Alþýðublaðið - 21.11.1963, Side 3
Ræða yfirborgar-
stjóra Lundúna
| WWWMMWWWWWWWWWWWWWHWWWVMMWWVMMMMMWWMWWWMWWWWW
Keppir um réttinn til
oð tefla v/ð stórmeistara
YFIRBORGARSTJÖRI Lundúna,
Sir. Clement James Harmann,
sagtfi í ræffu þeirri, er hann hélt
í miðdegisverffi þeim, er hann
bauð forseta íslands til, aff sér
væri þaff mikil ánægrja, aff hefja
starfsár sitt sem borgarstjóri meff
því aff b/ióffa forsetann og fylgrd-
arliff hans velkomiff til Lundúna.
Vitnaði hann mjög í frásögn heil-
ags Brendans, er komiff hefffi til
íslandsi með hinum írsku munk-
um, er fundu þaff.
Borgarstjórinn var hinn skemmti
legasti í ræðu sinni og benti á, að
fyrsti utflutningur Breta til ís-
iands hefði verið eigi allfáir vík-
ingar norskir, og hefðu þeir norð-
ur í Skotlandi og á írlandi óneit-
anlega verið glaðir að sjá á eftir
þeim norður úr. Útflutningur á
varningi hefði hins vegar haldizt
allar götur síðan og væri nú svo
komið, að íslendingar fljdtu inn
frá Bretlandi vörur fyrir 30 stpd.
á hvert mannsbam í landinu, en
það væri meira, en nokkurt annað
land utan samveldisins.
„En það voru engan veginn all-
ir víkingarnir, sem voru endurút-
fluttir héðan til íslands. Nógu
margir urðu eftir til þess aff
blanda verulega magni af skandi-
navísku blóði í þjóð vora, og af
þeim sökum erum við stoltir af
að kalla ykkur frændur. Það er
athyglisvert, að eini íbúi vestur-
, helftar heims, sem nefndur er í
ættartölu drottningar vorrar, er
kona aff nafni Auffur djúpúðga.”
Borgarstjórinn hélt síðan áfram
og kvað ísland skáldanna og sagn
anna vera hinn klassíska helgi-
dóm norrænnar menningar á sama
hátt og Aþena væri helgidómur
hinnar suffrænu, og hann minnti
á, að islenzk menning hefði orðið
mörgu ensku skáldi að innblæstri
Hann rakti síðan nokkuff og bar
saman frelsisást eyþjóðanna, Breta
00 íslendinga, minntist á deilur
þjóðanna á undanfömum árum,
sem hann kvaðst vonast til aff
ski'du enga úlfúð eftir.
Að lokum sagði Sir Clement:
,,Það er mér sérstök ánægja, að
fyrsli þjóffhöfffinginn, sem ég hef
þann heiður aff taka á móti sem
yfirborgarstjóri í London skuli
vera forseti lands, sem við höfum
nú byggt upp aff nýju góð sam-
skipti við, svo að þau taka nú fram
fyrra ágæti sínu.”
Reykjavík, 20. nóv. GO..
Nýbakaffur sigurvegari í
meistaraflokki . á Haustmóti
Taflfélags Reykjaviknr, er
ungur maffur um tvítngt. —
Hann heitir Trausti Bjömsson
og les ensku og sögu viff Há-
skóla íslands þegar hann er
ekki að tefla. Hann býr hjá
móffur sinni, frú Halldóru Al-
bertsdóttur, aff Kleppsvegi 48,
en faffir hans var dr. Bjöm
Guöfinsson málfræffingur.
— Hvenær byrjaffir þú aff
tefla, Trausti?
— Ætli ég hafi ekki veaið
7-8 ára. Fyrst tefldi ég optn-
berlega í 2. flokki á Haustmóti
Taflfélagsins áriff 1959 — og
varð þá annar í flokknum. í
fyrra tefldi ég á Haustmótinu
í 1 flokki, sigraði og ávann
mér þannig rétt til aff tefla í
melstaraflokki.
— Hefurffu ekki fyrr teflt
meff meisturum?
— Jú, en þetta er í fyrsta
sinn sem ég tefli í hreinum
meistaraflokki.
Trausti heldur því fram, aff
hann hafi lært mest í skák af
þvi aff tefla hraðskák í Mennta
Trausti Björnsson
skólanum. Þar vora haldin
bæffi bekkjarmót og skólamót
og eitt áriff vann hann titilinn
hraðskákmeistari skólans.
— Hvaffa réttindi gefur slg-
urinn f meistaraflokki?
— Eg fæ réttindi til keppni
í Iandsliffsflokki, en í honum
munu vera 12 menn. 4 þeirra
skipa svo landsliðið.
Næsta mót sem Trausti tek-
ur þátt í, verffur 6 manna mót,
sem byrjar sennilega í næstu
viku. í því eiga að taka þátt
bæði skákmeistari Norffur-
lands, skákmeistari Suffur-
nesja og 2 efstu menn í meist-
araflokki íslandsmótsins I
fyrra. Keppt verffur um rétt
til þátttöku í stórmótinu sem
ætlunin er, aff halda hér eftir
jólin. Friffrik Ólafsson, Ingi
R. og 3 affrir ganga beint upp
í mótið, en efsti maffur á sex
manna mótinu öðlast rétt til
þátttöku
Spnraingu um þaff, hver sé
uppáhaldsskákmeistarinn svar-
ar Trausti á þá leiff, að þaff
muni vera Petrosjan. Önnur
frístundaáhugamál en skákina
segist hann ekki hafa.
AÐSTOÐ USA VIÐ
KAMBÖDlU HÆTT
-oð beiðni Kambódíustjórnar
Pnompenh, Kambodiu, 20. nóv.
NTB-Reuter.
i starfa í landinu á vegum áætlun-
arinnar um aðstoð við Kambódíu,
Kambódía fór þess opinberiega ' en auk þess eru 60 bandarískir her
á Ieit viff Bandaríkin í dag, aff málaráðunautar í landinu.
öll hernaðarleg, efnahagsleg og ■
menningarleg affstoff yrffi stöffvuff.
Beiffnin kom fram í orffsendingu,
Sverrir Haraldsson listmálari opnar sýningu í Listamannaskálan-
um klukkan 8 í kvöld. Á sýningunni eru 69 málverk og ein tré-
skurffarmynd. Þetta er önnur sjálfstæffa sýningin, sem Sverrir
heldur, en hann hefur- tekiff þátt í nokkrum samsýningiun. Þaff er
óþarfi aff kynna Sverri fyrir lesendum, svo mikla athygli hafa myndir
hans vakiff, þá sjaldan þær hafa sést. Á myndinni sjáum viff Sverri
við tréskurffarmyndiua.
sem var afhent bandarisku sendi-
herranum í Pnompenh.
Margir vestrænir diplómatar
telia. að ástæðan fyrir beiðninnl
Sihanouks prins, þjóð-
Kambódíu, að Banda-
sámsæri gegn
er, að hann muni vera
nokkuð órólegur vegna frétta um,
að bandaríska leyniþjónustan hafi
verið viðriðin byltinguna gegn Di-
em-stjórninni í S-Vietnam
Á fjöldafundi í Pnompenh í
gær, þar sem Sihanouk prins var
viðstaddur, hélt einn ræðmnanna
því fram, að Bandaríkjamenn
hefðu séð uppreisnarhreyfifigunni
„Frjáls Kambódía” fyrir vopn-
um og peningum.
Tveir fangar, sem sagðir voru
hafa tilheyrt hreyfingunni, voru
sýndir á fundinum. Þeir svöruðu
spurningu frá prinsinum á þá leið,
að lireyfing þeirra hefði fengið
vopn, peninga og siðferðislegan
stuðning frá Bandaríkjunum.
Um það bil 130 Bandaríkjamenn
ráðherra Thailands, Thanat Kho-
man, að Sihanouk prins hefði selt
land sitt Rauða-Kína.
í Washington var sagt, að Banda
ríkin mundu verða við íilmælum
Kambódíu eins fljótt og unnt
væri. Bandaríkin munu hefja við-
ræður v!ið Kajnbódíui^tjórn um
stöðvun margra framkvæmda, sem
annaðhvort er unnið að eða eru í
undirbúningi. Utanríkisráðuneytið
vinnur að undirbúningi opinbers
í Bangkok harmaði utanrikis- | svars.
HWWWWW%WWVWWWWWWWW%WWWWWWWWW%WWW
Frá 1955 til júlí 1962 veittu
Bandarikin Kambódíu borgaralega
og hemaðarlega aðstoð, sem nem-
ur 366 milljónum dollara.
Klukkan 12 á miðnætti var j
slökkviliðið kallað út aftur. Hafði
kviknað í út frá olíukyndingu í j
Karfavogj 56, en litlar skemmdir |
urðu. )
HANDTOK ÖNNU FRANK
VÍN, 20. nóvember. NTB-R.
Lögreglumaffur nokkur
Karl Silberbauer, hefur játaff
aff hafa tekiff þátt í handtöku
Önnu Frank og Gyffingafjöl-
skyldu hennar í Amsterdam,
aff því er formælandi austur-
ríska innanríkisráðuneytisins
skýrffi frá í dag.
Formælandinn bætti því viff,
aff Silberbauer hefði veriff
rekinn úr stöðu sinni á meffan
rannsókn í máfinu fór fram,
samkvæmt skipun Franz Olah
innanrikisráffherra.
Silberbauer gekk úr lögregl-
unni í Vín 1943 og innritaffist
í SS-sveitir nazista. Hann
starfaffi i SS meff korpóráls-
tign til stríðsloka. Áriff 1954
var honum leyft aff ganga í
þjónustu austurrísku lögregl-
unnar á ný.
Formaffur Skjalamiffstöðvar
Gyffinga í Vín, Simon Weis-
enthal, sagði í dag, aff á vissu
tímabili hefffi Silberbaner
starfaff fyrir öryggisþjónustu
nazista, sem Adolf Eichmann
stjórnaði meffal annars.
Unga Gyffingastúlkan Anna
Frank skrifaffi dagbók um
reynslu sína á þeim tíma, er
hún og f jölskylda hennar veru
í felum undan Þjóffverjum í
húsi nokkru í Amsterdam. —
Seinna var Anna Franb og
f jölskylda hennar handtekin og
drepin, en dagbókin kom út
í stórum upplögum um allan
heim eftir stríffiff.
HoIIenzka sósíalistabla’ðiff
„Het Vrije Folk” sagði í dag,
aff þaff hefffi veriff Silberbau-
er, sem á sínum tima handtók
Önnu Frank.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. nóv. 1963 3