Voröld - 30.07.1918, Blaðsíða 6
Bls. 6
VORÖLD
Winnipeg, 30. júlí, 1918.
TIRES
32x4 PISK
Non - Skid
$30.00.
BREEN MOTOR CO., LTD.
704 Broadway Sími Sherbr. 657
EKKJUMADUR
Eftir Gunnar Gunnarsson.
f------------------------:—
RUBBER STAMPS, STENC-
ILS, SEALS, CATTLE
EAR BUTTONS, Etc.
pegar þið þurfið stimpla insigli,
signet o.s.frv. skrifíð til hins undir-
ritaða.
Sendið eftir ókeypis sýnishomi
af Gripa Eyma Hnöppum.
Canadian Stamp Co.
S. O. BJERRING
Sími, Garry 2176.
380 Donald St. Wlnnipefl
k________________________—J
I........' ..... .......
Talsími Main 1594
GEO.CREED
Fur Manufacturer
SeljiB, geymiö eSa látiö gera
viö loöfötin yöar nú þegar
Allskonar loöskinnaföt séld
meö sumarveröi.
515 Avenue Blk. 265 Portage
-----------------------------\
LANDAR G6DIR
Skiftið við fyrtu íslelnsku
rakarabúðina sem stjómað er
Bamkvœmt fullkomnum heil-
brigðisreglum. Hún er alveg
nýbyrjuð í Iroquois hótelinu,
beint á móti bæjarráðsstof-
unni. Talsími M. 1044.
Ingimar Einarson.
HVEITILAND
1,594 EKRUR, EITTHVAD BEZTA
hveitiland og griparæktarland i
Saskatchewan; 1,209 ekmr rækt-
aðar; yfir $10,000 virði af bygg-
ingum, þrír fimtu af uppsker-
unni í ár fylgja meS í kaupunum;
verð $35.00 ekran. Seljandi hefir
einnig 256 hesta, 15 kýr, þreski
og plægingar áhöld, akuryrkju-
verkfæri af öllu tagi og húsgögn,
allt þetta með þrem fimtu af upp-
skemnni í ár vill hann selja með
landinu fyrir $75,000.00, $15,000.00
borgan út í hönd og $3,000.00 á
ári; renta 6 pró cent. Seljandi
tekur vcðskjöl eða söluskjöl fyrir
part af borguninni. No. 1825.
MINNI LÖND I ÖLLUM HLUTUM
Manitoba og Saskatchewan;
mörgg með sánum ökram og væg-
um skilmálum. Sendið eftir verð-
skrá vorri.
Dominion Farm Exchange
815-8187 Somerset Block, Winnipeg,
Man.
Að horfa fram á þetta einmanalíf, sem
hann sá ekki fyrir endann á. þessir dagar og
nætur í samfeldri röð, endalausri.
það var óbærileg tilhugsun. Stjörnurnar
gengu sína braut, sólin gekk sína braut, ský-
flókarnir eltu hverir aðra, svo sem áður, svo
sem ævinlega. Meðvitundin um mikilleik og
veldi lífsins hafði ekki framar sömu öflugu,
hugðnæmu áhrifin á hann og áður — lét ekki
eftir í sálu hans Ijúfa dtneskju, sem raunar
var engin vitneskja, heldur hugboð, er nálgað-
ist vissu, um eitthvað háleitt og dýrðlegt og
undursamlegt — leyndardóm, sem hann als
ekki hirti um að skilja, af því að hann varð
ekki skilinn — kaus að eins að eiga hann, svo
sem fólginn fjársjóð, kaus að eins að verða
hans var sem lyftingar í sálunni — lyftingar,
er fengi borið hann gegnum lífið og inn um
hlið dauðans. En þessi meðvitund um óendan-
leikann, er hefði átt að lyfta undir hann, svo
sem öflugir vængir, hún lyfti honum ekki fram-
ar — hún drap honum niður. Drap honum
niður, dýpra og dýpra. Svo djúpt, að nú
mundi skamt til botns. Ef það var þá nokkur
botn? . . . þessi heimur lífs og þjáninga, þar
sem honum hafði verið unaður að því að finna,
að hann var smákorn, örlítill hlekkur í heild-
inni — þessi undarlegi, eilíflega óbreytilegi
heimur breytileikans, þar sem hver regndropi,
hvert snækom, hvert blað gróandans hafði
fengið honum unaðsríkrar gleði, þar sem hver
skuggi, hver sólgeisli höfðu kepst um að færa
honum fögnuð — þessi Tieirnur lagðist nú á
hann sem þungt farg. Fergði hann undir sig
með alveldis-lífsmagni sínu, er yfirskygði alt,
og óskeikulli rás sinni að sköpuðu marki. Nú
fékk það honum eigi lengur neins fagnaðar að
vera smáögn, að eins leiftrandi smáögn, skjót-
lega tendrnð, skjótlega slökt — í neistamergð
lífsins. O'g sízt var það furða. því að hann
var þegar kulnaðnr- Kulnaður — án þess þó
að vera kulnaður út----------.
“Af hverju ertu a gráta, pabbi?”
“Eg er ekki að gráta, drengur minn.”
Nei, það var óbærilegt. Með hverjum degin-
um sem leið, með hverri stundinni varð tóm-
legra kringum hann. Og tómlegra í sálu hans.
Síðustu vikurnar var hann gersamlega hættur
að hafa nokkra glögga meðvitund um sjálfan
sig. — Yar hann til ? — Var hann yfirleitt til
í raun og veru ? . . . Eða var þaJ5 alt draumnr?
— Var hann lifandi? — Nei, svo mikið var þó
víst, hann var ekki lifandi . . . En hann þjáð-
ist. þjáðist, og fann þó ekki að.það var sjálf-
nr hann, er þjáðist. — Myndi nokkur maður
geta orðið meiri einstæðingur? . . .
“Af hverju ertu að gráta, paboi7”
“Eg er ekki að gráta, drengur minn.”
Kjörkaup á notud-
um ritvélum.
Underwood
Ein Underwood ritvél með
tveggja lita ræmu eins góð og ný.
Vanaverð $150.00. Vort sérstaka
verð______________$60.00
Smith Premier
Ein Smith Premier ritvél. Sein-
asta gerð. Vanaverð $100.00.
Vort sérstaka verð aðeins__ $40.00
Empire
Tvær Empire ritvélar, umbætt-
ar. Vanaverð $65.00 hver. Vort
sérstaka verð aðeíns, hvor_$18.00
Pantanir utanaf landi fljótt af
hendi leystar. Flutningsgjald
aukreitis. Sparið peninga. Kaup-
ið nú þegar.
Brooke & Holt
130 Lombard Str. Winnipeg
r~-------------------------\
EIGN MED MATJURTA-
GÖRDUM TIL SÖLU
Við Portage Avenue, nálægt
Murray skemtigarðinum. Jarð-
▼egurtnn er annélaður í hin-
um fræga Rauðárdal. Hátt
land og þurt. Læknr rennur í
gegn um cignina. Gömul kona
á þessa eign og getnr hún ekki
etundað hana eins og vera ber.
Skrifið oss eða talsímið.
Árítan ror er:
902 Confederation Bnilding
j Sími Main 2391. Winnipeg.
V___________________________
--------þegar hún dó, hafði hún tekið of
mikið með sér yfir á ókunna landið- Of mikið
af því, sem var hans eign. Eða þeirra. því að,
frá því er hann kyntist henni, hafði hann átt
alt með henni — alt.
Eftir að hún dó, var ekkert það til, er hann
í raun réttri gæti talið sitt. þeirra í millum
hafði aldrei verið um “mitt” eða “þitt” að
ræða. Alt höfð,u þau átt saman, alt var sam-
eign. Fyrir því var það svo öndvert að lifa
lengur — svo sem nú var komið. Að lifa á-
fram án hennar, var nálega sama qg lifa áfram
sálarlaus. Hann hafði vanist því, að hún tæki
fullan þátt í lífi hans, öllu er fyrir hann kom;
það var svo eðlilegt og sjálfgefið. það var
líkt og dulið samband þeirra í millum. þau
þurftu aldrei að skýra neitt hvort fyrir öðru
þau skildu hyort annað alt of vel til þess.
þeim nægði eitt einasta smáorð til að birta
hvort öðru huga sinn, þar sem aðrir þurftu til
langar samræður. Loks lá við, að orðin væru
orðin óþörf þeirra í miilum — með augnaráð-
inn einu og smá svipbreytingum fengu þau
skynjað hvað í hins huga bjó. þau voru orðin
eitt, svo nákvæmlega sem tveim mannlegum
verum er unt að verða það. Og nú var hún
horfin. Horfin fyrir fult og alt með allri sam-
eigninni þeirra. Já, horfin var hún. O? hafði
numið sálu hans burtu með sér — rifið líf hans
upp með rótum. Og, samt sem áður, skilið
hann eftir- ....
“Af hverju ertu að gráta, pahhi?”
“Eg er ekki að gráta, drengur minn.”
Brosið hennar .... Hvað það var einkenni-
legt, að honum skyldi koma al£ í einu í hug
brosið hennar, án þess að hafa augum litið and-
lit hennar frá deginum þeim — vesalings föla
andlitið. Að hann skyldi minnast þess — og
geta náð á því föstum tökum.------Hvað bros-
ið hennar hafði verið töfrandi. Við það varð
engu líkt. Alt er hann vissi og þekkti blikn-
aði fyrir því brosi. það hros hafði verið fögur,
óviðjafnanleg ímynd hennar sjálfrar, svo sem
hún var — í brosinu sínu birtist hún sjálf, heil
og óskift. það var óskiljanlegt, að mannleg
vera skyldi geta brosað þannig. Svo auðugt
var brosið — og gjöfult — og nærgætið —
vitandi alt í sakleysi sínu, fyrirgefandi alt. En
þannig gat aðeins hún brosað. það var þetta
bros sem vakti elsku hans til hennar frá því er
hann sá hana fyrsta sinni. það bros hafði gert
hana nálega að guðdómlegri veru í hans aug-
um, — hans, er engan annan gnðdóm átti,
dirfðist ekki að eiga neinn annan guðdóm, með
því að hann kveið því, að rýra með því gildi
sálar sinnar. það bros hafði hann tilbeðið af
fúsu geði. því að það var guðdómlegt — guð-
dómlegt í sínn alskæra saldeysi, guðdómlegt í
sinni fyrirgefandi nærgætni. En hvað hún
hafði auðgað líf hans — af því að hún var í svo
eðlilegri samhljóðan við alt gott og fagurt í
lífinu; af því að hún var sjálf góð og fögur-
Og hún, sem átti þetta hros — hvernig gat hún
dáið? .... Hvemig getur mannleg vera, er
geymir óendanleikann í sáln sinni, dáið? —
það var óskiljanlegt — óskiljanlegt...
“Af hverjn ertu að gráta, pabbi?”
“Eg er ekki að gráta, drengur minn ”
En hvað lífið var þó miskunnarlaust......
Og hvað hún hefði brosað fallega og hlýlega,
ef hún hefði heyrt þau orð. Brosað, svo að
ljómað hefði af andlitinu og augun talað ást-
armáli, og ef til vildi, hefði hún snortið hann
þýðri hendi sinni, ofurhægt — og um leið, án
þess að mæla orð, en þó fyllilega sannfærandi,
komið hbnum í skilning um, að þ»ð væri bara
Iokleysa, er hann hefði farið með. Og hann
mundi þegar hafa látið sér skiljast það —
skiljast, án þess að verða fyrir auðmýkingu, að
sér hefði skjátlast. — Og hann skildi það--
Ja, skildi hann það nú í rauninni? Skildi hann,
í Ijósi endurminningarinnar um bros hennar,
að lífið væri ekki miskunnarlaust? Hann, sem
stóð þarna uppi aleinn og einman — óskiljan-
lega einmana, án þess að sæist bót á — hann,
sem hafði verið hamingjusamastur allra ham-
ingjusamra manna — atti hann að dirfast þess
að blessa lífið. Gat hann varpað frá sér allri
umhugsun um sakir? Var hann nógu auðugur
til þess, að hann þyrfti ekki að hafa neinn fyrir
sök í böli sínu? Einhversstaðar ldaut, að lík-
indum, sök að vera? Var hún hjá lífinu? . . . .
Eða var sökin engin? — engin sök? — hvergi
nein sök hins illa og óskiljanlega, er að hönd-
um ber? Dauðinn? — einhver hlaut þó að eiga
sök í dauðanum ? — það er að segja, ef dauð-
mn var illur — var af hinu illa. því að ella
var sökin engin. — Frá mannlegu sjónarmiði
eingöngu varð þó, að líkindum, að álíta dauð-
an illan — óhamingju . . . . Og þá var aftur
um sök að ræða. En hvar var hún?
“Af hverju ertu að gráta, pabbi?”
“Eg er ekki að gráta, drengur minn.”
Nei, auðvitað var ekki um neina sök að
ræða .... þetta fór svona, hitt fór á annan
veg- það fór sVona. Og þar með búið. það
var að eins óskynsamra manna háttur, að grípa
til þess, að krefjast skýringa — æpa upp um
sakir. það var bara svo erfitt að bera byrð-
ina . . . . Og maður varð svo innviðarýr og
skorti mótstöðuafl, þegar sorgin nagaði hug-
ann, — þegar örvæntingin saug sig líkt og ígla
á hjartað — til þess að taama það. — Hvernig
gat hann farið að sakast um við lífið — hann,
sem verið hafði hinn hamingjusamasti allra
hamingjusamra bama? Bar honum ekld að
vera þakklátur við lífið fyrir það, að húi;
hafði fetað veginn áfram við hlið hans —
þessar dýrmætú stundir, er henni auðnaðist að
lifa á jörðinni. — Hún var nógu auðug og
nógu góð til þess, að örvænta aldrei. Satt var
það — grátið hafði hún, grátið oft — af því
að — svo sem hún komst að orði — gráturinn
heldur manni góðum og vakandi. En hún var
sæl, jafnvel er hún grét. það hafði hún svc
oft sagt. Og það sem mest var um vert: hann
hafði fundið það. Fundið til sælu hennar —
og lifað á sælu hennar. Ekki svo sem fátækl-
ingurinn af molum auðmannsins; hún hafði
haft á valdi sínu að veita, einnig inn í
sálu hans, svalandi, sírennandi sælustranmum.
Sæla hennar, bros hennar var orðið að inni-
haldi lífs hans — alls lífs hans. Og af þeim
sökum var svo komið, að honum fanst nú, er
hún var horfin, hann vera slíkur hjálparvana
einstæðingur. En ætli henni hefði fallið það
í geð, að hann gæfist upp á þenna hátt . . .
ofurseldi sig — vesalmenskunni ? því að, va -
það ekld þetta, sem hann var að gera? Var
það ekki vesalmannlegt, að láta sjúga úr sSr
alla dáð mótstöðulaust — sjúga sig tóman og
þuran og dauðan? .... meðan maður var þó
á lífi. Æ — á lífi.
“Af hverju ertu að gráta, pabbi?”
“Eg er ekki að gráta, drengur minn.”
það var skylda hans að lifa — lifa og vei'a
glaður. Hún mundi hafa vænst þess af hon-
um. En það var svo torvelt. . . . þegar kiarr.í
lífsins var burtu numinn, gat lífið þó ekki orð-
ið annað en grímuklæddur dauði.
(Framhald)
Vér ttennum
Pitmann og Gregg
hraðritun
SUCCESS
Vér höfum
28 æfða
kennara.
BUSINESS COLLEGE
A HORNINU A PORTAGE OG EDMONTON
WINNIPEG, - MANITOBA
TÆKIFÆRI.
Mikil þörf er á góðu fólki út-
skrifaðu frá Suecess. Hundruð
af bókhölduram, hraðriturum,
skrífuram og skrifstofuþjónum
vantar einmitt nú sem allra fyrst
Byrjið tafarlaust—núna strax í
dag. Búðu þig undir tækifærið
sem drepur á dyr hjá þér. Legðu
fé þitt í mentun. Ef þú gjörir
það þá farast þér svo vel að for-
eldrar þínir, vinir þínir, viðskifta
heimurinn verða stolt af þér.
Success skólinn veitir þér lykil-
inn að dyrum gæfunnar. Bezt
er fyrir þig að innritast tafar-
laust. >
ÖDRUM FULLKOMNARI.
Bezti vitnisburðurinn er al-
ment traust. Árs innritun nem-
enda á Success skólann er miklu
hærri en allra annara verzlunar-
skóla í Winnipeg til samans.
Skóli vor logar af áhuga nýrra
hugmynda og nýtísku aðferða.
ódýrir og einstakra manna skól-
ar eru dýrir hvað sem þeir kosta
Vér höfum séræfða kennara;
kennarar vorir eru langt um
fremri öðrum. Lærið á Success,
þeim skóla skóla hefir farnast
allra skóla bezt. Success skól-
inn vinnur þér velfarnar. J
INNRITIST HVENÆR SEM ER. SKRIFID EFTIR BÆKLING
The Success Business College
F. G. Garbut, Prea.
LTD.
D. F. Ferguson, Prin.
ONE GAR-SCOTT 25 H. P.
Samsett dráttvél og sjálffermari og blástursvél, fyrir I
$3,500. Skilmálar $500 út í hönd og sanngjm tími fyrir það |
sem eftir er. \
Snúið yður til auglýsendans að
902 CONFEDERATION LIFE BUIT.DING, WINNIPEG
C. S. MACDONELL LUMBER C0. f
Bæði Stranda og Fjallaviður
I
I
þakspónn úr rauðum sítrus-viði.
Sívalir og kantaðir staurar. Eldiviður
SKRIFID EFTIR UPPLÝSINGUM UM VERD
346 SOMERSET BLOCK
i)e»i)a»()«»()a»i)«»M
WINNIPEG l
- i
M)e»()'a»()e«»(a
8>a»i»o»o«»(i4aiMB»i)M)a»i)«»o««i)a»o«»o4M9
! D I Á 11 I Vér borgum undantekningar- |
i i\ J 1) J¥l laust hæsta verð. Flutninga- *
1 QJf V AVA JL brúsar lagðir til fyrir heildsölu |
X verð. |
1 SÆTUR OG SÚR
¥ Fljót afgreiðsla, góð skil og =
í kurteis framkoma er trygð með 1
acjf|nui því að verzla við
j DOMINIOf 1 CREAMERIES |
| ASHERN, MAN. og WINNIPEG, MAN.
£a»o«»()«»()a»()a»(ia»o4v<)a»oa»()«»()«»()a»oeB»(ti
SAMA SAGAN
Hér birtist ikrá yfir þá sem keypm
fleiri og færri bluti í Hecla I 'css Co,
Ltd., hjá C. 3. Júlíus, þegar t.ann var
á ferð fyrir \ oröld og prentfélagið
nýlega.: Nú er hann á ferð í sön.-.u
erindum í Laugruth bygðjnni.
Águst Thiðrikson, Gimli.
Sigtr. H. Briem, Icelandic Rivex.
Maóino Briem. Icelandic Rive--.
Jonas Magnuton, Icelanlic R.' er.
Páll F. Vídalin, Icdandic Ri-er.
Thomas T. Ionasson, Icelandi: Rir-r.
Gíslí Einarson, Icelandic Rive?.
Thorvaldur Stefanson, Iceland. líivci.
Friðfinnur SipnðBon, Geys'..
Va’.’imar Sig/.U lason, Geysir.
Einar Benjaminson, Geysir.
Kristjan Sigurdson, Geysir.
Jón G. Guðmundsson, Bifröst.
Eirikur Jóhannesson, Bifröst.
Guðmundur Sigvaldason, Bifröst.
Gestur Oddleifson, Arborg.
Sæunn Anderson, Arborg.
I. Ingjaldson, Arborg.
Mrs. Kr. J. Sveinson, Arborg.
Einar Thorvaldson, Arborg.
Gunnar Sæmundson, Arborg
Thorgr. J. Pálson, Arborg. ^
Vilhj. J. Vopnfjörð, Arborg.
S. E. Einarson, Arborg.
Guðjón Danielson, Arborg.
Séra Jóhann Bjamason, Arborg.
Miss Guðl. K. Brandson, Arborg.
Arni Bjamason, Arborg.
B. J. Hanson, Arborg.
Snæbj. S. Johnson, Arborg.
Guðjón Jónsson. Arborg.
Jón J. Homfjörð, Framnes.
Steinun Th. Stefanson, Framnes.
Jón Björnsson, Framnes.
WINNIPEG MARBLE TILE CO., LTD
1197 Ma!n Str. Winnipeg
Allskonar marmara hyllur og plöt-
ur, eldstæði (fvrir kol og við). Sömu-
leiðis marmara minnismerki.
Skrifið eftir prufum og tiglum.
G. B. Björnsson, Framnes.
Mrs. G. Oliver, Framnes.
Tryggvi Ingjaldson, Frananes.
GÍuðm. Magnuson, Framnes.
Margrét H. Ásmundson, Caliento.
B. I. Sigvaldason, Viðir.
Miss Anna Sigvaldason, Vidir.
Mrs. G. Th. Stefanson, Vidix
Thorarinn Kristjánsson, Vidíx.
Lárus Sölvason, Vidir.
Thorleifur Svfinsson, Vidir.
Thorleifur Sveinson, Vidii'.
Franklin Péturson, Vidir.
Sig. Finnsson, Vidir.
Kristjan Finnsson, Vidir.
M. M Jonason, Vidir.
Jakob Sigvaldason, Vidir.
Björgvin L. Björnson, Vidir.
Albert Sigursieinsson, Hnausa.
Magnús Magnússon, Hnausa.