Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 1
m EfSí “irrrs sendir frá sér jólablað í f jórum hlutum, sem koma út í desember. 0 M| j ITI Auk bess kemur út stækkað iólahefti af Sunnudapshl. rétt fvrir iól *-U 1 1
sfi^ÉðÉ
mmmm
mmm
JVi^TSW
?V>*^-SK
JOLASALMUR
Velkominn vertu,
vorri að létta neyð,
athvarf vort ertu
æðst í lífi og deyð,
ástvin elskulegur,
aumra hirðir trúr,
hjálp og heillavegur
hlíf og verndarmúr.
Þú vor græðir synda sár,
sorg er mæðir, þerrar brár,
sækir bæði gíð og ár
sauði glötun úr.
Velkomin vertu,
vetrar perlan fríð,
síblessuð sértu,
signuð jólatíð,
Guðs frá gæzku hendi
gulli dýrra hnoss.
Þökk sé þeim er sendi
þig, svo gleðjir oss.
Þú oss friðarboðskap ber,
birtir grið og náð oss tér,
læknar sviða, sárt er sker,
súta léttir kross.
Velkominn vertu,
vor Immanúel,
ástgjöf sú ertu,
állt sem bætir vel
böl, er hjörtu hrjáir,
haldin eymd og synd,
hvíld, er þreyta þjáir,
þyrstum svalalind.
Jesú góði, þökk sé þér,
þig að bróður fengum vér,
þitt oss blóðið lífgjöf lér
ljóminn guðs og mynd.
Velkomin vertu,
villtra manna hjörð, —
síblessuð sértu,
sólin lífs á jörð.
Guðdómsgeisla þína
götu mannkyns á
láttu skært æ skína
skelfing bægðu frá.
Kuldarín hrek úr hjörtunum,
hreina vek í sálunum
trú og þrek í þrautunuin,
þig unz fáum sjá.
Helgi Hálfdánarson.