Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.01.1968, Side 6

Verkamaðurinn - 12.01.1968, Side 6
Hdmsflohhar Ahirtyrar iiefja starf aftur þriðjudaginn 16. janúar. Ennþá geta nemendur komist að í eftirtöldum námsgreinum — ef næg þátttaka fæst: Flugfélag íslands flntti yfir 180.000 farþega á árinn ENSKA, DANSKA, FRANSKA, SPÆNSKA, VÉLRITUN, MYNDLIST, FÖNDUR. Innritun fer fram föstudaginn 12. janúar kl. 8—9 síðdegis og laugardaginn 13. janúar kl. 1—3 síðdegis í Geislagötu 5, efstu hæð. Uppl. verða gefnar í símum 1-12-74 og 1-18-44. Jón Sigurgeirsson - Þórarinn Guðmundsson HÚSNÆÐISMALASTOFNUN rikisins ámmrn Húsnæðismálastofnun ríkisins vill hér með benda vænt- anlegum umsækjendum um íbúðarlán á neðangreind atriði: 1. Einstaklingar og sveitarfélög, sem hyggjast hefja bygg- ingu íbúða á árinu 1968 svo og einstaklingar, sem ætla að festa kaup á íbúðum, og sem koma vilja til greina við veitingu lánsloforða húsnæðismálastjórnar árið 1968 sbr. 7. gr. A-laga um Húsnæðismálastofnun ríkisins, skulu senda umsóknir sínar, ásamt tilskildum gögnum og vott- orðum, til Húsnæðismálastofnunar ríkisins eigi síðar en 15. marz 1968. Umsóknir, sem síðar kunna að berast, verða ekki teknar til greina við veitingu lánsloforða á árinu 1968. Lánsloforð, sem veitt verða á yfirstandandi ári, koma til greiðslu árið 1969. 2. Þeir sem þegar eiga umsóknir hjá Húsnæðismálastofn uninni þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RfKISINS LAUGAVEGI77, SfMI 22453 AthugoKmd Blaðinu hefur borizt bréf frá GuS- mundi H. Garðssyni, formanni Verzl- unarfélags Reykjavíkur, í tilefni af forsíðugrein blaðsins 20. des. sl. MeS grein þessarri var birt bréf, sem fuli- trúar ASI og BSRB í verSlagsnefnd höfSu sent ríkisstjórninni með ósk um heildarathugun á skipulagi verzlunar og verðmyndun í landinu. Þá var sagt, að miðstjórn ASÍ hefði daginn áður lýst því yfir sem einróma vilja sínum, að sú athugun færi fram, sem í bréfinu greinir. En nú upplýsir Guð- mundur, að þetta hafi ekki verið ein- róma samþykkt, og segir: „Undirrit- aður, sem á sæti í miðstjórn ASÍ, greiddi atkvæði gegn umræddu bréfi, þegar það var tekið fyrir í miðstjórn ASI. Telur hann, að verzlunar- og dreifingarkerfi þjóðarinnar sé ekki eins gallað og gert er ráð fyrir í um- ræddu bréfi, þótt auðvitað megi eitt- hvað að því finna eins og fleiru í þjóðarbúskap vorum.“ Þykir blaðinu sjálfsagt að birta þessa athugasemd Guðmundar og harmar að nefnd missögn skyldi slæð- ast inn. Jafnframt vill Idaðið vekja athygli á því, að enda þótt formanni Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur þætti ekki taka því að láta nefnda athugun fara fram, þótti ríkisstjórninni hún ekki tilefnislausari en svo, að við- skiptamálaráðherra samþykkti þegar í stað, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að orðið skyldi við erindi fulltrúa launþegasamtakanna og nefnd skipuð í samræmi við efni þess. Flftur í swnir Það kom fram í umræðum á síð- asta bæjarstjórnarfundi, að ókveðið er að Ijúka ó þessu óri smíði bók- hlöðunnar nýju ofan Brekkugötu, og er óætlað, að Amtsbókasafnið verði flutt þangað ó miðju óri, og einnig verður nýstofnuðu Héraðsskjalasafni Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarð- arsýslu komið þar fyrir. Amtsbókasafnið hefur lengi búið við þröngan húsakost, og fær nú loks viðunandi húsnæði og starfs- skilyrði. Þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir um farþegaflutninga Flugfé- lags Islands árið 1967, er samt augljóst að með flugvélum félags- ins voru fluttir yfir 180.000 far- þegar. Mikil aukning hefur orðið á farþegaflutnigum milli landa, svo og vöruflutningum og póst- flutningum á flestöllum flugleið- um. Áætlunarflug félagsins gekk vel. Frá 1. júlí voru meginhluti farþega og yöruflutninga milli landa framkvæmdir með hinni nýju þotu félagsins ,GULLFAXA‘ en á innanlandsflugleiðum, svo og flugleiðinni um Færeyjar 'il Skandinaviu og Bretlands, báru Fokker Friendship flugvélar hita og þunga starfsins. Auk reglulegra áætlunarflugferða innanlands og milli landa voru á árinu farnar allmargar leiguflugferðir. — Ná- kvæmar tölur um fjölda farþega í þeim liggja ekki fyrir, en ætla má að þeir séu nokkuð á fimmta þúsund. Hafa ber í huga að tölur þær, sem að neðan greinir um farþegaflutninga geta breytzt lítið eitt við endanlegt uppgjör flug- skjala. MILLILANDAFLUG. Farþegar Flugfélags íslands í áætlunarflugi milli landa voru á síðastliðnu ári 59.600, en voru 48.604 í fyrra. Aukning er 22.6%. Vöruflutningar milli landa námu 752 lestum á móti 614 síðastliðið ár. Aukning 22.5%. Póstflutning- ar milli landa námu 182 lestum, en 149 lestum árið áður. Aukning 22%. INNANLANDSFLUG. Farþegar félagsins í áætlunar- flugi innanlands voru síðastliðið ár 117.778, en voru 111.052 árið áður. Aukning er rúmlega 6%. Vöruflutningar innanlands jukust hinsvegar verulega. Fluttar voru 2656 lestir, á móti 1925 árið áður. Aukning 38%. — Póstflutningar námu 428 lestum á móti 351 lest árið áður. Aukning 22%. FLUGIÐ í HEILD. Samlanlagður fjöldi farþega í'lugfélags íslands á áætlunar- flugleiðum innanlands og milli landa árið 1967 var því 177.380. Auk þess nokkuð á fimmta þús- und farþegar í leiguflugferðum — þannig að samanlagt fluttu flugvélar félagsins yfir 180.000 farþega á árinu. Sunnudogaskóli Akureyrarkirkju er ó sunnudaginn kl. 10.30 órd., bæði í kirkjunni og kapellunni. Sóknarprestar. Bókin fyrír bifreiðaeigendur Samvinnutryggingar hafa lagt meginóherzlu á tryggingar fyrir sannvirði, góða þjón- ustu og ýmiss konar fræðslu- og upplýsingastarfsemi. í samræmi við það hefur bókin „Bíllinn minn“ verið gefin út órlega um nokkurt skeið. í hana er hægt að skró allan rekstrarkostnað bifreiðar í heilt ór. Auk þess eru í bókinni öll umferðarmerkin og aðrar gagnlegar upplýsingar fyrir bifreiðastjóra. Bókin mun verða send, endurgjaldslaust, i pósti til allra viðskiptamanna okkar, sem þess óska. Lótið því Aðalskrifstofuna i Reykjavík eða næsta umboðsmann vita, ef þér óskið, að bókin verði send yður. ÁRMÚLA 3, SÍMI 38500 SAMVI rVIMJTRYGGIINGAR 6) Verkamoðurinn Föstudagur 12. janúar 1968

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.