Alþýðublaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 7
„Vér höfum átt hér marga ■ »\\ RÆÐA FORSETA ÍSLANDSIBOÐI BORGARSTJÓRANS í CITY OF LONDON Háttvirti herra borgarstjóri! Mér og konu minni er það mik- íll heiður og ánægja, að sitja boð yðar á þessum fornhelga stað, sem fulltrúar íslenzku þjóðarinnar. Bæði staðurinn og gildaskálinn hafa langa og mikia sögu að segja. Hér er andrúmsloftið þrungið af margra alda minningum Lundúna borgar, brezku þjóðarinnar, — og raunar mannkynssögunnar, eins og hún er skráð á Vesturlöndum. Á hrifa þessa hins elzta hluta Lund- únaborgar hinnar miklu, The City of London, hefur gætt um heim all an, hvar sem peninga- og vöruvið- skipti eru rekin, og átt einna rík- astan þátt í að skapa þá festu og Öryggi, sem ríkti í heila öld fram að hinni fyrri heimsstyrjöld. Mér er ljúft að minnast þess, hér á þessum stað, að vér íslend- íngar höfum síðustu hálfa öld átt hér marga góða vini, sem hafa stutt oss í stórfelldri uppbyggingu landsins og atvinnuveganna. Þeir hafa sýnt oss traust. Það hefði mátt vera fyrr, að við kæmumst í samband við The City of London, og þann anda festu og framfara, sem hér ríkir. íslendingar hafa að vísu heim sótt þessa miklu borg um aldir. Og sá var tíminn, fyrir níu öldum, að Engil-Saxar og íslendingar skildu hvor annars tungu að mestu. Hálfur titill sjálfs borgar- stjórans, Lord, er bæði engilsax- neska og íslenzka, þó síðari hlut- inn, Mayor, sé fró Normandy. Og mér er sagt, að austurendi þessa Gildaskála heiti enn „Hustings", sem er enn þann dag í dag góð og gild íslenzka „húsþing", eða sú samkoma, sem haldin er undir þaki, en ekki berum himni. Og sú enska finnst mér, sem íslendingi að sjálfsögðu bezt og stílfegurst, sem notar mest af hinum fornu, stuttu og laggóðu engilsaxnesku orðum. Það er fleira skylt með þjóðum vorum en' vér gerum oss daglega grein fyrir. Vér höfum stafrófið, og sjálft nafnið á því, frá engil- söxum, og mörg kirkjuleg orð, sem falla vel við vorn eigin málblæ, enda á íslenzk kristni mikið af fyrsta þroska sínum að þakka heim sóknum enskra trúboðsbiskupa. En þó er það mest um vert, hve líkt er á komið um stjórnskipun og stjórnarfar í löndum vorum. Hið ísienzka Alþingi og hið brezka Parliament eru bæði af sömu rót runnin. Brezkur fulltrúi lét svo um mælt -á þúsund ára Alþingishátíð að þótt ísland, hið brezka Parlia- ment væri móðir annara Parlia- menta, þá væri Alþingi íslendinga samt amma þeirra. Þróunin hér á Bretlandi hefur leitt til þess stjórnskipulags, sem nú heitir þingræði, og eftir þeirri fyrirmynd höfum vér á síðustu hundrað árum lagað vora þing- stjórn. Frá Bretlandi hefir svo það skipulag borizt um heim all- an til lýðfrjálsra þjóða, og unnið þeim ómetanlegt gagn. Það köll- um vér nú hinn frjálsa heim. -Vér höfum hvorir tveggja varðveitt og ávaxtað vel forna arfleifð. Glæsi- leg fortíð gleymist seint, og á rík an þátt í að tryggja framtíðina. Það þjóðskipulag er ótvírætt bezt, Hafnarbíó: Viridiana. Umtal- að stórverk Luis Bunuels. HÉRLENDIS höfum við aðeins séð eitt af þeim verkum Bunuels, sem skapað hafa honum heims- frægð, Nazarin, sem Bæjarbíó sýndi fyrir nokkru. Sú mynd var mjög umdeild og ekki er að efa að Viridiana verður það enn frekar. Luis Bunuel er bitur maður, það dylst þeim ekki, sem sjá myndir hans. Heimsmynd hans er skugga leg og meinleg. í myndum hans gengur sífelit aftur spurningin um grimmdina, dýrið í manninum, en þó ef til vfll fremst alls spurningin um kær leikann. Hváð hann sé, hvað ekki, hvernig, • hvers vegna? Þó Bunuel byggi myndir sínar að ýmsu ólíkt Ingmar Bergman, hinum sænska, dylst ekki viss skyldleiki milli þeirra. Sá skyldleiki er ef til vill mest áberandi i þeim hlutum, sem um- deildastir eru í myndum þeirra. Ég er þess mjög fús að for-1 dæma þau atriði mynda, er! grímmd og mannvonzku er klínt á I sjónir og hugskot kvikmyndahúsa gesta, án nokkurrar þungvægrar ástæðu, jafn fús er ég til að halda því fram, að bæði Bergman og Bunuel telji sig nauðbeygða til atf bera þann eld óhugnaðarins að> íólki, sem raun ber vitni. Sú spurning vefst mjög fyrir fólki, hvort listrænt gildi mynd- ar geti afsakað einstök atriði ó- hugnaðar og viðbjóðs. Svarið er flókið og margþættara cn svo, ég geri tilraun til að gera því hér skil. Hitt veit ég, að mörg þau at- riði í myndum Bunuels, eða Berg mans o. fl., sem ýmsir virðasfc hneykslast á og fordæma út frá barnslega einföldum sjónarmið- um, vekja hjá mér umhugsun umu ýmis flóknustu fyrirbæri mannlífy ins. Ég er því sáttur við þau, þai* eð þau að minni hyggju dýpka enrn þau bcð, sem höfundar mynd- Framh. á 10. siðu þar sem þjóðkjörið þing setur lög in, dómarar skýra þau og heim- færa, og ríkisstjóm og starfsmenn framkvæma lög og dóma. Ekkert skipulag er alfullkomið. fyrir skeikult mannkyn, og sú villan verst að trúa á jarðneskan óskeik ulleika í nokkurri mynd, því að þá er allt frelsi úr sögunni. Brezkt heimsveldi hefur einnig á síðari tímum breytzt í samveldi. Bretar hafa alið upp þjóðir til sjálfstjórnar og samstarfs, og er það vísast einsdæmi í heimsvelda sögu. Þessi stefna í skiptum við aðrar þjóðir, og viðurkenning á þeirra rétti, veldur því, að Bret- land er góður nágranni. Svo hef- ir hinni fámennu íslenzku þjóð reynzt, þrátt fyrir snuðrur, cem hlaupið hafa á þráðinn, og þó furðu sjaldan. Land vort liggur í miðju hafi, en Norður-Atlantshafið er nú nokk urskonar Miðjarðarhaf hinna elztu og öruggustu lýðræðisþjóða. Þetta iniiiiiiiiiinuiuiiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiutniiuiiininiiiuiuiuuui » Píanótónleikar Jakov Flíer Rússneski píanóleikarinn og þjóðlistamaðurinn Jakov Flíer hélt tónleika á vegum MÍR í Háskólabíói sl. cur.nu- dag. Flíer er kraftmikill píanisti og að sögn í hópi þeirra fremstu í heimalandi sínu. Það íeljast engar fréttir nú til dags að ein hver píanóleikari hafi ýfir að ráða óskaplegri tækni, það hafa þeir „stóru“ allir saman, en úthald það sem prófessor Fiíer sýndi á þessum tónleikum er eiginleiki sm ekki er öllum gefinn. Flíer gerði marga hluti með afbrigðum vel, cn að mestu leyti vörðuðu þeir tækni legu hliðina. Fyrsta verkefnið á efnis skránni var sónata í c-moll eft ir Mozart. Hann er það tón- skáld sem einna harðast virð ist verða úti í höndum stór- píanistanna. Það er ekk- börf fyrir neina undratækni við að leika Mozart, aðrir hlutir verða þyngri-á metunum, svo sem hár nákvæmt tímaskyn og þaul- hugsuð tónsetningarmótun. Flutningur Flíers var afar óná- kvæmur. Sá rólegi yndisleiki sem býr í þessari sónötu var hvergi nálægur og um of bar urzi crp á ofsafengnum styrkleikabreyt- ingum. Sónata eftir Chopin var núm er tvö og var hún flutt með miklum myndugleik, en Fin- allinn var leikinn með miklum ofsa og minnist ég ekki að hafa heyrt nokkurn píanista túlka hann á þennan hátt. Eigi þessi Fínall að túlka „vind blæ“ (en um það má vafalaust deila) þá var hér um herfileg an misskilning að ræða. Síðari hluti efnisskrárinnar var helguð rússneskri tóniist. Fimm prelúdíur eftir Kaka- hévski og Myndir á sýningu eft ir Mússorgskí. Tækni Flíers naut sín til fulls í þessum verk- um og var túlkun hane á Mynd unum mjög sannfærandi og eft irminnileg. Listamanninum var ákaft fagnað að hljómleikunum loknum og lék hann aukalög eftir Liszt og Scriahin. Flygill Háskólans sem ekki var beint ófalskur í upphufi tónleikanna var orðinn heldur óáheyrileur undir lokin enda engin furða eftir þá meðferð sem hann fékk hjá Flíer. /l AMiiilllllllllllll (llllli UII! II [III iiiiiiiiiiiiiiiiiii | ||f | imi miuii ||,||r|||l|l|,||| |||| ■ ]| 11III iiiiiiii illllllllllllllllllllllllllllllltnilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II111111111111111111111111^ er góð lega, og oss vel ljóst, að fá menn þjóð er ekki örugg, nema hún búi við gott nágrenni. At- vinnuvegir vorir eru fábreyttir, og vér greiðum með fiski og sjávai* afurðum mestan hluta þess inn- fiutnings, sem nauðsynlegur er nú tíma menningarþjóð. Alþjóða álit um fiskveiðaland- helgi hefir breytzt á síðari árum. og íslendingum lífsnauðsyn aðf stækka landhelgi sína. Þessi hags- munaárekstur leiddi til alvarlegra átaka, sem hvorki Bretar né ís- lendingar óskuðu eftir. En í þorska stríðinu, sem sumir hafa kallaðf svo, voru sáttfúsir stjórnmálamenix við völd, og skipherrar á hafinu, sem skiptust meir á heilræðum úr- ritningunni en skotum. Vísastr hefði brezkum og íslenzkum vík- ingum fyrri aida þótt það lélegh stríð! Viðureign þessari lauk, án. slysa, með sátt og samkomulagi. Vér hittumst nú sem gamlir vinii* og góðir nágrannar, meir til aðt muna allt betur, sem vel hefun Verið um sambúð vora. Ef allú ætti að muna og engu að gleyma. sem þjóðum og ættum hefir bóríðt á milli, þá væri allri vináttu og: velvild útrýmt af jörðinni, og: fjandskapurinn einvaldur. Bretar eru kunnir fyrir drengi- legar leikreglur og langreyndir í öllum stjórnmálum. Pólitísk orðf á ensku máli eiiu oftar dregin af* leik og keppni, en síður af vafa- sömum kennisetningum. Mannúðf og umburðarlyndi einkenna brezka þjóð. Vér erum vissnlega i tölu þeiri a Tramh. á 13. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. nóv. 1963 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.