Vínland - 01.08.1903, Side 3
Btundum gengur vitflrringu næst, og liefir veiklað
svo taugakerfl hans og líkamskrafta að hann getur
aldrei notið neinnar hvíldarogþví síður haft neina
ánægju af líflnu. Hann sofnar aldrei fyr en langt
er liðið af nótt, og vanalega parf pjónn hans eða
fóstbróðir að lesa fyrirhann einhverjarsögur,helzt
hroðalegar glæpamannasögur, til pess hann geti
fest svefninn, og oft hrekkur hann upp með and-
fælum við illa drauma, sem ,,vitringar“ hansverða
að pýða næsta dag, og gæta pess að þýðinginn sé
honum geðfeld. Hann er svo myrkfælinn að hvergi
má vera ljóslaust í höll lians né emhverfis hana
alla nóttina. Rafmagnsljóserualstaðar, svo hvergí
ber skugga á, og ef eitthvert peirra deyr að nóttu
til, eiga peir, sem umsjón hafa með ljósunum
punga refsingu vísa.
Soldáninn er allra manna siægvitrastur,og pað
er á fárra manna færi að sjá viðlionum, enda hefir
hann alla æfi tamið sér pá list að beita aðra menn
brögðum. Hann er ávalt hinu ljúfasti í viðmóti
pegar hann talar við útlenda pjóðhöfðingja,og lof-
aröllu'fögru, en efnir sjaldan neitt. Hn pað er
meðfram vegna pess að hann getur ekki efnt lof-
orð sin. Hann bíður oftrúðgjöfum sínum og em-
bættismönuum að framltvæma 3'mislegt, sem þeir
aldrei gera. Þeir fá flesiir engin laun lijá soldáni
eða stjórninni, en verða að lifa á því, sem þeir geta
kúgað út úr alþýðunni eða af mútum, sem þeir fá
fyrir að gera þeim i vel, er bezt býður. Það sem
þeir sjá sér engan hag í að framkvæma láta þeir
ógert, og soldáninn, sem aldrei sér neitt hvað ger-
ist fyrir utan hallargarð sinn, veit vanalega ekkert
um það, livort skipunum hans er hiýtt eða ekki,
því honum ersjaldan sagt satt um það, er geristi
riki iians, og lætur sig það yfir höfuð litlu skifta,
nema það sé eitthvað sjálfum honum beinlínis við-
komandi.
Radium.
— :o:—
Mlkið iiefir verið rítað um hið nýfundna efnl,
sem nefut er radium, siðastliðið ár; líklega vegna
þess að það efni hefir ýmsa eiginlegleika, sem vís-
indamenn geta enn ekki útskýrt tii hlýtar, en þó
munu flest alþýðurit fremur geta þess, til þess að
hafa frá einhverju undraverðu að segja, því inörg
þeura tala um það, sem yfirnáttúrlegt náttúruaf-
brigði;— en kynjasögur láta altaf vel í eyrum al-
mennings.
Efni þetta er málmur og að kemisku eðli ná-
skylt öðru alþektu efni, sem barium heitir, ogí
öllum sameiningum við önnur efni virðist það
fylgja algildandi kemiskum lögum. En frá eðlis-
fræðislegu sjónarsmiði er það flestum öðrum efn-
um frábrugðið að vissu leyti. Efni þetta gefur
frá sér hita og kemiska geisla án þess að taka
sjálft nokkrum breytingum. Áður var það kunn-
ugt að aðrir fágætir málmar, t. d. uranium og
thorium höfðu þessa eiginlegleika en radium heflr
þá miklu meiri en nokkurt annað efni sem mönn-
um er enn kunnugt.
Radiuin gefur frá sér svo mikinn liita að það
getur haldið hlutum næst sér tveim til þrem stig-
um heitari en eðlilegur loftshiti er þar í nánd.
.nálítill moli af radium bræðir á skömmum tíina
jafn-stóran ísmola. Kemiskir geislar frá efni þessu
eru svipaðir X-geislum eða liinum ósýnilegu kem-
isku sólargeislum. Þeir streyma frá efni þessu
meir en frá nokkrum öðrum hlut, sem menn enn
þekkja, og þess vegna hefir radium svo mikil áhrif
á líkama manna og dýra að varlega verður með
það að fara; því annars geta geislar þessir verið
skaðlegir fyrir líkamann eins og X-geislar þegar
óvarlega er með þá farið.
Það er enn engin sönnan fengin fyrir því
hvernig það geti átt sér stað, að efni þetta gefi frá
sér hið mikla afl, sem fólgið erí þessum geislum,
alt af jafnt, án þess það sjálft eyðist eða breytist
hið miusta. — En ýmsar sennilegar getgátur hafa
eðlisfræðingar leitt að því hvernig þetta geti haft
eðlilegar orsakir og víst er um það, að eðli þessa
efnis sýnir ekkert í þá átt, að eldur geti brunnið
án þess að eldsneytið eyðist né sílireyfivél unnið
án þess að neyta neins afls.
Efni þetta var fundið fyrir rúmu ári síðan af
frönskum vísindsmanni, professor Curie og konu
hans. Þau hjón og margir aðrir vísindamenn hafa
3Íðan stöðugt unnið að því að rannsaka eðli þess
og ná því úr samböndum við önnur efni. En það
er enginn hægðarleikur aðnáíradium, þvi það
hefir enn ekki fundist nema í einni steintegund,
sem er fremur sjaldgæf, og þar er svo lítið af efn-
inu að fáein smálcorn fást að eins úr einutonni af
steini. Af hreinu radium er enn ekki fengið svo
mikið, að það fylli vanalega teskeið, og svo dýrt
er það, að ef pund væri til af því mundi það naum-
ast fást fyrir eina miljón dollara í gulli. Samein-
að klórín (sem er annað aðalefnið í vanalegu mat-
arsalti) myndar radium salt, og af því salti eru nú
fengin fáein pund. sem vísindamenn verða að nota
til ýmsra rannsókna um eðli þes3a efnis, en engar
líkur eru til þess að það verði bráðlega algeng
verzlunarvara.
Radium hefir verið reynt við ýmsa sjúkdóma,
og geislarnir frá því virðast hafa svipuð áhrif og
X-geislar eða ljósgeislar Finsens, þó virðast radi-
um-geislarnir hafa enn meiri og fljótvirkari áhrif
eu nokkrir aðrir kemiskir geislar, er menn enn
þekkja.
Þsngmenrv.
Við alþingiskosningar a ísiandi fyrstu dagana
í júnímánuði voru þessir kosnir þingmenn.
í KJÓSAK- Og GUI.lBllINOUSÝSI.U:
B j ö r n K r i s t j á n s s o n kaupm.með 265 atkv. og
Dr. Valtýr Guðmundsson með 229 atkv.
í keykjavík:
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri með 244
atkvæðum.
í borgaiífjakHaksýslu :
Þórhallur Bjarnason lektor með 99 atkv.
í mýkasýslu:
Séra Magnús Andréssoná Gilsbakka með
48 atkvæðum.
í SNÆFELLSNESSÝSLU:
Lárus H. Bjarnason sýslumaður með 107
atkvæðum.
í uai.asýslu:
Björn Bjarnason sýslumaður með 82 atkv.
í barÐastkandasýslu:
Séra Sigurður Jensson með 36 atkv.
í ísafjarÐaksýslum:
Skúli Thoroddsen ritstjóri með 184atkv. og
Jóhannes Olafsson póstafgeiðslumaður á
Dýrafirði með 80 atkvæðum.
í STRANDASÝSLU:
Guðjón Guðlaugsson með 28 atkvæðum.
í HÚNAVATNSSÝSI.U:
Hermann Jónassoná Þingeyrum með 161
atkvæðum og
Jón Jakobsson forngripavörðurmeð 144atkv.
í skagafjakHarsýslu:
Olafur Briem og Stefán Stefánsson
kennari.
í eyjafjarÐarsýslu:
Klemens Jónsson sýslum. með 362 atkv. og
Hannes Ilafstein sýslum. með 213 atkv.
í norÐur-Þingeyjarsýslu:
Árni Jónsso prófastur á Skútustöðum með
40 atkvæðum.
í suÐur-Þingeyjarsýslu:
Pétur Jónsson á Gautlöndum með 82 atkv.
í NORÖUR-MÚLASÝSI.U:
Jóhannes Jólignnesson sj'slum. með 182
atkvæðum og
Séra E i n a r Þórðarsoní Hofteigi ineð 112
atkvæðum.
í suÐur-múlasýsi.u:
Olafur Thorlacius læknir með 128 atkv. og
Guttormur Vigfússon með 120atkvæðum.
í AUSTUR-8KAFTAFELLSSÝSI.U:
Þorgrímur Þórðarson læknir með 58 atkv.
í VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU:
Guðlaugur Guðmundsson sýslum. með
36 atkvæðum.
í RANGÁRVALLASÝSLU:
Séra Eggert Pálsson á Breiðabólstað með
240 atkvæðum og
Magnús Stephensen landshöfðingi með
228 atkvæðum,
í árnessýsi.u :
Hannes Þorsteinsson ritstjóri með 209
atkvæðum og
Olafur Olafsson ritstjóri með 179 atkv.
í vestmannaeyjum:
J ó n M a g n ú s s o n landritari með 34 atkvæðum.
Af þessum 30 þjóðkjörnu þingmönnum eru
fimm bændur, sex prestar, sex sýslumenn, þrír rit-
stjórar, tveir læknar og tveir kennarar.
Flest atkvæði hefir fyrri þingmaður Eyfirð-
inga (362), en fæst heíir þingmaður Strandamanna
(28). Er því auðsætt að sá annmarki á heima á ís-
landi, engu síður en í flestum öðrum löndum, þar
sem þingmenn eru þjóðkjörnir, að of mikill mun-
ur er á mannfjölda í kjördæmum, og minni hluta
flokkur kjósenda getur seut á þing meiri hlutan af
fulltrúum þjóðarinnar.
En líklegt er að hin afkáralegu kosningalög
íslendinga, sem leyfa að eins einn kjörstað í liverju
kjördæmi, eigi mikinn þútt í þvi, að atkvæðatalan
er svo misjöfn, því það mun oft, eiga sér stað að
kjósendur sjái sér með öllu ófært að sækja kjör-
fundi.