Voröld - 30.07.1918, Blaðsíða 2
Bls. 2
VORÖLD
Winnipeg, 30. júlí, 1918.
BENROGN
Um vopn og vígaferli og sár í
dögum.
cúr Iðunn.
Eftir Steingrím Matthíasson.
bar-
“Sá atburður varð, er þeir Gunnar
riðu neðan at Kangá, at blóð féll á at-
geirinn. Kolskeggur spurðu hví þat
myndi sæta. Gunnar svaraði, ef slik-
ir atburðir yrði, at þat væri kallat í
öðrum löndum benrögn — ok væri
jafnan fyrir sr.órfundum.”—Njála bls.
164.
“Skeggöld, skálmöld.”
Svo virði3t sem mennimir hafi frá
upphafi Vega sinna borist á banaspjót-
um; því allra elztu fornmenjar, er
fundist hafa, eru vopn — luraleg stein-
sverð og tinnuhnifar. En innan um
vopnin finnast álíka gamlar hauskúp-
ur og önnur mannabein, sem bera
ótvíræk merki uudan þessum sömu
vopnum og sjna ljósiega, ao ákomu
t þeirra fylgdi ýmist “beinbrot eða
bani.” Frá þessum grimmu og hund-
heiðnu tímum og fram á vora upp-
lýstu daga, hefir verið kept við að
finna ný og betri vopn, hvert öðru ægi-
legra og óhappadrýgra fyrir mótstöðu-
manninn.
Takmarkið er og hefir verið, að
finna vopn, er geti ekki að eins stein-
drepið einn mann á svipstundu, held-
ur sem allra fyrirhafnarminst eytt lífi
fjölmargra manna I einu. pessi djöf-
ullega hugsun vakir enn í brjóstum
margra ma'nna og ekki sízt þeirra,
sem mest-ráða meðal helztu menning-
arþjóðanna. Fyrir þeim vakir enn
þá sú svipmik’a grimdarhugsjón sem
gjört hefir Calgúla keisara iliræmdan
og óþokkaðan í veraldarsögunni. Hann
óskaði sér, að höfuð allra Rómverja
sætu á einum hálsi til þess að hann
gæti hálshöggvið þá alla einu höggi.—
“Ekki er gaman að guðspjöllunum,
því enginn er í þeim bardaginn,” sagðl
kerlingin; dg sú kerling var eins og
fólk er flest. Flestum — karlmönn-
um að minsta kosti—þykir bragðlítið
eintómt friðsair.legt guðsorð og sækj-
ast eftir að lesa styrjaldir og bardaga.
Unglingar eru yfirleitt sólgnir í að
lesa svakalegar bardagasögur. Marg-
ir munu kannast við það frá æskuár-
unum, er þeir lásu fornaldarsögur
þaér sem mest útmáluðu vígaferlin.
pá var sem eitthvert óhræsis ránfygll
hlakkaði innan í oss við lesturinn.
“sem átfrekir óðins haukar
es vals vitu
varmar bráðir.”
Svona er rándýrlð ofarlega I okkur á
20. öld, þrátt fyrir kristindómsfræðslu
og margra alda menningarframþróun.
Sennilega kemur þetta af því, að
menningartímin er svo örstuttur, bor-
inn saman vil þann óratíma, í “örófi
vetra,” sem forfeður vorir hafa átt í
eilífum ófriði og blóðugum bardögum,
er gagntóku þannig huga þeirra að
fltsýnið náði sjaldan út fyrir vigvöll-
inn.
Vopn og verjur
pó vafasamt þyki, að fornmenn haft
nokkurn tíma kunnað að sjóða eins
gott stál og nú þekkist, þá má þó
gjöra ráð fyrir, að bit sverðanna
sumra hafi verið sórlega gott, svo að
ef vel var brýnt, hafi þau getað bitið
líkt og rakhnifur nú á tímum. En
hvað dugði það þegar járnhlífamar
komu til sögunnar. það var von, að
Egill yrði gramur, þegar vopnin bitu
ekki á Atla hinn skamma; hann átti
þá einskis annars úrkost en að bita
hann á barkann.
pegar púðrið var fundið, dugð i ekki
neinar járnhlífar, heldur; --vo að
hemaðaraðferðin varð að gjörbreyt-
ast. Og á síðasta mannsaldri hafp
fundist enn þá öflugri sprengiefni, svo
að púðrið er eins og barnaleikfang í
samanburði við þau. Prometheus
stal eldinum frá Seifi og gaf mönnun-
um, segir sagan. En niðjar hans
náðu ,í enn lneira, þvi dýnamít, melinij
og turpínat og hvað þau nú heita,
þessi Voðaefni, sem öllu geta sundrað,
standa í rauninni ekki þrumufleygi
Seifs að baki.
Frá fornu fari hafa hugvitsmenn
keps^ um að hugsa upp og smíða sem
allra bitrust og stórvirkust vopn, en
jafnframt hafa þeir kepst um að
gjöra sem allra beztar hlífar, er gætu
staðizt ákomu vopnanna. í þessum
kappleik vopna og hlífa hafa vopnin
venjulega orðið skæðari.
Pað var einhver æðsta hugsjón for-
feðra vorra að eignast vopn, er gætl
bitið á alt; og I æfintýram fornaldar-
innar eru þessar hugsjónir'látnar ræs-
astt meira og minna.
“Svá beit þá sverð
ór siklings hendi
váðir Váfaðar,
sem í vatn of brygði”-—
segir I Hákonarmálum. Gramur,
sverð Sigurðar Fáfnisbana, sneið í
sundur ullarlagð, er rann með
straumnum eftir ánni Rín. Sverð
Hreggviðar konungs “beit með at-
kvæðum stál og steina svo sem blauta
mannabúka.” Sverðið Kvernbítur
reist , sundur kvarnarstein sem ostur
væri. Sköfnungur var sagður svip-
aður að gæðum og ætið varð hann
mannsbani í hvert sinn, er honum var
brugðið. Og Gusisnautar örvarodds
flugu í gegnum þykt og þunt eins og
loftið tómt.
Hvergi rætist \ö hugsjónin um bit-
urleik sverðanna betur en í frásögn-
inni um sverðið Mímung, er Völund-
ur smíðaði:
“VöTúndur skyldi gjöra það^ sverð,
sem væri afbragð annara, en Amalías
járnsmiður konungs skyldi smíða her-
klæði, er sverð Völundar fengi ekki
unnið á. pegar báðir höfðu leyst verk
sitt af hendi, skyldi reyna smlðisgrip-
ina. Settist þá Amilías á stól í her-
klæðum sínum of bað Völund höggva
sig. Völundur lagði þá eggjar Mím-
ungs ofurgætilega á hjálm Amilíasar,
þar sem hann sat. En óðara leið
sverðið niður og klauf Amilías í herð-
ar niður. Og svo mjúkar voru eggj-
amar, að Amilías fann eigi meir til'
þessa en sem vatn rynni niður milli
herða honum; en sverðið rann niður
viðstöðulaust og nam el staðar fyr
enn það sökk upp að hjöltum í jörð
niður. pá valt sinn helmingurinn af
Amilíasi Hvoru megin út af stólnum
steindauður. Og er Amilías úr sög-
unni.”
pessar og þvílíkar bardagalýsingar
í fornritum vorum eru mjög sviplíkar
lýsingum Hómers í Ilionskviðu, nema
hvað Hómer er skáldlegri í líkingum
slnum. pað sýnist eiga vel' við að
setja hér tii samanburðar frásögu
hans af framgöngu Akkils til dæmis.
“Svo sem þá er geysilegur eldur
hleypur óður um djúpa afdali, þegar
þykkur skógur er að brenna, og vind-
urinn keyrir fram logann og þyrlar
honum um alt, — svo óð Akkilles um
alt, með spjót i hendi, líkur einhverri
óhemju, og elti menn þá, er feigir
voru, en dökk jörðin flaut í blóði.—
Svo sem þá er maður tengir saman
krúnubreiða uxa, til að láta þá þresk-
ja hvítt bygg á vel settum þreskivelli
og smækka byggkomin skjótt undir
Islendingadagur
Á GIMLI
2. ágúst 1918.
Forseti Dagsins: Bergthór Thordarsson.
PROGRAM:
Ræða—Minni íslands.....Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
Kvæði—Minni íslands...........Jón Jónatanson.
Ræða—Minni Kanada ____—......Jón Árnason, M.A.
Kvæði—Minni Kanada...........Dr. S- E. Björnson.
Ræða—Minni Nýja Islands........G. 0. Einarson.
Kvæði—Minni Nyja Islands..Sigursteinn Einarson.
Ræða—Minni Kvenna........Séra A. E. Kristjánson.
Kvæði—Minni Kvenna .......Gutt. J. Guttormsson
Söngvar undir umsjón Jónasar Pálssonar fara fram
milli ræðanna.
Gísli Jónsson, hinn góðkunni söngmaður syngur ís-
'enzka söngva.
’lslenzk glíma, hlaup, stökk„ kappsund og aðrar íþróttir
eins og að undanfömu.
Dans að kveldinu.—Prís vals.
íslendingar viljum vér allir vera.
FJÖLMENNID A fSLENDINGADAGINN Á GIMLI.
NEFNDIN.
klamfum inna hábaulandi nauta: svo
tróðu enir einhæfðu hestar hins hug-
stóra Akkils, jafnt mannabúka og
skjöidu, en allur hjólásinn undir kerr-
unni varð blóði drifinn, og blóðslett-
urnar undan hófunum og hjóiröndun-
um gengu yfir kerrustólsbogann; en
Peleifsson geystist áfram til að
vinna sér frægð, og voru hinir
óárennilegu armleggir hans blóði
stokknir.” II. kviða. (Pýð Svb. Eg.
XX 488—505).
Svo segir í Vígslóða Shb. gr. 268 og
269:
... .En þat er §ár, ef þar blæðir sem
á kom. —
. .En þat eru hin meiri sár; heilund
ok holund og mergund. pat er heil-
und, er rauf er á hausi til heila, hvart
sem hann er höggvinn eða rifnaður eð-i
brotinn. En þá er holund, ef blóð má
falla & hol ór sári. En þá er merg-
und, ef bein er í sundur til mergjar,
þat sem mergur er í, hvárt sem þat er
fiöggvit. eða brotit.... ,
-Og seinna (bls. 352) er því lýst,
hvernig megi með kera eða kanna
greina hvernig sárum sé háttað.
pað má af þessu og þvilíku ráða, að
fornmenn þektu allvel líkamsbygging-
una eða að minsta kosti engu síður en
vanir slátrarar þekkja hvernig sauð-
kindin er sköpuð. Og ekki hafa þeir
aflað sér þeirrar þekkingar með neinu
bókagrúski, heldur af eigin sjón og
reynd á sjálfum blóðvellinum.
Sárin í fornaldarbardögum voru
aðallega tvenns konar — stungusár
eða höggsár.^
Stungusár orsökuðust af skot- og
lagvopnum t.d.: örvum, gaflokum,
Spjót.um, atgeiram, o. fl., en högg-
sárin af sverðum, söxum, öxum, at-
geirum og öðrum vopnum, sem beita
mátti jafnt til höggs og til að leggja
með, eins og t.d. bryntröllum og
brynþvörum.
Stungusárin voru venjulega langt-
um minni tilsýndar en önnur sár, en
þau voru yfirleitt dýpri, og þess vegna
hættulegri, að þau gengu jafnaðarlega
á hol. pó örvarnar væru mjóar og
litlar fyrirferðar urðu þær mörgum að
bana, ekki sízt ef þær voru skotnar
af boga Gunnars eða Einars pambar-
skelfis. Spjótsór voru mjög hættu-
leg, ef spjótinu v«r skotið eða því
fylgt af nægu afli til lags. pað er
algengt að lesa um það í sögunum að
spjót varð mönnum að bana. Nægir
að minna á þegar Ingjaldur á Keldum
skýtur spjótinu yfir Rangá og í gegn-
um einn af mönnum Flosa. Eða t.d.
þegar Kári skýtur Eyjólf Bölverksson
(“hvar ér nú * hann Eyjólfur, ef þú
vilt launa ,».iram hringinn'. ’ segir
þorgeir skorargeir við Kára) og gekk
spjótið óðara í gegnum Eyjólf.
Margir fornmenn notuðu spjótin
eingöngu sem lagvopn og skut.-i þeim
ekki. Atgeirarair, sem líktust breið-
um spjót.u n, voru oftast notaðir lil:a
til að leggja með, en stundum v.n
þeim skotið sem spjótum eða höggv-
ið með þeim. Gunnar vegur monn
upp á atge'’ium eins og t.,I. p ,geir
Otkelson, sem hann slöngvaði siðan
út á Rangá (Nj. bls. 165). petta þótti
vasklega gjört og víðar til þess teaið
en í Njálu, að lyfta þannig þuuv.'n
mótstöðumanni hátt á loft “og sæfa
hann á spjótinu” (sbr. pórólf íi'. s d-
úlfsson, er hann drepur jarlinn. E?í'ss.
bls. 136). Hins vegar er þess 3
um ölvi barnakarl og honum til vegs-
auka, að hann “'lét eigi henda bö. a á
spjótsoddum, sem þá var víkmguin
títt; því var hann barnakarl kallað-
Flngu höggvin hræ
' HaUvarðs á sæ,”
Itvað S: Ufgrímur, er hanr. hatöl
slöngvað Hallvarði snarfan á bryn-
tröllinu útbyrðis. pað er auðséð á
sögunum, að söguritarinn leikur sér
jitundum at því að útmála hve höndu-
lega köppunum ferst að koma féndum
ðinum fyrir kattarnef, likt og Hómer
er vanur að gjöra, -sbr t.d. Ilions-
kviðu VIII, bls. 26.
pað er eftirtektavert, að háar hug-
sjónir og hugmyndapmíði mannkyns-
ins á þessu bernskuskeiði rætas,
smám saman og ná fullum veruleik
mörgum öldum seinna við framþróun
mannsandans.
Loftkastalar, sem gnæfa við himin
líkt og höll Utgarða-Loka, standa nú
föstum fótum eins og risahallirnar
(skyscrapers) I Vesturheimi. .
Nú fljúga menn í loftinu líkt og
Loki í fjaðurham Freyju. Nú þjóta
eimskipin hafna á milli og þurfa ekki
að bíða byrjar fremur en skip Hrafn-
istumanna.
Heimdallur heyrði ull spretta &
sauðum og gras á jörðu, en vér getum
heyrt hver til annars, þó óra vegur sé
á milli, og sent sjálfum okkur skeyti,
sem berst i kringum allan jarðar-
hnöttinn.
Líkt og Möndull græddi fæturna á
Göngu-Hrólfi, kunna læknar nú að
græða við afhöggna limi að minsta
kosti á dýrum. Hin draumkenda
hugsjón fornmanna um bit vopnanna
er líka farin að rætast.
Menn hafa nú fengið vopn í hendur,
sem standa hvorki Mímungi né Gusis-
nautum að baki. Riffilskeytin þjóta
gegnum hlífar og hold jafn fyrirhafn-
arlítið og sverð Völúndar gegnum
skrokk Amiliasar eða Gusisnautar
gegnum brynjaða berserki. Og fall-
byssuskeytin hlaðin meliníti eða turp-
ínati feykja burtu limum eða líkams-
hlutum, líkt og þegar blásið er á bifu-
kollu og fisið fýkur víðsvegar. —-
Mjölnir, hamar pórs, þótti ægilegt
vopn, er hann molaði sundur hausa á
jötnum í smámola. En fallbyssufer-
líki pjóðverja virðast standa Mjölni
lítt að baki.
pannig rætast hugsjónir æfintýra-
skáldanna líkt og draumar berdreym-
inna manna.
pví miður virðist svo, sem hugsjón-
in um Fróða-frið muni eiga enn þá
langt í land til að rætast, en þeir tim-
ar munu þó eflaust koma, áður en
varir.
Sár fornmanna
Hughreysti og hamfarir
“Fár verðr fagr af sárum,” kvað
pormóður.
Löngum hafa sár og blóðgar undir
þótt hryllileg sjón.
Mikill fjöldi manna er svo gjörður,
að þeim er meðfædd einhver ógeðfeld
tilfinning fyrir að sjá, þó ekki sé
nema opin sár, hvort sem er á sjálfum
þeim eða öðrum, svo að sumir jafn-
vel líða í ómeginn, er þeir sjá dreyra
úr sári. En “svo má illu venjast, að
gott þykji” eða að minsta kosti við-
unandi. Og svo er það um lækna, að
þó sumum í fyrstunni falli illa að
horfa á flakandi sár við holdskurði,
þá harðnar tilfinningin smám saman
svo, að með tímanum verður þeim
ekki meira fyrir að skera í mannshold
en dýrshold væri.
Og líkt hefir verið fyrir fornmönn-
um. Sár og blóðsúthellingar urðu að
daglegum fyrirbrigðum. Mörgum
þeirra varð ekki meira fyrir að drepa
mann heldur en slátrara að sálga
skepnum. pó er þess getið um Gunn-
ar á Hlíðarenda, að honum hafi fallið
illa manndrápin og hann finnur sjálf-
ur til þess veikleika síns, því hann
spyr hvort hann sé því óvaskari en
aðrir menn, sem honum þyki meira
fyrir en öðrum mönnum að vega
menft. — Annars verður maður hjá
flestum söguhetjum var við gleði og
ánægju yfir því, að koma sem flestum
sárum á mótstöðumennina og vinna
þeim sem allra mest tjón, sbr. visu
Egils:
“Farit lief ek blóðgum brandi” o. s.
^•v.. (Egils raga bls. 121)
Dagleg vígaferli gjörðu þá harða og
tilfinningarsljóva fyrir sársaukanum,
svo vér sjáum þá hamast og halda
áfram að berjast, þó af þeim sé höggv-
in hönd eða fótur. pormóður kveður
vísu með ’spjótið í hjartanu “ok deyr
standandi upp við búlkann.” Og Jök-
ull Bárðarson situr rólegur og raular
visu, meðan konungurinn lætur
höggva hann með bitlitlu vopni:
JSvíða sár af mæði
setit hef’k opt við betra,
und es á oss sús sprændi
ótrauð legi rauðum o. s. frv.
Flestir kannast við, hve Jómsvík-
ingar urðu karlmannlega við dauða
sínum o. s. frv.
pessar sögur eru auðvitað nokkuð
ýktar í munnmælum mann fram af
manni, en sannar þó í megindráttum.
— Hins vegar eru mörg dæmi þess í
sögunni, að ekki voru allir hetjur.
Sumir báru sig illa undir sárunUm og
nægir að benda á bóndann, sem kom
inn í hlöðuna á Stiklastöðum og fór
að gjöra gys að hinum særðu mönn-
um þar, hve þeir báru sið illa. por-
móður tók því svo illa að hann
“hjó til hans sverði slæmdi af hon-
uiji báða þjóhnappana, en bóndi kvað
við hátt með miklum skræk og þreif
til þjóhnappanna báðum höndum.
pormóður mælti þá: pér er illa sam-
an farit, er þú finnur at þreki annara,
þar þú ert þreklaus sjálfur. En hér
eru margir mjök sárir ok vælar engi
þeirra, en þú hlæktir sem geit ok
veinaii sem merr, þó at þú hafir eina
vöðvaskeinu Utla.”
Ægilegar eru sumar bardagalýsing-
arnar í fornsögum vorum og fornald-
arsögum, eins og t. d. þar sem lýst er
framgöngu kappanna hans Hrólfs
kraka, er þeir hlóðu valköstum kring
um sig svo háum, að varla varð yfir
komist. Eða tökum t. d. framgöngu
pormóðar á Stiklastöðum:
“pat hafa menn at ágætum gjört,
hversu rösklega pormóður Kolbrúnar-
skáld barðist á Stiklastöðum, þá er
ólafur konungur féll, því at hann
hafði hvárki skjöld né brynju; hann
hjó ávalt tveim höndum með breið-
exi, ok óð í gegnum fylkingar, ok þótti
engum gott, þeim er fyrir honum urðu
at eiga náttból undir exi hans.’
Eða aðfarir Göngu-Hrólfs gamla:
“Hrólfur gengur hart fra^n ok hegg-
ur til beggja handa; urðu þeir léttir
fyrir honum ok féll nú hver ftm annan
Engum þurfti hann at gefa meira enn
eitt högg, ok báðar hendur hans voru
blóðugar til axlar upp. Bauð nú flest-
jum frajnganga hans ótta. Hrólfur
jvar þá svo reiður að hann eirði engu;
I hann hjó ákaflega sem hendurnar
j fengu tíðast reitt sverðið, en þrír eða
S fjórir fjellu fyrir hverju hans höggl.
| því var líka.st til að jafna um mann-
| fallit, sem þá er ákaflegast brýtur
: kurl af stofni, er menn gjöra íil kol."
(Fornaldars. Norðurl. III Rvík 1889,
bls. 222 og 234.)
List í tannlækningu.
pess er vonast í enlægni að sá dag-
ur sé ekki fjarri þegar fólkið lærir þa
list að fá aðeins gert við tennur sínar
þar sem það er vel gert , og láta það
ekki dragast að bæta lýti á framtönn-
um sem spilla öllu útlitinu. Full-
komnasta list er í því fólgin að menn
taki ekki eftir listinni. peir sem búa
til tennur hafa fullnægt öllum atrið-
Tim listarinnar. peir hafa búið til
posfulíns tennur allavega litar, og
allavega lagaðar og þannig veitt fólki
reglulega fallegar tennur ef þær eru
settar i munn og mátaðar af þeim
sem vel kunna.
pað hlýtur fólk að vita að mikillar
æfingar og nákvæmni er þörf til þess
að búa til ta.nngarða með eðlilegum
lit og verður bæði sjúklingurinn og
tannlæknirinn að hjálpast þar að.
Að því er mig snertir er ég fús til
þess að leggja mig fram og þér sem
sjúklingar mínir verðið að gera það
sama til þess að tennur og tann-
garður geti orðið sem fullkomnust.
En svo hlýtur Ííka verðið að vera
eftir þeim tíma og þeirri fyrirhörn
sem nauðsynleg eru til þess að gera
verkið fullkomið. pað er ávalt hægt
að fá ódýra vinnu með því að hafa
óæfða menn; cn þegar tennurnar I
þér einu sinni eru eyðilagðar þá batna
þær ekki aftur. Ef þú vilt sannfær-
ast um það að beztu tannlækningar
sem keyptar fást fyrir peninga verða
ódýrastár þegar til lengdar lætur, þa
komdu til mín og ég pkal sannfæra þlg
um það á fáum mínútum með því að
veita þér þá beztu lækningu sem
peningar geta keypt.
Ef þú hefir þegar fengið ódýrar og
lélegar tennur þá geta þær verið að
skemma heilsu þína án þess að þú
vitir af því, þess vegna legg ég það til
að þú komir og lítir inn til mín eins
fljótt og þér er unt. Ráðleggingar
mínar og upplýsingar munu borga sig.
DR. GORDON D. PETERS,
504 Boyd Building
Cor. Portage Ave. og Edmonton Str.
Winnipeg
Dr. Peters kemur til Morris, Mani-
toba á hverjum laugardegi til þess að
stunda iðn sínu.
| Húðir, uli og loðskinn j
t Ef þú óskar eftir fljótri afgrecðslu og hæsta verði fyrir u11 og loð- |
| skinn, skrifið |
( Frank Massin, Brandon, Man. j
SKRIFID EFTIR VERDI OG ARITAN ASPJÖLDUM.
MÁLVELASKÍFUR
Nýjar birgðir af norksnm og
svenskum málvélasktfum, með
danslögum, söngvum o.fl.
THE SWEDISH CANADIAN SALES, LÍMITED
208 Logan Avenue. Sími Garry 117. Winnipeg, Man.
Okeypis Dráttvélar
Bœndur góðir
Ef þú hefir hugsað þér að kaupa land, þá geturðu hagnýtt þér þetta stórkostiegT.
kostaboð. REGLULEG' DRÁTTVEL TIL JARDYRKJU ÓKEYPIS. petta er blátt
áfram ráðvöndleg verzlun eins áreiðanlegasta verzlunarfélagsins í Canada og Banda-
ríkjanna. Dráttvélarnar hafa meðmæli reyndustu bænda og eru eins mikils virði og 10
hestar. Sendið oss umsókn og takið það til hversu mikið þér getið borgað út í hönd
í landinu; dráttvélin er alveg ókeypis. það kostar ekkert að svara. Vér höfum að-
eins fengið fáeinar dráttvélar sem vér lát- um fyrir gjafverð og bókstaflega géfum
eina þeirra með hverri landspildu sem vér seljum.
American Land and Loan Company
WINNIPEG
35 Canada Life Building
MANITOBA