Verkamaðurinn - 12.01.1968, Side 5
Sólveig í Hjorðarholti
Vann og unni heimahögum
hún, á glöðum æskudögum,
hatt sér vaxin brúðartrafið,
barst með guma yfir hafið.
Lengi naut ei lánsins nýja,
land síns manns hún varð að flýja,
börn sín tvö, við barminn vona
bar úr för hin unga kona.
Flutti hún í forna kynnið,
fann þar sér og börnum innið,
sór þeim heill af sæmd og dáðum,
sagði: pabbi kemur bráðum.
Hann var tepptur handan sæva,
haldinn fangi tímans læva.
Er hún bjóst við fagnafundi,
fregn um lát hans yfir dundi.
Mörg hún lifði ekkjuárin,
önn og farsæld bundu um sárin,
söngrödd fögur, söngvagleði,
sættu hugann, lyftu geði.
Sönn og hlý, að sínu vann hún,
sínum gæfuþráðinn spann hún,
vísum endurfundi fegin
fór til sólar dulda veginn.
Aldinn faðir, öldruð móðir,
áttu skjól við hennar glóðir,
fivað sem laut að þeirra þágu,
þeim hún bjó í koti lágu,
16. desember 1967.
loks, er öll var langa förin,
línið vatt um fölnuð hrörin.
Gjaldþol hæfði góðum arfi,
greidd var skuld með fórnarstarfi.
Greiða ei né gjöf hún smáði,
gaf þó jafnan meir en þáði,
veitti hjálp án víls og tafa,
vildi gjald ei fyrir hafa.
Minni voru laun en lúi,
leið hún samt ei þröng í búi.
Attvís, glögg, í streitu stéttar
stóð hún þétt að kröfum réttar.
Skömmu fyrir æfiendi
orð með kveðju þau hún sendi,
næm á dauðans nálægð vorðin:
nú er ég úr leik. — Þau orðin
sögð, er enduð brátt var biðin,
báru vott um hugarfriðinn.
Þá er bani bauð til ferðar,
brá ei stilli traustrar gerðar.
Iryggð hún sýndi mér og mínum,
mæli ég í fáum línum
ástarþökk, í óði falda,
annað ég ei hef til gjalda.
Heiðinn mun ég heli fagna,
horfi kalt í myrkur þagna.
Hennar trúar hjartavarma
hefir andað mér í hvarma.
D. Á. DANÍELSSON.
Glitmerki og gáínaljós
— Það er stórt orð Hákot, var einu
sinni sagt. Það er líka stórt orð Fram-
kvœmdanejnd H-umferðar um þessar
luundir og heyrist ósjaldan í útvarpi
°g sézt oftar í blöðum og bæklingum.
Ekki minnkar það heldur maktina
begar Fræðslumálasknfstojunni er
nnýtt aftan í. Undirrituðuin barst ný-
Fga í hendur pési einn, útgefinn af
káðum þessum aðilum. Hann nefnist:
ÚMFERÐ í MYRKRI og á að inni-
halda leiðbeiningar fyrir barnakenn-
ara, í fræðslu um umferðarmál. Efni
ritlings þessa verður hér ekki gert að
umtalsefni, utan endirinn, en þar
ZZV2V
^ikublað. — Útgefandi: Alþýðu-
bQndalagið i Norðurlandskjördæmi
systra. — Ritstjóri: Þorsteinn Jóna-
IQnsson. — Afgreiðsla og auglýsing;.
Qr: Brekkugötu 5, sími 1-15-16.
Áskriftarverð kr. 200.00 órg.
Eausasöluverð kr. 10.00 eintakið.
^rentsm. Björns Jónssonar h.f„ Ak.
gefur að líta ljóð eitt, með lagboða
og öllu tilheyrandi. Er sýnilega ætlast
til þess, að börn á skólaskyldualdri
séu látin læra þennan skáldskap og
syngja við raust, undir hinu vinsæla,
gamalkunna danslagi: „Komdu og
skoðaðu í kistuna mína.“ En listaverk-
ið, sem Framkvæmdanefnd H-umferð-
ar og Fræðslumálaskrifstofan standa
sameiginlega að og sendu frá sér fynr
jólin, er svohljóðandi:
Merkið það glitrar í úlpunni minni
í hvert sinn er mætir mér bíll eða hjól.
Merkið það glitrar svo ljósin mig
finni,
í myrkrinu ljómar sem morgunsól.
Tra — la-la-la.
Stórkostlegt! — Atómljóð, segja
menn kannski. Nei, ekki er nú svo
sem það sé þdð. Hinn „mikli, eilífi
andi“, sem þarna hefur verið að verki,
ætlast sýnilega til að ljóðið hafi bæði
stuðla og höfuðstafi, en setur þá bara
í öllum tilfellum á skakkan stað. Þar
skakkar ekki öðru! Engin hendingin
er rétt stuðluð, nema síðasta, en þar
áttu engir stuðlar heima, aðeins höf-
uðstafur. í þá hendingu vantar baga-
lega eitt atkvæði og verður hún því
ekki sungin nema með einhverjum
harmkvælum. Mér hefur verið sagt,
að ljóð þetta hafi þó verið sungið,
einu sinni eða oftar í barnatímum út-
varpsins, en þann söng heyrði ég ekki,
sem betur fer, liggur nrér við að
segja.
Smámál er þetta, og kannski hót-
fyndni um að tala. En þar sem hér
hafa áreiðanlega menntamenn um
fjallað, sýnir það grátlega takmörkun
í bókmenntafræðslu skólanna. Sjálf-
sagt kann höfundur vísunnar, ef vísu
skyldi kalla, mörg og merk ljóð góð-
skáldanna og þá hefur hann ekki far-
ið varhluta af málfræðinámi og Setn-
ingafræði Björns Guðfinnssonar, en
einföldustu undirstöðuatriði „hins
hefðbundna ljóðforms" hafa alveg
farið fram hjá honum — og allri H-
nefndinni. Þyrftu þessir aðilar allir
að leita til hagorðra manna um yfir-
lestur handrita, ef þeir ætla sér sð
flytja boðskap sinn í ljóðum framveg-
is. Hortittir verða aldrei góðir um-
ferðarvitar. R. G. Sn.
Sjötíu «gr
Lárus Björnsson
í gær, fimmtudaginn 11. janúar,
varð Lárus Björnsson smiður, Eiðs-
vallagötu 18, á Akureyri 75 ára.
Fáa veit ég meiri sómaménn eða
drengi betri en Lárus Björnsson.
Hvar sem hann hefur farið eða
dvalið hefur vammlaus halur verið
á ferð, hljóðlátur og yfirlætislaus en
heilshugar og einlægur stuðnings-
maður hvers þess málefnis, er hann
hefur vitað að til hins betra stæði.
Lárus fluttist til Akureyrar
skömmu eftir 1930 og hefur hér
fimiu ára
fengizt við smíðar að mestu, og
lengi stóð hann fyrir rekstri am-
boðaverkstæðisins Iðju, sem hann
átti i félagi við fleiri þar til fyrir fá-
um árurr), að þeir seldu verkstæðið,
er starfskraftar Lárusar fóru að
réna. Enn gengur hann samt keikur
hér um götur og er gjarna snemma
á ferli, og enn grípur hann sög og
hamar hluta úr deginum. _
Strax eftir komu sína til Akur-
eyrar gekk Lárus í félagsskap með
þeim, sem róttækastir voru í verka-
lýðshreyfingunni, og hefur alla tið
síðan veitt þar hvern þann stuðning,
er hann hefur mátt.
Fárra manna er Verkamanninum
skyldara að minnast á heiðursdegi
en einmitt Lárusar, því að ómældur
og ótalinn er stuðningur hans við
útgáfu þessa blaðs um meira en
þriggja áratuga skeið. Fórnfúsir
hugsjónamenn hafa lengstum haldið
útgáfu þess uppi, og svo er enn.
Vonandi verður blaðið um alla fram
tíð þess virði, að slíkir veiti því
stuðning sinn.
Ég lýk svo þessum orðum með
beztu hamingjuóskum til Lárusar,
og vona, að hann megi lifa við góða
heilsu og sjá sem flesta drauma sína
rætast á ókomnum æfiárum.
Þ.
KA 40 ára
Þann 8. þ. m. voru fjörutíu ár
liðin frá stofnun Knattspyrnufélags
Akureyrar. Ekki voru stofnendurnir
margir, 12 röskir drengir, en félag-
ið hefur vaxið og dafnað og telur nú
eigi færri en 600 félagsmenn og
starfar í mörgum deildum, eftir því
að hvaða grein eða greinum íþrótta-
áhugi hvers og eins beinist.
Á fjörutíu ára æfi félagsins hafa
einstaklingar og hópar innan þess
mörg afrek unnið á sviði íþróttanna,
og þó hefur félagið væntanlega eigi
síður haft gildi fyrir þá, sem á veg-
um þess hafa starfað og æft íþróttir
án þess að endilega væri stefnt að
afrekum eða metum. — Þá hefur
félagið oft átt góðan hlut oð
skemmtanalífi bæjarins með ýmiss
konar samkomuhaldi, sem komið
hefur verið á fót I fjáröflunarskyni
oftast, en eins og hjá öllum íþrótta-
félögum er jafnan fjárskortur í búi
KA og margra ráða leitað til fjár-
öflunar.
Nú á þessu afmæli eru meiri
framkvæmdir framundan hjá félag-
inu en nokkru sinni í sögu þess.
Akureyrarbær hefur úthlutað félag-
inu 6 hekturum lands ofan Setbergs-
vegar og þar býður það mikla verk-
efni að koma upp margskonar æf-
ingavöllum.
AFMÆLISHÁTÍÐ
félagsins verður haldin i Sjálfstæðis-
húsinu i lok mánaðarins og stendur,
að fornum sið, eigi skemur en þrjá
daga. — Laugardaginn 27. skulu
fullorðnir mæta til hátiðar, og hef-
ur blaðið verið sérstaklega beðið að
benda utanbæjarmönnum og eldri
félögum á, að tilkynna stjórn félags-
ins fyrr en síðar um þátttöku sína.
— Sunnudaginn 28. heldur svo há-
tiðin áfram, og þá fyrir börn. —
Og loks þriðjudaginn 30. verður
unglingahátíð.
STJÓRN
Fyrstu stjórn KA skipuðu Jón
Sigurgeirsson, Tómas Steingrímsson
og Helgi Schiöth.
Núverandi stjórn skipa: Knútur
Otterstedt, formaður, Svavar Otte-
sen, Halldór Olafsson, Haraldur
Valsteinsson, Haraldur M. Sigurðs-
son, Vilhelm Þorsteinsson, Jónas
Einarsson, Þorkell Rögnvaldsson og
Stefán Jónasson.
linum bætt f
Seint i nóvember skrifaði bæjar-
fógeti Akureyrar bæjarstjórn bréf,
þar sem hann fór þess á leit, að
fjölgað yrði í lögregluliði bæjarins
um 3 menn við næstliðin áramót og
siðar á árinu um 2 menn til við-
bótar. Vísaði hann í gildandi lög um
lögreglumennr svo og til vaxandi
löggæzlustarfa í bænum, máli sínu
til stuðnings.
En bréf hans hlaut daufar undir-
tektir hjá bæjarfulltrúum. Bæjarráð
lagði til, að einum manni yrði bætt
í lögreglulið bæjarins á árinu, og
staðfesti bæjarstjórn þá tillögu.
Föítudogur 12. janúar 1968
Verkamaðurinn (5