Vínland - 01.08.1903, Síða 4
5 VÍNLAND. '5
ifánaðarblað. V<‘rð $1.00 árg.
Útgefandi: G. B. BJÖRNSON.
Ritstjórar ( Th. Thordarson. / Björn B. Jónsson.
Entered at the post-offlce at Minneota, Minn., as second-class matter.
MóðernL
Ættgöfgi raanna < r metin cftir |>ví li verj-
ir forfeðurnir eru. Ættfræðingurinn telurþá
mann fram af manni, og almenningur reiknar
svo gildi afkomendanna eftir verðleikum feðr-
anna. Móðerni er oft ekki tekið til greina.
t>etta er gömul regla, sem á rót sína í tyrstu
félagsskipun mannkynsins. Meðal viltra og
liálf mentaðra þjóða er karlmaðurinn herra en
konan þræll; liann vinnur alt það, er fremd
þykir í vera, en liún annast þau störf, er hon-
um þvkja ósamboðin; liann liefir öll völd í
þjóðfélagi sínu, en hennar er að engu getið:
og börn hennar bera vanalega nafn föðursins.
iJetta fyrirkomulag á félagslífi hinna ó-
mentuðu mannflokka er að sjálfsögðu satn-
kvæmt því algilda náttúrulögmáli, að aflið sá
hið drotnandi vald.
Af þessu eimir enn eftir meðal siðaðra
þjóða. Sú regla hefir löghelgi hjá mörgum
helztu mentaþjúðum heimsins, að auður, met-
orð og vms sérréttindi gangi aðerfðumí karl-
legg hverrar höfðingja ættar, og konur hafa
stundum alls engan erfðarétt; en hitt er þó
miklu algengara, að börn beri ættarnafn föð-
ur síns,' eða séu nefnd synir lians ogdætur, af
því mönnum þykir meira vert um faðerni en
móðerni.
Sú skoðun mun einnig vera ríkjandi hjá
flestum, að flest börn líkist fremur föður
sínum en rnóður, aðminsta kosti í flestum and-
legum sérkennum. Ef sú skoðun væri á r'jk-
um bygð, þá væri sjúlfsagt rétt að taka faðerni
til greina fremur en móðerni. En sannleik-
urinn er sá, að aldrei hafa verið ö'erðar nóíru
víðtækar athuganirtil þess,að eftir þeim verði
dæmt með víssu um þetta mál. b'að eru að-
eins fá ár síðan er mannfræðingar gáfu því
nokkurn gaum, og athuganir þeirra hafa rýrt
mjög hinn forna átrúnað á faðerni.
t>i“ss eru vissulega mörg dæmi, að börn
líkjast feðrum sínum, en þó munu hin engu
færri. er syna hið gagnstæða.
Karlamagnús útti marga syni, en enginn
þeirra líktistföður sínum í neinu, þeir voru lítt
nftir stjórnendur, því síður hetjur. Faðir
Péturs mikla var meinlítill en kjarklaus, og
nokkui s konar leikfang í höndum vildarmanna
sinna. Goethe átti einn son, s<>m var „kald-
lyndur fábjáni“ oghanseina ástrfða var óhóf-
leg tóbaksnautn. Arouet málaflutningsmað-
ur, faðir Voltaire’s, forðaðist allar trúarbragða
deilur eins orr heitan eld, oir liótaði mar<rsinn-
is að gera son sinn arflausan er hann komst að
þvf, að hann vildi heldur fást við skáldskap
eh lesa lög; og hann d<> með þeirri sannfær-
ingu að Voltaire væri auðnulevsis ræfill.
Friðrik mikli var hinn mesti vinur Voltaire’s,
unni mjög skáldskaj) og fögrum listum, var
allra manna gestrisnastur en vildi engum
manni lúta, rauf alla liollustueiða og var konu
sinni aldrei trúr. En faðir hans var óheflaður
hrotti, svo iila að sér að liann var íalinnólæs,
og hinn mesti nirfill, en hann var trúr eigin-
maður og barávalt liina mestu lotningu fyrir
keisaranum og vildi í öllu g<‘ra vilja hans.
Edmund Nelson var prestur í smáþorpi einuí
Norfolk á Englandi; hans hugðnæmasta starf
var að vinna í dálitlum bíómgar'i, er hann átti,
lilvnna að hálfvöxnum nfgræðingi, og fram-
leiða fágæt afbrvgði með litfögru blómskrúði.
Hann hafði líka yndi af því, að tala við kunn-
ingja sína og heyra skoðanir þeirra á yir.sum
lielztu málefnum samtíðar sinnar, en hann var-
aðist aö mótmæla þeim í neinu, og hann lét
aldrei neitt á sár bera í opinberum málum.
8onur Irins var Horatio Nels >n, se:n hvergi
undi nema á sjó, fór um heim allan með her-
ílota Breta, og stóð jafnan fremstur í rijð livar
sem sjóerusta var háð. Hann undi sér bezt
þar sem hættr.n var raestog hugrekki hansog
áræði var stundum Ifkast fífldirí'sku. Hann
féll i’ið Trafalgar af því hann vildiekki hylja
einkennisbúning sinn, og þegar Frakkar
komu auga á hanu og gerðu hann að skot-
marki sfnu.sagði hann við undirforingja sinn,
er varaði hann við hættunni þegar hann sá
riflilkúlurnar rífa > sundur siglutreð vfirhöiði
lians: „Hvað gengur að þér, Wheeler hef-
iröu fengið hveisusting*'? Skörrrnusíðar var
liann særður ti! ólífis, og sagan geymir nafn
hans sem hinnarme3tu sjóhetju, er upjii hefir
verið.
Dæmi Ifk þessum eru óteljandi, og þau
hafa vakið þá spurning í hugum vmsra mann-
fr-æðinga: Hvað er í raun og vern erfðalög-
mál náttúranr.ar?
Pað er auðsætt að hin fcrna skoðun, að
faðerni ráði oftast flestum einkenr.um afkvæin-
isins, er ekki rétt.
Oft líkjast börn báði’.m foreldrum sínum
og taka að orfðuni ymssérkenni þeirra beggja.
Stundum eru þau hvorugu Jx'irra lík, en likj-
ast fremur einliverjum langfeðginum, og
sækja fms sái'kenni iangt írain í ættir. Vfir
höfuð fvlgja ættgeng sárkenni engum úbrigð-
ulum reglum,en Ifkfegast er, að þau gangi að
erfðum hðr uin bil jafntbæöi í fÖður-ogmóð-
ur-ætt, svo Jiau börn,<‘r sVna arfgeng sérkenni
feðranna séu hvorki felri rö færri en hin, er
sýna arfgeng sirkenni mæðranna. Suntir
mannfræðingar [>ykjast taka eftir því, aðsyn-
ir líkist fremur mæðrum <>g móðurætt, endæt-
ur feðrum og föðurætt; en það or iangt frá
því, að þeir hafi nægar sannanir til [>ess að
sfna, að sú skoðun sé rétt.
Eitt af þvf. sem mest aðgreinir manninn
frá öllum öðrum dyrnm, er hið langa framfara
skeið frá fæðingu til fullorðins ára. Flest dyr
þurfa færri mánuði, en maðurinn ár, til fullr-
ar þroskunar; þau hafa fátt að læra, og þurfa
ekki langan tíma til þess; en inaðurinn hefir
margt að læra, oghið langa bernskuskeið hans
er nauðsynlegt til andlegrar framþróunar og
sálarþroska. Meðfæddir hæfileikar mannsins
ráða því að miklu leyti hverjum sálarþroska
hann getur náð, og ymsar tilhneigingar <‘ril
barninu meðfæddar, er ráða því hvort úr því
verði illúr maður eða góður, en það er Ifka
injög komið undir uppeldi barnsins hver
maður úr því verður. Með ujijieldinu má
bæta <“ða skemma meðfæddahæfileika og laga
eða aflaefa meðfæddar tilhneiíjingar. Pess
vpgna er það mikilsvert livernig uppeldið er,
og hverjum áhriíum maðurinn mætir á upp-
vaxtarárunum. En það er miklu fremur hlut-
verk móðurinnar en föðursins, að annast upp-
eidi barnsins, og við það verða áhrif hennar á
barnið miklu meiri en föðursins. Af [><>ssu
leiðir það, að fleiri menn liafa andleg sórkenni
frá mæðrum sínum en feðrum. Ef erfðirráða
jafnt sárkennum föður- og móður ættar, þá
komur mismunurinn fram í áhrifum upj>oldis-
ins, og þau eru oftast meiri frá móðurinnar
hálfu.
Flest börn, sem alast upp með móður
sinni, bera þess einhverjar merijar alhi æfi;
það er ekkí alment, að meðfæddar tilhneiging-
ur séu svo ríkar í eðli barnsins, að þeim verði
ekki breytt með uppeldinu; þó á [>að sér oft
stað. Hau biirn. sem taka óviðráðanlegar til-
Imoigingar að erfðum, standa dýrseölinu næst,
og þær tillmeigingar eru oftastillar, eða liafa
skaðvænt vald yíir breytni mannsins. Ef þær
tilhneiírinírar eru ekki teknar að erfðum fra
O O
móðurinni, og hún getur elcki leiðrétt þær
með uppeklinu, verður barnið ólíkt móður
sinni, og því or það oft, að góðar mæðureiga
ill börn; — þcsseru dæmi að móðirin ergóð
og ge.ðhrædd kona. en sonurinn endar æfi
sína á gálganum.
En það ber sjaldan eða aldrei við, að ilk
móðir uppali gott barn, því ef gutt eðlisfar
ertekið að erfðum, þá fylgir því sá eiginleiki
hins sanna manneðlis, að taka fljótt móti öll-
um áhrifum og liaga sér í samræmi við það,
som ábrifunum veldur, hvort heldur það erilt
eða gott; þess vegna lilytur það barn, sem að
upplngi er gott, að spillast af áhrifum illrar
móður, ef það er uudir umsjón hennar á upp-
vaxtarárunum.
En til þess, að barnið verði aðgóðumog
nftum manni, þarf að vernda og ala hið góða
eðlisfar, sein að erfðum er tekið, leiðbeina til-
hneigingum þess í rétta átt, og vekja hjá
barninu fulla sannfæring, um gildi góðs sið-
ferðis, með góðri fyrirmynd f allri breytni.
í>etta lilutverk góðrar móður beroftast ríku-
legan ávöxt.
Margir beztu og mestu menn heimsins
hafa átt fányta og ómerka feður, og það eru
miklar likur til að þeir eigi flestir mæðrum
sínum mest að þakka.