Alþýðublaðið - 21.11.1963, Síða 8

Alþýðublaðið - 21.11.1963, Síða 8
•Xx-'.y Myndin er tekin í .Karachi í Pakistan. Mahnfjöldi fagnar þjóð höfðingja, sem ekur um göturnar. Lahore, 23. 10 1963. ÞÓTT aðeins séu liðin 16 ár síðan Pakistan og Indland urðu tvö aðskilin ríki, þarf ekki glöggt auga til að greina ýmislegt, sem frábrugðið er nú orðið í þess- um systurríkjum. Það eru ekki aðeins járnbrautarva|gnarnir, sem breyta um lit úr brúnum í grænan á leiðinni frá Delhi til Lahore, heldur einnig fjölmargt annað. Bakgrunnurinn er þó sá sami, svipað götulíf, nema hvað múslemar koma í stað hindúa, sama fátækt meðal almennings, svipaður sóðaskapur og keimlíkt sinnuleysi. Gamli heimurinn er sem sé hinn sami, ef trúarbrögð in eru undanskilin. Það er hinn nýi heimur, sem er með nokkuð ólíkum blæ. í verzlunum Pakistanmegin landamæranna er vart skortur á neinu. Þar má kaupa dósamjólk frá Danmörku, niðursoðna ávexti frá Bandaríkjúnum, filmur frá Þýzkalandi og matvörur frá Ástra líu. Á Indlandi væri þetta nær ó- hugsandi. Þar er allur innflutrting ur takmarkaður eins og mögulegt er, ekkert það flutt inn, sem eitt- livað er framleitt af í landinu sjálfu og kapp lagt á að framleiða alla hluti innanlands. Þar sem þessi nýi iðnaður er tíðum á byrj unarstigi er ekki ósjaldan vöru- skortur og það ekki aðeins á þeim vörum, sem Indverjar framleiða nú orðið sjálfir, heldur einnig á innfluttum vörum, sem fækkar stöðugt. Þessi ólíka þró' n ríkjanna blas- ir strax við á göíunum. Á Ind- landi sjást ekki nema örfáar teg- undir bíla, auk gamalla bifreiða aðeins þær þrjár gerðir af bílum, sem framleiddar eru á Indlandi með samvinnu við erlendar bíla- verksmiðjur. Og ekki er auðhlaup ið að því að festa kaup á þessum bílum. Afgreiðslufrestur er um þrjú ár. í Pakistan má hins veg- ar sjá bíla hvaðanæva úr heimi á götunum, innflutningur þeirra er frjáls nema hvað tollurinn er svipaður og hjá okkur. Þá eru settir saman bílar í Pakistan fyrir mun lægra verð og með tiltölu- lega stuttum afgreiðslufresti. Ekki er minni munur á skött- um og ýmsum ríkisreksri. í Pak- istan greiðir enginn tekjuskatt fyr ir lægri mánaðarlaun en 500 rúpí- ur eða um 5000 kr., sem þýðir í reynd, að yfirgnæfand; meirihluti þegnanna borgar engan tekjuskatt. Erlendur Haraldsson blaðamaður skrií ar þessa grein fyr;,r Alþýðublaðið um systurríkin, Indland og Pakistan. Skattar tekjuhærri manna eru litlir. Samkvæmt lögum í Pakist- an mega greidd laun á mánuði hæst nema 1500 rúpíum eða um 15.000 kr., og af þeim þarf aðeins að greiða 1000 kr. Indlandsmegin er öldin önn- ur. Þar er almenningur jafnt eem burgeisarnir þungt skattað- ur eða allt niður undir lægst launaflokka sem hafa á annað þi und krónur í mánaðarlaun. Að au var svo komið á miklum skyldi spamaði síðastliðinn vetur til ; veita stjórninni meira fé til ví búnaðar gegn Kínverjum. Kvar háir sem lágir sáran undir öllu þessum sköttum og segja, að an: að eins þekkist hvergi í víðri v öld utan Indlands. Mörgum finn þetta ástand beinlínis óbærilegt Lýðræðisstjórn er á Indlandi c ekki verður hið sama sagt um P; istan. Engu að síður virðist stjót in þar heldur minna gagnrýnd mi al almennings en á Indlanc minna er rætt um spillingu í i vinnulífinu og ríkisrekstrinum i mútuþægni embættismanna, se — ef trúa skal Indverjum sjá: um — er orðin slík í landi þein að einungis er hægt að líkja v lok keisaratímabilsins á Rússlanc Kringumstæðurnar eru líka h ar ákjósanlegustu í Indlandi . að ala á veikleika embættismanj fyrir mútum. . Opinberir starJ menn eru svo illa launaðir, vart nægir til fæðis og klæðis, vinnuleysi alltaf töluvert mikið i margs konar hömlur í atvim og verzlunarlífinu með þar af le andi leýíafargani. Að lokum. e ýmsar stofnanir svo þungt" hlað ar störfum, að Indverjinn, sem er yfirleitt betur gefinn og vaxinn fyrir annað en þróttmikið athafna líf, kemst vegna mikillar eftir- spurnar tíðum inn á þann freist- inganna veg að þiggja aukaskild- ing fyrir þau verk, sem hann fram kvæmir fyrir samborgarana og það þótt hann vinni starfið í þágu rík isins. Það eru þó ekki hinir láglaun- uðu einir, sem stunda í vaxandi mæli þessa iðju, heldur hafa ráð- herrar í fylkisstjórnunum og jafn vel í ríkisstjórninni sjálfri lent í : ckki ófáum hneykslismálum af þessum sökum. Jafnvel dómarar í héruðum og borgum hafa verið ásakaðir fyrir, að þeir láti mút- urnar ráða meiru í dómum sín- um en réttlætið. Sem dæmi um mútuþægnina nokkrar alkunnar staðreyndir: Vilji ómenntaður índverji nota sér opinbera vinnumiðlunarskrif- stofu, kostar ávísun á vinnuveit- anda, jafnvel þótt hann sé hið opinbera, minnst 20 rúpíur eða vikukaup. Forstjóri skrifstofunnar og sá, sem afgreiðir hinn þurfandi mann, skipta fénu á milli sín. Allgóð reglugerð er í gildi um þrifnað á veitingastofum reyndar gerir hún mun hærri kröfur en bæði vinnuskilyrði á stofunum og smekkur indversks almennings leyfir — en nær enginn fer eftir henni. Glös eru t. d. ekki þvegin, heldur venjulega aðeins dýft i sama sápulausa vatnið unz það er orðið að skolpi. Sérstakir eftir litsmenn eiga að sjá um fram- kvæmd hinnar fögru reglugerð- ar. Sækja þeir af skyldurækni hvert veitingahús og hverja sjoppu kompu á tilskyldum tíma. Hver stofa borgar 5 til 10 rúpíur til að fá eftirlitsmanninn til að viður- kenna að ekkert sé athugavert um reksturinn. Þrifnaður •— réttara væri að segja óþrifnaður — er því nú nákvæmlega sá sami í veit ingahúsum og þegar hin fina reglugerð var samþykkt, sem koma átti vestrænum þrifnaðarháttum inn í veitingastarfsemi Indverja. Þetta eru aðeins minniháttar dæmi. Hin veigameiri, sem eru ekki síður almenn, eru slíks eðlis, að ókunnugum þætti það jaðra við róg að fara með þau. Skipaðar liafa verið nefndir í indverska þinginu til að vinna gegn þessu fyrirbæri, sem hefur stóraukizt 8 21. nóv. 1963 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.