Alþýðublaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 4
Vinur Nassers er einvaldur í Irak ABDUL Salem Mohammed Aref Æorseti í írak, sem hefur tekið öll völd í landinu í sínar hendur og leyet upp Þjóðvarðarliöið, sem Baath-flokkurinn stjórnaði, er vin ur Nassers Egyptalandsforseta. Þessir síðustu atburðir í Bagdad <eru mikill ósigur íyrir Baath-flokk xnn, sem hefur raunverulega far- ið með völdin í landinu síðan byltingin gegn Kasi a(m fyrrum einræðisherra var gerð í febrúar á þessu ári. Baath-flekkurinn, sem einnig Jiiefur öllu ráðið í „systurlýðveid- imu“ Sýrlandi, er höfuðandstæð- ingur Nassers forseta, en þá greinir á um liið sameiginlega imarkmiö, sameiningu Araba, Fy.rr í liaust gerðu írak og Sýrland xneð sér hernaðar- og efnahags- bandalag. Ef Aref forseta tekst að treysta sig í sessi er líklegt talið, að kreppa muni mjög að Sýrlandi og stjórn Baathista þar muni jafn- vel falla — einhvern næstu daga eða einhvern tíma á næstu vikum <eða mánuðum. , Einnig er líklegt talið, að sam- skipti íraks og Nassers muni fratna mjög ef Aref tekst að treysta .sig í sessi. Hins vegar er ekki taí- ið, að sameining Egyptalands og íraks verði ráðgerð, að minnsta kosti ekkj fyrst í stað, enda er IVasser varkár varðandi hugmynd «r um sambandsríki. Hann mun á- Xíta, að írakar verði sjálfir að koma málefnum sínum í lag aítut'. ‘A „NAGÚIB“ BYLTINGAR- INNAR Kassem, sem steypt var af Gtóli í febrúar, brauzt til valda í hinni „upphaflegu“ byltingu í írak í júlí 1958, þegar meðlimir konungs fjölskyldunnar, sem stjórnað hafði landinu um árabil, og Nuri as-Said forsælisráðherra voru myrtir. Maðurinn, sem nú er for- seti og hefur tekið sér alræðis- völd, Abdul Salem Aref, stóð að baki báðum þessum byltingum. Þegar árið 1958 töldu margir Kass. em „Naguib“ byltingarinnar en Aref „Nasser“ hennar. Þetta virð ist nú vera að koma í ljós. Það var Aref, sem er rúmlega fertugur að aldri, sem stjórnaði her£,veitum þepn, sem her'ióku KASTLJÓS Bagdad, höfuðborg Iraks 1958. Karsem hélt ekki innreið siua í borgina fyrr en daginn eftir. Aref var skipaður varaforsætisráðherra .innanríkisráðlierra og yfirmaður hersins í fyrstu stjóm Kassems. Aref, sem er dökkur yfirlitum. liggur lágt rómur en er mjög vel máli farinn, ferðaðist víðsvegar um landið fyrstu mánuðina eftir byltinguna og hélt eldheitar ræð- ur þar sem hann hyllti JNasser innilega. Hann fór ekki í laun- kofa með það, að hann vildj að írak gengi í Arabíska nambands- lýðveldið, sem Sýrland átti þá enn aðild að. í október 1958 kólnaði vinátta , Kassems og Arefs. Hann var í Aref rauninni gerður landrækur, þar eð hann var skipaður sendilierra í Bonn. Aref hélt til Vestur-Þýzka- lands,, en tók aldrei við stöðu sinni. Nokkrum vikum síðar var hann kvaddur heim, ákærður íyrir sam- særi gegn Kassem og dæmdur tiL dauða. Skömmu síðar breytti Kassem, sem gerði sér grein fyrir miklu vimsældum Arefs í hernum, dóminum í ævilangt fangelsi. í G.eptemþer 1951 var hann látinn laus, en var þó enn hafður í eins konar stofufangelsi og undir eftir liti. Þetta eftirlit hefur augsýnilega ekki verið nógu strangt, því að Ar ef tók þátt í skipulagningu bylt- ingarinnar gegn Kassem í febrúar sl. ★ KLOFNINGUR. Aref var skipaður forsetj eftir byltinguna enda naut liann mikilla vinsælda. En framtíð hans virtist vafatöm. Aref var ekki Baathisti en Baathflokkurinn náði fljótlega völdunum. í írak og styrkti sig mjög í sessi eftir byltinguna í Sýr- landj í marz sl. Baath-flokkurinn, sem er talinn eins konar jafnaðarmannaflokkur, liefur ekki á bak við sig stuðning meðal fjöldans í írak eða Sýr- landi. En flokkurinn er undir sterkri stjórn, agi er strangur í röðum hans og hann er betur skipu lagður en aðrir stjórnmálaflokkar í þessum löndum. Baath-flokkurinn treysti sig mjög fljótlega í sessi i írak, eink- um með tilstyrk Þ.jóðvarðarliðs- ins svokallaða, sem er nokkurs kon ar stormsveitir. Þúsundir manna, aðallega, ungir menn og atvinnu- lausir, innrituðust í Þjóðvarðar- liðið og hlutu pólitíska upp- fræðslu. Þeir létu mikið á sér bera í Bagdad og öðrum bæjum og gengu oft um göturnar xneð hávaða og látum. En Baath-flokkurinn í írak var klofinn í tvo hópa. Öðrum arinin- um, eða „ofstækismönnunum“ stjórnaði Ali Salih al-Saadi, harð- skeyttui: sósíalisti, sem hafði byggt upp flokkinn á dögum Kass em-stjómarinnar þegar hann varð að starfa neðanjarðar. í hinum arminum, sem Talib Shabib utau- ríkisráðherra og Hezem Jawad innanríkisráðherxa stjórnuðu, voru „hófsamir" menn og hægfara, Fréttaritarar telja, að. kjarni deilunnar milli „ofstækismanna“ og hinna „hófsömu" hafi verið þjóðfélagslegs eðlis. Shabid og Jaw ad eiga til auðugs miðstéttafólks að telja og þeir vilja sósíalisma án byltingar. Shaib dvaldist í .London og Bairút, kvæntist enskri konu og lifði rólegu lífi meðan Saadi stappaði stálinu í ó- breytta liðsmenri flokksins við nef ið á lögreglu Kassems. Deila hinna hófsömu og ofstæk- ismannanna eftir byitinguna beindist einkum að fi'amtíð Þjóð- varðarliðsins. Saadi taldi lið þetta tæki til sósíalískrar byltingar og stormsveitir handa Baatli- flokknum, sem nota mætti gegn aþdstæðingujn hans innanlanlds. Shabid og Jawad vildu hins veg ar draga úr áhrifum Þjóðvarðar- liðsins og vai'öandi þetta hlutu þeir öflugan stuðning Arefs forseta pg hersins, sem löldu Þjóðvarðai'iið- Á myndinni eru, talið frá hægri: Jónas Árnason, sem séð hefur unx útgáfu bókarinnar, Björn Bjarman, Ási í Bæ, Stefán Jónsson, Jökull Jakobsson og Indriði G. Þorsteinsson. AFLA Á næstunni er væntanleg á mark- aðinn bók, sem líklegt er að vekja muni athygli. Hún heitir „Afla- menn” og, er frásagnir af fimm sægöi'pum, Ási í Bæ skrifar um Binna í Gröf, Stefán Jónsson um „Álaveiðar” og byggir það mest á reynslu Péturs Hoffmanns, Björn Bjarman skrifar um „síld- veiðar” og aflamanninn Garðar Einarsson. Jökull Jakobsson skrif ar um Guðjón Illugason, sem ver ið hefur í Pakistan og Indlandi I um árabil og kennt þarlendum ; fiskiveiðar, Indi’iði G. Þorsteins- I son skrifar þátt um hvalveiðar j og för með Jónasi Sigurðssyni. ' Jónas Ámason hefur annast I útgáfuna, en útgefandi er Heims- kringla. ið hættulegan keppinaut, og hægri sinna, sem gengið höfðu í lið með Baathistum vegna andkommúnist ískrar stefnu þeirra en óttuðust og voru mótfallnir róttækum sósí alisma Saadis. ★ HERFER® GEGN KÚRDUM. Fljótt eftir byltinguna komust í Baathistar í mikilvægustu em- bætti og öll völd komust í hendur þeirra. Áhrifa þeirra gætti bráð- lega. Stríðið gegn Kúrdum í norður héruðum landsins var hafið á nýj- an leik og hreinsað var til í stjóm- inni og stofnunum ríkisins. Þegar haft var í huga, að írak- ar hafa um þúsund ára skeið reynt að brjóta Kúrda á bak aftur án árangurs, og hin erfiða herferð gegn þeim veikti stöðu Kassems og stuðlaði að falli hans, benti lít- ið til þess, að nýju valdhöfunum Árði betur ágengt í baráttunni gegn ; Kúrdum. Herferðin hófst á nýjan leik í júní vegna þess að fulltrúum nýju I stjórnarinnar og Kúrda hafði ekki tekizt að ná samkomulagi um sjálfs stjórn til handa Kúrdum. Baath- istar höfðu einlæglega viljað sam komulag við Kúrda eftir bylting- una, en kröfur Kúrda voru mjög miklar og meiri en Bagdad-stjói'n in taldi sig geta gengið að. i Uggvænlegt þótti, að Rússar i lýstu yfir eindregnum stuðningi j við Kúrda, en foringi þeirra. Mustafa al-Barzani, liefur lýst því yfir, að hann sé ekki kommúnisti, þótt liann hefði dvalizt um árabil j í útlegð í Sovétríkjunum. En ekki I er við því að búast, að þeir hafni vopnasendingum ef þörfin fyrir vopn verður mjög knýjandi. Enn fremur hættu Rússar að veita írak aðstoð, sem haldið hafði verið á- fram að veita írak þrátt fyrir of sóknir nýju stjórnarinnar gegn j kommúnistum. Kúrdaherferðin nýja olli klofn ingi í stjórninni í Bagdad. Fjórir | ráðherrar sögðu af sér og munu hafa talið viturlegra að semja við Kúrda en að taka upp vopn gegn þeim. I Herferðin varð ekki til þess að 1 auka vinsældir nýju stjórnarinnar sem tókst ekkj að afla sér stuðn ings meðal fjöldans fremur en j Baathistum í Sýrlandi. Tilraunir I til þess að koma á sambandsríki íraks, Sýrlands og Egyptalands báru heldur ekki árangur vegna ágreinings Nasserg og Baathista. i Hins vegar hélt Aref sambandinu við Kairó opnu, og Nasser og Aref voru ekki ósammála, en það hafa þeir báðir sagt í einkasamtölum. ★ SIGRAR SAADIS Eftir fund Baath-flokkanna í Framh. á 18. síðu 4 21, m. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.