Verkamaðurinn - 12.01.1968, Side 7
FRÁ SKATTSTJÓRA NORÐURLANDS-
UMDÆMIS EYSTRA, AKUREYRI
Allir þeir, sem skattstjóri hefur krafið skýrslugerðar
um greidd laun, hlutafé og arðgreiðslur, eru áminntir
um að gera skil eigi síðar en 20. janúar n. k. Frekari
frestur verður eigi veittur. Þótt um engar kaupgreiðsl-
ur hafi verið að ræða, er eigi að síður nauðsynlegt að
skila eyðublöðunum aftur.
Frestur til að skila skattframtölum til skattstjóra
eða umboðsmanna hans er til 31. janúar n. k. Þeir, sem
atvinnurekstur hafa með höndum, þurfa þó ekki að
hafa skilað framtalsskýrslu fyrr en fyrir lok febrúar.
Þar, sem að frekari framtalsfrestir verða eigi veittir,
nema sérstaklega standi á, er því hér með beint til allra,
sem geta búizt við að vera fjarverandi eða forfallaðir
af öðrum ástæðum við lok framtalsfrestsins, að telja
fram nú þegar.
Þeir aðilar, sem nauðsynlega þurfa á frekari fram-
talsfresti að halda, vex;ða að sækja um frest til skatt-
stjóra eða umboðsmanns hans og fá samþykki þeirra
fyrir frestinum.
r
I 47. gr. laga nr. 90/1965, um tekju- og eignaskatt
er kveðið svo á, að ef framtalsskýrsla berst eftir að
framtalsfrestur er liðinn, skal miða skattmatið við
raunverulegár tekjur og eign að viðbættu 15—-25%
álagi.
Til 31. janúar n. k. veitir skattstjóri eða umboðs-
maður hans, þeim, sem þess óska og sjálfir eru ófærir
að rita framtalsskýrslu sína, aðstoð við framtalið.
Þeim tilmælum er því beint til þeirra, sem ætla sér að
fá framtalsaðstoð, að koma sem allra fyrst til skatt-
stjóra eða umboðsmanna hans.
Frá 16. til 31. þ. m. verður Skattstofan í Strandgötu
1 opin, auk venjulegs skrifstofutíma, frá kl. 4—7 og
laugardaga kl. 1-—4, vegna framtalsaðstoðar.
!
Akureyri, 9. janiiar 1968.
Hallur Sigurbjörnsson, skattstjóri.
TILKYNNING
uni allsherjarathviEðagreiöslu
Samkvæmt lögum Verkalýðsfélagsins Einingar fer
kjör stjórnar félagsins, varastjórnar, trúnaðarmanna-
ráðs, varamanna í trúnaðarmannaráð, endurskoðenda
og varamanna þeirra fram að viðhafðri allsherjar-
atkvæðagreiðslu.
Kjörlistum ásamt meðmælum J00 fullgildra félags-
manna ber að skila til aðalskrifstofu félagsins, Strand-
götu 7, Akureyri fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn
20. janúar 1968, en þá er framboðsfrestur útrunninn.
Framboðslisti er því aðeins gildur, að hann sé að
öllu skipaður skuldlausum og fullgildum félögum
og að eigi færri en 1 félagi Dalvíkurdeildar og 1 félagi
Hríseyjardeildar skipi sæti í stjórn eða trúnaðar-
mannaráði.
Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar.
KRINGJJÍ
VIKÖNNAR
MessoS í Akureyrarkirkju næstk.
sunnudag kl. 2 e. h. - Sálmor
nr. 528 - 52 - 303 - 70 - 24.
P. S
Frá Skjaldarvík. — Við þökkum, af
heilum huga, öllum þeim mörgu,
sem með gjöfum og vináttuheim-
sóknum hafa glatt okkur á liðnu
ári. Guð blessi ykkur öll.
Vistfólkið, Skjaldarvík.
Frá Sjálfsbjörg. - Spilað
verður á Bjargi, Hvanna-
völlum 10, í kvöld, 12.
janúar kl. 8.30 e. h. —
Sýndar verða myndir. —-
Verið dugleg að mæta. Nefndin.
Minjasafnið á Akureyri verður opið
fyrst um sinn á sunnudögum kl.
2—4 e. h. Á öðrum tímum tekið
á máti skóla- og áhugafólki ef
óskað er. — Simi safnsins er
1-11-62 og sinfi safnvarðar
1-12-72.
Náttúrugripasafnið. - I vetur verða
sýningartimar fyrir almenning að
venju á sunnudögum kl. 2—4
siðd. Auk þess verður safnið opið
siðdegis á laugardögum, og eru
þeir timar einkum ætlaðir áhuga
fólki í náttúrufræði. Ahugamcnn,
utanbæjarmenn og skólahópar
geta fengið að skoða safnið á
öðrum tímum cftir nánara sam-
komulagi. - Simi safnsins er
1-29-83 en að jafnaði verður
aðeins svarað í hann siðdegis á
virkum dögum. Heimasími safn-
varðar er 6-11-11, Vikurbakki.
Frá umboði almannatrygginga á
Akureyri: Að gefnu tilefni er fólk
beðið að athuga, að samkvæmt áð-
ur auglýstu hefjast bótagreiðslur
ekki fyrr en 1 5. þessa mánaðar og
þá með greiðslu elli- og örorkulíf-
eyris, barnalífeyris og mæðralaun-
um. — Greiðslur á fjölskyldubótum
hefjast 22. þ. m.
Frá Slysavarnadeild kvenna á Ak
ureyri: Fjáröflunardagur deildarinn-
ar verður í Sjálfstæðishúsinu sunnu-
daginn 28. jan. Deildarkonur eru
vinsamlegast minntar á bazarmuni
og kaffibrauð. Nánar auglýst síðar.
Þá eru hverfisstjórar beðnir að inn-
kalla árgjöldin sem allra fyrst.
Ninkoeldi mótmslt
Á siðasta fundi sinum sam-
fþykkti sveitarstjórn Skútustaða-]
[hrepps eftirfarandi:
„Sveitarstjórn Skútustaða-f
[hrepps mótmælir harðlegat
I „Minkaeldisfrumvarpi" þvi, semi
Inú liggur fyrir Alþingi, og skorarf
[á þingmenn kjördæmisins aði
jganga fram fyrir skjöldu, ogf
I beita áhrifum sinum, til að fellaj
ifrumvarpið."
AÐALFUNDUR
Verkalýðsfélsisíiis Einiiigar
verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Akureyri,
sunnudaginn 11. febrúar 1968 og hefst kl. 2
slðdegis.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Skýrsla stjórnar og reikningar.
3. Lýst stjórnarkjöri.
4. Kosning sjóðsstjórna og nefnda.
5. Lagabreytingar.
6. Akvörðun um árgjald.
7. Kjaramálin.
8. Önnur mál.
Bílferð verður frá Dalvík fyrir þá félaga Dal-
víkurdeildar, sem fundinn sækja, með viðkomu
á Arskógssandi fyrir félaga Hríseyjardeildar.
Skorað er á félagsmenn að fjölsækja fundinn.
Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar.
Náinskeiú í Málmsmíði
Námskeið í málmsmíði fyrir unglinga (handunnir
Itakkai’, ker o. fl. xir áli, kopar og tini) hefst miðviku-
daginn 17. janúar kl. 5 e. h. í Iþi'óttavallarhúsinu. —
Kennari Arne Sanderud. — Námskeiðsgjald kr. 300.
Innritun daglega í síma 1-15-46.
Þá er ráðgert að hafa samskonar námskeið fyrir
fullorðna að degi til kl. 1,30—4 e. h. Námskeiðsgjald
kr. 500. •— Þeir sem hug hafa á að taka þátt í þessu
námskeiði, hafi samband við Bergþóru Eggertsdóttur
í síma 1-10-12.
Sýnishorn rnuna, sem fyrirhugað er að smíða, verða
lil sýnis í glugga Járn- og glervörudeildar KEA næstu
daga.
Æskulýðsróð Akureyrar.
TÖKUM AÐ OKKUR HVERSKONAR
JÁRNSMIÐAVINNU
slippstðdin
H.F.
PÓSTHÓLF 246 . SlMI (96)21300 . AKUREYRI
^östudagur 12. janúar 1968
Verkamaðurinn (7