Alþýðublaðið - 31.12.1963, Síða 16
Kópurinn Kobbi
Reykjavík, 30. des. — GO.
Við komusn á Hverfisgötu
23 C í Hafnarurði um hálftólf
leytið í morguíi, en þá var
matartími i þvottahúsinu. Á
matseðiinum var trosin síld,
þídd í þvottaskál og skorin í
smábita. Matnum átti svo að
renna niður með nýmjólk úr
tjamalli plastflösku undan
þvoitalegi.
Synd væri að segja, að
kostgaugari liússins tæki mat
sínum ineð þakklæti. Einn
maður þuríti að halda honum
og annar aö sæta lagi að koma
bitunum upp í hann þegar
hann opnaði munninn. Þetta
var ýmsum erf'iðleikum bund-
ið, einkum þeim, ao hinn van-
þakkláti matargestui var út-
settur með að bíta fóstra sinn
í höndina og ef biti lirökk upp
í 'hann, var honum samstundis
hrækt fram á gólf með fyrir-
litningarfræsi.
Kusígangarian á Hverfis-
götu 2S C er kallaður Kobbi
og er af kynl útsela. Hann er
ekki nema rfimlega tveggja
mánaða gamait og tæpur
metri á lengd. Hann hefur ein-
hvern vegitm vilist frá kæp-
unni, móður sinni, og skolað
upp í fjöru suður í Hafnar-
firði. Þar fékk hann heldur
óblíðar móttökur lijá æslculýð
bæjarins, sem grýtti liann og
barði með lurkum og steypu-
járni. Krakkarnir hefðu senni-
lega gengið að skepnunni
dauðri, ef Þormar Kristjáns-
son Iiefði ekki átt leið hjá.
Þetta var um hádegisbilið á
föstudaginn. Þormar bjárgaði
Kobba litla úr hersliöndum
og tók hann heiin með sér.
Þar var dekrað við liann á
baðherberginu fyrst í stað á
meðan hann var að ná sér
eftir meðferðina og Finnur
Guðmundsson (fuglafræðing-
ur) kom suður eftir að skoða
gripinn. Hann gat sér þess
til, að hér væri um útsel að
Kópnum Kobba gefin síld.
ræða og Iíklega kominn af
Álftanesi. Hann hefði að öll-
um líkindum dottið í sjóinn
fram af klöppum. Hann er
enn í hvítum feldi, en fær
ekki reglulegan selsfeld fyrr
en eftir svo sem 7 vikur, cn
þá og þá fyrst er óhætt að
sleppa honum í sjó.
Þegar Þormar fann kópinn
var hann búinn að fá lungna-
bólgu af volkinu og var held-
ur daufur fyrst í stað. í mat-
artímanum í gær var hann
hins vegar hinn sprækasti, —
barðist frækilega gegn mat
sínum og gerði heiðarlega til-
raun til að granda ljósmynd-
aranum okkar. Annars er
greyið allur aumur eftir með-
ferðina sem hann fékk í fjöru
Hafnfirðinga, virðist víða sár
*
Framh. á 4. siðu
44 árg. — Þriðjudagur 31. desember 1963 — 272. tbl.-
Ekkert samkomulag um bolfiskverð:
VERÐÁ
SILD ÁKVEÐIÐ
Með tilvísun til laga nr- 97/1961
hefur Verðlagsráð sjávarútvegsins
ákveðið eftirfarandi lágmarks-
verð á fersksíld veiddri við Suður-
og Vesturland, þ.e. frá Hornafirði
vestur urn að Rit- Verðin gilda fyr
ir tímabilið 1. janúar til febrúar-
Ioka 1964.
Síld til flökunar:
í súr, frystingu, salt eða aðr-
ar verkunaraðferðir
pr. kg... kr. 1.12
Verð þetta miðast við innvegið
magn, þ.e. síldina upp til hópa.
SUd, ísvarin til útflutnings í skip:
pr. kg... kr- 1.50
Verð þetta miðast við innvegið
magn, þ.e. síldina upp til hópa.
Síld til vinnslu í verksmiðjur
pr. kg... kr. 0-87
Síld til skepnufóðurs:
pr. kg... kr. 1.00
Verðin eru öll rhiðuð við, að
seljandi skili síldinni á'fliitnihgs*
tæki við hlið veiðskips.
Seljandi skal skila bræðslusiid
í verksmiðjuþró og greiði kauþ'-
andi kr- 0.03 í flutningsgjald frá
sklpshlið.
* Verðlágsráð sjávarútvegsins he£
ur í desember unnið að verðá-
kvörourr holfisks fyrir árið 1964.
Samkomulag nác!ist ekki um
verðið og hefur endanlegri verðá-
kvörðun því verið vísað til yfir-
nefndar samkvæmt ákvæðnum
laga um Verðlagsráð sjávarútvcgs"-
ins. — ;
Yfirnefndin hefur verið skipuð
og eiga eftirtaldir menn sæti í
henni:
Hákon Guðmundsson, hæsta-
réttarritari, sem er formaður nefnd
arinnar, skipaður af hæstarétti.
Aðrir nefndarmenn eru kosnir
Framb. ó 15. síða
Nýársfagnaður Alþýðuflokks
félaganna í Reykjavík
IMUHtUMMUUUMMMUMMUUVHWMWHHMWAMtUMMMMMMMMMMIMMMMMIMMW
GOÐAFOSS OG TVEIR
IBÁTAR SKEIVHVIDUST
NYARSFAGNAÐUR Alþýðu-
flokksfélaganna í Reykjavík verð-
ur haldinn í Leikhúskjallaranuni,
föstudaginn 19. janúar nk. kl. 8,30
eftir hádegi. Skemmtiatriði verða
nánar auglýst síðar.
Aðgöngumiða má panta klukk-
an 9-5 á skrifstofu Alþýðuflokks-
ins, símar 15020, 16724, strax eft-
ir áramót.
WMMMMMMWVWMMMMWa
Neskaupstað 30. des. — GO
Vélbáturinn Stefán Ben stór
<skemmdist í morgun, þegai- Goða
áoss sigldi á hann þar sem hann
Há austan við hafnargarðinn hér í
fCeskaupstað. Arniar bátur, Þrá
ntui, slitnaði frá bryggjunni og
iftak upp í fjöru. Hann skemmdist
Utið.
Goðafoss var að leggja að
hryggju, þegar þetta óhapp varð.
6AFU SJONVARP
Akranesi 30. des-H. Dan. ÁG
otarfsmenn Sementsverksmiðj
onnar lærðu sjúkrahúsinu hér
ajónvarp að gjöf á Þorláksmessu
Sáu þeir einnig um alla uppsetn
fcuigu þess. Það var Kristján Guð
mundsson, sem afhenti tækið fyr
-fir'hönd starfsmaunanna, en Páll
Gíslason yfirlæknir veitti því mót
Miku.
Hann sigldi á stjórnborðshlið
Stefáns Ben á móts við stýrishús
ið og mölbraut síðuna- Einnig
brotnaði brúarvængurinn. Stefán
kastaðist til við liöggið og sleit
landfestar, með þeim afleiðingum
að hann lenti á Þránj sem einnig
sleit sínar festar og rak upp.
Goðafoss skaddaðist mikið á
stefni, er bæði dældaður og rifinn
Skemmdirnar á Stefáni eru
svo miklar, að vafasamt er hvort
hann kemst á sjó fyrr en seinni
partinn í vetur. Hann er einn
þriggja báta, sem gera átti út írá
Neskaupstað í vetur og er tjónið
því tilfinnanlegt fyrir atvinnulíf
ið í kaupstaðnum. Skipstjóri á
Stefáni Ben er ísak Valdimarsson,
23ja ára gamall maður, sem nýtek
inn er við skipinu. Hann hafði
farið einn róður það sem af er
vetri.
Bryggjan er óskemmd eftir á
reksturinn.
I Vestmannaeyjum eru all-
ar götur svartar af sóti, og
Eyjabúar eiga í erfiðleikum
með drykkjarvatn sitt. Þessi
mynd var tekin í Eyjum í
gær þar sem ljósmyndari
blaðsins hittl kisu á förn-
um vegi og tók mynd af
henni til að lífga upp á allt
sótið. Má greinilega sjá sót
flekkina á gangstéttinni. —
(Ljósm. J. Vilberg).