Voröld - 25.03.1919, Side 1
1
HEY! HEY!
Sendið heyið ykkar til íslenzku k»y-
kaupmannanna, og fáið hæðsta verS,
einnig fljóta afgreiðslu. Peningar lán-
aðir á “kör“ send beint til okkar.
Vér ábyrgjumst að gera yður *-
nægða.
THE NORTHERN HAY CO.
408 Chambers of Commerce
Talsfrr.i G. 2209. Naetur talsfmi S. 3247
Winnipeg, - Man.
II. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, 25. MARZ, 1919
Nr. 8.
STORUM STEINI
HECLA PRESS VEITT LEYFITIL HLUTASÖLU!
1
öllum sem lagt hafa fram fé í fyrirtækið verð a veittir hlutir og send hlutabréf, sem nú er verið að
prenta. Með þessu er enduð svo löng og erfið barátta að þeir einir vita sem í hafa staðið. Sn eftir því
sem erfiðleikarnir voru meiri er sigurinn sælli og gleðin fullkomnari.
UR VEGI!
Fundarfregn
EINS OG MANNI MINNIR TIL
...Nokkrir bygðarmenn hér höí'ðu boðað fund að Markland, Alta.
hinn 3. þ.m. til umræðu um þrjátíu manna ávarpið. Kuldar miklir
höfðu gengið um tíma, og fáförult verið um sveit, sem mun hafa vald-
ið því að mót þetta verð ei svo fjölsótt, sem annars liefði orðið.
Forseti var kjörinn Kristinn Kristinsson og fundarritari Jóhann
Björnsson. Séra Pétur Hjálmsson hóf umræður með langri tölu og
röggsamri um minnisvarðamálið og mælti mjog vel fyrir því. Að því
erindi loknu, ályktaði fundurinn, með góðu samþykki formælanda, að
fresta umræðum um það mál að sinni, en koma þjóðfélagsmálinu á
rekspól. Stephan Ct. las upp þrjátíumanna ávarpið þar næst, og jók
við nokkrum orðum. Ivvað sér virðast vel frá því gengið og vera
því sammála, en engu þó viðbæta*memnngu íslendinga til hróss, láta
sér nægja það sem þegar væri sagt, en fara heldur fáum orðum um
nokkrar þær viðbárur sem hafðar væru gegu viðhaldi íslenzkrar
tungu hér í landi, ef ske kynni að hann gæti sannfært aðra, eins og
sjálfan sig, um að þær væru ekki réttar í reynslunni. Tók til nokkur
dæmi þess, að þau lönd væru mörg, þar sem töluð væri fleiri tunga en
ein, af landsfólki, og væru engir óþjóðræknari fyrir það. Komst að
þeirri niðurstöðu, að máttarstoð þjóðrækni væri frelíar sameiginleg
heimili og hagir manna í einu og sama landi, en eitt o’g sama tungu-
mál. Ilélt því fram, að á unga aldri lærðu börn tvö mál, eður fleiri,
á sama tíma næstum eins létt og eitt, og gat um dæmi til þcss. Sagði
að lærdómur sá, að lesa og skilja isíeiizku, vœri Jangt um oörðugri
en samskonar nám í ensku, stafsetning óbrotnari, og orðin livert, frá
öðru runnin, en ekki gripin upp úr öllum áttum. ])ó taldi hann það
heimskustu viðbáruna, sem héldi því fram, að það gerði fólk útúr-
skotið að eiga kost þess, að læra tvö tungumál. Að öðru jöfnu, væri
sá útúrskotnari og miður fær maður, sem aðeins kynni eitt mál. TTinn
væri ögn víðar heima. Og að vera sem víðast heima, væri það sem
allir eru að hælasa um af og kalla mentun. Islenzkan grciddi fyrir góð
um skilningi á ensku, mjög víða. Unglingar hér, sem á enska skóla
gengju, frá heifilum þar sem önnur mál en enska væru töluð í heima-
húsum, væru ekki þeir sem örðugast ættu við enskuna, heldur hinir,
sem eldust upp heim a hjá sér við afbakaða ensku erlendra foreldra,
eða brezkar mállýzkur. Islenzkan stæði því enskunni hvergi í vegi,
Þjóðrækninni, né einstaklingnum sem hér væri alinn u]ip við innlenda
skólagöngu.
Næst þessu vöru bornar upp, ræddar og samþyktar, þessar
uppástúngur:
1
Fundur þessi tjáir sig fúsan til að gánga í, og styðja eftir föngum,
Alment felag Islendinga, sem stefnir að því einu, að vernda og við-
halda Islenzkri túngu, bókmentum, og listum vestan-hafs; sé öllum
öðrum ágreiningsmálum úti bygt.
H
Fundurmn ræður til að félagið sjái um, að þegar séu hafin samtök
i öllum bygðum íslendinga vestan-hafs, um að öll börn á skólaaldri af
íslenzku bergi brotin, eigi kost á tilsögn í að lesa og að mæla Islenzka
túngu, hvar sem slíkt hefir enn ekki verið upptekið; og að sú tilsögn
verði svo ásett, að heimilum sé sem hægust til aðsóknar; og að félagið
styðji það mál með hverskyns ráði og dáð, sem því er unt,
Fundurinn bendir á hvort ekki sé verulegur vegur, að félagið réði
hæfan mann eður konu, sem ferðaðist uni bygðir vorar vestra, til að
kenna og koma slíkri kenslu á sem víðast, Líka væri það slíkum
manni fremur til meðmæla, væri hann lítið kendur við in önnur ágrein
ingsmál okkar.
III.
Fundurinn telur félaginu þörf að leita aðstoðar íslendinga heima,
að þessu máli. Bendir á, að fýslegt myndi, að fá hingað að heiman,
einhverja þá sem nú þykja snjallastir í íslenzkri tungu, sögu og bók-
mentum, til að flytja hér alþýðleg erindi um þau efni. Fundinum
að^lr °g Rem ^að kynni að verða til góðra úrræða, ef takast mætti,
a br^(óða því götu, að ungir og mentaðir menn og konur uppaliil hér
1 -rVuiy'keim °S við, til kynnis og náms á íslenzkum mentum
V S (j. ,a,?a kar’ eir,hum ef samtök fengjumst um það, að létta þess-
konar folki kostnað sinn.
. IV-
essi undui \ill, að félagi til viðhalds íslenzkunni sé haldið ein-
ungis af ramleik íslendinga sjálfra, hér og heima. Yill á engan hátt
þrengja þvi mah mn á barnaskóla landsins hér, né blanda því við
stjornm.a]. Telur hitt sjálfsagt, að félagið knýi á það, að á þeim
skolum landsms, þar sem kjörkensla er leyfð, sé íslenzkan sett á bekk
með þeim malum sem um má velja.
‘ - V.
Með allra samþykki óskaj- fundur þessi, stofnfundi þeim sem
tialdast a i Wmmpeg, hamingju til samkomulags og viturlegra úrráða,
og ielagmu til alls góðs gengis og langframa.
Að þessum tillögum loknum bar minnisvarðamálið aftur á góma.
Stungið hafði verið uppá að þeir sem á fundi voru staddir, rituðu sig
fyrir einhverri upphæð til bráðabyrgða, §em til taks værí, ef úr stofn-
un allsherjar félagsins yrði meðal íslemjinga og fundarmenn gengju
í það. Talsmaður minnisvarðamálsins bauð þá það jafnkeppi af
sinni hálfu, að allir fundarmenn styrktn hvortveggja. Ófeigur Sig-
urðsson kvaðst mund gera það. Stephan G. sagðist fyrir sitt leyti
engan eyri til þess máls leggja. Sá fróþafriður um heim allan, sem
fólki væri heitin, yrði aldrei að efndumf fyr en alþýðan sjálf fengi
vit 1il að neita, að herklæðast. En lítill vottur til þess virtist sér það
vera, að láta teygja sig óviljugan, til að metnast af og gylla fyrir
sjálfum sér, missi og manntjón sitt, sem nm stæði óbætt. það atriði
að minnisvarði væri, hugfró þeim sem mist hefðu sína í stríðið, væri
vafasamt. Hitt þætti sér líklegra, að mörgum þcim mæðrum sem
syrgja fallinn son, verði léleg ljósmynd af honurn, sein hún á sjálf
heima, mætari menjagripur, heldur en einhver stytta upp úr öllum
valnum, sem væri komið fyrir einhverstaðar í Winnipeg.
Björn Björnsson. kvaðst muna það, að íslenzkt vestanblað hefði
haft það eftir Islendingi, sem í hernum var, og því kunnugur, að
innan við 20 hefði tala þeirra verið, sem innrituðust í fylkingar undir
nafninu Islendingur, af ollum þeim fjöldu sem talinn væri til. Hér,
hefðu hinir allir kallað sig Canadiska. tslendingum væri því þelta
mi'uii; varðamál óslcylt, sem hóp út s.f fyrir sig, á anna : íuitt en þa".n,
semþeir tælcju sinn hlut í minningum um Ganacii-ku hermennina, yfir
höfuð, með öðru fólki hér, og ólíklegt, að aunað væri ósk hermann-
anna sjálfra, sem töldu sig Canadíska, þó þeir væru af íslenzkum ætt-
um runnir.
Jóuann Björnssbn Jýst-i yíir því, að^tíi minnisvarða þcss, sem á-
ætlaður væri og um væri að ræða, vildi hann engu fé eyða. Héraðs-
hælin, sem innlendir menn byggjust við að reisa, í minningarskyni um
hernaðinn, væru sér miklu nær skapi, og bæði hlýlcgri og nytsam-
legri. Hann kvaðst hafa ritað “Lögbergi” fyrir litlu síðan grein í
þessa átt, sém ekki hefði enn verið leyfður aðgangur þar.
þar með lauk því máli, á þessum fundi.
Voru svo upptekin samskot þau til bráðabyrgða, í þarfir íslenzlcs
menningarfélags vestan hafs, ef stofnað yrði. Inn voru borgaðir $12
og skárust ekki þar úr leik heldur, þeir sem fastast liöfðu lialdið fram
minnisvarðamálinu.
Jónas Hunford flutti þar næst áhugamikið livatamál, til innar
yngri kynslóðar, um að hún léti sig viðhald íslenzkunnar hér vestra
miklu skifta, og bæri þar slcylda til, og sagðist vel um það.
Ályktað var, að sökum fjarlægðar og ónógs undirbúnings hér,
væri eklci fært að senda héðan mann á fulltrúaþing það í Winnipeg,
sem lialdast á að þessu sinni. Enda myndu ályktanir þær, sem fund-
urinn þegar hafði gert og sendar yrðu Winnipeg-nefndinni, að nokkru
leyti, lýsa hug manna hér til málefnisins.
Að síðustu voru kosnir í bráðabyrgðarnefnd, sem væntanleg alls-
herjarstjórn sem kjörin yrði, getur snúið sér til, þeir:
Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta, R.R. No. 1; og Jónas J. Hun-
ford, Merkerville, Alta. og Stephan G. Markerville, Alta.
Var svo fundi slitið. Ágreiningur hafði orðið (um minnisvarða-
málið mestur) í einlægni en fullri einurð liafði orðið (um minnisvarða
an með góðri vinsemd. Stephan G.
Eftir á að liyggja og neðanmáls:—“Voröld” sem flutti tillögur und-
irbúnings nefndarinnar í Winnipeg ivrst íslenzlcra blaða, barst ekki
í bygðina fyr en kveldið eftir fundinn, urðu því ekkert teknar til
greina. S.G.
Markerville, 6. inarz, 1919.
VELKOMNIR!
HERMENN ÚR 43. HERDEILDINNI KOMU HEIM í
GÆR. í HENNI VORU FÁEINIR LANÐAR. MIKIL VIÐ- *
HÖFN VAR VIÐ KOMU þEIRRA; BÆRINN ALLUR *
SKREYTTUR FLÖGGUM OG' FÁNUM OG ALLSKONAR |
MERKJUM; ALLRI VERZLUN OG VINNU HÆTT MILLI !
KL. 10 OG 12. VORÖLD FAGNAR þVÍ þEGAR MENN j
KOMA HEIM ÚR STRÍÐINU OG BÝÐUR þÁ EINLÆGLEGA \
VELKOMNA.
J
Þjóðernis Fundurinn
kveld
í
þar þarfs margs að gæta og meðal annars þess er hér segir:
1. Að félagið verði stofnað í væntanlegri samvinnu og sem nán-
ustu sambandi við bræður vora á íslandi.
2. Að kosnir séu aðeins þeir menn félaginu til forstöðu sem
þektir eru að því að láta sér ant um viðhald íslenzks þjóðernis og
íslenzkrar tungu.
3. Að kjósa í forstöðu- og framkvæmdamefndir sem jafnast
riutfallslega úr bænum og bygðunum.
4. Að kjósa sem allra jafnast úr öllum flokkum, bæði að því er
trúarbrögð og stjómmál snertir.
5. Að leyfa sem allra frjálsastar umræður um hin ýmsu mál
sem tími leyfir.
7. Að fresta heldur fundinum og einhverju af störfum hans en
að kasta höndum til félagsstofnunarinnar eða málanna.
8. Að kjósa í stjóm og nefndir sem jafnast af hvoram, körlum
og konum.
9. Að krefjast þess að minnisvarðamálið verði fengið í hendur
þjóðernisfélaginu til framkvæmda.
Þing-kvöð.
Gamla landið góðra erfða!
Gengið oss úr sýn,
Lengur skal ei sitja og syngja
Sólarljóð til þín!
Nú skal rísa. Hefja hug og
Hönd, með ljóð á vör,
þar sem yzt á vestur-vegum
Verða bama-för.
Verða þinna barna-för.
Ef við sýndum feimni í fasi
Fyrirgefðu það —
Kotbörn líta undra-augum
Alfhól, fvrst í stað —
Oft í bláskóg’ framm’ í fjarlægð
Fanst ei vaxin björk —
Lindar-hola, í hilling verður
Haf í eyðimörk.
Haf í víðri eyðimörk.
Nú skal bera á borð með okkur,
Bót við numinn huð,
Margar aldir ósáð sprottið
íslenzkt lífsins brauð:
Alt sem lyfti lengst á götu,
Lýsti út um heim,
Nú skal sæma sveitir nýjar
Sumargjófum þeim.
Sumargjöfum öllum þeim.
Fyr var rausn, að leggja í læðing
Lýði, storð og höf —
Nú á sigram senn að ráða
Sátt og vinagjöf.
Áður þóttí frægð, að falla
Fyrir völd og trú —
Mest er fremd, sem lengst að lifa
Landi sínu nú.
Landi sínu gjöfull nú.
/
Megir þeir, sem mæðra sinna
Menning bera hæst,
það era niðjar þeirra garpa
þá sem hjuggu stærst —
Æska, þú sem allsráð tekur
Eftir lítið skeið',
Orðstír þinn og æfintýri
Átt á þeirri leið.
Átt á þeirri frægðar leið.
Sér í fangi fagra sögu
Framtíð lengi ber,
þó að grasið grói yfir
Götur okkar hér —
Stígðu á þingvöll stórra feðra,
Styrkur vex og þor
Undir fótum voram vita
Vera þeirra spor.
Vera hróðug þeirra spor.
Tíðum átti í harða-höggi
Hugur íslendings,
Æ varð honum sæmdin sinna
Sóknar leið til þings------
ísland sveipi í sögulokin
Sínum fána þó
—Prýddum eigin aðalsmerki —
Yfir vora ró-------
Yfir vora hinztu ró.
Stephan G. Stephansson