Alþýðublaðið - 22.12.1963, Síða 11
EINU SINNI lágu mörg skip í
höfn nokkurri. Þau höfðu legið
þarna lengi, ekki vegna storma,
heldur vegna logns. Loks höfðu
þau legið þarna svo lengi, að skips
hafnirnar voru hættar að gá til
veðurs. •
Allir skipstjórarnir höfðu með
tímanum or,ðið góðir vinir. Þeir
róru milli skipanna í heimsókn
hver til annars og kölluðu hver
ahnan „frænda.”
Og þeim lá ekkert á að komast
af stað. Stundum kom það fyrir,
að einn eða annar ungur stýrimað-
ur hafði orð á því, að nú væri góð-
ur byr og sæmilegt í sjóinp, En
það þoldi skipstjórinn ekki. Allt
varð að vera í röð og reglu á skip-
inu. Þess vegna voru þeir, sem
ekki gátu haldið sér saman settir
á land.
En þannig gat það ekki gengið
til eilífðar. Það eru ekki allir
menn eins góðir og þeir eiga að
vera, og það eru ekki allir, sem
geta þolað frið og aga.
Skipshafnirnar fóru með tíman-
um að mögla. Hásetarnir voru
voru orðnir leiðir á því að hafa
ekki annað fyrir stafni en að mála
káétuna, þvo þilfarið og róa með
skipstjórann til teveizlunnar og
til baka aftur. í sumum skipunum
voru, sett upp seglin, eitt af öðru
með mestu kyrrð. Akkerinu var
létt, án söngs og skipið leið út úr
höfninni fyrir léttum andvara, —
meðan skipstjórinn svaf. En þá
komu hinir skipstjórarnir til
hjálpar og svo var óróaseggjunum
hegnt og þeir settir á land og aft-
ur voru skipin bundan við festar
og gengið sem traustast frá öllum
legufærum.
En samt sem áður lögðu öll
skipin úr höfn að lokum, að einu
undanteknu. Þau voru ekki öll jafn
heppin, siftn komu inn aftur og
hafði hlekkzt á, og af öðrum bár-
ust engar fregnir. Á einu skipinu
höfðu, að því er fregnir hermdu,
orðið uppreisn og skipstjóranum
var fleygt fyrir borð og á öðru
skipi var hálf skipshöfnin í hlekkj-
um, og skipið sigldi eitthvað út í
hafsauga, enginn vissi hvert. En
öll voru þau á siglingu, ýmist í
stormi eða logni og öll stefndu að
einhverju takmarki.
Aðeins eitt skipið varð eftir í
höfninni, og það lá við tvö akkeri
og engin hætta var á þvi, að það
slitnaði upp.
Þetta var lítill, skritinn kuggur.
Það var gamalt skip, en hafði ný-
lega verið gert við það.
Skipstjórinn var einkennilegur
náungi. Hann hafði sjálfur málað
mynd af skipinu og þetta málverk
hékk uppi í káetunni. Og svo gat
skipstjórinn sungið sálma og önn-
ur kvæði. Og til voru þeir, sem
álitu, að hann byggi sjálfur til
þessar vísur. En það hefur nú sjálf
sagt verið lygi, sem hásetarnir
voru að hvísla sín á milli, að skip-
stjórinn væri dálítið sjóveikur. —
Svoleiðis sögur hafa hásetarnir
gaman af að segja léttadrengnum
til þess að sýnast svolítið manna-
legir. Og auk þess var til stýri-
maður á þessu skipi, sem gat gefið
strikið, ef með þurfti.
Hann hafði siglt sem stýrimað-
ur í mörg herrans ár, allt frá því
á dögum föður hans sáluga. Hann
var orðinn nærri því gróinn við
stýrið, og hásetarnir gátu varla
hugsáð til þess, ef þeir þyrftu að
fá annan stýrimann.
Að vísu hafði þessi stýrimaður
aldrei «iglt til framandi stranda,
en af því að alltaf höfðu verið
fleiri menn á skipinu en hann, þá
hafði skipinu aldrei hlekkzt neitt
á.
Þess vegna voru þeir stýrimað-
urinn og skipstjórinn sannfærðir
um það, að engir væru betri far-
menn en þeir og þess vegna skiptu |
þeir sér ekkert af því, sem aðrir !
gerðu. Þeir bara horfðu upp í j
loftið og hristu höfuðin.
Skipshöfninni leið vel, því að [
hún var ekki betra vön. Flestir I
hásetarnir gátu hreint ekki skilið 1
það, hvers vegna hinum skips- !
höfnunum lá svona mikið á að !
komast af stað. Þeir voru vanir því :
að mánuðurinn liði, hvort sem
þeir lágu í höfn eða voru úti að
sigla, og þegar þeir lágu í höfn,
þurftu þeir ekki að vinna. — Svo
lengi sem skipstjórinn eirði kyrr-
setunum, var skipshöfnin á-
nægð, því að honum hlaut þó að
vera mest áhugamál að komast
af stað. Og auk þess vissu allir
hversu mikill sjómaður stýrimað-
urinn var, og þegar jafn reyndur
sjómaður og liann áleit ekki fært
í sjó, þá gat maður verið sann-
færður um, að hann hafði sínar
ástæður fyrir því.
En. þeir yngstu af skipshöfn-
inni voru dálítið órólegir. Þeim
fannst skömm að því að liggja við
landfestar, þegar allir aðrir leystu j
og létu í haf. Að lokum varð þeim j
aðgerðarleysið svo óbærilegt, að j
þeir sendu léttadrenginn aftur í til
skipstjórans og báðu hann að á-
kveða þrottfarardaginn.
Hinir skynsamari af skipshöfn-
inni krossuðu sig og báðu létta-
drenginn að gera svo vel að hafa
sig hægan.
En hann var framhleypinn græn
jaxl. hafði siglt á öðrum skipum
og þóttist vera dálítið yfir meðal-
lagið. Hann gekk aftur á skipið
og fór ofan í káetuna. Þar sat
skipstjórinn og stýrimaðurinn yf-
ir viskýi og spilum.
— Eg átti að spyrja, hvort skip-
stjórinn vildi «kki setja upp segl
í næstu viku, því að nú erum við
orðnir svo leiðir á aðgerðarleys-
inu, sagði léttadrengurinn — og
horfði óhikað í augun á skip-
stjóranum.
Skipstjórinn varð fyrst blár sem
hel, svo rauður sem blóð og að
lokum bleikur sem bast. En svo
náði hann sér og sagði eins og
hann var vanur að segja:
-— Hvað finnst þér, stýrimaður?'
— Hm, sagði stýrimaður með
hægð. Og hann var ekki vanur að
segja meira, því að hann vildi al-
drei svara, þegar hann var spurð-
SMÁSAGA EFTIR
ALEXANDER KIELLAND
skipstjóri frá því ég komst á sjó-
inn. En ég veit hvað þú og þínir
líkar eru að hugsa um. Þið hugs-
ið ekkert um skipið og ef þið gæt-
uð hrifsað völdin til ykkar, þá
siglduð þið beina leið á næsta
hólma, til þess að geta náð á ykk».
ar vald viskíinu. En það verður
nú ekkert af því, góðurinn minn,
og hér verðum við svo lengi sem
mér sýnist.
Framh. á bls. 45
ur. En þegar hann var einn gat
hann þulið langar setningar og ó-
skiljanleg orð. Og þá var skip-
stjórinn hreykinn af honum.
En þó að svar stýrimanns væri
svona stutt, þá skildi skipstjórinn
hvað hann átti við. Hann snéri
sér að léttadrengnum mjög alvar-
legur í bragði og sagði:
— Bölvaður grænjaxlinn þinn.
Heldurðu að ég hafi ekki betra vit
á þessu en þú? Eg sem h^f verið
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. des. 1963 41