Verkamaðurinn - 12.01.1968, Qupperneq 8
Utsvörin hœkka um 141«
— Framkvæmdir drag:a§t sainan
Frumvarp að fjárhagsáœtlun Akureyrar-
kaupstaðar fyrir árið 1968 var til fyrri um-
ræðu á fundi bæjarstjórnarinnar á þriðju-
daginn.
Niðurstöðutölur frumvarpsins eru 113.4
milljónir króna, og er það sem næst 14.6%
hækkun miðað við fjárhagsáætlun þá, sem
gerð var fyrir síðasta ár.
Heildarupphæð útsvara er nú ráðgerð
68.8 milljónir í stað 60,5 í fyrra. í báðum
tilfellum kemur vanhaldaálag til viðbótar.
Verður þetta sem næst 14% hækkun. —
Aðstöðujgjöld eru áætluð 16,7 milljónir
(hækkun 5.4%) og framlög Jöfnunarsjóðs
12 milljónir (einnig 5.4% hækkun). Skatt-
ar af fasteignum eru áætlaðir 6.7 milljónir
(hækkun 34.8%). Framantaldir liðir eru
aðaltekjuliðir áætlunarinnar.
Gjaldamegin hækka flestir liðir frá 10
og allt upp í 77%. Þó hækkar framlag til
íþróttamála ekkert, og eftirtaldir liðir
lækka: Framlag til Framkvæmdasjóðs úr 7
í 4 milljónir (lækkun 42.8%), framlög til
nýbygginga úr 10,2 í 8,2 millj. (lækkun
21.8%) og framlög til vélakaupa úr 5.4 í
2.8 millj. (lækkun 48.1%).
011 ber áætlunin þann svip, að samdráttur
verði í framkvæmdum á vegum bæjarins,
þó gæti munað nokkru, ef tækist að fá þau
lán, er bæjarstjóri nefndi í framsöguræðu,
að hann teldi nauðsyn að fá: Tvær milljónir
króna til að ljúka bókhlöðubyggingunni,
þrjár milljónir til að ljúka fyrsta áfanga
iðnskólahússins og 1.4 milljónir vegna
Krossanesverksmiðjunnar, sem hann kvað
óhjákvæmilegt fyrir verksmiðjuna að fá, ef
lialda ætti henni í rekstri.
ÚTSVÖRIN
Svo sem áður greinir hækkar heildarupp-
hæð útsvaranna um nærri 14%, en þeirri
upphæð kvað bæjarstjóri bæjarráðsmenn
gera ráð fyrir, að tækist að ná með því að
veita engan afslátt frá útsvarsstiganum, en
í fyrra voru öll útsvör lækkuð um 5%,
eftir að lagt hafði verið á samkvæmt út-
svarsstiga laganna um tekjustofna.
I upphafi ræðu sinnar sagði bæjarstjóri,
að fjárhagsáætlunin væri spegilmynd af á-
slandi þjóðarbúsins í dag, tekjuaukning
myndi ýmist lítil eða engin hafa orðið hjá
einstaklingum og samdráttur víða hjá fy*r-
tækjum, en hinsvegar alls staðar þörf auk-
inna útgjalda; hefði því verið erfitt að
koma áætluninni saman. Skal hann ekki
rengdur um sannleiksgildi þeirra orða.
Áhrifa „viðreisnarinnar44 gætir ekki síður
hér en annars staðar.
Neð hverju eígn þeir oö greiía!
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar
sl. þriðjudag lagði Ingólfur Árnason
fram eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn Akureyrar lýsir ytir
þeim vilja sínum vi3 framtolsnefnd
bæjarins, að þeir gjaldendur, sem
skróðir hafa verið á fiskiskip minnst
6 mónuði órsins 1966 og greiða
óttu útsvör til bæjarins 1967, fói
fullan fródrótt á þeim við ólagningu
1968, þó að þeir hafi eigi lokið
greiðslu þeirra fyrr en 1. maí
1968."
Oþarft er aS eySa mörgum orðum
til að skýra tillögu þessa. Allir vita,
að við ólagningu útsvars hvert ór
dregst útsvar liðins árs frá tekjum
áður en álagning fer fram, hafi það
verið að fullu greitt fyrir áramót.
Á árinu 1966 höfðu margir sjó-
menn góðar tekjur og á þá voru því
lögð há útsvör á síðasta ári. Til
þess að fá þau frádregin við álagn-
ingu á komandi vori, þurftu þeir að
hafa lokið greiðslu þeirra til bæjar-
ins fyrir áramót.
En á árinu 1967 urðu tekjur
margra sjómanna það litlar, að
þeim hefur ekki reynzt unnt að
greiða sín háu útsvör, og jafnvel
hefur komið fyrir, að heildartekj-
urnar á árinu hata ekki náð út-
svarsupphæðinni. Er þarna um alveg
sérstakar ástæður að ræða, sem
raunar geta alltaf komið fyrir hjá
sjómannastéttinni vegna þess, hve
tekjur hennar eru misjafnar frá
ári til árs eftir aflabrögðum og
verðlagi. En sjómenn eru vitaskuld
undir sömu sök seldir og nær allir
landsmenn, að þeir ráðstafa tekjum
sínum jafnharðan og greiða síðan
útsvörin að mestu af tekjum þess
árs, þegar álagning fer fram. Eru
þeir ekki í þessu efni öðrum lands-
mönnum sekari, og því illt til þess
að vita, ef þeir þurfa ekki aðeins á
391 milljón
Á árinu 1967 afgreiddi Húsnæðis-
málastofnun ríkisins 2519 lán samtals
að upphæð kr. 291.452.000.00. Er
þetta þetta hæsta lánveiting, sem fram
hefur farið á vegum stofnunarinnar.
Lánveitingar fóru fram vorið og
haustið 1967. Voru veitt bæði byrjuu-
arlán og viðbótarlán. Veitt voru ný
lán til 1070 íbúða og 1449 viðbótar-
lán eða alls 2519 lán. Auk þess fór
Tiðnu ári helaur einnig á yfirstand-
and ári að gjalda þess stórkostlega
samdráttar á tekjum, sem þeim var
ógerlegt að hafa nokkur áhrif á.
Virðist því tillaga Ingólfs sjálfsögð
og eðlileg.
En þrátt fyrir það, urðu viðtökur
hennar hjá bæjarstjórn ekki betri en
svo, að ekki fékkst meirihluti bæj-
arfulltrúa til að samþykkja,að hún
skyldi tekin á dagskró fundarins á
þriðjudaginn. En hún mun koma
fyrir næsta fund, og verður bá
greint frá því hér í blaðinu, hverja
afgreiðslu hún fær.
fram á árinu veiting lánsloforða, er
koma til greiðslu eftir 1. maí á þessu
ári. Eru lánsloforð þessi 531 talsins,
samtals að upphæð kr. 93.245.000.00.
Loks veitti HúsnæðismálastófnuKÍn
bráðabirgðalán á árinu til bygginga-
framkvæmda FB í Breiðholti. Nam sú
lánveiting samtals kr. 86.380.000.00.
Um næstu lánveitingu Húsnæðis-
málastofnunarinnar vísast tii auglýs-
ingar, er birtist um þessar mundir í
blöðum og útvarpi.
(Fréttatilkynning frá
Húsnœðismálastofnun ríkisins).
Ævintýriii og
ÞaS mun hafa verið við gerð
fj árhagsáætlunar Akureyrarbæj -
ar fyrir einum sex árum, að ég
lagði fram tillögu í bæjarráði
um, að bærinn réðist í byggingu
fjölbýlishúss. Tillagan var satn-
þykkt einróma, því að bæjarráðs
mönnum þótti einsýnt að stefna
'bæri að því, að fé Húsnæðis-
málastjórnar til útrýmingar
heilsuspillandi húsnæði rynni að
hluta hingað, en færi ekki allt
til íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig var það álit mitt, að
rétt væri, að byggingin væri
boðin út og bærinn aflaði láns-
fjár vegna styttri byggingartíma
vegna útboðs. Þarna réði ekki
sjónarmið mitt, en ákveðið var,
að byggingameistarar bæjarins
önnuðust verkið og fram-
kvæmdahraðinn færi þá eftir
fj árveitingum hverju sinni.
Soffía Lilliendahl
A mánudaginn kemur verður frú
Soffía Lilliendahl, nú til heimilis að
Nökkvavogi 37 í Reykjavík, áttatíu
ára.
Þau hjónin, Soffía og Björn Gríms
son, áttu lengstum heimili sitt hér á
Akureyri, þar til nú síðustu árin, að
þau voru um skeið á Húsavík og nú
í Reykjavík.
Hér á Akureyri voru þau alla tið
í fremstu röð í félagssamtökum
sósíalista og unnu þeim samtökum
og verkalýðshreyfingunni af fádæma
fórnfýsi og óeigingirni.
I tilefni þessa merka afmælis
sendir Verkamaðurinn frú Soffíu,
og þeim hjónum báðum, beztu
kveðjur, þakkir fyrir samstarfið á
liðnum árum og óskir um góða æfi-
daga.
Þessi aðferð við bygginguna
varð þess valdandi, að bygginga
tíminn varð óeðlilega langur, en
hefði ekki þurft að hleypa fram
byggingakostnaðinum að öðru
leyti. Ef til vill hefur ákvörðun
ráðamanna innan bæjarstjórnar
byggzt á því, að tilboð verktaka
á þessum árum voru yfirleitt ó-
raunhæf, en sjálfsagt hefði ver-
ið hægt að sigla framhjá þeim
skerjum með góðum vilja þeirra,
sem við stýrisvölinn stóðu.
Herbert ritstjóri var ekki kom-
inn í bæinn, þegar þetta var á-
kveðið, og þá var Sjálfstæðis-
flokkurinn stærsti flokkur bæj-
arins með fjóra fulltrúa í bæjar-
stjórn og forsetann úr sínum
hópi.
Nú lýsi ég yfir þeirri skoðun
minni, að sé um aðra orsök að
ræða en bókhaldsafglöp, fyrir
því að 3,6 milljón krónur (sam-
kvæmt Islendingi) eigi að koma
á bæjarsjóð, hljóti það að vera
krafa bæjarbúa, að endurskoðun
á kostnaðarliðum byggingarinn-
ar fari fram og á borðið verði
lagðar upplýsingar, sem skýri
málið að fullu.
í mínum augum er það engin
ævintýramennska, að bæjarfélag
standi fyrir byggingum fjölbýl-
ishúsa til útrýmingar á heilsu-
spillandi húsnæði, heldur tel ég
það sjálfsagða framkvæmd, og af
mistökum við byggingu á þessu
fjölbýlishúsi, getum við lært.
Nú, þegar „Byggingaáætlun
Akureyrar“ er að hlaupa af
stokkunum þá er mikið í húfi,
að samstaða takist um frain-
kvæmd alla og réttilega sé að
unnið.
Ingólfur Árnason.
íslandsmótið í
körfuknattleik
Á laugardaginn kemur kl. 4 e. h.
verða háðir tveir leikir í körfuknatt-
leik í íþróttaskemmunni, annar í 1.
deild fslandsmótsins milli KFR og
Þórs en hinn í 2. deild sama móts
milli KA og ÍMA.
Á sunnudag er aukaleikur milli
KFR og ÍBA kl. 1.30 e. h.
oo
Trúlofuoor
brlogor
OalbmWr
^igtryggur og Pétur
Brekkuflötu 5 . Slml 1-15-24