Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.01.1968, Side 2

Verkamaðurinn - 12.01.1968, Side 2
Kjör og afkoma íslenzkra s jómanna FISKVERÐ VERÐUR AÐ STÓRHÆKKA Meginatriðið i öilu þvi, sem gert verður er að tiskverðið verði stór- hækkað. Við verðum oð vera vel ó verði sjómenn, að ekki verði komið aftan að okkur einu sinni enn og útgerðinni veitt aðstoð AN þess að hún komi from i fiskverðinu. Við vitum oð útgerðin er engu betur stæð en sjómenn til að taka á sig auknar byrðar, en það er engin lækning sjóanleg, meðan út- gerðarmenn (sbr. aðalfund L. I. U.) halda að þeir geti sótt það, sem ó vantar fullnægjandi afkomu, í vasa sjómanna og þessum tveimur aðilum er haldið sem óvinum, í stað þess að snúa bökum saman til sóknar og varnar sameiginlegum hagsmunum. Það verður að skopa rekstrar- grundvöll, sem geri hvort tveggja, að tryggja góða afkomu sjómanna og eðlilegan arð og fjórmunamynd- un af atvinnutækjunum. Þetta er aðeins hægt með stórhækkuðu fisk- verði. VERÐLAGNINGIN BYGGÐ Á RÖNGUM FORSENDUM Fiskverðið er allof lógt og er búið að vera það I mörg ór. Það hefur bygg'zt ó þeim RÖNGU forsendum að taka ALLAN iðnaðinn, frystihús og verksmiðjur, sem starfa aðeins hluta úr óri, til viðmiðunar um rekstrargrundvöllinn. Við ókvörðun álagningar kaupmanna ber skv. lögum að miða eingöngu við vsl rekin fyrirtæki. En ákvörðun fisk- verðsins verkar sem samkeppnis- hömlur, kemur í veg fyrir að illa rekin fyrirtæki heltist úr lestinni, og hin vel reknu blómgist. Og hið lága fiskverð eykur vandann ár frá ári. Það á að gera kleift að halda allri súpunni uppi, en við það spretta enn upp nýjar vinnslustöðvar, hin stjórn- Níðari liliiti viðtals við Pál Gnðmndss. lausa fjárfesting vex ár frá ári og kallar enn á lækkun fiskverðsins og svo koll af kolli. Þetta er vítahringur, sem verður að rjúfa og það verður að höggva á hnútinn. Hækkun fiskverðsins er lífsspursmál fyrir sjómenn og útgerð- armenn og þjóðina alla. MEIRI VERÐMISMUN EFTIR GÆÐUM Og ein höfuðástæðan fyrir lélegri nýtingu sjávarafurða okkar er ónóg- ur verðmismunur eftir gæðum. Af- koman hefur orðið að byggjast á því að moka sem mestu upp, þ. e. a. s. að leggja höfuðáherzlu á lé- legan fisk. Þetta leiðir svo til óeðli- legs álags á fiskistofnana, er t. d. höfuðorsökin fyrir vaxandi misnotk- un þorskanetanna. STÖÐVUM HINA STJÓRNLAUSU FJÁRFESTINGU! Oll samtök sjómanna hafa maig- ítrekað yfirlýsingar sínar og viðvar- anir til stjórnarvaldanna vegna hins stjórnlausa fjárausturs í nýjar síld- arverksmiðjur og vinnslustöðvar, er unnvörpum hafa kippt rekstrar- grundvellinum hver undan annarri og stórlækkað fiskverð til útgerðar- og sjómanna. Nýjustu síldarverk- smiðjurnar á Austfjörðum eru þar gott dæmi. Þar fara hundruð millj. í súginn, en fyrrnefndir aðilar borga brúsann. Frægt er dæmið um Hafn- arfjörð, þar sem vinnslustöðvarnar urðu fleiri en þátarnir! Og nýjasta dæmið af þessari hringavitleysu er frá Seyðisfirði. Þar er Valtýr Þor- steinsson að opna nýtt frystihús, byggt fyrir stórfelld lán úr bönkum og opinberum sjóðum. Fyrir var í þorpinu frystihús, byggt árið 1952 af því opinbera og stórlega endur- bætt nú fyrir 3 árum. En það hefur raunar aldrei tekið almennilega til starfa. Það hefði verið miklu betra hreinlega að gefa Valtý eldra frysti- húsið. Hér hefur ekki annað gerzt en að enn eitt verkefnalaust frysti- hús bætist í hópinn, til að lækka fiskverðið. Það er áreiðanlegt að hagræðing- affénu hefði oft verið betur varið til Byððingaáffitlun fyrir Ahnreyri! í framhaldi af samþykkt bæjar- stjórnar Akureyrar þann 29. júni sl. hefur félagsmálaráðherra skipað Framkvæmdanefnd byggingaáætl- unar fyrir Akureyri. Nefndin kom saman til síns fyrsta fundar I fundastofu bæjarráðs mánu daginn 8/janúar sl. Samkvæmt skipunarbréfi er hlut- verk nefndarinnar sem hér segir: 1. Að rannsaka ítarlega hver raunveruleg þörf er fyrir slíkar íbúð ir (þ. e. ódýrar íbúðir fyrir efnalitla meðlimi verkalýðsfélaga) í kaup- staðnum. 2. Að gera skýra og nákvæma áætlun um væntanlegar bygginga- framkvæmdir, stærð íbúða, bygg- ingahraða, byggingakostnað og fjármagnsþörf. 3. Að kanna að hve miklu leytí Akureyrarkaupstaður hyggst sjálfur leggja fram fjármagn til fram- kvæmdanna. 4. Að hafa samráð við Seðla- banka Islands um fjáröflun til bygg- inganna. Hér er um að ræða samskonar byggingaframkvæmdir og nú standa yfir I Breiðholtshverfi í Reykjavík. I reglugerð um þær framkvæmdir, nr. 78 frá 28. apríl 1967, segir ’.i. a. (17. grein) : ,,Greiðsluskilmálar á andvirði þeirra íbúða, sem seldar verða sam- kvæmt 15.—16. gr. reglugerðar þessarar skulu vera sem hér segir: a) Kaupandi greiðir 20% af andvirði íbúðarinnar á fjórum ár- um þannig, að 5% greiðist 12 mánuðum áður en ibúðin er fu11- gerð og afhent kaupanda. Síðan greiðir kaupandi 5% af andvirðinu á ári, næstu þrjú árin, á sama gjalddaga og fyrstu afborgunina. Setja skal tryggingu fyrir þessum 26-5 1968 þremur árgjöldum, sem Veðdeild Landsbankans metur gilda. b) Afgangur andvirðis íbúðar- innar 80% af söluverðinu, greiðist með láni frá Húsnæðismálastofnun rfkisins, sem vera skal til 33 ára, afborgunarlaust fyrstu þrjú árin, en endurgreiðist siðan á 30 árum. Að öðru leyti skulu kjör á þessum lán- um vera hin sömu og á lánum Hús- næðismálastofnunar ríkisins á hverj um tíma. Nefndina skipa eftirtaldir menn: Tilnefndur af bæjarstjórn Akureyr- ar: Bjarni Einarsson. Tilnefndir af Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna: Björn Jónsson og Jón Ingimarsson, til vara Baldur Svanlaugsson. Til- nefndir af Húsnæðismálastjórn: Jón G. Sólnes og Sigursveinn Jóhannes- son, formaður nefndarinnar. (Fréttatilkynning frá bæjarskrifstofunni) . Auk þeirrar framkvæmdanefndar byggingaáætlunar fyrir Akureyri, sem um ræðir hér að framan, hata samskonar nefndir ýmist verið stofn aðar eða verða skipaðar alveg á næstunni á Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík og Selfossi. að kaupa upp vinnslustöðvar iil niðurrifs, heldur en til afkastagetu- aukningar í hráefnalausum stöðv- um. Hvað yrði sagt um þann út- gerðarmann, sem keypti splunku- nýjan fiskibát, gerði hann út einn til tvo mánuði á ári og heimtaði að fá það verð fyrir aflann, sem nægði fyrir öllum árlegum kostnaði? Það yrði ekki hlustað á hann. En hver er munurinn ef maðurinn verkar fisk? VANTAR: SKIPULAG Nei, allur sjávarútvegur og fisk- vinnsla hefur gersamlega farið ur skorðum hjá okkur siðustu ár og áratugi. Sjömenn gera sér fullljóst nauðsyn skipulagningar veiðisvæða eftir heppilegustu bátastærðum og veiðarfærum. — Skipuleggja þarf sóknina í heild með hliðsjón af því, sem mestan arð gefur með mmnst- um tilkostnaði. En enn brýnni er áreiðanlega nauðsynin á skipu- lagningu vinnslunnar. Oll sú hag- ræðing, sem farið hefur fram hin siðustu ár er ekki nema sem dropi i hafið hjá því, ef unnt yrði að tryggja vinnslustöðvunum samfelld- an rekstur, sambærilegan við það, sem gerist hjá iðnaðarþjóðum. Til þess verður að finna leiðir til miðl- unar og geymslu á hráefninu. — Þetta yrði stærsta hagræðirggin og ylli aldahvörfum. Til þess þarf að- eins þrennt, áræði, fyrirhyggju og hugkvæmni. En fyrsta sporið á hvaða braut, sem stigið verður, er að STÓR- HÆKKA FISKVERÐFÐ. Eftir því fer framhaldið. Ó. H. I MIHNINGI) FAUIHHA BARATTUMAHNA — Nú síðast er að minnast tveggja, er sjaldn- ast stóð gustur um, en aldrei sviku sína hug- sjón eða málstað stéttarinnar. Þeir eru Páil Markússon og Ólafur Þórðarson. Hníga lít ég hvern af öðrum vaskan verkamann, þann, sem byggði bæ úr rústum, sótti föng í sjó. Þann, er blóðgum barðist hnúum fátækt við og fékk lýðsins ánauð leyst, og borið sigurfána fram. t i Vel sé slíkum. Virðing hæsta brautryðjendum ber. Sterk og auðug stendur þjóðin fyrir þeirra fremd. j (f Þeirra sögu þekkja skyldi framtíð. Föðurarfs vökul gæta, vaxta pundið, muna drýgða dáð. K. f. D. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 12. janúar 1968

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.