Alþýðublaðið - 22.12.1963, Síða 7

Alþýðublaðið - 22.12.1963, Síða 7
Þ. Smóra T'AÐ var aðfangadagskvöld jóla, en hann vissi það ekki drengurinn, sem kom aleinn utan úr myrkr- inu og hráslaga-þokunni, og það var orðið framorðið. Hann gekk hœgt eftir gangstéttinni meðfram girðingunni og stakk vlð öðrum fætinum. Hann var á að gizka 10 ára gamall, ef til vill eitthvað ■eldri, það var ekki svo gott að gizka nákvæmlega á það. Hann var allur óhreinn frá hvirfli til líja. Hárlubbinn hékk í sneplum ofan um háls og eyru: með ann- arri hendinni ýtti hann í sífellu hárinu frá augunum, en með hinni hélt hann að sér treyjunni, sem var opin að framan, og skein í bera bringuna, ennfremur stóðu berir olnbogarnir út úr ermunum. ttann var í stuttbuxum og ber- fættur, en um annan fótinn var vaf ín tuskudrusla. Ýmist var lionum iirolikalt eða svita sló út um hann. Hann staðnæmdist fyrir framan eitt hlið, fyrir utan lítið, snoturt iiús, sem nærri því var þakið af skrautblóma- og ávaxtatrjáagrein-- um, en blöðin af trjánum voru öll fokin út í buskann, enda komið að jólum. Drengurinn tekur nú í hand- fangið á hliðinu og ætlar að opna það, en hliðið er harðlæst. Hann rykkir í, en það lætur sig ekki, hvernig sem liann reynir með báð- um höndum. Hann sér ljós í öllum gluggum í húsinu, og ljósið, sem var fyrir ofan úti-dyrnar, lýsti upp stíginn, sera lá frá húsinu að hliðinu, beint 2 andlitið á drengnum, þar sem hann stóð, en hvað það var skrítið, að í sumum gluggum voru líka kertaljós; var einhver liátíð núna? Hann hvílir sig um stund og hugsar um, hvað til bragðs skuli taka. Hann skimar í kringum sig og dettur í hug, livort ekki muni á einhvern hátt vera hægt að komast yfir girðinguna, og f'er hann nú að fikra sig meðfram henni, en hann nær aðeins með fingurgómana upp á vegginn, svo það er útilokað hann kæmist inn í garðinn á þann hátt. En hann ætlar ekki að gefast upp, á meðan nokkur von er. Hann ætlar að reyna aftur við hliðið. Það ætti að vera hægt að klifra yfir það, þó að gaddar standi upp úr því. Hann hafði svo sem brallað annað eins fyrr, á meðan báðir fæturnir voru heilir, en nú var því ekki að heilsa, — hann verkjaði svo ótta- lega í kýlið á leggnum. En hann varð að komast inn í þetta hús í kvöld, hvað sem það kostaði. Hon- um datt í hug að kalla á stúlkuna, sem átti þarna heima, — en hvað hét hún? Hann vissi það ekki. En hann varð að klifra yfir hliðið. Hann varð að safna saman öllum sínum lífs og sálar kröftum og ekki draga a£ sér á neinn hátt. Hann reyndi nú að hefja sig upp eftir hliðinu, — en áreynslan varð honum um megn, því veiki fótur- inn.þoldi ekki átakið, hann misti fótfestuna, og rann niður á gang- stéttina. Hann hljóðaði upp yfir sig af sársauka, en kæfði hljóðin von bráðar, hann var orðinn svo leikinn í því. Hann reyndi að staul ast á fætur aftur og studdíst við hliðið, á meðan hann var að jafna sig. Hann mændi á ljósin í gluggun- um í gegnum rimlana á hliðinu. Þarna inni var stúlkan, sem einu sinni hafði klappað á kollinn á honum. Þessi stúlka hafði einu sinni keypt af honum kort og bund- ið um fótinn á honum fyrir nokkr- um dögum, kannski fyrir viku eða mánuði, hann vjssi ekki upp á víst hvað það var langt síðan, en það var að minnsta kosti óra tími síð- an. Hann var þá með nokkur kort, sem hann hafði fundið innan um annað rusl, hann var þá að reyna j að selja þau. Hann hafði boðið þau ! víða og hringt dyrabjöllum, en áð- I ur en hann fékk ráðrúm til að 1 bjóða.kortin, var dyrunum skellt í lás, um leið og aðeins var gægzt út um dyragættina og fólk sá hann standa á tröppunni. En hann kom svo að þessu húsi og hringdi dyrabjöllunni með hálfum huga, hann var orðinn hræddur við dyra- bjöllur. En. stúlkan í þessu húsi lauk alveg upp fyrir honum og brosti til hans. Hann varð alveg hissa, svo hann gleymdi að bjóða kortin til sölu, þangað til hún spurði hann hvort- hann vildi selja þessi kort, sem hann héldi á. Honum hlýnaði öllum við þetta bros, hann mundi ekki til, að nokk- ur manneskja hefði nokkurntíma brosað til hans. Hann var því van- astur, að fólk kenndi honum bævi um þetta og hitt, sem hann hafði gert og ekki gert. og það komst því allt upp í vana hjá honum að vera sama um, hvað sagt var við hann. Stúlkan gaf sér góðan tíma og skoðaði kortin vandlega, og svo valdi hún þrjú úr þeim, en bað hann að bíða ögn á meðan hún skryppi inn og sækti aurana. Hún skildi eftir galopna hurðina, mat- arlyktin innan úr húsinu fyllti magann og öll vit hans, munnur- inn flaut í vatni og enn sárari sult- urinn sagði til sín. -Drengurinn- óskaði, að stúlka kæmi með mat- arbita til hans, í stað auranna, hann ætlaði hvort sem var að kaupa sér matarbita fyrir þá, vissi ekki hvað langt var síðan hann hafði bragðað mat, en stúlkan kom með aura en ekki mat, og hún brosti aftur til hans um leið og hún sagði: „Þú skalt láta aurana í treyjuvasann þinn svo þú týnir þeim ekki”. Svo fór hún inn og lokaði hurðinni á eftir sér. Hann haltraði niður tröppurnar og geymdi aurana í lófanum, því enginn vasi var á treyjunni hans. Hann gekk frá þessu húsi annals hugar og gætti ekki að séi', þetta var svo óvanalegt. Þessar móttök- ur,. og hvað þá bros frá kaupand- anum. Ailt í einu rak hann veika fótinn ulan í limgirðinguna og rifnaði þá ofan af ígerð, sem lengi var búin að búa um sig í fótleggn- um. Rann nú blóð og gröftur úr ígerðinni. Hann kendi ákaflega sárt til, settist. niður og fór að gráta í umkomuleysi sínu. -Iann lét kortin og aurana á stéttina við hliðina á sér og fór að 1 ;koða á sér fótinn, en þá kom stúlkan hlaupandi til hans, kraup;, niður að honum og athugaði sárið. Hún hafði staðið við gluggann og séð, þegar hann fór að gráta. —?! „Bíddu ögn”, sagði hún, „á meðan an ég sæki tusku til að binda um fótinn á þér”, og svo hljóp hún inn í húsið. Þegar hún kom aftur, var hún með vatn í skál og fangið fullt af öðru dóti. Stúlkan þvoði sárið, og allan. fótinn: drengurinn furðaði sig; á, hvað fóturinn varð hvítur. Síðan. bar stúlkan eitthvað gott í sárið; og batt svo um fótinn, tók úr sár- inu næstum því allan sviða. Þá, færði hún hann í sokka og skó af sér, sem að vísu var allt of stórt, en hann haltraði samt af stað i þessu, þegar hún háfði þurkað hon um í framan og reist hann á fæt-- ur. Á meðan á þessu stóð, var hún alltaf að spjalla við hann. Hann skildi hana ekki vel, honum fannst hún tala* svq skrýtilega. „Þú, ert allra laglegasti drengur,,, sagðí hún, „þegar þú ert hreinn í fram- an, það er skaði, að þú skulir ekki alltaf vera, það”. Hann spurðl. hana, hvort . hún ætti heima í þessu húsi: hún sagði það vera nv» sem stæði, annars ætti hún heima. í öðru landi, sem væri langt » burtu, þár væri gott að vera, Hann átti bágt með að trúa því, að nokk- urs staðar gæti. verið betra að vera en í. þessu; húsi, þar, sem matarlyktin. angaði út á götu, og Ijós voru L ölium gluggunuum. Hann hafði hugsað mikið um.þetta síðan, landið, sem var langt í burtu, þar, sera gott fólk byggi. Skyldi. bara v.era gotf fólk þar? Þessi stúlka. var góð, það vissi* hann. Framh- á bls. 44 Smásaga eftir Helgu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. des. 1963

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.