Vínland - 01.08.1903, Qupperneq 8

Vínland - 01.08.1903, Qupperneq 8
Meyer Guggenheim. Járn- og stál-fílagið mikla erhið mesta iðnað- arfélag í heimi, og þeir menn, sem þar hafa ráðið mestu — eins og Frick, Schwab, Carnegie o. fl. — hafa afiað sér auðs og frægðar, með frábærum dugnaði og starfsemi. I>eir hafa sun.ir 'byrjað bláfátækir, munaðarlausir vikadrengir, en hafa sjálflr rudd sér braut gegn um allar torfærur sam- kepninnar pangað til allir keppinautar hifa orðið undan að láta, og loks háfa peir náð æðstu vöidum í sínum verkahring. Æflsögur sumra þeirra likj- ast fornum æflntýrum, og hamingjulán peirra minn- ir oft átöfralampa Aladdins, Einn af þessum mönnum er Meyer Guggen- heim. Hann er lítill maður vexti, lágtalaður og hinn hógværasti í allri umgengni. En hann er einn af helztu iðnaðar stjórum Bandamanna, og ræðurað heitamá öllum málmbræðslustörfum bæði í Suður- og Norður-Ameríku, og heflr lengi verið hel/ti leiðtoginn í því, að bæta og auka þá iðnaðar- grein. Guggenheim var fæddur og uppalinn í Sviss, en kom til Bandaríkjanna nítján ára gamall með föður sínum og fjórum systkinum. Þau tóku sér far á seglskipi og voru fjóra mánuði á leiðinni til Pliiladelphiu; þar settist Guggenheim að og fór að reyna að hafa ofan af fyrir sér með því að seija ofnasvertu, sem hann varð sjálfur að bera um borgarstrætin. En hann var lipurmenni og gekk vel að selja varning sinn; það var honum þó ekki nóg að geta selt, hann var námfús og vildi læra meira viðvíkjandi starfl sínu. Hann komst í kynni við efnafræðingnoklturn, sem fræddihann um það hvernig ofnsverta væri tilbúin, eftir það bjó hann til vöru sina sjálfur, og liafði af því margfaldan ágóða. Því næst lærði hann að búa til lím og seldi það líka. Af þessu græddi hann dálítið fé, en lét þó ekki þar við sitja. Honum datt í hug að sviss- neskur skrautsaumur (embroidery) gæti orðið mik- ils verður iðnaður hér í laudi. Hann fór þvi að stunda þann iðnað, og hætti ekki fyr en hann hafði lært öll þau störf til fullnustu, er þar að lúta. Þá kom hann sér upp dálítilli vinnustofu, og á fám ár- um tók þessi iðnaður svo miklum framförum að Guggenheim varð stórauðugur. Hann hafði nú meira fé en hann þurfti til þess, að reka iðnað sinn og verzlun, og varði því nokkru af því til ýmsra annara gróðrafyrirtækja, meðal annars keypti hann lilutabréf í námafélögum viðs- vegar um land. Það var eitt sinn. að málmnámi í Colorado er hann átti að mikluleyti fyltistaf vatni svo ekki varð viðráðið, ognámamennurðu að yfir- gefa alt saman, og töldu það tapað fé. Guggen- heim undi þvi illa og fór vestur þangað, settist þar að og skoðaði alt nákværalega, lét námamenn og verkfræðinga skýra sér nákvæmlega frá j’msu við- víkjandi námagrefti, því næst lét hann menn sína taka til starfa og hætti ekki fyr en alt var komið í gott lag. Eftir þetta hugsaði hann mest um málmnám , og tók brátt eftir því, að þeir sem hreins- uðu og bræddu málma tóku meir en góðu hófi gengdi fyrir verkið. Þá fór hann að byggja málm- bræðslu ofna, og lét syni sína, sem nú voru orðnir fullorðnir menn, læra öll málmbræðslu störf, og þeir reyndust allir ágætir verkstjórar. Guggenheim og synir hans hafa aðal umráð málmbræðslunnar í Bandaríkjunum ogMexico, og í Suður-Ameríku eiga þeir margar verksmiðjur, er hreinsa gull og aðra dýra málma. Þeir hafa allir orð á sérsem frjálslyndir og örlátir vinnugefendur, og þeir hafa ávalt breytt svo vel við verkamenn sína, að lítið hefir borið á óánægju meðal þeirra; það er víst meðfram þess vegna að miklu minna er talað um Guggenheiin en flesta aðra iðnaðar- stjóra. Ef margir hefðu ljót.ar sögur um þá feðga að segja mundu þeir vera almenningi kunnari en þeir nú eru. Fyrir sex árum síðan var rtynt að sameina öll málmbræðslu-félög í eitt einokunarfélag, er hefði umráð allrar málmbræðslu i Ameríku; en til þess þurfti fyrst og fremst að fá Guggenheim og syni hans, því þeir liöfðu eins mikið vald yflr þeirri iðnaðargrein, (<g Carnegie hafði yflr járn- og stál- smiðjunum, þegar járnfélagið varstofnað. Gugg- enheim var lengi tregur til að ganga í félagið, en lét þó loks tilleiðast með því móti, að hann fengi mestar eignir og yflrráð í fölaginu. Þá var mynd- að stórkostlegt einokunarfélag the Smeiters Trust. NY VERZLUN Htísias THorláksson liefir keypt H rso agna-Vkiízh’n ,,Gi.oiík“-Fki.a(ísixs, og óskar eftir viðskiftum landa sinna. Hann hefir einnig íslenzka Bóka-verzlun, og útvegar allar íslenzkar bækur, sem út eru gefnar. 23?" Komið og heimsækið mig í búðinni á Jefferson St., Minneota. Hósías TKorláksson. Bjorn B. Gislason, MÁLAFLUTNINGSMADUR. MINNNEOTA, - - MINNESOTA. Minneota Mascot, Enskt Vikublað. G. B. BJORNSON, - - Uttfefandl, MINNEOTA, MINNESOTA. GLOBE LAND & LOAN CO., (íslenzkt Landsölufélag.) J. S. ANDERSON, o. G. ANDERSON, I orseti. Vara-forseti, S. A. ANDERSON, Féhirðir. Vér höfum til sölu við vægu verði og rýmilegum borgunarskilmálum úrvals lönd í Minnksota, Noutii Dakota og Oanada. Sérstaklega leyfuin vér oss að benda á hin ágætu lönd, sem vér höfum á boðstúlum í undralandinu nýja í McLean, Mercer og Oliver counties í N. Dakota. Verð frá $5.00 til $15.00 ekran. I Jmboðsmaður félagsins í N. Dakota erÁRNI B. GISLASON, Washburn, N. Dakota. Annars snúi menn sér munnlega eða bréflega til undirritaðs ráðsmanns félags- ins. Bjorn B Gislason, MINNEOTA, MINN. B. G. Skulason, M A LAFÆRSLUMADUK. Clifford Huilding, GRAND FORKS, N.D, Dr. Th. Thordarson, ÍSIÆNZKUR LÆKNIR, MINNEOTA, - - MINNESOTA, Drs. Brandson & Bell, Læknar og uppskurðarmenn. EDINBURG N. DAK. Dr. O. Bjornson, OoO William Ave. WINNIPEG MANITOBA. Dr. O. Stephensen. 503 Ross Ave. WINNIPEG - . MANITOBA.

x

Vínland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.