Alþýðublaðið - 21.11.1963, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 21.11.1963, Qupperneq 5
SAMFELAGEÐ STYRK- IR LANDBÚNAÐINN í dagr var í sameinuðu þingri á- framiiald umræðna um y'ngsá- lyktunartilíögu nokkurra Fram- sólknarjínannajilaa vm samuiligu nýrrar þjóðhagsáætlunar. Af hálfu Framsóknarflokksins talaði Helgi Bergs. Var ræða hans nær eingöngu vörn og leitaðlst hann við að sýna fram á, að Framsóknarmenn hefðu ekki alltaf verið á mótf þjóðhags og framlcvæmdaáætl'umun. Gylfi Þ. Gíslasson (A) viðskiptamálaráð- herra svaraði ræðu Helga Bergs, og verður meginefní ræðu ráðherra raJcið hér á eftir. Einnig tók til máls forsætisráðherra Bjarni Ben- cdiktsson. EINAR OEGEIRSSON (K) kvað það gleðja sig, að þingmenn Fram- sóknar skyldu nú fiytja frumvarp um gerð þjóðhagsáætlunarinnar. Kvað hann það ánægjulegt hve Framsókn lærði mikið og gerðist róttæk í stjórnarandstöðu. Taldi hann, að réttara hefði verið hjá Framsóknarmönnum, að styðja frv., sem hann flytti um áætlunar- ráð, því sá háttur, sem þar væri hafður á um samningu þjóðhags- áætlunar væri að mörgu leyti rétt- ari en sá háttur, sem gert væri ráð fyrir í frumvarpi Framsóknar- manna. Einar ítrekaði það, sem áður hefur komið fram á þingi, að í vinstri stjórninni voru Fram- sóknarmenn ekki fáanlegir til að samþykkja gerð þjóðhagsáætlun- ar. HELGI BERGS (F) flutnings- maður frumvarpsins eyddi miklum tíma í að leitast við að færa sönn- ur á, að Framsókn hefði oft áður verið fylgjandi gerð þjóðhagsáætl- ana. Nefndi hann í því sambandi .,Rauðku“, fjárhagsráð o. fl. Kvað hann Framsóknarmenn að svo stöddu ekki geta fallizt á ann- að, en að þingkjörin nefnd sæi um samningu slíkrar áætlunar. GYLFI Þ. GÍSLASON, viðskipta málaráðheira (A), benti á, að sú ádeila Framsóknarmanna á Fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar að þar væri hagvaxtarmarkið of lágt, væri studd röngum rökum eins og hann hefði fært sönnur á í umræðum um þetta mál í fyrri viku. Markið, sem sett væri hér. væri sama mark og aðildarríki OECD hefðu sett sér fyrir þennan áratug. Því marki hefði ekki verið náð meðan Framsókn hafði áhrif á gang efnahagsmála hér á landi á árunum 1945—1959. Sæti því sízt á Framsóknarmönnum að gagn- rýna það mark, sem sett hefði ver- ið. Það værj ekki hægt í jafnhá- þróuðu þjóðfélagi og hér, að koma á snöggum umbyltingum á þessu sviði. Hin róttæka og ýtarlega breyting á efnahagsmálum, sem gerð vár hér 1960, héfði haft það áð meginmarkmiði að tryggja ör- ari hagvöxt í framtíðinni. Árang- urinn kæmi hinsvegar ekki strax í ljós. Þau 4%, sem gert væri ráð fyr- ir í framkvæmdaáætluninni mætti ekki túlka svo, að rikisstjórnin vildi ekki, að vöxtunnn yrði meiri. Hinsvegar væri varkámi skynsam- leg í þessum sökum, og væri því mjög rangt að villa um fyrir at- vinnurekendum og launþegum með óraunhæfum tölum. Framsóknarflokkurinn íelur sig málsvara bændastéttarinnar í land inu, sagði ráðherrann, og ílokkur- inn hefur haft mikil áhrif á þá stefnu, sem mótuð hefur verið í landbúnaðarmálum hér á undan,- förnum áratugum. Það er ekki til hróss fyrir Framsókn, þegar að er gætt og í ljós kemur að fram- leiðni í landbúnaði er miklu minni en í iðnaði og sjávarútvegi. Framleiðsluafköstin í landbúnað- inum eru svo lítii, að þau eru hag- vextinum fjötur um fót. Þetta vandamál er ekki okkar einna, það er alþekkt í Vestur- Evrópu. Próf- essor Kjeld Philip sagði í fyrir- lestri, sem hann hélt hér í Háskól anum, að athugun hefði. leitt í ijós að 40% af tekjum bændá í V-Ev- rópu væru ýmist beinir eða ó- beinár styrkir frá samféHaginu. Þetta var ekki kallað fjandskapur í garð landbúnaðarins, þótt ef til vill eigi eftir að kalla þessa ræðu mína það- Tvær aðferðir éru tii að athuga raunverulegan skerf landbúnaðar- ins til þjóðarbúsins, burtséð írá öllum inhanlandsráðstöfunum. 1,) Að reikna út hverju verði þyrfti að kaupa framleiðsluvörur land- búnaðarins erlendis frá. 2.) Gera sér grein fyrir því vcrði sem bænd ur hér fá fyrir framleiðslu sína samanborið við bændur í nágranna löndunum. Að sjálfsögðu er mjög erfitt að gera sér grein fyrir þessu í smáatriðum, en fá má þó all- góða mynd af ástandinu með því að beita báðum þessum aðferðum. Tekjur af sölu mjólkur og kjöts nema 77% af heildartekjum ísl. bænda. Sé ull og gærum bætt við nemur þetta 89% af heildartekj- run. Síðustu endanlegar tölur, r.em liggja fyrir á þessu sviði eru frá árinu 1961 —1962. Á árinu var meðalverð mjólkurlítra, Gem bændum var greitt kr. 3.50 í Nor- egi, Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi. Hliðstæð tala hér var kr. 4.76. Mismunurinn er kr. 1.26. ^tfiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiifiiiiiiHiHiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ THE OLD VIC” cr sennilega eitthvert þekktasta nafn í leik- hússheiminum. Leikhús þetta hefur í tugi ára staðið í fremstu röð' leikhúsa, ekki aðeins í túlkun Shakespeares- leikrita heldur líka í tilrauna- sýiíingum, eða eins og hinn frægi, ameríski gagnrýnandi, Robert Benchley sagði eitt sinn: Old Vic er fróðlegt, þeg- ar það er livað' vcrst, en þeg- ar það er upp á sitt bezta, er það veigamesta tilrauna- Ieiknús í heimi. Saga leikhússins er orðin af- arlöng. Það er stofnað árið' 1818 undir nafninu Royal Coburg í Waterloo Road á suðurbakka Thames. Fjöldi þekktra leik- ara kom fram á sviði leikhúss- ins á fyrstu árunum og árið 1833 var nafni þess breytt í Royal Victoria til heiðurs rík- isarfanum. En þegar leið fram á öldina fór leikhúsinu hnign- andi og var orðið að lélegri grínleikja- og söngleikjahöll, eða „brennivíns-höll”, eins og slíkir staðir voru kallaðir þá. Þá var það árið 1879, að m.iög merkileg kona og félags málaráðgjafi, F.mma Cons að nafni. tók við rekstri leikhúss- ins með það fyrir augum, að sjá fólki fyrir hreinni skemmt- an án áfengra drykkja. Árið 1886 keypti Lxmdúnaborg lóð leikhússins og á hana ennþá, en frá þeim tíma að ungfrú Cons tók við' rekstri hússins, hefur það gengið tmdir nafninu Old Vic. • Árið 1898 var ungfrú Cons orðin sjúk og fékk þá frænku sína, Lilian Baylis, sem hafði -----1„ af að skipu- lea-o-.ia hljómleika, til að taka v!ð st-'"',n leikhússins. Ungfrú B’-I’s revndist einhver mesti fengur brezku leikhúslífi og hafði gifurleg áhrif á leiklist, óperu- og ballettsýningar í Bretlandi þau 39 ár, sem hún starfað'i við Old Vic og síðar Sadler’s Wells. Það var árið 1912, sem Li- lian Baylis lagði grundvöllinn að liinum fasta leikflokki Old Vic og Shakespeare-sýningum þeim, sem hafa verið uppistað- an í verkefnum Ieikhússins í 50 ár. Á árunum 1912 til 1923 lét ungfrú Baylis sýna öll 36 leik ritin úr fyrstu fólíóútgáfunni af verkum Shakespeares, og var það í fyrsta skipti sem öll þessi leikrit höfðu verið leikin á sama leikhúsinu. 1929 kom Ninette de Valcis til Old Vic og lagði þar grund- völiinn að Sadler’s Wells ball- ettflokknum og síðan var Sad- ler’s Wells leikhúsið opnað ár- ið 1931 undir sömu yfirstjórn og Old Vic. Af öllu því fólki, sem starf- að hefur við Old Vic á langri sögu þess, er enginn efi á því, að Lilian Baylis ber hæst. Er hún dó, árið 1937, hafði hún lifað það, að sjá störf sín vera þekkt og metin um allan hinn menntaða heim. Varla er til sá meiriháttar leikari í Bret- landi, sem ekki hefur komið fram á sviði Old Vic. I stríðinu skemmdist Old Vic Ieikhúsið og var viðgerð ekki lokið á því fyrr en 1950, er leikflokkurinn komst þar aftur inn eftir rúmlega 10 ára útlegö. Og nú er Old Vic, sem svo lengi var hið óopiubera þjóð- leikliús Breta, raunvcrulega orðið Þjóðleikhús, því að það hefur verið innlimað í hina miklu áætlun um byggingar fyrir þjóðleikhús og þjóðaróp- eru á suöurbakka Thamesár. Old Vic-flokkurinn sem slíkm: verður lagður niður, svo og leikhúsið sem slíkt, en nýr Ieik flokkur, er starfa mun undir stjórn Sir Laurence Oliver í þjóðleikhúsinu, taka við. Ekki ber þó að skilja þetta svo, sem Old Vic verði lagt niður sem leikhús, því að þar kemur leik flokkur brezka þjóðleikhússins fram, þar til hið nýja hús er fullgert. Eins og kunnugt er af frétt- um, og kemur fram á öðrum stað í blaöinu í dag, var for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, í Old Vic í gærkvöldi og horfði þar á Hamlet. . yHllll|iniUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII 111111111111111111111111111111111!IIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIllllllllIIIIIIIlIIIII IIHUIIIIHIIUHUIIIII Gylfi Þ. Gísl'ason í heildina eru það tæplega 120 milljónir, sem íslenzkir bænduv hafa þannig fengið umfram stétt-- arbræður sína í fyrrgreindum löndum. Alveg hliðstæðri aðferfl er ekki hægt að beita varðandit kjötið. Hvað kjötinu viðvíkur verðum við að miða við fob. verð í Reykja - vík á dilkakjöti, en það er hið sam keppnisfæra heimsmarkaðsverff, Mismunurinn á því verði og verð - inu sem bændur fá greitt hér á innanlandsmarkaði er kr. 9.48. Tiit samans eru þarna 117,9 milljónir íslenzkra króna, sem bændur fá meira fyrir kjötið á innanlands- markaði, en ef það væri selt á heimsmarkaðsverði. Hér eru komn ar tæpar 240 milljónir króna, sem íslenzkir bændur fá fyrir afurðix- sínar umfram það sem stéttar- bræður þeirra í nágrannalöndun- um fengu árið 1961 — 1962, að því er mjólkina snertir og umfram út- flutningsverð, að' því er kjötitf snertir. Síðan hefur verð til bænda i\ kjöti og mjólk hækkað mjög ver- ulega og sömuleiðis tekjur bænda. Þessar tölur eru því nú áreiðanlega mun hærri, þó ekki séu fyrir hend t töhtlegar upplýsingar til saman - burðar við mjólkurverð til bænda erlendis og útflutningsverðið á kjötinu eins og þetta er nú. Ef við vildum fullnægja þöri- um okkar fyrir landbúnaðarvörui’ með innflutningi, kemur margt t'-t sögunnar, sem gerir litreikniníC erfiðari og ekki mögulegan nema með gifurlegrj vinnu. Til dæmíj er hægt að fá ódýrara kjöt á heim markaðnum en dilkakjöt og sania er að segja um ýmsar aðrar land- 1 búnpðarvörur, sem hér eru fram- leiddar. Það er fjarstæðutal að leggja beri niður landbúnað á íslandi. Hann er okkur nauðsynlegur og ó* missandi af fjölmörgum ástæðum | Fyrst og fremst af öryggisástæó* um, einnig af sögulegum ástæff- um, menningarlegum ástæðum og ekki sízt félagslegum ástæðum. Hins vegar má ekk; loka augununv fyrir því, að þjóðin greiðir meö landbúnaðinum. Við eigum ekki 1 einir við þetta vandamál að etja, því eins og ég sagði áðan, þá kosiT ; ar landbiinaðurinn í V-Evrópu þæv ; I þjóðir sem þar búa mikið fé. ■ I Framh. á 10. síðut ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. nóv. 1963 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.