Alþýðublaðið - 21.11.1963, Blaðsíða 6
FYRIR tíu árum síðan var allt önnur merking lögð í orðið ungl-
ingur en nú. Þær, sem nú eru kallaðar ungar stúlkur, hefðn þá ver-
ið nefndar skólastclpur. Þær sóuðu lífinu íklæddar öklasokkum og
reimuðum skóm, stuttpilsum, með hálsbindi og í skyrtum, sem betur
hefðu sómt sér á karlmönnum (verr hefðu þær ekki getað farið).
Og ef þær voru ekki svona til fara, voru þær útbúnar sem
einhvers konar vasaútgáfur af mæðrum sínum.
Nú er öldin önnur eins og meðal annars má sjá á þessari mynd.
Þær eru óneitanlega augnayndi þessar þrjár.
AÐÞRENGD-
IR VOTTAR
I sovézka blaðinu Sovét Molda
via birt'st nýlega nafnlaust bréf
frá einum ,Votti Jehova* og kvart-
ar hann þar undan því að í Sovét-
ríkjunum sé ekkert trúarbragða-
freLi. Ástæðuna fyrir því, að bréf
ið er biit í heild, segir blaðið vera
áskorun bréfritarans um að það
j yrði gert.
„Og þetta gerum við, — með
! athugasemdum okkar vitaskuld, ‘
segir blaðið. Það kallar „Votta
Jehova,, „erlend leiguþý" og á-
sakar þá um að rita niður útvarps
i me sur frá Bandaríkjunum og
j dreifa þeim síðan meðal íylgj-
I enda sinna í Rússlandi.
„í þessu biéfi eru beztu rökin,
! sem hægt er að ’ hugsa rér gegn
þessum óþekkta borgara, sem við
getum ekki leyft okkur að kalla
! félaga, sakir þss, að hann er hug-
myndafræðilegur óvinur sovézku
þjóðaiinnar. Látum það koma fyrir
augu þjóðarinnar."
Hluti bréfsins er þannig:
„Máifrelsi og prentfrelsi er að-
eins fyrir guðleysingja. Trú-
menn eru réttlausir í þes.u landi.
Þess vegna getum við ekki rökrætt
við ykkur á jafnréttisgrundvelli
né boðað sjónarmið okkar. Þetta
er óheiðarlegt af guðleys!ngjum.
Þeir ættu að leyfa okkur að gefa
út okkar eigið blaö undir nafninu
„Kristin æ.ka,“ eða „Orð sann-
le'kans“ og leyfa okkur að selja
það við hlið Sovét Moldavia í
verzlunum.
Blað okkar yrði aðeins keypt af
áhugamönnum mn írúmál," segir
í bréfinu. „Þar gætum við gefið
;vör okkar við guðleysisckrifum
, ykkar.
ÞET'T’A er hin kunna amma, Marlene Dietrich, sem nú cr
orffin 58 ára aff aldri. Hún er þarna á leiff til æfingar fyrir
E1 Alanif'in-samkomu, þar sem hún ætlar aff syngja hiff fleikna
vinsrf'’•• }rg sitt frá stríffsánmmn, Lilli Marlene.
Hvar er hin guðlausa samvizka
ykkar, sannleikurinn, sem þið ætl
ið að byggja á „réttlátasta samfé-
lag á jörðinni?“
Svör Sovét Moldavíu voru svo-
hljóðandh
„Við ætlum ekki einungis að
byggja upp réttlátasta samfélag
á jörðinni, við enim raunveru-
lega að því, með mjög góðum ár-
angri, og það er alveg sama hve
hart þið leggið að ykkur, ykkur
mun ekki takast að koma í veg
fyrir það. En til þess að geta hald
ið uppbyggingunni áfram óáreitt
ir, verðum við að koma í veg fyr
ir niðurrifsáróður ykkar. Þið, vott
ar Jehóva, brjótið gegn sovézkum.
lögum. Þið kallið sovézkar þjóðir
„verkfæri Satans“ og kapítalista-
þjóðir „verkfæri guðs“. Þið írú-
ið á dómsdag, með öðrum orðum
kjarnorkuslríð, þar sam aðeins
þið eigið að komast af, en allir aðr
ir að farast. Þið eruð mannhatarar
og hafið einnig þá óskammfeilni
til að bera að fara fram á mál- og
prentfrelsi.
Við stöndum vörð um frelsi
hinna sovézku þjóða og einmitt
þess vegna mun ykkur ekki verða
veitt mál- eða prentfrelsi, alveg
á sama hátt og við leyfum ekki
útgáfu klámrita eða amerískra
myndasagna, né heidur dreifingu
liinna aíturhaldssömu dagblaða,
tímarita eða bóka, sem vinir ykk
ar, hinir erlendu fjandmenn lands-
ins vilja ólmir fylla bókaverzlan-
ir okkar af.“
Framh. á 13. síffv
;
ífiu' a
TAMDAR HÝENUR
Sumir þeir hlutir, sem gerast
á vorum dögum í Eþíópíu, valda
því að manni finnst lítið til ann-
arra hluta Afríku koma eftir að
hafa orðið vitni að þeim. í austur
landamærahéruðum landsins, þar
sem h'num slétteggjuðu Harar-
fjöllum hallar niður að eyðimörk-
um Sómalílands, búa hinar há-
vöxnu og spengilegu konur Itu ætt
flokksins, sem ganga 40 km. leið
til markaðar og aftur til baka dag
hvern. Þær bera með sér börn
sín og afurðirnar á nöfðinu.
Karlmennirnir í sjálfri borginni
Harar eiga það til að berjast um
þessar föngulegu stúlkur. Á þeim
bardögum er ekkert hálfverk, því
að þar eru blóðheitir
menn og eru alls ekki hlífnir við
sína keppinauta. Þetta eru form
leg einvígi og vopnin eru gildir,
kvistóttir viðarbútar. í þessum eiii
vígum er allt undir hugkvæmni og
flýti komið. Reglurnar sem þeir
nefna svo eru þær, að alls staðar
má slá andstæðinginn, sem á hann
verður höggi komið, sér í Lagi, þar
sem hann er viðkvæmastur fyrir.
Þegar annar einvígismaðurinn
sveiflar staf sínum að höfði hins,
beygir sá sig og réttir honum
leggjarhögg um leið, og ef hann
er ekki nógu snar í snúningum að
stökkva upp, molast fótur hans.
Það er sjaldgæft, að sigurvegar-
inn komi frá bardaga með alla
limi heila. Sá sem tapar liggur
jafnan eftir á vellinum með brot
inn haus.
Annað dæmi um hina undarlegu
og frumstæðu siði þessarar þjóð-
ar er samband það, sem ríkir þar
milli manna og dýra.
Ef við segðum hinum innfæddu
söguna af ljónaynjunni Elsu, sem
gerð hefur verið fræg í bókinni
„Born- Free“ yrðu þeir aldeilis
máttlausir af hlátri.
Eþíópíumenn hafa átt vinsam-
leg samskipti við ljón sín kyn-
slóð eftir kynslóð og svo til allir
ættarhöfðingjar hafa nokkur ljón
með hirð sinni. Það vekur ekki
furðu neins Eþíópíumanns.
Hitt þykir þeim miklu fremur
í frásögur færandi, að Hararbúar
halda hýenur.
„Komdu með mér í kvöld," sagði
gestgjafi minn í Harar, Ato Aina
ha Wolde Tsaiq, „ég skal sýna þér
nokkuð sem dýrafræðingar liafa
ætið talið óhugsandi.“
Til útskýringar vil ég geta þess,
að eldri hlutinn í Hararborg er
! umluktur veggjum, sem Tyrkir
I reistu á sínum tima. Um hlið hans
kom 1854 e'nna fyrstur vesturlanda
| búa til landsins, Sir Richard Burt-
. on og fékk þá sömu kveðju og mér
er enn veitt ef ég læt sjá mig á
öngstrætum Harar. ,Feranghi‘ sem
merkir útlendingur.
Þegar myrkrið sígur yfir og í-
búamir eru horfnir á bak við
gluggahlera sína, heldur undarleg
hersing innreið sína í staðinn.
Frá gróðurlitlu landinu umhverfis
þyrpast hýenur hundruðum sam-
an inn fyrir veggina.
Þegar við ókum í átt til veggjar
ins um nóttina veittum við fyrst
athygli dauflegu bliki augna
þeirra í skini bílljósanna.
Síðan komu þær sjálfar í ljós,
dröfnóttar á búkinn og Ijótar í
hreyfingum.
Þær stukku um í rjóðrinu um-
hverfis greinagisið tré sem íbú-
amir festu þjófa sína og morð-
ingja upp í og hurfu síðan inn í
skuggana í leit að fæðu.
6 21. nóv. 1963 — ALÞÝBUBLAÐIÐ