Alþýðublaðið - 31.12.1963, Qupperneq 5
tWWWMMWtWWMWMMMWWWWmMWIW>W»MWMWWWWMmwW4WimwiHWWi
nnisstæðustu
kur ársins
AlþýðublaSið hefur
lagrt eftirfarandi spurn.
ingu fyrir nokkra bók-
menntagag'nrýnendur
dagblaða í Reykjavík:
Hvaða bók er þér eftir-
minnilegust á árinu,
sem er að líða, og hvers
vegna? Svör þeirra fara
hér á eftir:
Það er efunarlaust,
að mér þykir Skólda-
tími eftir Halldór Kilj-
an Laxness sæta mest-
um tíðindum þeirra
bóka, sem út komu á
íslandi á árinu 1963. Til
þess tel ég gildar or-
sakir.
í Skáldatíma gerir
mikill og margfrægur
höfundur endurmat á
viðhorfi sínu til ein-
hverrar örlagamestu
stefnu og atburða í
samtíma sínum, og það
mat verður einnig mik-
il sjálfsgagnrýni. Upp-
gjör stórbrotins höfund
ar, sem úm langa tíð
hefur mótað skoðanir
margra manna með rit-
verk, sem ef til vill eru
um sínum, hlýtur að
sæta miklum tíðindum
hve sagan lofar góðu
um höfund sinn og
framtíð hans. Indriða
vegna og okkar allra
lesenda hans vona ég
að Land og synir reyn-
ist eftirminnilegust af
þessum sökum. En hver
er þá eftirminnilegasta
bókin í ór, sjálfrar sín
einnar vegna? Frómt
frá sagt held ég það
reynist hin nýja ís-
lenzka orðabók Menn-
ingarsjóðs. Eg á að
vísu eftir að kynnast
henni til gagns, en geri
mér beztu vonir um þá
viðkynningu, vona raun
ar líka að síðan fylgi
stærri, traustari og
fróðlegri orðabækur. í
og meiri en önnur rit-
betri áfangar í bók-
menntum.
Andrés Kristjánsson.
Ölafur Jónsson, gagn-
rýnandi Alþýðublaðs-
ins :
Eftirminnilegasta bók
ársins 1963 ? Ekki veit
ég hver sú mun reyn-
ats; satt að segja
finnst mér íslenzk bóka
útgáfa þetta blessað ár
einkum eftirtakanleg
fyrir það, hve fáskrúð-
ug hún er og hversu
mikið kemur út af ger-
samlega fáfengilegum
bókum. Víst mætti
nefna Skáldatíma, — en
mun sú bók reynast eft-
irminnileg til jafns við
skáldverk Halldórs Lax
ness? Eg held varla.
Nýr innlendur skáld-
skapur hefur reynzt fár
og fátæklegur. Mér lík-
ar að vísu vel hin nýja
saga Indriða G. Þor-
steinssonar, en einkum
kannski fyrir það, hve
traustleg eru vinnu-
brögð höfundarins og
eina þýdda bók, enda
nýlesna: Rómaveldi eft
ir Will Durant, í út
gáfu Menningarsjóðs-
Ég má ekki leggja dóm
á sannfræðigildi verks
ins í smáatriðum; og
ég býst við, að hagstof
um og efnahagsráðu-
neytum þyki lítill slæg
ur í því. En bókin er
litrík og lifandi og vel
upphafi var orðið, seg-
ir þar, og orðin eru til
alls fyrst. Það má lengi
gleðja sig yið orð, og í
orðabókum kynnist
maður þeim sem frum
efni. Þar eru þau að
vísu sneydd sprengi-
magni samhangandi
hugsunar (þótt sum
orð einstök starfi á við
djúpsprengjur), en líka
óflekkuð af vanmætti
hugsunarleysis og and-
legum bilbug. Eg held
að kynni við orð, orð,
orð geti orðið ánægju-
legri og eftirminni-
legri en mörg orða-
smíðin sem út kom
þetta árið. — Ö. J.
Bjarni Benediktsson,
gagnrýnandi lírjálsrar
þjóðar:
Því fer fjarri, að ég
liafi lesið allar umtals
verðar bækur sem hér
voru gefnar út árið
1963. Megnið af ís
lenzkum bókum er
hryggilegt samansóp,
og skyldu ekki nefndar
án blygðunar. En engin
bók úr þeim fiokki,
sem þó er unnt að tala
um, hefur reynzt mér
sérlega minnisstæð.
Jafnvel alvarlega ís
lenzka höfunda skortir
sýn og stærð; margir
þeirra skrifa að sönnu
merkilegan stíl, en iðu
lega er hann aðeins
vandað þak á veikurn
stoðum. Eins og sakir
standa man ég bezt
rituð og greinir með á-
takanlegum hætti frá
efni sem mér er einkar
hugstætt: djöfulskap
auðsins illsku valdsins.
„Enginn dauðlegur mað
ur getur verið í senn
almáttugur og heill á
geði“, segir þar um
einn rómverskan keis
ara — og mörg nýrri
dæmi um þau sannindi.
Helgi Sæmundsson,
gagnrýnandi Alþýðu
blaðsins:
„Tyrkjaránið" eftir
Jón ritstjóra Helgason.
— Af því • að ég vildi
helzt vera höfundur
þess af þeim bókum
ársins, sem ég hef enn
lesið.
Erlendur Jónsson,
gagnrýnandi Morgun
blaðsins:
Skáldatími Halldórs
Laxness er mér minnis
stæðastur þeirra bóka,
sem út kom á liðnu
ári. Ekki er það þó
Helgi
vegna frægðar höfund
arins. Þekkt höfundar
nafn lyftir engu verki,
sem stendur ekki undir
sér sjálft. Bókin varð
mér eftirminnileg
vegna þess eins, hve
góð hún er- Það er ó-
þarft að lýsa henni með
fleiri orðum.
Hins vegar spiilti
það ekki fyrir, að hún
Sigurður
Erlendur
kom mér skemmtilega
á óvart. Ég er gamall
aðdáandi Halídórs Lax-
ness. En síðustu bækur
hans höfðu valdið mér
vonbrigðum. Skálda
tími bætti fyrir þau.
Sigurður A. Magnússon
gagnrýnandi Morgun
blaðsins:
Af þeim fáu bókum,
sem mér hefur gefizt
tími til að lesa á þessu
ári, sem nú er senn lið
ið, er mér bók Krist
jáns Albertssonar um
Hannes Hafstein minn
isverðust, bæði vegna
þess, hve vel og iipur
lega hún er skrifuð, og
ekki síður vegna hins,
að þar eru höfð enda
skipti á öllum þeim við
teknu hugmyndum, sem
hér hafa haft hálípart
inn trúargildi í hálfa
öld.
Arni Bergmann,
gagnrýnandi Þjóðvilj
ans:
Skáldatími. Það er
stórmerkur viðburður
að Halldór gefur svo
nákvæma lýsingu á
sjálfum sér- Aldrei höf
um við áður haft jafn
ágæta möguleika til að j
kynnast kostum hans |
og göllum. Auk þess |
hafði ég gaman af því
hve miklu rúmi er var
ið til að ræða vandamál
ið Halldór og Sovétrík
in, ekki sízt vegna þess
að ég var í Moskvu á
þeim tíma þegar Sovét
menn voru sjálfir að
gera upp reikninga sina
yfir þetta timabil, bæði
á pólitískum og per-
sónulegum vettvangi.
Vegrta flutninga
verður verzlun okkar í Austurstræti
lokuð í nokkra daga
☆
Opnar aftur
eftir áramótin í húsakynnum Heklu h.f.
að Laugavegi 170—172-
HEKLA
Austurstræti.
Hið íslenzka preníarafélagj
óskar öllum meðlimum
sínum ;
Glebilegs nýárs -\
i.
Framtíðarstarf
Ungur áhugasamur maður, sem unnið getur sjálfstætt ogí
vill vinna sig upp í starfinu óskast á skrifstofu iðnfyrirtæk
is. Reynsla í öllum almennum skrifstofustörfum svo og stað
• góð bókhaldsþekking nauðsynleg. Upplýsingar um aldur,;
menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu 'blaðsins merkfí
„Sjálfstætt starf“ fyrir 15. janúar n.k.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál.
Verkafólk óskasf
*
Verfeafólk óskast til starfa í frystihús vort svcsj
og við fiskaðgerðir.
Mikil vinna — Húsnæði á staðnum.
Upplýsingar hjá -|
JÓNI GÍSLASYNI, símar 50165 og 50865-
Alþýðublaöið
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif-Í
enda í þessum hverfum:
Hverfisgötu
Lindargötu
Rauðarárholti
Laugateig
AfgreiSsIa A!fsý$igbla$sins
Sími 14 909
Álftamýri
Skjóíunum
Melimtun
Tjamargötu
ftMWWWMWWWIMtWIMWTOIiWMWMM* HWMMtWWWMMWMMWWWWiWMWW
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 31. des. 1963 $