Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.01.1968, Síða 4

Verkamaðurinn - 12.01.1968, Síða 4
E/g/n dómgreind eða fyrirskipanir Það hefur sífellt farið í vöxt á undanförnum árum, að þeir, sem falin hafa verið opinber trúnaðarstörf, láti í störfum sínum stjórnast af fyrirskipunum en ekki af eigin dómgreind. Mest hefur þetta orðið áberandi með háttvirta al- þingismenn. Það telst orðið til undantekninga, að þing- menn greiði atkvæði um nokkuð, sem máli skiptir, á annan veg en foringjar stjómmálaflokkanna hafa skip- að fyrir um. Er á allra vitorði, að þannig hafa ýmsir þingmenn oft brugðist þeirri frumskyldu, að greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu. í stað þess hafa þeir látið „flokkinn“ ráða fyrir sig. En „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“. Og frá Alþingi hefur þessi spilling breiðzt út og komið í ljós á ýmsum öðrum sviðum, í félagasamtökum og við framkvæmd starfa, sem ein- staklingum hafa verið falin. Oft er um þetta rætt manna á milli, og almennt flokkað undir aumingjaskap og vesalmennsku. En nú hefur brugðið svo við, að einn alþingismanna hefur gengið fram fyrir skjöldu og boðað, að svona eigi þetta að vera. Menn eigi ekki að láta eigin dóm- greind og sannfæringu ráða gerðum sínum, heldur eigi „flokkurinn“ að ráða. Alþingismaðurinn, sem þetta boðar heitir Magnús Kjartansson. Hann segir í Þjóðviljanum á miðvikudag- inn m. a.: „Alþýðubandalagið hlýtur að líta á stefnuna í kjaramálum sem eitt meginverkefni sitt, og ákvarð- anir um þá stefnu ber að taka á lýðræðislegan hátt af stofnunum bandalagsins með fullri þátttöku allra Al- þýðubandalagsmanna, einnig ritstjóra Þjóðviljans. Bandalagið getur síðan skuldbundið alla félaga sína til þess að hlíta stefnunni, „leiðtogana“ jafnt sem aðra.“ < Hvert á þá að verða blutverk fólksins í verkalýðsfp- lögunum, ef það á ekki að marka stefnuna í kjaramál- um, heldur ritstjóri Þjóðviljans og fleiri slíkir, sem utan verkalýðshreyfingarinnar standa? Og hvaðan á Alþýðubandalaginu eða öðrum stjórnmálaflokki að koma vald til að fyrirskipa forystumönnum í einstök- um verkalýðsfélögum að starfa á annan hátt fyrir sín verkalýðsfélög en þeir telja réttast að eigin mati? Er það ekki nokkuð langt gengið, þegar ritstjóri blaðs, sem telur sig stuðningsblað verkalýðshreyfingarinnar, fer að boða, að innan hennar skuli aumingjaskapur og vesalmennska eiga að ríkja. En auðvitað er Magnúsi rétt og skylt að halda þessu fram, ef hans eigin dóm- greind segir honum, að svona skuli þetta vera. — Hitt er annað, hvort maðurinn vex af. Þ. 4) Verkamaðurinn í STORMUM SINNAR TÍÐAR HANNIBAL VALDIMARSSON Þótt tuttugasta öldin hafi fært ís- lendingura aftur sína andlegu reisn og pólitískt og efnalegt sjálfstæði og fært þá frá örbirgð til bjargálna, þarf engura manni á miðjum aldri og þar yfir það að segja, að allt sb'kt hafi fengist fyrirhafnarlaust.Oldin sem leið færði okkur fyrstu stjórnarskrána og fjárveitingavaldið. I byrjun þessarar aldar fékk þjóðin innlenda ráðherra- stjórn. Allt voru þetta þýðingarmiklir áfangar á leiðinni til fullveldis >g sjálfstæðis, og er kunnara en frá þurfi að segja. En eftir var sá hluturinn, sem kannski var einna erfiðastur, að koma hinu íslenzka fólki úr aldalangri örbirgð til mannsæmandi lífs, mennta það, kenna því að trúa á sjálft sig, hyggja upp samtök sín, standa sam- an. Þjóð okkar hefur verið svo lánsöm að eiga marga hina beztu drengi — konur sem karla — sem fær hafa ver- ið um að leiða þjóðina út úr skamm- degismyrkri liðinna tíma móti hækk- andi sól, og vonandi verður svo enn um Janga framtíð. fslenzka þjóðin getur með réttu horft til baka með nokkru stolti yfir því, sem áunnizt hefur á flestum sviðum þjóðlífsins síðastliðna hálfa öld, þótt margt hafi gengið úrskeiðis og ýmislegt mistek- izt. Hiií mörgu, sem hafa lagt hönd á plóginn til að þoka íslandi fram á við til auðugra og fegurra lífs, gleym- ast ekki þótt gengin séu. Sagan mun vissulega geyma nöfn þeirra. Með þá, sem enn eru meðal okkar í fremstu víglínu og hafa verið svo að segja allt frá því að ísland varð full- valda ríki, gegnir nokkuð öðru máli. Um þá er enginn friður, um þá eru menn ennþá ekki sammála. Svo tná það líka gjarna vera. Líf þeirra og starf er jafn ómetanlegt fyrir því — en næstu kynslóðir munu sétjast í sæti hinna réttlátu dómara. Það er skemmtileg tilviljun, að nú- verandi forseti Alþýðusambands Ts- lands, Hannibal Valdimarsson alþing- ismaður, skyldi einmitt vera borinn í þennan heim fyrir réttum 65 árum, eða 13. janúar 1903, að Fremri-Arnar- dal við Skutulsfjörð, rösku ári áður en sýslumaður ísfirðinga varð fyrstur íslendinga ráðherra, en sjálfur varð Hannibal Valdimarsson ráðherra röskri hálfri öld síðar. í hrikalegri fegurð Vestfjarða óx H. V. upp. Þar kynntist hann flestum störfum til sjós og lands. 1922 lýkur hann ^gagnfræðaprófi á Akureyri, og fimm árum síðar hefur hann tekið kennarapróf í Danmörku. En heimahagarnir seiddu, og þangað vestur fór hann að loknu kennara- prófi — og þar gerðist saga hans fram um miðja öldina. Þegar verkalýðshreyfingin hér á landi var að slíta barnsskónum á þriðja og fjórða tug aldarinnar og samvinnuhreyfingunni að vaxa fiskur um hrygg var H. V. þar hinn ötulasti baráttumaður, ekki sízt í verkalýðs- félögunum, og nokkur þeirra stofnaði hann sjálfur á þessum árum á Vest- fjörðum. Eldri kynslóðin man vel eftir H. V. þeirra tíma, þegar hann var óþreytandi að telja kjark í þrautpínt verkafólk til lands og sjávar. Osjaldan kom það fyrir, að atvinnu- rekendur létu beita hann ofbeldi í vinnudeilum, fleygja honum í sjóinn eða flytja hann í böndum milli fjarða, en aldrei gafst H. V. upp, og fólkið stóð með honum, trúði á hann og treysti honum og gerir enn. Það er mikið vafamál að nokkur annar nú- lifandi verkalýðsforingi hér á landi hafi aðra eins reynslu, hvað þá meiri, í verkalýðsmálum og vinnudeilum. Eins og nærri má geta, hafa marg- vísleg trúnaðarstörf hlaðizt á H. V. Meðal annars var hann um árabil formaður verkalýðsfélagsins Baldurs og forseti Alþýðusambands Vest- fjarða, auk þess að vera bæjarfulltrúi, kennari og blaðamaður. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur gegndi hann um skeið formennsku í Alþýðuflokkn- um og var ritstjóri Alþýðublaðsins. Þingmaður hefur hann verið frá 1946, og um tveggja ára skeið var hann ráðherra, (1956 til 1958 í stjórn Iler- manns Jónassonar). Forseti Alþýðu- sambands íslands hefur H. V. verið síðan 1954. Þótt ekki sé annað ætlandi, en hvert mannsbarn á landinu, sem komið t r til vits og ára, viti um flest þessi störf H. V., er vart hægt annað en drepa á þau lítillega þótt enn sé eigi getið þess, sem H. hefur orðið kunnastur fyrir hjá þeim, sem helzt muna hann í dag, en það er forganga hans fyrir stofnun Alþýðubandalags- ins og störf hans þar síðan. Það hefur löngum verið draumur vinstri manna á Islandi að geta starf- að saman í einum flokki. Fljótlega eftir að Hannibal Valdimarsson hafði unnið Alþýðusambandið úr höndum afturhaldsins árið 1954 fór hann að þreifa fyrir sér hjá þeim flokkum, sem oftast hafa verið taldir til vinstri hér á landi um stofnun slíks banda- lags. Niðurstaðan varð sú, að einung- is Sósíalistaflokkurinn var fáanlegur í slíkt bandalag. Sá flokkur hafði um langt skeið verið algerlega staðnaður og eftir að Sigfús Sigurhjartarson c,ó hneygzt mjög til eingyðistrúar á aust- ræn goð. Tiltrú íslenzkrar alþýðu t 1 slíks flokks var því dvínandi, en ítl- margt frjálslyndra sósíalista í flokkn- um og einlægra verkalýðssinna. Til- raunin var því þess virði að gera hana — og það sýndu líka kosning- arnar 1956. En tilraunin var eitur í beinum ýmsra lánleysingja, sem virt- ust slegnir pólitískri blindu, svo að þeir sáu vart inn fyrir Elliðaár — hvað þá þörfina fyrir alþýðu þessa lands að eiga frjálslyndan, heiðarleg- an, sósíaliskan vinstri flokk. Það sem Hannibal Valdimarsson hefur reynt að byggja upp, hefur undirróður og klíkustarfsemi lítið drenglundaðra manna innan Alþýðu- bandalagsins rifið jafnharðan niður. I eina átt skal stýra, og þeir, sem hafa stýrt Sósíalistaflokknum í strand á grynningar skammsýni og óbilgirni heimta nú einnig að verða „munstr- aðir“ stýrimenn hjá Alþýðubandalag- inu. ICannski tekst þeim það, og þá er að taka því. í umróti þessarra ára hefur ekkert haggast víðsýni og drengskapur þess manns, sem mesta ástæðu hafði kannski til að verða fyrir mestum von- brigðum með þá samstarfsmenn, sem brugðust. Eg veit, að Hannibal Valdi- marsson trúir á framtíðina — þá fram- tíð, sem kynslóðin, sem er að taka við, hefur í hendi sér, og þótt starfs- dagur Hannibals sé þegar orðinn mikill og góður, væntum við vinir hans og skoðanabræður þess, að enn fái hann nokkurt tóm til • að afreka enn meir á sviði stjórnmála og verka- lýðsmála. Enn er öllum í fersku minni kosningaafrek hans síðastliðið vor, sem var einsdæmi í kosningum hér á landi. Eitt er víst, að trú Hannibals Valdimarssonar á sigur hins góða málstaðar, heiðarlegra sósíalista og annarra vistri manna á íslandi, er ó- bilaður enn. Það sýnir baráttusnerpa hans og vígfimi með orðsins brandi. Allir þeir, sem kynnast Hannibal Valdimarssyni persónulega, komast ekki hjá að töfrast af persónunni sjálfri, mælsku hans og rökfimi. Við þurfum alls ekki alltaf að vera sam- ntála honum til að viðurkenna þetta. Ég veit, að á þessum tímamótum ætlar H. V. að dveljast vestur á Fjörð- um hjá því fólki, sem hann er mót- aður af og ég veit einna bezt og elsku- legast, að þó öðru fólki ólöstuðu. HANNIBAL. Skilaðu kveðju ntinni tii Vestfirðinganna þinna og minna, kysstu þína elskulegu konu frá mér, vfsast að ég sníki mér kaffi næst þeg- ar ég verð á ferð. Teitur Þorleifsson. / Föstudagur 12. janúar 1961

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.