Alþýðublaðið - 21.11.1963, Síða 16
tlMMmmMMMMMMMVMmMMMUMMmW'MMHHUUIUHMUUHMHMMtMWUHMUM*
Dramatík í glósu bókum
Um miðja næstu viku verður
„Hart í bak” sýnt í 150. sinn.
Það er fátíður viðburður, að ný,
íslenzk leikrit, séu sýnd jafn-
oft og ber því glöggt vitni, að
höfundur og leikendur hafa
ekki slegið slöku við Árangur-
inn birtist í mikilli aðsókn og
almennum vinsældum. Alþýðu-
blaðið náði snöggvast tali af
höfundinum, Jökli Jakobssyni, í
gær og lagði fyrir hann fáeinar
spurningar:
— Áttirðu von á því, að svona
vel tækist til, Jökull?
. Mig óraði aldrei fyrir því
og ég held engan, sem að þessu
stóð. Það ríkti mikill efi um
afdrifin fram á síðustu stundu.
Á frumsýningu tvísteig ég aft-
an við áhorfendábekkina og
gat raunar með engu móti átt-
að mig á því, liver útkoman
yrði, en í hléinu brá ég mér
inn í búningsherbergi. Þar
•voru leikendurnir í sjöunda
himni, og leikstjórinn sagðist
halda, að mætti treysta því,
að þetta yrði ekki neitt „fí-
askó.”
— Og það var Gísli Hall-
dórsson?
_ Já, og það er ekki sízt
honum og leikendunum að
þakka, hve vel leikritinu hefur
v.erið tekið. Þeir lögðu svo
m’ikla alúð við verk sitt —
allt ofan í smæstu smáatriði.
— Hefurðu ekki séð leikrit-
ið oft sjálfur?
— Nei, ég hef ekki séð nema
frumsýninguna og nokkra búta
seinna, en mér er sagt, að þetta
sé sama leikritið ennþá, og
það þykir mér afrek í sjálfu
sér, 1 |
— Og leikhúsgestir úti á
landi hafa tekið leiknum vel,
ekki síður en Reykvíkingar?
— Já, mér hefur liejTzt á
leikendunum, að það hafi alls
staðar verið gott að leika,
— Er ekki aðsóknin mjög
góð hér enn?
— Jú, það er held ég alltaf
uppselt á sýningamar um
helgar og svo til uppselt um
miðja viku.
— Þetta er annað leikritið,
sem þú semur?
— Nei, annað leikritið, sem
kemst á svið Eg veit satt að
segja ekki, live mörg þau leik-
rit eru orðin, sem ég hef borið
við að semja. Eg hef verið að
fást við þetta alveg frá því, að
ég fór að muna eftir mér. Eg
held ég hafi ekki verið nema
sjö eða átta ára, þegar ég var
að berja saman það fyrsta. Og
í menntaskóla var maður allt
af að semja leikrit. Það voru
ákaflega alvarleg og hádramat-
Jökull Jakobsson
ísk verk. Eg skrifaði jafnvel
oft heilu tragedíurnar í glósu-
bækumar mínar í tímunum —
bæði á íslenzku og ensku, —
„blank verse”, — kennaramir
voru persónur í þessum verk-
um og Þóroddur Oddsson oft-
ast Hamletinn, Faustinn eða
Manfreðinn eða hvað maður
á að kalla það í þessum tra-
gedíum. Sem sagt: annað veifið
var ég alltaf að reyna við
þetta, en Pókók var það fyrsta,
sm komst á svið. Því var nú
fyrst hafnað af báðum leik-
húsunum. Það var ekki fyxr en
Þorsteinn Ö. Stephensen tók
við formennsku LR að afráðið
var að sýna það.
— Og það gekk vel, var það
ekki?
— Eg var ánægður Sýning-
amar urðu 25 og mér fannst
það verða mér ákaflega hollur
skóli, að Pókók var sett á svið,
því að þá komst ég í fyrsta
sinn í nána snertingu við svið-
ið, sem kom mér að ómetan-
legu gagni, þegar ég byrjaði
að fást við „Hart í bak.”
— Og það var hvenær?
— Ég hef sennilega byrjað að
skrifa það svona í apríl 1961
og síðan í skorpum, en ófáar
breytingar urðu á leikritinu
frá því að æfingar hófust vor-
ið 1962 og fram að frumsýn-
ingu, — síðast var einu orði
vikið við tveim stundum fyrir
frumsýningu og þar við situr.
— Heldurðu að þú snúir þér
einvörðungu að leikritagerð á
næstunni?
— Eg hef eiginlega aldrel
haft eins mikinn áhuga á að
skrifa skáldsögur og leikrit,
enda held ég, að þær beri því
vitni, að það liggi ekki hein-
linis vel fjrir mér.
— Og hvað ertu þá með í
deiglunni núna?
— Það er ekkert tilbúið enn
þá, en maður veit aldrei úr
hverju verður barn og hverju
ekki.
MHWWWWWMVIWMWWIWWMMWM MVtMMWWMWWWWMMWMWMWW
Á þriðja hundrað í íslenzka sendiráðið
FORSETI íslands heimsótti í
45rær British Museum, og gekk þar
VUH bókasafnið með forstjóra
feess. t safni þessu eru milli 6-7
anilljónir bóka, og bókahilluin-
ar eru 135 km. langar, saman-
lagt. Þá heimsótti liann Tate Gal-
lerj- og snæðdi hádegisverð í
Gheshire Cheese. Síðan lieim-
sótti hann Middle Templc í City.
' Síðar um daginn var móttaka
I íslenzka sendiráðinu, og var
þangað boðið á þriðja hundrað
snanns Voru það íslendingar bú-
fiettir i London og íslenzkt skóla-'
fólk, sem þar er við nám. Meðal
gesta voru Þórunn Jóhannsdótt-
ir Askenazy, Þórarinn Olgeirsson,
Björn Björnsson og Karl Strand,
læknir.
í gærkvöldi átti forsetinn að
heimsækja Old Vic National The-
atre í boði Butlers, en þar var
leikritið Hamlet sýnt.
Á þriðjudagskvöld var aðal-
veizlan til heiðurs forsetanum í
Guildhall. Yfirborgarstjórinn í
London, Clement James Harmann
hélt þetta samkvæmi og voru þar
4-500 manns.
MMMMMMmUMMHMMHIHMMHMMMMMMMMMMMMM
ísafirði, 20. nóv. BS-ÁG.
Skipver jinn af belgíska
togaranum John frá Ost-
cnde, sem fluttur var hingað
til ísafjarðar alvarlega slas-
aður, andaðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í morgun. Slys-
ið varð með þeim liætti, að
togvír slitnaði og slóst í
manninn, sem skaddaðist
mikið í kviðar- og brjóst-
lioli. Meiðslin voru svo mik-
il og maðurinn svo langt
leiddur, er komið var með
hanit á sjúkrahúsið, að að-
gerð var óframkvæmanleg.
Þetta var ungur nxaður, 22
ára.
^WWWWWWWWWWWWWWWIIIIIWWWIW
Veizlan var mjög viðliafnarmik-
il og stemmning vinsamleg. Yfir-
borgarstjórinn leiddi forsetafrúna
til sætis, en forsetinn borgarstjóra
; frúna. Borgarstjórinn og forsetinn
fluttu langar ræður og birtist
ræða forsetans á öðrum stað í
blaðinu.
Meðal viðstaddra voru ráðherr-
! ar og fylgdarlið forsetans. Einnig
voru þar nokkrir aðrir íslending
ar, sendiherrar erlendra ríkja,
þingmenn, fulltrúar frá liernum,
borgarstjórnarmeðlimir, lista-
menn, fjármálamenn, mennta-
menn og ýmsir einstaklingar.
Fimra-réttað var í veizlunni og
snætt við kertaljós. Á matseðl-
inum voru myndir frá íslandL —
Borðbæn var bæði á undan og á
eftir matnum. Drukkin voru
minni drottningar, forsetans og
y f irborgarstj órans.
Yfirborgarstjórinn færði forset-
anum bókagjöf og áletraðan silf-
urbakka. Forsetinn sæmdi hann
FálkaorðunnL
(HKStO)
44. árg. — Fimmtudagur 21. nóvember 1963 — 248. tbl.
NÝR LANDSLJÐS-
MAÐUR 1 SKÁK
Reykjavík, 20. nóv. GO.
Nýr maður hreppti landsliðs-
sæti í nýafstöðnu Haustmóti Tafl-
félags Beykjavíkur. Tvítugur mað-
ur, sem er við nám í Háskóla ís-
lands varð í fyrsta sæti í meistara-
flokld, hann heitir Trausti Björns-
son og er sonur Björns heitins
Guðfinnssonar málfræðings.
Trausti hefur aðeins einu sinni
áður tekið þátt í keppni í meist-
araflokki. Það var á Ágústsmótinu
í sumar, en þá varð hann í öðru
sæti á eftir Bimi Þorsteinssyni.
Björn varð að láta sér nægja
annað sætið nú.
Alls tefldu á mótinu í' þrem
styrkleikaflokkum, 52 menn. 22
hófu keppni í meistaraflokki og
af þeim komust 10 í úrslit. Úr-
slitakeppninni lauk svo á sunnu
daginn með sigri Trausta eins og
fjrr segir.
Úrslit í meistaraflokki voru f
héild þessi:
1. Trausti Bjömsson, 6% vinn.
2. Björn Þorst. 5V2 vinn,
3. -5. Jóhann Öm Sigurjónssori, ’.
Sigurður Jónsson og
Bjami Magnúss., m. 5 vinn.
6. Guðm. Ágústss. \Vz vinn.
7. Björgvin Vígl. , 4 vinn,
8. Bragi Bjömssoh;' ZV2 Vinn.'
9. -10. Gunnar Gunnarsson og
Pétur Eiríksson m. 2V2 vinn.
og eina skák óteflda sín á
milli um neðsta sætið.
•Þess má geta, að þeir Guðm.
Ágústsson og Gunar Gunnarsson.
tefldu sem gestir á þessu móti.
KVEÐJUR FRÁ FORSEIA SAM-
BANDS BREZKRA TOGARAEIGENDA
A. W. Suddaby, forseti Sam-
bands brezkra togaraeigenda, rit-
aði stórblaðinu The Times bréf,
sem birtist í blaðinu í gær, þar
sem kveður við nokkuð annan tón
en oft áður heyrðist frá togara-
eigendum, a.m.k. á meðan Mr.
Weich var formælandi þeirra. Þyk
ir okkur því rétt að birta hér út-
drátt úr bréfinu:
„Á bak við tjöldin, jafnvel þeg-
ar nýafstaðnar deilur um fiskveiði-
takmörk vom að ná hámarki, hef-'
ur alltaf verið og er enn ríkj-
andi mikil velvild (milli fiskiðn-
aðar okkar og íslenzkra stjóm-
valda). Hún kemur stöðugt í ljós
í vilja íslenzku Landhelgisgæzl-
unnar til að koma til lijálpar nauð-
stöddum togurum okkar og hafa
samvinnu á margan, minna áber-
andi, en allt um það nauð-
synlegan hátt.
Áratugum saman höfum við
Slæmf veður
á Norbursjá
■ -TFtV--
Cuxhaven, 20. nóv. NTB-DPA.
YFIR 90 lítil skip leituðu vars
I Cuxhaven í dag vegna óveðurs
á Norðursjó.
Um hádegi í dag hafði vatnsborð
ið á strönd Norðursjávar haekkað
næstum því um einn metra meira
en eðlilegt er. Veðurfræðingar
telja, að sljákka muni í veðrinu í
nótt.
fiskað við íslandsstrendur og
floti okkar flytur enn heim ákaf-
lega veigamikið hlutfall af heild-
arveiðinni, sem landað er bér í
landi.
Það er einlæg von okkar, að vel-
vilji og gagnkvæmur skilningur,
er skapast af heimsókn íorseta og
utanríkisráðherra íslands til Bret-
lands, muni verða báðum ríkjun-
um til mikilla hagsbóta í fram-
tíðinni." ;
WWWWWWWIWIIIWI
Spilakvöld
Næstkomandi föstudag, 22.
nóvember, verður spilakvöld
á vegum Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur í Iðnó. Það er
þriðja spilakvöldið í fjög-
urra kvölda keppninni. Spil-
að verður um ágæt kvöld-
verðlaun að venju, en auk
þess um glæsileg heildar-
verðlaun (tvenn 12 manna
kaffistell'). Röð keppendanna
má sjá á töflu, sem komið
verður upp.
Spilakvöldið hefst kl. 8,30
að venju. Gunnlaugur Þórð-
aTsbn stáórnar. Björgvin Guð
mundsson viðskiptafræðing-
ur, flytur Jivarp. Að vistinni
lokinni verður dansað til kl.
1 é. m. Hljómsvcit Einare
Jónssonar leikur fyrh- dans-
inura. Fjölmennið á góða og
vinsæla skemmtun!
MmMMMMHIIMMIIIMMIMi