Svannadeild, mæðradeild og
aðrir eldri kvenskátar, sem ekki
eru starfandi foringjar munið
fundinn í félagsheimili Neskirkju í
kvöld kl. 8.30. Sagt verður frá al-
þjóðaþingi kvenskáta sl. sumar
o.fl. Sýndar verða skuggamyndir.
Þessi enska frú hefur það sér til frægðar unnið að fljúga hraðar en
nokkur önnur kona. Met hennar er 1250 mílur á klukkustund, sem
er 100 mílum hraðar en viðurkennt met Jacauéline Auriol, sem hér var
nýlega á ferð. Konan heitir Dian B. Walker, og er 45 ára gömul.
Miðvikudagur 23. okt.
20.00 Létt lög: Dieter
Reith eextettinn og hljóm
sveit Rudolfs Wiirthner
leika. 20.20 Fyrstu gripa
sýningarnar í Skagafirði
sífðara erindi (Oscar
Clausen rithöfundur).
20.40 Tónleikar: íslenzk-
ir söngvarar og kórar
syngja lög um haustið.
21.00 Framhaldsleikritið:
„Ráðgátan Vandyke" et't
ir Francis Durbridge;
VII. þáttur: Steve leikur
á Vandyke. Þýðandi El-
ías Mar. — Leikstjóri:
Jónas Jónasson. Leik-
endur: Ævar R. Kvaran,
Guðbjörg Þorbjarnardótt
ir, Helga Valtýsdóttii\
Flosi Ólafsson, Lárus
Pálsson, Róbert Arn-
finnsson Haraldur Björns
son, Gestur Pálsson og
Baldvin Halldórsson.
rpir
córtvxiol
21.45 Upplestur: Auður
Eir Vilhjálmsdóttir cand,
theol. leg úr ritverkum
Ólafíu Jóhannsdóttur.
22.00 Fréttir og veður-
fregnir. 22.10 Kvöldsag-
an: Lakshmi Pandit
Nehru — brot úr ævi-
sögu eftir Anne Gut-
hrie; IV. lestur (Sigríð-
ur J. Magnússon). 22.30
Næturhljómleikar: Sin-
fóníuhljómsveit norð-
vestur-þýzka útvarjwins
leikur tónverk eftir Rieh
ard Wagner. Stjórnandi
Hans Knappertbusch.
Einsöngvári: Christa
Ludwig. a) Forleikur að
þriðja þætti „Meistara-
söngvaranna". b) Loka-
söngur Brynhildar úr
„Ragnarökum“ c) For-
leikur að fyrsta þætti
„Meistarasöngvaranna“
23.15 Dakskrárlok.
14 23. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ