Alþýðublaðið - 22.12.1963, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 22.12.1963, Qupperneq 13
Framh. af bls- 43 Þegar þetta svar barst fram í hásetaklefann, urðu yngri háset- arnir óðir og uppvægir sem von var. Og jafnvel þeir, sem voru hrifnir af skipstjóranum hristu höfuðin og sögðu, að þetta væri slæmt svar. Þeir .höfðu aðeins gerzt svo djarfir að spyrja. Og nú óx óánægjan meðal frið- samlegu hásetana. Jafnvel skip- stjórinn, sem ekki steig í vitið, las óánægjuna á svip manna, þegar hann kom upp á þilfarið og ávarp- aði hásetana: — Góðan daginn, þrjótarnir ykk- ar. En stýrimaðurinn vissi hvaðan á sig stóð veðrið, því að hann var svo þefvís. Og nokkrum kvöldum eftir heimsókn léttadrengsins í skipstjórakáetuna, urðu skipverj- ar þess varir, að eitthvað óvenju- legt var á seyði aftur í. Káetudrengurinn hafði þrisvar sinnum orðið að snúa við með toddyketilinn, og fregnirnar sem hann flutti eftir síðustu ferðina voru ekki sem friðvænlegastar. Stýrimaðurinn hafði talað stanz- laust í tvo klukkutíma. Á borðinu fyrir framan sig höfðu þeir baró- meter, krónómeter, kompás og sextant, — auk þess allt bókasafn skipsinsr en það samanstóð af sálmabók Kingós og gamalii hol- lenzkri „Kaart Boikje”, því að skipstjórinn var ekki fróðari um hina nýju sálma en stýrimaðurinn um hin nýju sjókort. Það var bersýnilegt að eitthvað óvenjulegt var í vændum. Og þeg- ar þeir. sem áttu frívakt, gengu til hvílu voru þeir órólegir og kom ekki dúr á auga um nóttina. Klukkan sjö morguninn eftir voru bæði skipstjórinn og stýri- maðurinn komnir upp á þiljur. Og enginn maður minntist þess að hafa séð þá svona snemma á fót- um. En nú var ekki tími til að standa og gapa af undrun. Nú dundu skipanirnar eins og haglél: Upp með seelin. Dragið inn ekker- in. Kastið lausu. Hásetarnir urðu glaðir við og þóttust aldrei get.a nógu fljótir að framkvæma skipanirnar og að klukkutíma liðnum voru öll seglin komin upp. Skipstjórinn horfði á stýrimann inn og báðir hristu höfuðin. Eitt- hvað lá þeim nú á. Að stundarkorni liðnu var skip- ið komið fyrir oddann og út á rúm- sjó. Það var blásandi byr .og dá- lítil velta. Stýrimaðurinn stóð við stýris- sveifina með heliarmikla skrotölu upp í sér, því að stýrishjól skyldi aldrei koma um borð i þetta skip, meðan hann væri stýrimaður. Skipstiórinn stóð í káetustigan- um og hafði aðeins höfððið upp úr. Hann var gulgrænn í framan og þurfti allt af öðru hverju að bregða sér ofan í káetuna. Gamli bátsmaðurinn hélt hann væri að fá sér viský en káetudrengurinn bölv aði sér upp á, að hann væri að selja upp. Hásetarnir voru í ágætu skapi. Það var eitthvað svo hressandi að láta sjávarloftið leika um kinnarn- ar og finna skipið hreyfast undir fótunum. Og jafnvel gamli skips- hjallurinn virtist vera í ágætu skapi, því að hann hófst svo létti- Ilega upp á öldutoppana og gerði meiri froðu en nauðsynlegt var. Yngri hásetarnir horfðu út á freyðandi sjóinn. Þarna kemur stór alda, hrópuðu þeir. — Bara að nú g.efi vel á. Og það gaf duglega á. Þetta var rismikil álda og hún nálgaðist óð- um. Svo flóði hún.yfir þilfarið og gamli hjallurinn nötraði allur. Sölt froðan ýrðist framan í liásetana og skipstjórinn hafði naumast tíma til að bjarga sér ofan í káetuna. En hvað þetta var hressandi. Allir voru sem ungir í annað sinn. Þeir höfðu ekki bragðað á salt- i vatni svo lengi. Og allir hrópuðu: Húrra. En í sama bili heyrðist þrum- andi rödd stýrimannsins: — Fellið seglin. Svo sneri hann skipinu við, svo rigndi skipunar- orðunum: Varpið bakborðsakker- inu. Varpið stjórnborðsakkerinu. Og báðum akkerum var varpað. Það heyrðist glamra í gömlu fest- unum og ryðrykið liðaðist eins og ský báðu megin. Skipshöfnin, sem var vön að hlýða, vann þegjandi og hugsunar- laust og brátt lá skipið við tvö akkeri. En nú þegar skipið ■ var lagzt, gat enginn dulið undrun sfna yfir því, að svo skyndilega skyldi véra’ snúið við og lagzt við akkeri, þeg- ar bvrinn var svona' blásandi og komið var út fyrir hólmana og skerin. Og enn þá óskiljanlegri var framkoma skipstjórnarmann- anna. Því að nú stóðu þeir báðir aftur á skipinu, hölluðu sér yfir borðstokkinn og horfðu ofan á skiossúðina. Sumum heyrðist skip- stjórinn hrópa: Að dælunum, briótarnir ykkar, en það hefur nú sennilega verið mislieyrn. — Hvern fjandann eru þeir að gera þarna aftur á, spurði létta- drengurinn. — Haltu kjafti, strákur, sagði bátsmaðurinn. En káetudrengurinn þóttist vita, hvað skipstjórinn væri að gera, og nú fór hláturinn að sjóða niður í hásetunum. Þeir grettu sig í fram- an og voru að því komnir að skella upp úr, þegar stýrimaðurinn sást gefa skipstjóranum olnbogaskot. Já, en þú verður þá að hvísla, sagði hann. Stýrimaðurinn kinkaði kolli, og svo sneri skipstjórinn sér að skips höfninni og sagði hátíðlega: — Sem betur fór sluppum við betur frá þessu, en á horfðist. En nú vona ég líka, að þið hafið allir lært að skilja, hve hættulegt það er, að láta óþroskaða unglinga hlaupa með sig í gönur. í þetta ! skipti lét ég undan ykkur, ekki vegna þess að ég sæi ekki hversu heimskulegt var að láta ykkur ráða, heldur til þess að lofa ykkur að læra af reynslunni. Og sjáið þið nú hvernig komið er. Við liggj- um hér úti á opnu hafi í æðandi stormi og sjógangi, í stað þess að vera í tryggri höfn. En trúið mér. Héreftir munum við, ég og hinn ágæti stýrimaður sjá svo um, að slíkt og þvílíkt endurtaki sig ekki. Og ef illa fer um okkur hér, þá minnist þið þess, að það er ykkur að kenna. Við þvoum hendur okk- ar. Að svo mæltu gekk hann í gegn- um hópinn og hásetarnir viku lotningarfullir til hliðar. Stýri- maðurin nsem hvíslað hafði hverju orði að skipstjóranum, þurrkaði sér um augun og gekk á eftir hon- , um. Báðir hurfu ofan í káetuna. Mikið var rifizt í hásetaklefan- um þennan dag og átti þó sam- komulaglð eftir að versna. Nú var úti um sátt og samlyndi. Allt var á tjá og tundri í háseta- I klefanum og hver kenndi öðrum BÓKBANDSVittNUSTOFAN BÓKFELL H.F. Hverfisgöíu 78. Hjá Bókfeíli er bókbandið bezt BÓKBANDSVINNUSTOFAN BÓKFELL H.F. H'verfisgötu 78. — Sími 1 98 25 og 1 19 06. t.................................... um ófarirnar. Það var ekki verandi þar lengur. Það hafði verið gert það sem En skipstjóranum og stýrimann- mum leið ágætlega. Það kom þeim ekki við þó að óánægja væri milli skipsliafnarinnar. Þeir' áttu enga sök á því. I En enginn hugði á breytingu. | hægt var, og skipstjórinn hafði j lofað skipshöfninni að ráða. i Nú urðu menn að halda sér í skefjum. Skipið lá á hættulegum stað, en þar varð það að liggja, og þar liggur það ennþá. 4 ENDIR RCA VICTOR NEW VISTA sjónvarpstæki Hin glæsilegu RCA VICTOR NEW VISTA amerísku sjónvarpstæki eru sniðin eftir nýjustu tízku livað útlit snertir. — Gæði RCA- sjónvarpstækjanna eru fyrir löngu viðurkennd af milljónum notenda, vegna cftirtalinna kosta: — Óvenju skýr og stöðug mynd. — Sérstaklega vandaður frágangur, sem byggist á áralangri reynslu í framleiðslu. — Óviðjafnknlegt útlit, ásamt fjölbreytni í lit- um og stærð. — RCA-sjónvarpstækin eru bæði fyrir ameríska og evrópska kerfið. — RCA-sjónvarpstækin eru væntanleg á næst- unni. — Kaupendur hafi samband við RCA-umboðið á íslandi. GEORG ÁMUNDASON & CO „ LAUGAVEGI 172, SÍMI 15485. i 1 >miuuiuii«iumiuuuuuuuuiiuuuuiiuiiiimiiiiiiiu«4iiiiiiiiiiiuuuiiiuiiiiiuiuiiiuiiiiuiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiininniiiiiimiiin«ii»Hmiiiiiiiintiiniiiiimiiimiiiiiiuiiiiiii ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. des. 1963 45 * , , -4* uiimiiiitkiiiiitikiiiiiiitlí'miimimiitiiilmimiimiimitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiuuiiuiuiuiiiiiiuiiiiiuiuuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiuiuiuii(uuiuu£<

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.