Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.09.1963, Side 4

Verkamaðurinn - 06.09.1963, Side 4
Þar sem menn loka húsum Það gerist víðar og víðar, að dyrum húsanna er lokað í dreif- býlinu og menn ganga slyppir frá jörðunum, því enginn vill kaupa. Mig langar að leiða les- anda á einar þær stöðvar, þar sem allmjög ber á slíkri öfug- þróun. Ef við ökum frá Þórshöfn á Langanesi, austur yfir Brekkna- heiði (áður Helkunduheiði), förum við yfir sýslumörk Norð- ur-Þingeyjarsýslu og Norður- Múlasýslu. Af austurbrún heið- arinnar blasir við flói mikill: Bakkaflói, er markast af Langa- nesfonti að norðan og Digra- nesi að austan. Inn í strandlengju þá hina miklu, er liggur sunnan að fló- anum, skerast þrír firðir, nyrzt Finnafjörður, þá Miðfjörður og austast Bakkafjörður. Strandlengja þessi hefur frá fornu heitið Norðurströnd, en nú síðustu áratugi gengið undir nafninu Langanesströnd. Sveit þessi er sérstakur hrepp- ur, Skeggjastaðahreppur, og eru hér norðurmörk hans, en austur- mörk liggja á Sandvíkurheiði, er skilur Strönd og Vopnafjörð. „Austan við Langanes eru Langanesstrendur, þar er fiski- sælt á sumrin.“ Þessi klausa stóð í landafræði okkar fyrri, og hefur valdið þeim tvöfalda misskilningi, að sveitin héti Langanesströnd, og sé aust- an við eða jafnvel austan á Langanesi. Hitt er rétt, eða a. m. k. var rétt: „Þar er fiskisælt á sumrin“. Hér mun því jafnan hafa verið allgott undir bú, því flestir bændur reru til fiskjar með landbúnaði og juku þannig matbjörg sína, en stutt var á • mið, er gaf. En þessi svæði urðu fyrir ránveiði eins og fleiri, og því dró mjög úr afla á grunn- miðum á löngu tímabili eftir fyrra stríð, og hefur vart komizt í hið eldra horf enn, þrátt fyrir friðun. Annað, sem stuðlaði að sæmi- legri afkomu var afburðagóð fjörubeit fyrir sauðfé, ef ekki voru ísar. Var því fé yfirleitt létt á fóðrum, enda oft snjólétt á vetrum, og beitilönd eru víðast góð. Þetta kom sér vel, því hér „sumrar seint á stundum". Norð- austanáttin er rík og kaldlynd, úthagar spruttu illa, engjahey- skapur því seintekinn og ræktun lengst af lítil. Þar við bætist, að sveitin liggur í norðurkanti hinnar alræmdu Austfjarðaþoku. Eru því óþurrkar tíðir. Fóður- öflun var því mjög erfið áður en ræktun kom til. Þótti vel sett á vetur, ef heybaggi var til á kind. Sem við erum stödd á austur- brún Brekknaheiðar, höfum við á vinstri hönd fjallaklasa mikinn, er gengur út austanvert Langa- nes, allt til það þverbeygir í aust- ur. Þetta eru hrikafjöll, stand- brött í sjó, skorin sundur af þröngum skörðum. Fjallklasinn veitir Ströndinni skjól í norðan- átt, en rænir hana einnig dýrð miðnætursólar um stund á vor- nóttum, því miður. Syðsti hluti fjallanna hefur um langt bil verið kallaður Gunnólfsvíkurfjall, en hét til forna Gunnólfsfell. Svo segir í Landnámu: „Gunnólfur kroppa hét maður, sonur Þóris hauknefs hersis, hann nam Gunnólfsvík og Gunn- ólfsfell og Langanes allt fyrir utan Helkunduheiði og bjó í Fagravík“. Þar segir enn: „Finni hét maður, er nam Finnafjörð og Viðfjörð.“ (Nú Miðfjörð). Og enn segir Landnáma: „Hróð- geir hinn hvíti Hrappsson, nam Sandvík fyrir norðan Digranes, allt til Viðfjarðar og bjó á Skeggj astöðum.“ Þetta hefur Landnámabók að segja um frumbyggð sveitarinn- ar. Þeir hafa haft landrými nóg í fyrstu, þessir þrír. Ekki er mér kunnugt um bæinn Fagravík, en Fagranes þekkja allir. Hér hafa enn orðið nafnbreytingar: Við- fjörður verður Miðfjörður og er eðlileg þróun. Sandvík er enn þekkt sem innhluti Bakkafjarðar, s.b. Sandvíkurheiði þar innaf. Við sjáum hér af heiðarbrún- inni yfir alla sveitina, langa, vog- skorna sjávarströnd og nokkuð mikið undirlendi, einkum mið- svæðis. Þá taka við ávalir, bungumyndaðir hálsar og lágar hæðir inn til landsins, allt inn- undir Hólsfjöll. Kistufjöll marka þar þverlínu í bláu við sjón- deildarhring og tveir fjallahnúk- ar hefjast upp af hálendinu og sjást víða að. Þetta eru Hágang- ar, ytri og syðri, falleg fjöll, sem oft falda hvítu. Eftir að hafa skyggnzt svo vel um af brún Helkunduheiðar, er bezt að aka austur þjóðveginn og kynnast byggðinni nánar. Við komum fyrst að bæ Gunm ólfs kroppu, Gunnólfsvík. Bær- inn stendur skjóllega sunnanund- ir enda Gunnólfsfells og er all- hrikalegt upp að líta. Þetta er stór jörð og var oft vel setin, með gagn af sjó og landi. Vísir að sjávarþorpi myndaðist niðri á fjörubakkanum og kallaðist Bakkinn. Þaðan hefur án efa lengi verið stunduð útgerð, en tvö býli stóðu þar framundir síð- ara stríð, og Færeyingar voru þar fjölmennir hvert sumar. Margri skútunni þótti og gott að hleypa þar inn í norðan og norð- austan áföllum. Nú er þetta allt í eyði og tómi. Nýbyggt hús stendur lokað og mannlaust á landnámsjörðinni og tún í órækt. Þarna eru þó góð lífsskilyrði. Lending ágæt og velvarin fyrir úthafsöldu, skammt á mið og fiskivon. Hér ætti að gera bryggju, byggja hús og róa á sjó. Kannske koma þeir tímar. Við ökum yfir ána Geysirófu, litla og káta, á leið sinni ofan úr heiðinni út í víkina. Á eystri bakka hennar stendur lítið stein- hús á lágum mel, en mannlaust. Gunnólfsvíkurfjall (Gunn- ólfsfell). Það ver sveitina fyrir norðanótt. Yzt á þessum fjallarana er önn- ur „vörn". A Heiðarfjalli sitja kanar og skyggja hönd fyrir augu i austur. Mynd H.K.S. Býlið var kallað Urðarsel og hér fæddist Bóni prins. (Sjá sögu Kiljans, Napóleon Bónaparti.) Þegar rómantíkin tók að grass- era með þjóðinni og steinsteyp- an, andstæða hennar, kom íil sögu, var byggt upp í Urðarseli og nafnið Sóleyjarvellir fest við býlið, enda mun það hið upphaf- lega. En það dugði ekki til, jörð- in er í eyði. Við ökum fyrir ofurlítinn múla, framhjá Bolabás og erum komin að Felli. Smyrlaféll hét það og var vel setið, enda góð jörð. Nú búa þar feðgar tveir, einir, og fagur hópur er floginn úr því hreiðri til annarra lands- hluta. Rétt er að stoppa aðeins hjá næsta vatnsfalli, Finnafjarðará. verðan gerist stutt en fagurt æf- intýr í byggðasögu sveitarinnar, sem vert er að minnast: Á þriðja tug aldarinnar byggðu barnmörg hjón sér býli hér í landi Saurbæjar og kölluðu Hafnir. Þetta voru atorkuhjón og börnin einstakt efnisfólk. Þetta býli varð þekkt fyrir starf- semi og snyrtimennsku. Synirnir komu upp farsælli útgerð þaðan, og faðirinn ræktaði tún. Kraftur, æskugleði, músik og gestaglaum- ur einkenndi hér allt meðan það var. En margt af því, sem óx og dafnaði á þriðja tugi aldar okk- ar, skolaðist burt og sökk í lok hins fjórða og í upphafi hins fimmta. Saga Hafna er öll og fjölskyldan dreifð um landið, Sóleyjavallahúsið. Lokað, mannlaust. Um þessa á var eitt sinn kveð- in vísa, sem ekki má gleymast, sökum frumleika: Finnafjarðará er ljót — byssu-skalla-rana. — Ég vildi ég ætti mér orf og Ijá — þá skyldi ég höggv-ana niður í strá — og fara svona með hana. Lax finnst í ánni og á nyrðri bakka ofan við ósinn mótar fyrir fjárborg frá Felli. Fjaran hér var góð og kölluð átjánviknafjara. Það nafn hefur hún hlotið á hörðum vetri, er þari hennar bjargaði sauðkindinni. Næsti bær heitir Saurbær. Við getum áð við Saurbæjará. Á nyrðri bakka hennar stendur ný- legt og gott steinhús, mannlaust. Ræktun er hér og landkostir, en ekki mannlíf. Skammt frá eru rústir annars býlis, Stekkur hét það og fóstraði dætur fagrar milli heimsstyrjaldanna tveggja. Spyrjið nú eftir fj ölskyldunni í Húsavík norður. Austan ár er þó enn vel búið, en Saurbær var þéttar setinn áður. Nú verður nes langt á vinstri hönd, Miðfjarðarnes — tangi, er skiptir Mið- og Finnafirði. Um miðjan þennan tanga norðam brautryðjandinn genginn til náða og eyðingin jafnar yfir sporin. En lagið „Æskuminning“ á rætur hér. Höfundur þess, Ágúst Pétursson er eitt þessara systkina. En áfram austur yfir nesið, þar ökum við með tvö býli á vinstri, Miðfjarðarnesin, mynd- arbúskapur þar. Inn með Mið- firði að norðan og stöðvumst við Miðfjarðará. Hér er nógur lax, ef maður mætti renna. Rétt ofan við brúna, sem við förum yfir, má sjá leifar eldri brúar, sem byggð var í sumarblíðu, þegar áin var í steinum og Verk- fræðingurinn trúði ekki heima- mönnum. Þetta var ekkert vatns- fall. Hann sá ekki aðdragand- ann, vissi ekki vorleysingu, var of lærður til að trúa bændakurf- um, hét Jón Þorláksson. Brúin fór vorið eftir. En hér var þörf að brúa. Vitað er um 26 manns, sem áin hefur banað. Rétt innan við brúna er býlið Miðfjarðarnessel, státar af mesta æðarvarpi sveitarinnar í eyrar oddanum undan Svartabakka. Áðrur tvíbýli, nú eitt. Áfram vegleysu inn með á að norðan- 4) Verkamaðurinn Föstudagur 6. scptcmber 1963 Fró höfninni. — Bakkfirðingar byrja ungir að stunda sjó. Kannske fxr þessi hókarl í dag. Þeir hafa drepið morgan góðan þar — og kunna að verko hann vel. Þarna stendur rúst bæjarins Kverkártungu. Hann var í byggð fram undir stríð. En það gleym- ist ekki þetta nafn. Tvennt kem- ur til: Hér fæddist Magnús Stefánsson,.skáldanafn Orn Arn- arson. Faðir hans drukknaði í Kverkárósum frá harnahópnum sínum. En sveitin man skáldið. Annað, sem heldur uppi nafni þessa eyðibýlis er, að þar á nú forláta draugur 100 ára afmæli. Tungu-Brestur er frægasti draug- ur þessarar sveitar og eyddi þetta býli um stund við upphaf sitt um 1860. Hann hefur verið við lýði og í fullu fjöri fram undir þetta, enda 100 ár ekki hár draugsaldur. Síðasta ábú- anda var hann tryggur fylgi- nautur og átti vinsamlega sam- húð við fjölskylduna. (Sjá Þjóðs. Ólafs Davíðssonar um upphaf Tungu-Brests.) Niður- undan bænum er Fálkafoss. Þar hrannast lax Miðfjarðarár við torfæru. Þess vegna gengur eyði- býlið kaupum og sölum og hækkar í verði, hvað sem draug- um líður, enda má víst rekja sögu eyðibýla nútímans til öllu háskalegri drauga og tillitslaus- ari en Brestur var. En aftur út til sjávar, og yfir hrúna á þessari góðu laxá. Æð- arvarpið er einnig hér á austur- bakkanum. Miðfjörður er stór jörð. Voru þar lengstum fjórir og fimm bændur. Nú eru þeir tveir. Og æðarfuglinn vaggar sér á bárunum. Næst skiptir Hölkná jörðum, og í hana rennum við fyrir bleikju. Djúpilækur heitir jörðin austan hennar, með víðlend og frjósöm ræktarlönd og gnægð fjörubeitar. En húsið er lokað. Djúpilækur er nú í raun og veru í eyði. Það er nýbýlið Bjarma- land, sem blóinstrar. Mun þá hið gamla nafn týnast? Hér er rétt að staldra við og athuga jarðfræðilegt fyrirbæri, sem er sérstakt fyrir mið- og norðurhluta þessarar sveitar. Það er svokallaður jarðbakki, sem gengur eftir henni endi- langri, mismunandi langt frá nú- verandi sjávarmáli, mest um einn kílómeter. Þetta er fornt fjöru- borð, því skeljar og kuðungar koma þar upp, þegar grafið er. Inn til landsins standa þrjú býli í túni. Jörð sú hét til skamms tíma Gunnarsstaðir, en það nafn er ekki lengur til. Ungu býlin hlutu nú nöfn að kröfu ný- býlasjóðs. Atriði, sem þyrfti að taka til nánari yfirvegunar. Yfir Djúpalækinn, og við er- um komin í Þorvaldsstaði. Góð jörð og víðlend. Áður margbýlt. Nú er þar einn bóndi. Hér kem- ur Orn skáld enn við sögu. Hann ólst hér upp. Þá kemur næst prestssetrið Skeggj astaðir. Ágæt jörð og all- vel setin. Þar er rétt að staldra við og athuga 118 ára gamla kirkju, sem verið hefur með í sorg og gleði sóknarbarna sinna og vakir enn yfir þeim lífs og liðnum. Kirkju þessa lét reisa 1845, þáverandi sóknarprestur, séra Hóseas Árnason, merkis- klerkur mesti. Yfirsmiður er mér tjáð, að hafi verið Guðjón Jóns- son frá Akureyri. (Hörður Ágústsson telur þó að höfundur kirkjunnar sé enginn annar en timburmeistari Ölafur Briem á Grund). Kirkjan er timburkirkja í þeirra tíma stíl, látlaus bygging og fögur í einfaldleik sínum. Einhverjar endurbætur voru gerðar á henni fyrir síðustu alda- mót, þó án ytri og innri stílsrösk- unar. Síðastliðið ár var svo lokið gagngerðri endurbót á kirkj- unni, meðal annars var grunni lyft um hálfan meter, gluggar og fúinn viður endurnýjaður. Einn- ig var reist við hana viðbygging með turni og reynt eftir föngum að samræma hana gerð gamla hússins. Um það segir Hörður Ágústsson svo í Birtingi, 2. hefti 1963: „Séra Sigmar hefur einmitt á þessu ári staðið í fjár- frekum framkvæmdum kirkjunni til góða. Sú viðreisn hefur á flestan hátt tekizt vel, nema hvað stöpull, sem klofvega húkir á hliðarbyggingu eins og sending frá Ægissíðu í Reykjavík, orkar mjög tvímælis.“ í þessari viðbyggingu er for- kirkja og skrúðhús og undir kjallari fyrir hitunartæki. Bjarni Ölafsson húsasmíðameistari gerði teikninguna og sá um smíði. Leysti hann verk sitt vel af hendi. Frú Gréta og Jón Björnsson sáu um málningu og skreytingu alla, m. a. vann Gréta að því að skíra upp myndir og skrautverk á predikunarstól, sem talinn er vera frá 18. öld. Við förum yfir Staðará og sjá- um fallegan foss til hægri, Draugafoss heitir hann, — til athugunar fyrir Eimskip. — Spölkorn austar er Bakkaá, hvorug mikið vatnsfall eða sil- ungsríkt en gátu verið slæmir farartálmar áður en brýr komu. Hér inn til landsins eru tvö býli, Dalhús, enn í byggð, og Nýibær, áður Jónsstaðir, í eyði. Næsti bær með sjó er Bakki, stór jörð og góð, áður mj ög setin ábúend- um, nú er þar tvíbýli aðeins. Bakki mun lifa í sögu þó dulbúið sé. Þar bjó Þórarinn ríki, afi Gunnars Gunnarssonar rithöf- undar, og gerði hann þennan afa sinn ódauðlegan undir nafninu Ketilbjörn á Knerri, í stórverki sínu Fjallkirkjan. Þáttur Frans- manna í lífi Ströndunga er þar nokkuð skýrður og persónuein- kennum manns munu sjaldan hafa verið gerð betri skil en í hinni hrjúfu hláturmynd af Þór- arni á Bakka undir nafni Ketil- bj arnar. Þá höldum við næst í kaup- stað. Höfn við Bakkafj örð er eitt af minnstu sjávarþorpum á ís- landi, íbúar eru fáir og dauft um að litast. Þó hefur þarna lengi verið útgerð og fiskverkun á sumrin og var staðurinn mjög sóttur af Sunnlendingum um tíma, er nýttu fiskimiðin þarna á milli vertíða á Suðurlandi og blönduðu jafnvel blóði við „inn- fædda“. Eins var þarna mikill fjöldi Færeyinga um langt ára- bil. Einnig þeir skildu eftir leift- ur kvöldstunda í augum heima- manna. Utgerð á Höfn öðlaðist ný og betri skilyrði við tilkomu frumstæðrar hafnar og síldar- og beinaverksmiðja sem þarna hef- ur verið reist, eykur atvinnu- vonir á sumur. Nokkur síldar- söltun er þar einnig. Hafnar- stæði er annars mjög erfitt hér, aðeins smábátar hafa verið gerð- ir út til fiskveiða og varð að setja þá upp háan bakka undan vetri og veðrum. Nú í sumar eru þó gerðir út héðan tveir „mótor- bátar“, sem verða þó að leggja upp afla sinn á Vopnafirði og flytjast til fjarlægari staða í vetrarlægi. Á Bakkafirði var löngum reimt. Alþekkt er sagan um beinakastið í Höfn, og til- komumikið þótti, er Viðvíkur- Lalli, Skála-Stubbur og Tungu- Brestur höfðu þar hrindingamót á bakkanum. En þorpið er í vexti, og með aukinni aðstoð fj árveitingavalds mætti skapa þarna þægilegt at- hafnasvæði, því fiskimiðin eru rík og staðurinn liggur mjög vel við til móttöku síldar, sem oft fyllir Bakkaflóa undir haust. Hér áður mátti stundum sjá ljóshöf mikil, er líða tók á og skyggja. Þá kom flotinn inn fyrir Langa- nesið til veiða. Þessi svæði skreyttu einnig hvít segl og barkarlituð, Fransmenn og Fær- eyingar þekktu auðlegð mið- anna og sóttu þau á skútum sín- um. Verzlunar- og vináttubönd voru tengd, og einangrun út- skagans rofin að nokkru. Beina- kex, síróp og „blámaður“ bættu í munni ungum og öldnum. Ein- staka sinnum komu rauðvíns- tunnur á stokka, jafnvel eitthvað sterkara. Og lágvaxinn, snöfur- legur Fransmaður kann enn að þekkjast í fasi og framgangi Bakkfirðings. En hér er um for- tíð að ræða. Sagan um það, sem var. Við höldum áfram unz lág- lendið þrýtur. Þar heitir bær Steintún, og er í byggð. Litlu utar kemur Landsendi og skartar vita. Þá taka við Viðvíkurbjörg, Digranesið. En sveitin er ekki þrotin á Landsenda. Inn í Digra- nesið skerst vík ein, ekki mikil, og heitir Viðvík. Inn af er dal- skora mjó. Bær er í víkinni, sam- nefndur henni, byggður mannlífi framundir síðasta stríð. Hér var Framhald á 7. síðu. sínum og kveðja Uppkeyrslan af bryggjunni í Höfn. Leiðin er brött og kemur i krappan boga fyrir óttræð hús. Skeggjastaðakirkja eftir breytingu 1962. ^östudagur 6. september 1963 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.