Alþýðublaðið - 22.12.1963, Side 3

Alþýðublaðið - 22.12.1963, Side 3
Vi3 lögðum af stað í jólatúr- inn um miðjan desember og loks kom að þeim degi, að það var soð in ýsa í hádeginu, aðfangadagur jóla- Ég var á dagvakt í vélinni og þegar ég kom upp var verið að liífa. Veðrið var svo vont, að þeir hífðu á hálfri ferð og stundum reis skipið upp á báru og datt nið ur aftur með miklum skelli, svo maður varð að kasta sér á könn urnar og diskana. Soðin ýsa með mörfloti er auðvitað herrámanns matur, ef maður sest að honum þreyttur og svangur, en þegar mað ur er að koma úr koju með stír urnar í augunum og óbragð í munninum eftir alltof miklar reykingar, stendur matarlystin á núlli og ég fór niður í vél án þess að meltingarfærin fengju neitt við að glíma. Bensi brandur, 2. meistari, var kallaður svo vegna þess að liann var fun bráður og „brandsjúr” á öllu sem hann hélt fram, m a. því að sonur hans væri 190 metrar á hæð. Hann þekkti nefnilega ekki muninn á metrum og sentimetr ég hefði gaman af. Ég get ekki sagt að ég hafi nokkurn tíma ver ið í verulegri hættu hjá Bensa, þó að auðvitað slettist einstöku sinnum upp á vinskapinn- Einn af hásetunum var kallað ur Óli fjósi. Ég vissi aldrei hans rétta nafn. Hann var góður með- almaður á hæð, en luralegur. Hann fékk viðurnefnið af því að honum var tíðræddast um sauð fénað og fjósamennsku. Slíkt tal var mönnum ekki til álitsauka um borð í Bláfellinu- Svo var það alkunna, að Öli var maður ekki einhamur og til er af því mikil saga þegar á hann rann berserks gangur um borð í öðru skipi og hann elti skipstjórann með> haus ingasveðju í hönd og ætlaði að drepa hann. Þá varð hann’svo óð ur að það varð að sauma liann' inn í net og stíma með hann inn á ísafjörð þar sem lögreglan tók hann í sína vörzlu. Óli fjósi var enginn aukvisi og hann þótti sæmilegur juðari, þótt I hann væri stirður og seinn að I átta sig á stundum. Hann var mik EFTIR GRÉTAR ODDSSON um og setti allt undir sama halt. Hann var viðurkenndur leiðinleg asti maðurinn um borð og í raun- inni skildi enginn neitt i því að ég skyldi endast til að vera með honum meira en túrinn. Venju lega var skipt um kyndara eftir hvern túr. Ástæðan var sú, að þeir voru útsettir með að and mæla firrunum í Bensa, eða ef ast um sannleiksgildi furðusagn anna, sem hann sagði af sjálfum sér og sjómennsku sinni- Með þessu settu mennirnir sig í beina lífshættu. Einu sinni var komið að Bensa þar sem hann stóð með reiddan skiptilykil yfir ein um kyndaranum. Þar mátti ekki miklu muna. Mér tókst hins vegar að sigla hjá þessum boðum og hlusta á manninn með spekings svip, enda var ekki laust við að ill brennivínsmaður og freisting arnar í landi urðu honum einatl að falli. Þá sló hann meira um sig en góðu hófi gegndi og fyrir til stilli langþreyttra yfirvalda, var honum komið til sjós á togara- Bensi brandur og Óli fjósi voru litlir vinir. Kom þar einkum til, að báðir voru þrályndir og héldu fast við sitt og af engri stillingu á stundum, en skoðanir þeirra á hlutunum stönguðust alljafna á. Hvor um sig var fáviti og af glapi í augum hins. Oft var þeim 'att saman í borðsalnum, en þá var kúnstin að sjattla málum áður en kom til handalögmáls'og líkamsmeiðinga. II. Það er aðfangadagur jóla og ég er nýkominn á vakt í vélinni, rétt búinn að kíkja á fírana og hitann á olíunni. Þrýstingurinn er á fullu því vélin gengur hálfa ferð meðan híft er og vél og spil þurfa í sameiningu mikinn damp. Það er hringt á stopp meðan hlerarnir eru lásaðir íj svo aftur á fulla ferð og skverað og þegar skip ið er búið að fara heilan hring er tekið á fulla ferð afturábak og stoppað. Ég slökkvi á tveim firum en læt lifa á einum meðan damp urinn er að komast á blástur, en þá verður líka að slökkva á hon um einni sekúndu áður en blæs, því annars fær maðuri gúmoren hjá Bensa. Bénsi er nefnilegia hræddur við 1- meistara og 1. meistari fyrirlítur Bensa. Þarna gildir lögmálið um karlinn sem jagar kerlinguna, sem aftur skamm ar krakkana, sem ná sér svo niðri á hundinum og til að futlkoma samlíkinguna er 1. meistari hræddur við skipstjórann. Skip stjórinn er þá karlinn í þessu til felli sem og annars, en ég hund urinn. Nú eru róparnlr lásaðir úr og spilaðir inn á koppnum- Veðrið er að versna og þeir bakka skip inu upp í á hægri ferð. Það rambar eins og fullur maður, lyft ir sér hátt að aftan á bárunni og hrapar svo niður. Það stríkkar á rópunum þegar skipið lvftir sér á bárunni og spilið hægir á sér. Hlerarnir slást í síðurnar. Stimpl arnir á vélinni róla sér hálfhring fram og til baka, þegar ólögin hreyfa skrúfuna- Bensi stússar kringum vélina, aðgætir smurn ingstækin, klifrar upp á grind urnar og smyr í koppana ofan á legunum. Hann sýgur tóbakslög in íbygginn á svip og þreifar á þessari legu, smyr hina. Margra ára tóbaksnotkun í neðri vör hef ur gefið andlitinu álappanlegan svip. Yfirandlitið hefur einhvern veginn leitað niður á við undan þunga tóbaksins. Niðurandlitið hefur hins vegar sogizt inn- Hann fer sér í engu óðslega, enda er 1. meistari víðs fjarri. Liggur trú lega á meltunni eins og liann er vanur. Bobbingarnir skella á þilfarinu \ og þeir byrja að snörla. Ég gæti að dampinum, en sé að öllu er ó hætt og þeir í hólnum eru vanir að gefa manni nógan tima til að kynda upp áður en kastað er- Allt í einu kastast skipið til og sjógusa kemur niður um skælett in á keisnum. Við heyrum mik inn gauragang ofan af dekki, brot hljóð og hvæs í gufu. Vísirinn á telegrafinu fer á fleygiferð og bjallan hringir án afláts. Ég flýti mér frameftir og kveiki á öllum til að vera við öllu búinn, en hef olíuþrýstinginn lágan-Þeg ar ég kem aftur í vélarrúmið er vísirinn að stöðvast á hægri ferð áfram. Bensi stendur við stopp ventilinn og svarar á vélina, sem er enn stillt á ferð aftur á. Vélin er þegar komin á ferð og ég bendi Bensa á skiptihjólið. í því er flautað og þegar ég legg eyrað að trektinni heyri ég formælingar einar ásamt fyrirspurn um, hvort við séum orðnir vitlausir og hvort sé meiningin að fara með allt heila gillið til helvítis? 1. meistari kemur niður stiganu á miklu skriði og ég set á fullt fram á fír- pláss, því nú blæs af. Gerast nú margir atburðir sam- tímis. Bensi kemur á stökki og til kynnir mér að Óli fjósi hafi slas ast. Hann skipar mér að raka tog spíssana úr og setja í aðra stærri því nú verði að stíma í land á út opnuðu- Hann hlýtur að liafa feng ið þrumandi reiðilestur hjá 1. meistara, því hann er í ægilegum ham og öskrar skipanimar með Framh. á bls. 37 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. des. 1963 35

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.