Alþýðublaðið - 22.12.1963, Qupperneq 6
ÐAÞJOFAR
ÞAÐ er næsta skoplegt, hverju
sumu fólki getur dottið í hug að
steja. Fyrir tveim mánuðum tók
ég fastan iögregiuþjón í Chicago.
Hann hafði komið út úr kjörbúð,
sem var á næsta götuhorni við
lögreglustöðina, með tvo þvotta-
svampa undir skykkjunni. Verð-
gildi þessarra svampa var mjög
lítið, eða 38 sent.
Daginn eftir stöðvaði ég í þess-
arri sömu kjörbúð póstþjón, en
einkepnishúfan hans fór ekki rétt
vel á honum, — og til þess var næg
ástæða. Þegar ég þóttist af slysni
stjaka við húfunni, kom í ljós, að
undir henni var hálfpundspakki af
svínakjöti, 49 senta virði.
Svo kom inn í búðina ljóshærð
stúlka, sem mér þótti ástæða til
að gefa gætur að. Enda lét hún
fljótlega rækjudós hverfa ofan í
töskuna sína. Ég fór undir eins
með hana til forstöðumannsins, og
hún viðurkenndi, að maðurinn
sinn væri bankastjóri stórs banka
í Chicago.
Kynlegt, ekki satt? Ellefu mán-
uðum áður, þegar ég hóf starf
mitt sem eftirlitsmaður í kjörbúð,
var f.iarri mér að láta mér detta í
hug, að lögregluþjónn ætti til að
stela svampi eða bankastjórafrú
kjötdós. Nei, frómt frá sagt taldi
ég, að starfið lægi að mestu leyti
f því að halda fólki, sem annað-
hvort væri stelsjúkt ellegar svo fá-
tækt, að það hnuplaði út úr neyð.
En í þessu hafði ég næstum
hundrað prósent rangt fyrir mér.
Meðal þeirra 698 búðarþ.iófa, sem
handsamaðir voru í hinum 150
búðum fvrirtækisirfs í Chicago á
síðastliðnu ári, var aðeins einn
stelsiúkur,
Og það sem kemur enn meir á
óvart: einungis tveir af þessum
þjófnuðum stöfuðu af fé^korti —
í báðum þeim tilfellum var um að
ræða mæður með börn. Hinir 695
þjófarnir voru venjulegir við-
skiptamenn, aðallega húsmæður,
sem gátu ekki stiilt sig um að
grípa eitt.hvert smáræði án þess
að telja sig þurfa að borga fyrir
það.
Athugun á þessum 695 búðar-
þjófnuðnm leiðir í ljós tvær at-
hyglisverðar staðreyndir. í fyrsta
lagi: biófarnir hafa í langflestum
tilvikum næga peninga fyrir þeim
vamingi, sem þeir reyna að
hnupla. í öðru lagi: þjófarnir
beina ránshönd sinni mestmegnis
að fyrirferðarlitlum og fremur dýr
um varningi eins og smjöri, kjöt-
j pökkurn, niðursoðnum siávarar-
urðum, dvrum ostum, vindlingum
og snvrtivörum.
Hvernig fór með ljóshærðu
stúlkuna, sem stal rækjudósinni?
Við tókum hana fasta, og kærðum
hana fyrir smáhnupl. Hún var
dæmd í 30 »daga skilorðsbundið
fangelsi. Við gerðum okkar bezta
til að halda málinu leyndu. Mað-
urinn hennar veit ekki enn, að hún
var gripin. En konan hans er nú
á sakaskrá lögreglunnar. Verði
hún staðin að verki aftur, fær
hún að dúsa mánaðartímá í fang-
elsl.
Vera má, að ýmsum þyki þarna
hart að farið við venjulega unga
húsmóður, sem syngur í kirkjl»-
kórnum og er ritari í virðulegu
kvenfélagi, en ég kendi alls ekki
í brjósti um frú Ljóshærð, ekki
einu sinni, þegar hún grét og bað
mig að fara ekki með sig til lög-
reglustöðvarinnar. Hún var með
fast að fimm dali í töskunni sinni,
svo hún hefði vel getað greitt fyr-
ir rækjurnar.
Fyrirtækið sem ég vinn hjá, var
fyrsti kjörbúðarhringurinn, sem
lagði sig fram um að hrella búðar-
þjófaná. Greinilegt var, að eitt-
hvað þurfti að gera í málinu. En
enda þótt þörfin væri brýn, hafði
ég enga löngun til starfans.
Vera kann, að einhverskonar
Ijómi standi um sum lögreglu-
störf, eins og að fást við gimsteina
þjófa. En það stafa engir geislar
frá lögreglumanni, sem kemur upp
um húsmóður með þjófstolið
smjör í töskunni sinni. Hún græt-
ur, og hún fyrirverður sig, vill
ekki, að ættingjar og vinir fái að
vita, að hún hafi komizt undir
mannahendur.
Flestir búðarþjófar byrja í smá-
um stíl — grípa til dæmis kvart-
pund af smjöri. En fljótlega verða
þeir djarfari og gírugri. Nýlega
klófesti ég frú eina með sex stolna
hluti: smjörpund, tvö pund af
svínafleski, piparbox, glas með
þeyttum rjóma, tannkrem og stórt
kjötstykki. Hún lét það fyrirferðar-
minnsta í mjög stóran vasa innan
á kápunni, en sjö-punda kjötstykk-
ið lét hún ramba framan á fót-
um sér.
Þegar hún vafraði út úr búð-
inni, fylgdi ég á eftir, unz kjöt-
stykkið féll í gólfið. „Frú”, sagði
ég, „líklega væri réttast, að við
snerum við og athuguðum um
greiðslu á einhverju af þessu”.
Það virðast ekki vera nein tak-
mörk fyrir, hvað búðarþjófunum
getur dottið í hug. Fyrir ekki
löngu hafði ég hendur í hári konu,
sem leysti kaffivandkvæði sín á
snoturlegan hátt. Nú skal ég skýra
frá, hvernig hún fór að:
Áður en hún kom til búðar okk-
ar brá hún sér inn í bakarí í ná-
grenninu og keypti þar brauðhleif.
Einnig varð hún sér þar úti um
tóman. hvítan pappírspoka af
sömu gerð og sá, sem brauðið var
í. Þennan aukapoka geymdi hún
samanbrotinn í kápuvasa sínum,
en þegar hún tók kaffipund úr
hillunum okkar, opnaði hún auka-
pokann og lét kaffiboxið falla í
hann. Síðan lét hún aukapokann
frá sér í körfuna, sem búðin legg-
ur viðskiptamönnunum til.
Þegar hún kom að afgreiðslu-
borðinu, blöstu hvítu pokarnir
tveir við afgreiðslumanninum, sem
taldi að brauð væri í þeim báðum.
Þannig gat kænn búðarþjófur
margoft fengið sér kaffibox ó-
keypis.
Um síðir kemst upp um jafnvel
slyngustu búðarþjófa. Tökum til
dæmis konuna með rauða hattinn
og í víðu brúnu loðkápunni. Hún
lagði leið sína inn í eina kjörbúð-
ina okkar fyrir tveim mánuðum,
og fljótlega eftir að hún hafði tek-
ið vörukörfuna setti hún í hana
stóran kassa af þurrkuðu korni,
þarnæst sardínudós, krukku af
kjúklingakjöti og smjörpund.
Nú var hún kon ‘n lengst inn
í enda og sneri a ir í áttina að
afgreiðslunni. Á Þ inni nam hún
tvisvar staðar til ' bæta í körf-
una hnetupakka r lösku með á-
vaxtasafa. En sv. ' m það grun-
samlega. Um le - > konan leit
fram, augsýnilej ui að laga til í
Sjómenn, verkamenn, launþegar!
Styðjið samvinnuhreyfinguna í baráttu
hennar fyrir bættum lífskjörum almennings.
☆ ♦
Verzlið við samvinnufélögin.
Gangið í samvinnufélögin.
☆
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.
Þckkum viðskiptin á liðna árinu.
KAUPfflAG SUÐURNESJA
KEFLAVÍK
''iimmmmmmiiiimiimmnii .........................................................................................................................■■miiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiii.........................
körfunni, sá ég, að hægri öxl henn
ar rykktist til tvisvar eða þrisvar
sinnum.
Afgreiðslumaður niðri í salnum
mundi ekki hafa tekið eftir þessu,
en ég var í betri aðstöðu, — sat
í þægilegri stellingu á sápukassa
fyrir ofan kjötafgreiðsluna bak við
þil með litlu gægjugati.
Ég gat því óséður fylgzt með
hverri hreyfingu konunnar, og
þessar axlahreyfingar voru aðeins
merki um eitt í mínum augum:
Konan var að burðast við að koma
einhverju inn undir yfirhöfnina
sína.
Það fór sem mig grunaði: Þegar
hún sneri körfunni aftur að mér,
vantaði tvennt í hana — kjötkrukk
una og smjörið.
„Harry!” kallaði_ég lágt, ,,rauð-
ur hattur, miðgangurinn”.
Þessi Harry var samstarfsmaður
minn, og var hanr. einnig á gægj-
um í sömu aðstöðu og ég í nokk-
urri fjarlægð. Þegar Rauðhetta
flutti sig yfir í hægri liluta búðar-
innar, var hún komin á gæzlu-
tsvæði Harrys.
Fljótlega læddist hann til.mín
og sagði: „Hún setti inn á sig
svínakjötsdós og kjötpakka. Hvað
sást þú hana taka?’
,,Kjúklingaket og smér”, svaraði
ég. „Við skulum taka hana í karp-
húsið”.
Eftir að hafa leitt Rauðhettu
fyrir forstjórann bað Harry hana
að snúa við kápuvösunum. Hún .
gerði það — og við urðum mjög
undrandi: Vasarnir voru tómir.
Hún fór nú úr kápunni, svo við
gætum athugað hana betur, e£
einhversstaðar væru á henni leyni-
vasar. Og nú blasti við okkur, að
konan var ófrísk. Mér þótti aðstaða
okkar versna að mun. Falleg, ó-
frísk kona nýtur alltaf samúðar
fyrir rétti. sérstakléga þegar lög-
reglumenn eru ákærendurnir ....
En einhversstaðar varð að vera
það, sem horfið hafði undir kápu
konunnar. Harry talaði nú við
stúlkuna, sem hafði afgreitt hana,
bað slúikuna að rifja upp, hvað
konan hefði borgað fyrir, benti
svo á hana og bætti við: „Athug-
aðu, livort hún hefur ekki eitt-
hvað meira á sér”.
Aígreiðslustúlkan fór með Rauð-
hettu inn í búningsherbergi starfs-
stúlknanna og lokaði dyrunum. —
Eftir stutta stund skundaði af-
greiðslustúlkan út aftur og sagði
með glott á vör: „Þið getið verið
rólegir. Hún vinkona ykkar var
að verða léttari — og afkvæmið
var þrifalegt tólf marka svíns-
svínslæri!”
En fleira var í polcahorninu. Af-
greiðslustúlkan fann einnig það,
sem við höfðum séð konuna setja
inn á sig, en felustaðurinn var
diúpur vasi á svuntu innan undir
víðu tækifærisDilsi. Ekki að undra
að hún leit út fyrir að eiga von
á sér ....
Síðastliðið ár hafði Rauðlietta
á burt með sér úr búðum okkar
nálega sex hundruð dala virði í
stolnum matvælum. En þrátt fyr-
ir kænsku sma. gerði hún sömu
mistökin og allir búöarb.iófar loks
falla á — hún hafði ekki augun á
vörunni.
Kvöldið, sem ég klófesti hana,
tók ég eftir að liún gaf starfsfólk
inu og öðrum viöskiotamönnum
hornauga, — var að bíða eftir tæki
freri til að setia varning inn á sig.
'Framh. á bls. 42
38 22. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ