Vínland - 01.08.1903, Qupperneq 2
T yrkja-soldán.
Tyrkjaveldi hefirlengi verið nefnt „hinn sjúki
maður í Evrópu“, en ef pað er réttnefni á ríkinu
þá má vissulega engu 9íður nefna soldáninn sjálf-
an því nafni.
Abdul Hainid Tyrkja-eoldán hefir alt af verið
dularfull vera, sem fáir hafa þekt né skilið. Hið
eina, sem mönnum hefir verið kunnugt um tilveru
hans er það, að stórveldin í Evrópu — einkum
England og Þýzkaland — halda verndarhendi yfir
honum,og hann á það þeim að pakka, að hann hefir
ekki fyrir löngu siðan steypzt úr veldisstóli og ríki
hans í Evrópu orðið Kússum að bráð. Það ereinn-
ig kunnugt um hann, að hann vill engar nútíðar
umbætur láta gera í riki sínu, er einbeittur óvinur
allrar alþýðumentunar, og stendur fastlega móti
því, að nokkrirþjóðmenningarstraumarkomistinn
í riki sitt frá öðrum Evrópu-þjóðum.
Nýlega hafa Englendingar og Ameríkumenn
gert ýmsar tilraumir til að komast i nánari kynni
við soldáninn, og nokkrum enskum timaritum hef-
ir hepnast, að fá nákvæmar iýsingar af lifi hans og
lyndiseinkennum hjá mönnum, semáðurhafa ver-
ið hirðmenn hans og vildarmenn, en nú lifa 1 út-
legð í París og viðsvegar um Evrópu. Þessir menn
hafa iýst soldáni og lifnaðarháttum hans nákvæm-
lega, og þurfa engu að leyna, þvi þeir ætla sér ekki
að flytja aftur í rílci hans meðan hann lifir,og eiga
þvi ekkert á liættu þó þeir segi frá ýmsu, sem ann-
ars væri dauðasök, ef inenn soldáns næðu þeim á
sitt vald.
Abdul Hamid lét byggja sér nýja höll á háiri
hæð við Nautasund (Bosphorus) þegar hann kom
til ríkis, því hann þorði ekki að búa í gömlu höll
inni, sem var á almanna færi. Hann lét víggirða
hina nýju höll ramlega og setti um liana sterkan
hervörð. Höll soldáns, sem heitir Yildiz, er reynd-
ar mörg sérstök liússkrautlítil að utan en þeim mun
dýrlegri innanveggja. I einni þessari smá-höll —
eða kiosk — býr soldán sjálfur, og liefir umhverfis
hana dag og nótt alvopnaða hermenn frá Albaniu,
sem hann trúir bezt og eru taldir liraustastir her-
menn með Tyrkjum- Áöur var hann oftast í
kvennabúri sínu, sem er i annari höll þar nálægt,
•en uú þorir hai n ekki að búa með konum síaum,
og liefir því látið gera jarðhús mikið með mörgum
herbergjum undir höll sinni. Þar sefur hann um
næturog lætur harðlæsa ölluin dyrum, og enginn
mávitaíhvaða herbergi hann sefur nema einn
tryggasti þjónn hans, sem gætir dyranna. Hann
fer snemma á fætur,aldrei seinna en kl. 5 á morgn-
ana; þegar liann er klæddur lætur hann búa til
morguakaílið — það er eitt æðsta embættisstarf
ríkisins að búa til kaffl fyrir soldáninn,- og Abdul
Hamid horfir sjálfur á meðan verið er að búa til
kaffið,til þess að vera viss um að það sé ekki bland-
að eitri. Ilann reykir sígarettur allau daginn frá
morgnl til kvölds og þæreru allar búnar til fyrir
augum hans, annars snertir liann þær ekki. En þó
er hann aldrei eins varkárog við máltíðir, eða eins
hræddur við neitt sem mat sinn. Hann sér svo um
að borðþjónarnir og eldamennirnir hafi vakandi
auga hver áöðrum, mtðan á matreiðslunni stend
ur. Soldáti lætur engan sitja til borðs með sér.
Hann situr einn við dálítiðborð og einu af þjóncm
hans færir honum matinn undir umsjón tveggja
æðstu ráðgjafa soldánsins. Yfirmatreiðslumaður-
inn býr vandlega um alla réttina í svörtum dúk,
sem hylur þáalgerlega oger innsiglaður með rauðu
lakki, sem engin má snerta fyr en það er brotið
fyrir augum soldánsins. Hann er hræddur við alla
liluti lifandi og dauða, en ekkert óttast hann þó
eins og það, að sér sé borið eitur í mat og drykk.
Stundum þorir hann ekki að snerta suma rétti,
þrátt fyrir alt það eftirlit, er hann hefir liaft með
matreiðslunni, skÍDar haiin þáyfirmatreiðslumanni
sínum, að éta af þeim rétti, er hann hefir grun um
að sé eitraður, svo bíður hanti og gætir þess ná-
kvæmlega liver áhrif það hafi á manninn, áður en
hann neytir þess sjálfur. Oft hefir haun inarga
hunda og kecti umhverfis borðið, og kastar til þeirra
bitum af réttunum til þess, að veraviss um að þeir
séu ekki banvænir áður en liann leggur sér þá til
munns.
Hann er allra manua hófsamastur í mat og
drykk, og hann lætur færa beztu vildarmönnum
sínum allar leifarnar af borði sínu; því það þykir
engin smáræðis heiður meðal Tyrkja, að fá að éta
leifar soldánsins.
Þaðer harðlega bannað í boðorðum Múham-
medstníarinnar, að neyta áfengra drykkja, en sol-
dáninn drekkur þó stöku sinuum breunivín sértil
heilsubóta, og hann dreltkur glas af sterku „toddy“
í livert shm er hann veitir móttöku sendiherrurn
annara ríkja. Gerir hahn það til þess að fá roða í
'dnnar, þvi annars er haun náföli'r og hræðilegur
útlits, en hann vill alt af líta vel út og sýaast
hraustlegur þegar liann mætír útlendingum.
Soldáninn er aldrei aðgerðalaus. Hann heflr
alt af eitthvað fyrir stafni,en fátt afþví er nytsamt.
Ilann fæst lítið við stjórnarstörf; ráðgjafar han3
og landsijórar annast flest stjórnarmálefni og sjá
svo um, að flest af því, sem gerist í ríkinu verði al
drei liljóðbærtí návist soldinsins. En á hiun bóg-
inn fær soldán nógar sögur að heyra, sannar og
lognál', frá njÓ3narmönnum sínum og spæjurum,
sem liann hefir alstaðar um ríki sitt, fjær og nær.
Þeir flytja honum stöðugt fregnir af öllu, sem þeir
vita að houum muni inislíka eða þykja grunsamt,
og ef þeir hafa ekkert satt að segja í fréttum, þá
búa þeir til alls konar lygasögur,til að ófrægja ein-
hverja og gera þá tortrýggilega í augum soldáns,
því þeir vita að því meira sém þeir segja honum,
því betur líkar honam við þá, og engin hætta er á
því, að liann ekltí trúi öllu sem lionum er sagt ilt
um aðra. Soldán ver miklum tíma til að hlýða á
þessar fregnir oggera ráðstafanir þeim viðvíkjandi.
Haum fiést einnig mikið við húsagerð og byggingj-
ar og er alt af að brjóta heilan um, að breyta ein-
hv'erju eða byggja eittlivað nýtt í Yildiz, því hann
er mjög hjátrúarfullur og heíir meðal annars þá
trú að sá liíi lengst er tnest lætur byggja. í höll
sinni liefir liann vinnustofu og situr þar oft við að
mála eða skera myndir í tré, en helzt vinnur hatin
þar aðefnafræði, oghetirall-mikla þekking í þeir. i
vísindagrein, en það á rót sína að rekja til þess aö
hann er svo liræddur við eitur og svo tortrygginn
að hann vill rannsaka sjálfur fæðu sína.
Það var áður vani solcáns að ganga sér til
skemtunar um hallargarða sína, en nú er hann
hættur því að mestu, þvi honum þykirþaðof mikil
áhætta, og ekki þorirhann nú að láta sjásig á hest-
baki, þó áður væri hann reiðmaður mikill; hann er
liræddur um, að það veiti einhverjum morðingja
tækifæri til að komast að sér óvörum.
Hann hefir mikla ánægju af plöntum og fögr-
u m blómum, og er dýravinur mikill. Umhverfis
höll hans eru fagrir dýragarðar og hann fer oft
þangað, og gefnr dýrunum eitthvert sælgæti úr
lófa sinum, en vænst þykir honum þó um fugla, og
hefir söngfugla og skrautfugla hvervetna í liöll
sinni.—En þó mega þsir ekki misbjóða hans há-
tign. Eitt sinn hafði hann fagran páfugl í höll
sinui, sem lionum þótti mikið í varið. Puglinu
settist einn morgun í opin glugga og kallaði liástöf-
um: „Djafar — Djafar“, en svo heitir einn af þjón-
um soldáns, og fuglin hafði oft heyrt liúsbónda
sinukalla á hann og þannig lært nafnið. Þjónninn
kom að vörmu spori til soldáns,því hann liölt hann
hefði verið að kalla á sig. Þegar soldán komst að
því hvernig í öllu lá tók liann fuglinn og sneri
liann úr hálsliðnum og sagði um leiö: „I þessari
höll er ekki nema ein rödd sem skipar“. Siðan
liefir hann ekki liaft þar páfugla.
Ea lielzta skemtun soldánsins er að skjóta til
marlts. Hann lxdir alla æfi æft sig við skotvopn
lielzt skammbyssur og rifla, enda er liann ágæt
skytta. llann lætur þjóna sína kasta glerkúlum í
loft upp og það ber sjaldan við að hann hitti
þær ekki á fluginu með skammbyssukúlu sinni.
Hann ber alt af á sér lilaðna skammbyssu, og talar
varla við noklcurn maun svo, að hann haldi ekki
um skammbyssuskeítið í vasa sínum, og þeir, sem
eru uálægt honum mega gæta sín að lireyfa sig ekki
snögt og ógætilega því þá eiga þeir það á liættu
að veru skotnir af hans liátign. Það liefir oft borið
við að ráögjafar hans hafakomist naumlega und-
an.— Eitt sinn varð honum gengið fram á garð-
vrkjuininn, er stóð á knjáuum við viunu sídu í
hallargarðinum. Mauninum varð hvcrft við og
stökk á fættur er liauu sá soldániun, og ætlaði að
kasta sér fyrir fætur honutn, en soldán hugði það
væri morðingi í launsátri og skaut liann þegarí
stað. Atvik svipuð þessu hafa oft komið fyrir í
höll soldáns.
Annars kemur það ekki oft fyrir að soldán felli
beinlínis dauðadóm ytir mönnum, það eru helzt
þjónur hansí Yiidis sem verða fyrir því, en hann
bíður aidrei beinlínis að láta taka af lífi neina höfð-
itigja eða stórmenni í ríki sínu. Þegar liann fær
illan grun á þeim vísar liaun þeim i útlegð til ein-
hverrar borgar í Asíu. En ef liann vill verðaalveg
laus við þá,þarf.hann ekki annað en segja einhverj-
um vildarmanni sínum,að hann vildi lielzt ekkl hafa
þennan mann í ríki sínu, þáersú bending fullnægj-
andi og sámaður hverfur innan skams svo enginn
fréttir neitt af honum framar, og enginn þorir að
grenslast eftir hvað af honuin hefir orðið. Þannig
iiafa Sumir helztu og beztu ráðgjafar soldáns horf-
ið svoeiiginn veit neittum afdrif þeirra, og veldur
því oftast iógur spæjaranna og trúgirni og tor-
trygni soldánsins.
Yfirhöfuð má svo að orði kveða að Abdul
Haraid hugsi alt af mest um sitt cigið líf. Stjórn-
laus ótti og grunsemd um það, að allir sitji um líf
hans, hefir fengið svo ríkt vald yflr honum,að það
er orðinn ólæknnndi andlegur sjúkdómur, sem