Voröld


Voröld - 06.08.1918, Blaðsíða 2

Voröld - 06.08.1918, Blaðsíða 2
Sto——■ Bls. 2 VOBÖLD Winniree', 6. ágúst, 1918. r MINNINGARLJOD 2. AGUST, 1918 - - WINNIPEG Minni Breta og Samherja í alda djúp sú tíð er löngu liðin, er lof vér kveðum sverða og skjalda gný. J>að bregður heljar hrolli’ á mannlífs sviðin, er hlaða loftið ófriðarins ský. pví alþjóð heims í anda þráir friðinn, þótt einstök þrælslund blási kolin í. Og enginn berst af ást til þess að berjast, en að eins grimmra fjenda sókn að verjast. En þó að brott sé farinn frægðarljóminn, sem fortíð rán og hernað breiddi á, er hetjulundin lík sem fyr, og sóminn, ef liðs er veikum þörf, að sitja’ ei hjá.. pví heill sé þeim, er hlýddu’ á Sögu dóminn og heyrði lífæð samvizkunnar slá, og heldur kaus með heiðri að falla’ í valinn, en heima sitja og vera blauður talinn. Pó einstaklingsins hugargöfgi og hreysti að hálfu glatast, vanti þjóðarsæmd. pví hurðarás það hugsjón margri raisti, af heimskum múg að vera léttvæg dæmd. En sálna og þjóða bróðurbönd það treysti, ef brott var þröngsýn eigingirni flæmd. Svo hverri þjóð er happ og sæmdar merki, að hafa lítilmagnann stutt í verki. Ef frelsi og samúð hverfa af heima slóðum og hervald skapar mannréttindum gröf, þá leggur kuldann inn að arinhlóðum og eymd og skorti er búin langvinn töf; og þroski og menning minka og hverfa óðum, unz mannlegt líf er seigpínd hefndargjöf. pá snemmtæk gröf á völlum vopnaþinga er vænni en rofnar sættir griðníðinga. Vér trúum því,—að æðri málstað eigi í ægri skálmöld þjóðarsamfylgd vor, að bráðum roði rönd af nýjum degi, er reisi þá, sem féllu og mistu þor, og boði frið á himni, láði og legi og láti grænka sérhvert böðuls spor,— já, þótt vér föllum fyrir sverðum hinna, samt frelsið mun að lokum sigur vinna. pví heitum vér á alla’ er mannúð unna og alla, er frelsi og jöfnuð setja hátt, að hætta ei fyr en hrunin er til grunna hver höll, sem tryggir óréttindum mátt, hver höggorms tönn, sem eitrar andans brunna, um ár og daga moluð er í smátt, hver Níðhöggs mund er marin undir fótum, hvér Marðar tunga skorin upp með rótum- Kom sól og dögg!—lát engi’ og akra gróa og aldin græð í hverjum blóma lund, kom vættur fjalls, kom vörður dimmra skóga og veitið straumum gulls í hverja raund, og varðsveit Ægis út um sund og flóa oss ásjá veit, er þinn vér sækjum fund. — — Með þessu liði—og þreki handa sinna vor þjóðafylgd mun bjartan sigur vinna. Gísli Jónsson. Minni íslenzkra hermanna Oft var ganga íslands barna urð í fangið brött og há, yfir langa æfi fama út við drangabjörgin grá. pó er eins og alt sé leikur okkar daga borið við, nú, er þeysir bani bleikur blóðugt fram um hildar svið. Hve nær var í þyngri þrautum þrúgixm blóðsins troðið á? Aldrei hafa heims á brautum hvílík osköp gengið á- Hugstórum í hermannsbrjóstum hjörtun þungt og voldugt sU, dauðann er og sigur sást um svellur eldhríð brynjum á. pá, sem eru íslandsþjóðar, átt er við og mælt er til, sem í hergný Heljarslóðar lieyra sjaldan orðaskil. Frændur þá, sem þrautir troða þungar, gegn um eld og stál, sem í ógn og ægivoða öðrum reynast hjarta og sál. Nöfnin ykkar þjóðin þekkir — þau í minnum lifa skýr — þegar rofna rökkur mekkir, roðar loftið dagur nýr. Hver mun geta gleymt þér, bróðir, gefið sem að hefir þig viljugt fram á feigðarslóðir falli til að verja mig? II Hvað gerist í gröfunum þar? Er ekki alla að dreyma ástvini sína lieima, ávalt og alstaðar? Skyldi’ ekki hugur og hönd blessa og þakka bréfin beztu af vinum gefin — frændum af fjarlægri strönd? Geta mun gleði tár dropið af hermanns hvarmi, hitnað og negg í barmi — löngun er saknaðs sár. Ekki’ er það ætlan mín, lífskjörum þeirra’ að lýsa, læt eg mér nægja að vísa, meðalgreind, því til þín. Ilt þó þeim mæti margt, ekki þeir kunna að klaga kjör sín í hervaldsaga, flest þó þeim sýnist svart. Hversu sem leið er ljót, þegjandi þola verða þjáningar svaðilferða, horfandi heli mót. Nafn þitt á vör hans vefst síðast, að þrótti þrotinn þegar ’ann hitta skotin brjóstið af helraun hefst. Svo endar sagan lians, lagður í líkþró auða landneminn húms og dauða í fjarlægð síns föðurlands. III Heyrið þér, harmþrungnu m.eður! heyrið þér, systur og bræður, unnustur, elskendur, vinir— íslenzkir frumbúa synir gáfu sig framtíð og frelsi, fjötrana smáðu og helsi, þegar í liðsbón var leitað, lundprúðir gátu’ ekki neitað. pó að þeir fórndauða falli fyrir því volduga kalli, er þeim ei heitið á hæðum himneskum eilífðar gæðum? Skyldi’ ekki eilífðin eiga andanum dýrðlega sveiga, eftir þau svíðandi sárin, söknuðinn, harmana’ o^ tárÍL 1 Munu’ ekki veraldir vakna viðnumdar af þeim er sakna handan við holskeflur dauða'* Ilver sér nú ströndina auða • Eru’ ekki alstaðar harmar, alstaðar sorgþrungnir barmar? Slá ei til helgilands hæða hjörtun, er sakna og blæða? IV Volduga almættis orð! Hafa ekki sár vorra sona sviðið þér, Drottinn? — eg vona — helstunur, mannrán og morð Helþungt að himinsins strönd sérðú’ ekki blóðhafið brotna, bölvun í heiminum drotna, slitin öll bræðralags bönd? Heyrirðu’ ei andvörpin öil? Sástu’ ekki sakleysið líða, sigrað, við ofurmagn stríða blóðstorkinn Belgíu-völl? — Lít eg þar legsteina jörð, áður hvar blómlendið breiða brosti í sólríkið heiða! Eru’ ekki örlögin hörð? Mæltu þitt almættis orð! Slíttu úr herfjötrum heiminn, hrópaðu frið út í geiminn, bannaðu mannrán og morð. Hefir ei heiminum blætt nóg, fyrir syndirnar sínar? Sárna’ ekki undirnar þínar, bróðir! að eðli og ætt. pér, sem að horfið með Iiarm heimsins á stríðandi þjóðir, syrgjendur, saknaðarhljóðir, stillið þér bölið í barm? — Látum svo líðandi þraut leiða oss dýpra og hærra. Verði oss sterkara’ og stærra ljós guðs á lífsþroska braut. Jón Jóna;ansson. Minni Canada Lag: Blessuð sértu, sveitin mín. Canada, vor draumadís, dularkær á liðnum árum, heiður þinn við háfjöll rís, hafinn yfir sund og ís; hjá þér finst oss framtíð vís, þó flaki heimur dauða-sárum, Canada, vor draumadís, dular-kær á liðnum árum. Fyrir handan Atlants-ál áttu fjölda vaskra sona, sem þér helga’ af hug og sál hinztu krafta og síðsta mál, glaðir drekka dauðans skál, djörfung með hins bezta vona fyrir handan Atlants-ál ótal þinna vösku sona. Mun ei vilja móðir hver minnast þín í stuttu ljóði — hvort sem fúsar færðu þér fórnina, sem dýrust er? Saga þín og þeirra ber þrunginn hreim af sorgarhlióði. Mun því vilja móðir hver minnast þín í stuttu ljóði. Vér, sem fæddumst fjarri þér, finnum glögt það hallar degi, því er xnargt, sem þakka ber; en þung og ervið skyldan er, sem að inna eigum vér og til liðs þér verða megi. Vér, sem fæddumst fjarri þér, finnum glögt það hallar degi. pér skal vígja þrek og þor, þig skal styðja’ af ráði og dáðum unz vér sjáum sigur-vor signa blóðug mannlífs spor berst til frelsis fylking hvor og frægðar oss, er hjá þér áðum. pér skal vígja þrek og þor, þig skal styðja’ af ráði og dáðum. Láttu friðarljósið bjart, lífsins faðir, jörðu skína, lægðu myrkrið sorga svart, sárið græddu stórt og margt, bættu mannkyns bölið hart, blóðskuld heims að megi dvína. Láttu friðar Ijósið bjart, lífsins faðir, jörðu slúna! Anna SigorbjÖ!rnsson. Minni Vestur-ísSendinga Móðir (Tileinkað íslerizkum Hermönnum) Sumarsólin blíða signir grund og bæ. Ljúfir tónar líða leynt, í vestan-blæ- Heyrir ástnæmt eyra orðin, sem hann þylur; enginn á það lieyra, utan sá, sem skilur: “Alt er unt að líða, af því eg á þig. Bros þitt ástar blíða breiðir yl um mig. Hugur nálgast hljóður. —Heim er gott að dreyma. — Mildri, góðri móður megnar enginn gleyma. Man eg kyrru kvöldin —kvaðstu vögguljóð— Ástin átti völdin. En hvað þú varst góð! Deyfa kúlna kliðinn kvæðin undur hlýju. Dagur, löngu liðinn, • læðist inn að nýju. Dáð og dug vill sýna, drengurinn þinn hér. Minning móður krýna. Muna, hvar sem fer: Enginn er þinn líki. Ýmsir reynast góðir, Hefi eg himnaríki heima hjá þér, móðir.” Arnrún frá Feili. Annar ágúst,—mörg er minning mörkuð þessum dag—; veitir nýja vinakynning, vekur bræðralag. Hugir sveima’ um heima’ og geina — hafa ýmsir reynt. — Marga dreymir móður heima. — Maður gleymir seint. Stundum, heyri ’ eg suma svara, sitji illa’ á þeim vorhugum, sem vestur fara og vinna nýjan heiin; Að vilja breyta,—og heíta’ að heita hluti af Islands þjóð. Flestir þreyta frægðar leita, fyrir móður slóð. Vestanmanna haldist hróður, — hugur myndar brú. — Austanmenn þar eiga bróður, Ástin, von og trú bindur anda beggja landa, bætir vanda úr; ekkert grandar, ef menn standa eins og ti’austur múr. Arnrún frá Felli. Hringhendur TileinkaS Islendingadeginum 2. ágúst 1918 Minni islands Héðan falla öll vötn til Dýrafjarðar- Steinsnar on’í heima-hlaðið Heið.'n rötuð, slarkað vaðið Næstum full-efnd hugföst heit'n Hjarta-strengd við æskureitinn! Heimþrá átti fult í fangi Ferð þá með — á lestagangi! i !<v':an sá hann sólskins-blíða Sveitu fangið grænna hlíða, Upp .il hafs og inn um skörð Dagaði allan Dýrafjörð! Fegni 'ians varð fall á orði — Fylgdaimaður skemra horfði: “pótt að bilið mælist minna 'Miili þín og heimakynna, Fær er beim-von! Fram eg eygt Fyrirsátur, nær á vegi Snúum irá! svo fjöri’ ei ,týnu m — Feigðin undir túngarð’ þínure. Ilef'UT á bér varan vörð. Dauðinn ver þér Dýraf jörð í ’ “ííeldur Irið eg hinzta skaðan/i Hér, en snúi aftur, þaðan Sem til Dýrafjaröar falla Fossinn sé og læki alla! Sérhverri dropa þrífur þráin þar að mega hníga í sjáinn — par sem lífið lék mig blíðast ljúfast væri að falla síðast pegar t.irzta ganga er gjörð, Deyja m’í Dýrafjörð!” ITvað f :• grjót og götur rangar, Gömla vesturferðalangar! E*íi slygni’ um skapa-gátur- Ökamf sé oss í fyrirsátur? Skeytrm engri vo á vegi Við. á þessum Islands-degi! Skeiðum allir undanhallið Otan hlíð og lækjafallið, Hver á sinni heimajörð ! Dalinn nið’rí Dýrafjörð. Stephan G. Stephansson. Oss ó þvingað anda ber Islendingadaginn, eg því syngja ætla mér okkar slinga braginn. Hausti kvíðir harpan góð, horfin blíðu-gengi; porst.einn síðast “lóuljóð” lék á þíða strengi. Mörg þó bjóðist lireyting hér og betri sjóðir Ijómi, alt hið góða’, er áttum vér, er vor þjóðar sómi. Skákl! Óþvingað þjóðar mál þú skalt hingað muna: Átt að syngja afl og sál inn í hringhenduna. Fyrir liandan, æsku-óðs ekkert blandar strauma: Fjalla-andi fossa-ljóðs fyllir landans drauma. Perlu gnðtt í geisla lier glödd við óttu hreima, ber þar rótt á brjóstum sér bjarta nóttin heima Blómið margt er dagur dvín daggarskarti grætur, því var hjartans huggun mín heiði bjartrar nætur. Rætur áttu oft vor tár öðrum þrátt ókunnar: Betra er fátt, ef svíða sár, samúð nátt.úrunnar. Vorsins fríða, gæða gnótt gladdi’ oss blíðu meður, okkar síðar efldi þrótt , íslenzkt hríðar-veður. pó svellum lostin sæi bygð sólar kosti dulda. hugur brosti í hríðar-sigð, hló í frosti’ og kulda. pó vetur gjaltí vestra hér —von þó snjallir kími, því að allir erfðum vér ögn frá Skalla-Grími. Munum þrátt að leggja lið svo líði ei brátt vor tunga; hún hefir átt að etja við ensku, máttarþunga. Pjóðar-hylli, hjartans-bál hróðrar gylling vafið, ljóða-snilli, máttar-mál má ei villa í hafið. Daga alla muni mátt móður kalli sinna. Saga falleg heldur hgtt hróður fjalla þinna. pinna fjalla hróður hátt heldur falleg Saga. Sinna kalli móður mátt muna alla daga. \ Jg Pálmi. 1V__ illilli'Í! I'.lli!

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.