Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.08.1961, Síða 7

Verkamaðurinn - 11.08.1961, Síða 7
Föstudagur 11. ágúst 1961 VERKAMAÐURINN 7 Kringsjn vikunnnr Messað í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. í kapell- unni. Sálmar nr.: 572, 207, 675 og 218. — Ræðutexti: Matt. 6. 9,—13. — B.O.B. Frá Ferðafélagi Akureyrar. — Ferð að Þeistareykjum á morgun (laugardag) kl. 2 e. h. Gist á Þeistareykjum. A sunnudag ekið til Mývatns um Gæsadal og Sandabrekku. — 18.—20. ágúst: Ferð í Iivannalindir. Ekið um Möðrudal, Arnardal, Álftadal og Fagradal. Lagt af stað kl. 8 f. h. föstudaginn 18. — Nánari upp- lýsingar á skrifstofu félagsins, Skipagötu 12, sími 2720 á mið- vikudags- og fimmtudagskvöld, kl. 8—10. — Árbók F. í. afgreidd á sama tíma. I. deild. Á sunnudaginn kl. 5 e. h. keppa Valur og ÍBA á Akur- eyri. Þetta verður næstsíðasti leikur Akureyrarliðsins í keppn- inni. Sá síðasti verður um aðra helgi. Þá koma Akurnesingar nórður. Frá happdrœtti STAK. — Hinir 12 glæsilegu vinningar verða tíl sýnis næstu daga í sýningarglugga Véla- og raftækjasölunnar h.f., Hafnarstræti 100. — Happdrætt- ismiðar eru til sölu þar, í Sport- vöruverzlun Brynjólfs Sveinsson- ar og á bæjarskrifstofunum og kosta kr. 25. — Dregið 29. ágúst n.k. — Aðeins dregið úr seldum miðum. — Starfsmannafélag Ak- ureyrarbæjar. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Björk Árna- dóttir úr Skagafirði og Sigurður Vatnsdal, prentari, POB. Hjúskapur. Þann 4. ágúst voru gefin saman í hjónaband brúð- hjónin ungfrú Elín Hafdís Ing- ólfsdóttir, tannsmiður og Andrés Sverrir Ingólfsson, hljóðfæraleik- ari. Heimili þeirra er að Sólheim- um 23, Rvík. — Sama dag, brúð- hjónin ungfrú Guðrún Zophoní- asdóttir og Þórhallur Jónsson, verkamaður, Hafnarstræti 20, Ak- ureyri og 5. ágúst brúðhjónin ungfrú Heba Ásgrímsdóttir, ljós- móðir og Hallgrímur Skaftason, skipasmiður, Norðurgötu 53, Ak. Margvísleg er vitleysan Höfnm við efni ;t að grefa síld Síldveiðarnar hafa gengið bet- ur í sumar en verið hefur um fjölda ára. Það er ekki aðeins hagur fyrir alla þá mörgu ein- staklinga, sem að veiði síldarinn- ar og vinnslu vinna, heldur og ekki síður fyrir þjóðarbúið í heild. Þjóðartekjurnar stórauk- ast. „Fallegt þegar vel veiðist,“ sagði bóndinn á Hvítárvöllum og átti þá við laxveiðina í Hvítá. Séð af sama sjónarhól mætti segja: Það er fallegt á íslandi, þegar vel veiðist af síld. En svo mikil er óstjórnin á landi hér, að síldaraflinn er ekki nytjaður sem skyldi, ekki gerður að því verðmæti, sem framast er hægt. Skammsýni hefur valdið því, að niðursuðu- og niðurlagningar- verksmiðjur fyrir síld eru hér að kalla óþekkt fyrirbæri. Ur því verður ekki bætt á fáum dögum, en þarf og verður að gerast. Að kalla allur aflinn er ýmist saltaður eða unninn í verksmiðj- um, sem breyta síldinni í mjöl og lýsi. Saltaða síldin er miklu meira verðmæti. Samt er fyrirhyggju- leysi Síldarútvegsnefndar svo mikið, að hún lætur stöðva sölt- un, þegar búið er að salta upp í fyrirfram gerða samninga. Rétt eins og óhugsandi sé að selja síld- ina eftir að hún er komin í tunn- ur og kaupendur þurfa ekki að vera í neinum vafa um, hvort þeir fái þá vöru, sem þeir vilja kaupa eða ekki. Einstakir síldarsaltendur vildu halda áfram að salta á eigin á- byrgð, en Síldarútvegsnefnd hef- ur að mestu komið í veg fyrir það með því að hafa ekki tunnur á boðstólum, en Nefndin hefur einkarétt á innflutningi þeirra. Alveg er víst, að með þessari ráðsmennsku skaðast þjóðin um stórfé. En með þessu er ekki allt upp- talið. Síldin hefur undanfarið aflast fyrir austan land. Síldarverk- smiðjurnar á Austfjörðum eru flestar litlar og hafa hvergi nærri undan að vinna úr þeirri síld, sem að þeim berst. En heildaraf- kastageta síldar- og fiskimjöls- verksmiðja í landinu er mikil, og margar þeirra standa lítt notaðar eða jafnvel alveg ónotaðar. Það þarf að flytja síldina að austan til þessara verksmiðja. Lítillega hefur verið byrjað á þessu, og það voru verksmiðjurnar í Krossanesi og á Hjalteyri, sem þar riðu á vaðið. En til þess að þetta gangi vel þarf allmörg og nokkuð stór skip. Til eru í landinu nóg skip til að annast þessa flutninga, því að nærri helmingur af togaraflotan- um liggur í höfn ónotaður. Heppi- legri skip til síldarflutninga munu vandfundin. En í stað þess að taka togarana í þessa flutninga og láta þá vinna fyrir sér, láta síldarverksmiðj- urnar hafa síld til að vinna úr og auka atvinnu og tekjur í landinu, þá er síldin seld Norðmönnum ó- unnin, flutt til Noregs og unnin í verksmiðjum þar. Norðmenn hafa stórtekjur af þessum flutningum og vinnslu síldarinnar heima hjá sér. Víst eru frændur vorir í Nor- egi alls góðs maklegir, en er þetta samt ekki heldur léleg stjórnvizka. Eða höfum við efni á því á sama tíma og stjórnarvöld landsins prédika það, að allt sé að fara til helvítis í þessu landi nema þrengt sé á sultarólinni, að veita slíkar gjafir? Nei, við höfum ekki efni á að gefa slíkar gjafir á meðan lífs- kjörum alþýðu er haldið niðii með ofbeldi. Við höfum ekki efni á að láta söltunarhœfa síld ósaltaða sé vinnuafl fyrir hendi til að koma henni í tunnur. Verkamaðurinn VIKUBLAÐ. — Útgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Afþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. — Skrifstofa blaðsins er í Hafn- arstr. 88, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.), heima- sími 2654, og Hjafti Kristgeirsson, heimasími 2158. — Áskriftarverð kr. 80.00 ár- gangurinn. — Lausasöluverð kr. 2.00 eintakið. — Blaðið kemur að jafnaði út a föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar hf., Akureyri. Við höfum ekki efni á að láta síldarverksmiðjur standa ónotað- ar á meðan hœgt er að fá síld lil vinnslu. Það á að salta alla þá síld, sem hœgt er að salta, og það á að vinna í íslenzkum síldarverk- smiðjum alla þá síld, sem ekki er hœgt að salta. mmjjmwmmmmmwmji Afmælis- happdrætti Þjoðviljans TILKVNHINC Matvæli, sem geymd. eru á frystihúsi voru UTAN HÓLFA, verða að vera tekin fyrir 20. ágúst næstkomandi. — Eftir þann tíma verður geymsluklefinn frostlaus vegna hreingerningar fyrir sláturtíð. Frystihús KEÁ. Aílaskýrsla Norðaust- urþings Á laugardagskvöldið var heild- arafli síldveiðiskipa úr Norðaust- urþingi orðinn sem hér segir; tal- ið í málum og tunnum: Akraborg, Akureyri 8871 Áskell, Grenivík 10214 Baldur, Dalvík 10665 Baldvin Þorv., Dalvík 8043 Bjarmi, Dalvík 9575 Björgvin, Dalvík 9216 Einar Þveræingur, Ólafsf. 2630 Garðar, Rauðuvík 5254 Guðbjörg, Ólafsfirði 13211 Gunnólfur, Ólafsfirði 994 Gylfi, Rauðuvík, 4588 Gylfi II, Akureyri 7208 Hagbarður, Húsavík 4250 Hannes Hafstein, Dalvík 4318 Héðinn, Húsavík 10016 Ilelga, Húsavík 5418 Helgi Flóv., Húsavík 7697 Hrefna, Akureyri 3045 Júlíus Björnsson, Dalvík 3517 Ólafur Bekkur, Ólafsf. 7649 Ólafur Magnússon, Ak. 15777 Pétur Jónsson, Húsavík 10891 Sigurður Bjarnason, Ak. 10076 Smári, Húsavík 8265 Snæfell, Akureyri 12780 Stefán Þór, Húsavík 6629 Stígandi, Ólafsfirði 2116 Súlan, Akureyri 6649 Sæþór, Ólafsfirði 9664 Vörður, Grenivík 7462 Þorl. Rögnvaldsson, Ól. 3600 Ljósmynda- vörur í fjöibreyttu úrvoli, meðal annars sjólfvirkar myndavélar. GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR og PÉTUR Brckkugötu 5 . Sími 1524. Akureyri. Hver miði er tvöfaldur happ- drættismiði. Dregið hefur verið fyrirfram um 500 vinninga að upphæð samtals hálf milljón kr. Kaupandi getur strax athugað, hvort hann hefur hlotið einhvern þessara vinninga. Það er dregið fjórum sinnum um Volkswagen-bifreið í hvert skipti. Athugið að varðveita miðana, þótt þið hafið ekki hlotið auka- vinning. Það er von í Volkswagen. Hver miði kostar 50 kr. — Heil blokk, miðar fyrir alla útdrætti, kostar 200 krónur. Aðalumboð fyrir Norðurland er á afgreiðslu Verkamannsins í Hafnarstræti 88 á Akureyri. Sími1516. Umboðsmaður í Fnjóskadal er Páll Gunnlaugsson, Veisuseli. Umboðsmenn á Húsavík eru Kristján Jónasson, Garðarsbr. 38 og Sigfús Björnsson, Ásgarðsvegi 14. Umboðsmenn á Raufarhöfn eru Jónína Geirmundsdóttir og Einar Borgfjörð. Afmælishappdrœtti Þjóðviljans

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.