Voröld - 25.03.1919, Page 2

Voröld - 25.03.1919, Page 2
Bl*. 2 VORÖLD. Winnipeg, 25. marz, 1919 y Skilinn eftir á fimtu götu .Sagan af mannmum, sem “mundi ekki þekkja nokk- am, hvorki í himnaríki eSa neðri heimum. ’ ’ EFTIR MARIE CORELLI J. P. ísdal, þýddi (niðurlag) “Helvíti!” kláraði Mundi og hló, og var sem 'fians dökka andlit bjarmaði upp og geislar syndruðu f augum hans. “pú hefir rétt að mæla! það er einmítt það, sem eg gjöri. Eg vai’ bara að fara með þig í gegnum þín eigin göng, berra prédikari. þú haðst svo mikið og af svo fjálgu hjarta, biðjandi þess að drengirnir og eg með, yrðu allir fluttir ör- nggir inn í “himnaríki” þessa föðurs, svo að eg hélt að eg skyldi benda þér á þann skýra sannleika um |>að, að himnaríki mundi ekki verða algjört himna- ríkí fyrir mig, þar sem eg þekti þar engan. En þegar þú komst til “Guðs föðursins, ” þá slóst þú á aðrar nótur. En einstæðingsmaður eins og eg er, þá er mér sama hvað hann gjörir við mig. Ein- stæðíngsskapur minn er ef til vill, sjálfum mér að kenna — að minsta kosti er eg nú hér í þessari ver- old, og ef að eg hefði ekki verið nokkurs nýtur, fyrir eitthvað í heimi, mundi eg ekki hafa komið. Hvers vegna?” og hann strauk sína hrokknu hárlokka ■og brosti. “pegar eg fer að hugsa um það, ef að raér hefði verið sagt, áður en eg fæddist, að eg mundi verða í öðrum eins stað og þessum, þar sem að tré og blóm vaxa, og fuglar nærri því að segja tala við mann, og bláu skýin eru yfir höfði þér og góð jÖrð að ganga eftir, undir fótum þér, mundi eg «kki hafa trúað því. þú veizt, að það sem einu- sinni hefir skeð, getur aftur skeð; og eg trúi því, að þegar eg er búinn með þetta líf hérna, að þá muni eg fæðast aftur í annari veröld, eins fagurri og þessari —máske fegurri, og að eg geti setið þar á trjástofni og horft á alt hið lifandi í kringum mig, rétt eins og <eg gjöri hér; og eg mundi finna einhvem þar, sem eg mundi bera umhyggju fyrir—og hver að mundi láta sér umhugað um mig. púskilurmig? Eg trúi að sá almáttugi, hæðsti viti algjörlega, hvers eg hefi verið án, og að hann sjái um, að eg skuli ekki æfin- iega vera án þess. ” “pá er áhugaefni þitt ráðið, ” sagði Jón Matt- fiíasson styttilega. “Og þú þarft. ekki að spyrja mig aokkurn hlut meira um það?” “Nei, ekki algjörlega,” og Mundi horfði á hann vingjarnlega og umburðarlyndislega: “pað er að- <eins þetta: pegar þfi ert að biðjast fyrir og tala um himnaríki, þá bið um stanz í nokkur augnablik og hugsaðu um, hvort nokkur af snáðunum, sem þú ert að tala yfir, séu líklegir að vilja fara þangað, hvort að það mundi gjöra þá sæia. Og ef svo væri, þá ættir þú að ímynda þér að þeir væra ekki búnir til eirts og englar; hörpuskara tegund; þú mundir breya til um orðavalið dálítið, og biðja um ögn af heimili og ögn af ást fyrir þá að hugsa um fullvissandi þá um að guð faðir, eins og faðir mundi aldrei neita þeim um pað! peir mundu búa til'himnaríki hvar sem væri, jafnvel í helvíti.” * * # Jón Matthíasson sat staurþegjandi um augna- Iblik. Svo stóð hann upp og’ sagði: “Jæja, góða mótt. Eg hugsa það sé betra fyrir mig, að ganga til srekkju. ’ ’ “Eg hugsa að svo sé, ” samþykti Mundi, án pess að ympra á þeim sannleika, að hann væri að ganga úr sínu eigin svefnrúmi, með því augnamiði, að þessi líkamlega veiklaði maður gæti haft góða næturhvíld, áður en hann legði upp í ferð sína með morgninum. “pú verður að fara á stað einum tíma fyrir sólarupprás, til þess að komast út úr skóginum Eg skal vekja þig í tíma, til þessað fá þér bita og bolla af kaffi.” Matthíasson þakkaði honum — s.vo sagði hann brosandi: “pú ert skrítilegur náúngi. En það virðist samt, að hjarta þitt sé í réttum stað. Samt, það veiztu, að þú ert ekki rétt trúaður.” “Hvað er það?” spurði Mundi. “Rétt trúaður? Ó, eg veit ekki! pað mundi taka of langan tíma, að útskýra það. En það hlýt- ur að friða þig, að þreifa á því, að drottinn vor dó fyrir þig.” “Eg vona hann hafi ekki gjört það!” sagði Mundi, með skjótri og óvæntri áherzlu. “Eg vildi <ekki hafa eða vita til þess, að nokkur dæi fyrir mig; *e£ eg vissi það, þá vildi eg fremur deyja sjálfur!” Matthíasson starði undrandi, og næstum því skelkaður. petta var slíkt reiðarslag, gegn öllum hans skoðunum. “pú mátt ekki segja þetta, ” sagði hann stam- andi. “Má ekki segja það? En eg hefi nú sagt það, og vil segja það!” sagði mundi í yfirlýsingartón. “Nú, nú, hvaða vesalings sjálfselskufullur fyrirlit- legur smásálaraumingi af manni væri það, sem vildi ííða það, að nokkur dæi fyrir hann. Hvaða huggun á hann að fá, fyrir sína vesalings sál og líkams próf út úr slíku? Heyrðu, farðu í rúmið! pú hefir talað nóg og svo hefi eg einnig. Yertu þakklátur fyrir kraft svefnsins. Amen. ” Jón Matthíasson var sem hikandi—svo, þegar Mundi kveikti á kerti og lét það í hönd hans og bcnti honum til rúmsins, þá þagði hann og fór í rúm- ið. pegar Brúni Mundi var orðinn einn, kveikti hann í annari pípu og fór út fyrir kofa sinn. það var ekkert túnglskin; en stjörnurnar glitruðu í sínum margvíslegu dýrðlegu hersveitum, með svo unaðs- legum silfurbjörtum ljóma uppi í hinu myrka fjólu- bláa ómælisrúmi; þær sýndust þá leiftra líkt og mörg vitaljós á efstu brúnum ósýniiegra hæða. Ummáls- mikill trjástofn, sem tré hafði verið felt af, var upp- áhalds sæti Munda, og í sjálfu sér,ágætis afkymi fyr- ir hann í einveru, hvaðan hann að dagtíma gat séð, bláma fyrir hinum f jærliggjandi hæðum sem lágu að stóra gilinu eða dalnum, þar sem Colorado fljót ruddi sér braut í gegnum; meira að segja að nóttu, gat hann greint allra-hæztu brúnirnar af þessum lóðréttu veggjum, sex til sjö þúsund feta háum, klofnum fyrir million öldum síðan af liraða og krafti þessa volduga vats-fjalls. Hann settist niður og púaði ahyggjufullur pípuna sína og horfði í kríngum sig með athugulum augum (fg hlustaði nákvæmlega eftir hverjum hljóm. Hann heyrði dularfulla hreifingu lifandi vera á jörðinni á meðal trjánna og inni í skóg- inum, hálfa mílu í burtu — hinn tilbreytingarlausa skellihljóm eingisprettunnar, er hún barði sína huldu trumbu og við og við sorglcgt óp dýrs nokkurs eða hvin af fuglavængjum. “Við erum öll saman jafnkær hinum almáttuga og æðsta,” sagði hann lotningarfullur. Og dásamlegt er það, hvernig hann hugsar um okkur öll. pað eru hin sömu lög fyrit menn, dýr og fugla — gjörgu það sem þú finnur, að þú ert ákvarðaður fyrir og set- traust þitt á forsjónina. Spurðu einskis, því þá verð- ur þér ekki sögð nein lýgi. E£ þú ferð að verða á- iiægður, og berja á dyr, sem slag brandur er fyrir, þá meiðir þú sjálfan þig. petta er auðskilið. Nú það er ’olár fugl, sem lifir hér í kríng, sCm er að sjá einstæðingsfugl, eins og eg er sem maður — eða ef hann á félaga, þá- er það huldugjarn skiftavinur, því eg-hefi aldrei séð hánn. Og þó á hann mjög annríkt, að safna í íorðabúr fyrir veturinn, rétt eins og hann hefði fyrir mikilli fjölskyldu að sjá. pað er vegna þess, að honum finst það skylda sín, livort sem hann er nú í hjónabandi eða einn. Einmitt skylda, “pví?” segir hann við sjálfan sig. “Lífsfélagi getur komjð fyr en varir; og hugsum okkur að hún komi hvað skal þá segja um vetrarhúshald ? ” pað er ein- mitt það. Hann lifir eftir löngun náttúrunnar og gjörir skyldu sína. — Hann er ekki að reyna að kom- ast í nokkurt fugla-himnaríki eða fugla-helvíti. Hann er bara fugl. Og eg er iiara maður einmana líka* og þrátt fvrir það, þá er eg fremur vel ánægður. það líður ekki svo nokkur dagur, að eg þakki ekki þeim almáttuga og æðsta fyrir þá blessun, að liafa sjón, pví heimur þessi er eithvað lil að sjá, pó eg næði að lifa í hundrað ár, mundi eg ckki verða þess megnug- ur, að sjá það alt. Mér mundi þykja vænt um, að hafa einV.vern til þess að horfa á þau með mér -- fellega konu, með björtum, viðkvæmnislegum aug- um og smáum vingjarnlegum höndum. En hugsum oss, að hún vildi ekki liorfa, hefði ekki sál fyrir að horfa. pað væri verra en einstæðingsskapurinn. Eftir alt saman held eg, að eg sé býsna vel af, að vera eins og eg er. Og hvað þessum vesalings litla guðspjallaþul viðvíkur, sem sefur þama inni,” og hann gjörði þýðingarmikla hreyfingu á sig í áttina •að kofa sínum—“þá vona eg að hann komist til himnaríkis, ef hann vill það. Eg get að eins ekki hugsað mér, liann berandi sigurkórónu á höfði, og tvo vængi!” Hæglátt bros geislaði um dökka andlitið hans, liros sem var svo fyllilega góðlegt og meðaumkunar- semilegt. Altaf öðru 1 hvoru lyfti hann augimum upp til hins stjörnu krýnda himins, og þegar hann eitt sinn gjörði það, þá brá fyrir skyndilegri loft- sjón, sem kom glitrandi niður í gegnum myrkrið í dýrðlegri rák. Og þegar hún var horfin, eins og niður í jörðina, fylgdi henni eins og dýnkur af stór- um steini er félli til jarðar og orsakaði mikinn grjótskriðuhljóm í fjarska. En við þögnina á eftir, sem var svo djúp og nær því að segja töframögnuð, var eins og Brúna Munda heyrðist einhver rödd í loftinu segja: “Statt þú kyr maður, og íhugaðu dásemdarverk guðs!” • Hugur hans var umvafinn mikilli lotning, lotn- ing sem í skáldi muhdi hafa vakið andagift. En í honum viðhélzt það sem það blátt áfarm var, .holl- ustudýrkun á hinum ósýnilega mætti, um hvern að sagt er: “Og guð leit á alt sem hann hafði skapað og sá að það var harla gott. ” ✓ # * Snemma urn morguninn, þegar hinir fyrstu gullnu bjarmar frá upprennandi sól, skreyttu efstu tinda hæztu og fjarstu fjalla, sjáum við Brúna Munda vera að fylgja umferðar prédikaranum til þess hættuminnsta og bezta vegar gegnum skóginn, er lá til næsta þorps, sem af kurteysi, var kallað borg pegar komið var þangað, er þeir skyldu skilja, var Jón Matthíasson sér þess meðvitandi, að honum þótti verulega leiðinlegt að skilja við þennan stóra hrein- skilna viðhafnarlausa ráðvanda mann. Vertu sæll,” sagð hann, er hann tók í hönd hans og hristi vingjarnlega. “pú hefir verið góðgjarn gagnvart mér, og eg skal æfinlega biðja fyrir þér.” (niðurlag á 6. síðu) íslendingafélagið nýja Eins og öllum er kunnugt hafa komið fyrir nokkur þau atvilc ný- lega, sem mikil hætta var á að spiltu milli Austur- og Vestur- Islendinga. Sökin er þar mest okkar megin. Frændurnir vestra hafa við fjöl-mörg tækifæri sýnt ræktarsemi sína til ættlandsins, ekki sízt við stofnun Eimskipa- félagsins. pá lá okkur mikið á og þeir hlupu undir baggann skjótt og drengilega. En hver voru svo launin? Allir þekkja þau nú. pegar félagið er bersýnilega orðið gróðafyrirtæki reyna nokkrir vold ugir peningamenn hér á landi að sparka Vestur-Islendingum út úr félaginu. Tveir menn úr stjórn félagsins hafa játað það, og ekki treyst ser til að færa fram neinar vamir. En vitanlega voru og eru miklu fleiri sekir. Og enn bætist við nýr þáttur. Helzta málgagn Fáfnis-manna ræðst beinlínis á Vestur-Islendinga nú ný-verið, í tilefni af s^mtökum báðum megin hafs til að efla góða sambúð milli þjóðar-brotanna. — Engu af Cróu-sögum Isafoldar um frændur vestra þarf að svara. pær dæma sig sjálfar ógildar. Pær sýna að eins hugarfar þeirra manna, sem safna saman og halda á lofti rógmælgi, sem virðist mið- uð við það eitt, að koma illu af stað milli þeirra sem eiga og vilja vera vinir. Og þó að til kunni að vera vestanhafs lítil-sigldir menn og ræktarlausir í hópi landa vest- ra, þá er það ekki meiri sönnun um hugarfar Vestur-lslendinga í heild sinni, heldur en eiturblástur fáfnis og ísafoldar eru sönnur fyr- ir því, að megin-þorri Austur-ls- lendinga vilji þannig leika frænd- ur sína vestra. Báðum megin hafs eru til ræktarlausir synir. En til allrar hamingju eru þeir jafn-fáir eins og þeir eru hættulegir. Og á eitt mætti minna Isafold fyrst hún tekur svona í málið. Formaður Eimskipafélagsins, Sv. Björnsson er því blaði mjög ná- kominn. pað hefir fallið á hann grunur um að vera riðinn við Fáfnis-mál. En jafnvel andstæð- ingar hans hafa vonað og vona enn að hann sé sýkn saka. peir hafa gert ráð fyrir, að hann myndi þvo hendur sínar með því, að víta fáf- nis-menskuna opinbgrlega, a. m. k. láta Isafold gera það. En Isafold hefir stein-þagað — þangað til nú að hún beinlínis ræðst á frændlið okkar vestra með dylgjum og hrakspám. Ætlar formaður Eim- skipafélagsins að láta sér í léttu rúmi liggja skyldurnar við hlut- hafana í Vesturheimi? Væri ilt til þess að vita. Eins og áður er á drepið, hafa óhappa atburðir þeir, er standa í sambandi við fáfnismenskuna haft þau áhrif báðum megin hafs, að hafist hefir verið handa um félags skap til að treysta frændsemis- böndin. Verður síðar segt frá fram kvæmdunum vestan hafs, en vik- ið að því nú, hvernig heppilegast myndi að Islendingafélagið liér heima beitti sér í þessum málum. Hvað myndu Vestur-íslending- ar óska að við gerðum fyrir þá? pað verður að vera okkar leiðar- stjarna fyrst og fremst. Vér vitum að jafnan eru margir Vestur-lslendingar, eldri og yngri, sem vilja flytja heim alfarnir, en skortir sambönd um atvihhu-mögu leika o.fl. Koma stundum upp á von og óvon, fá enga almenna að- stoð til að nema hér lönd eða inn- leiða gagnlegar nýjungar, og hrök- last aftur. petta er illa farið, þar sem okkar tiifinnanlegasta fátækt — er fámennið í landinu. Fram- kvæmdarstjóri Reykjavíkur-deild- arinnar þarf að vera í ráðum með þeím. Með þeim hætti mætti gera mikið gagn. Annar þáttur eru ferðalög Vest- manna heim, kynnisferðir gamalla manna, sem þrá að sjá ættjörðina og frændur sína áður en þeir deyja Fyrir þessum ferðamönnum þarf að greiða á allan hátt. Islenzka félagið þyrfti að geta íitvegað svo sem 50-100 slíkum gestum ókeypis far yfir hafið og ferð kringum landið með strandskipi. Ameríku- deildin myndi velja þá boðgesti. pá mundu og koma fjölmargir menn að vestan, sem alls ekki kærðu sig um ódýran farkost,en þætti góð annafskonar fyrirgreið- sla. I þriðja lagi myndi vestmönnum oft leika hugur á að fá að heiman íslenzka fræðimenn til að ferðast um vestra, halda fyrirlestra, pré- dika og kenna móðurmálið við skóla þeirra o. s. frv. Úr öllu þessu mæti greiða ef viljinn væri góður. Hafa slíkar vestur ferðir nokkuð tíðkast hin síðari ár og borið góð- an árangur. Við vitum líka, að aukin frænd- scmi við V. Isl. myndi verða okk- ur að liði á margan liátt; þeir eru komnir inn í hinn harða straum samkeppninnar í stóru löndunum. peir hafa lært fjölmargt, sem við þurfum að læra. Með ráðum þeirra mætustu manna mundi auðvelt að koma dugandi mönnum héðan að heiman í amerískar mentastofn- anir, okkur til mikils liagnaðar. Vestmenn geta á svo mörgum svið- um verið ómetanlega kærkomnir bandamenn hins únga og veika ís- lenzka ríkis. Sú lijálp sem þegar er þeginn er ekki lítil. Vestmenn hafa lagt okkur til þann manninn, sem með mestri giftu og kunnáttu hefir gætt íslepzkra hagsmuna er- lendis á undanförnum missirum. Fjölmargt mætti telja fleira én þess gerist eklci þörf. Tilætlunin er aðeins sú að benda á höfuð- drætti málsins. Aðalatriðið er það, að flestum dugandi og óspilt- um íslendingum er það tilfinninga mál, að þjóðarbrotin haldi saman. Og þó að ekkert sannanlegt gagn væri að því að viðhalda frændsem- istilfinningunni, þá væri samt mannleg skylda að gera það. Og það þyrftu Vestur-lslendingar að vita, að það sem í orði og verki er gcrt, til að skaða þá, vanþakka þeim, eða skaprauna er gert í ó- þökk alls meginþorra þjóðarinnar. Og þess vegna þarf hið fyrirhug- aða Islendingafélag engu að kvíða pað mun hafa þann jarðveg báð- um megin hafs, að engin hætta mun á að einstökum vandræða- mönnum geti héðan af tekist að ala á úlfúð og fjandskap milli þeirra sem vilja og eiga að vera vinir. Tíminn. KOL! KOL! Vér getum afgreitt fljótt og vel bæði HÖRÐ og LIN kol. Beztu tegundir. Ef þér hafið ekki byrgt yður upp nú þegar, þá komið og sjáið oss. Vér getum gert yður ánægða. Talsími Garry 2620 D.D.Wood & Sons Ltd. Office og Yards: Ross Ave., horni Arlington Str. NÁIÐ 1 DOLLARANA I Oss vantar allar tegundir af loðskinnum, og vér borgum " hæðsta verð fyrir. Verðlistar og spjöld fyrir nöfn ykkar I ókeypis. o Skrifið eftir ySar nú. H. YEWDALL, Rádsmadur í 273 Alexander Avenue, - - - Winnipeg. | Albert Herskovits & Son, 44-50 W. 28th St., New York City. A The Clearing House of the Fur Trade. References: Any Bank or Mercantile Agency. London. Paris. Moscow. Ton af þœgindum ROSEDALE KOL óvidjafnanleg ad gædum. fyrir ofna og eldavélar THOS. JACKSON & SONS Húsasmíða-byrgðir, kol og við. Skrifstofa 370 Colony St. Tals. Sh. 62-63-64 Axli sem vaxa af útkynjaðri giilini- É ■jeð þegar þær blæða ekki eru þær á kallaðar blindar gilliniæðar; þegar É þær blæða öðruhvoru, eru þær kall- É aðar blæðandi eða opnar. —Orðabók Websetrs É h GILLINIÆÐAR VALDA MÖRGUM SJÚKDÖMUM pú getur belt ofan I þig öllum meðölum sem hægt er að kaupa; —eða þú getur látið skera þig og tæta allan í sundur eins og þér sýn- tst— —Og samt losnar þú aldrei við þá sjúkdóma sem af gilliniæðum stafa FYR EN pÆR ERU LÆKNAÐAR. (Sönnunin fyrir þessu er sú að ekkert sem þú hefir reynt hefir læknað þig til fulls) ER ANNARS NOKKUR þöRF A AÐ SEGJA p£R pETTA V£R LÆKNUM til fulls hvern ein- asta mann sem hefir GILLINIÆÐ og tíl vor leitar hvort sem veikin er I láu stigi eða lagi langvarandi eða skammvinn. Vér læknum með VEIKUM RAFMAGNSSTRAUMUM eða ef þér læknist ekki þá þurfið þér ekki að borga eitt einasta cent. Aðrir sjúkdómar eru einnig Iknaðir án meðala. Ef þér getið ekki komið þá skrifið. DRS. AXTELL & THQMAS 503 McGreevy Block Winnipeg, Man. Láttu ekki Sigurláns Bréf fyrir hálfvirði. Ef þú verður að selja þau þá sendu mér þau eða komdu með þau; trygðu bréfið sem þau eru send í. Eg læt þig hafa fult verð fyrir þau í peningum. Skrifið á ensku. J. B. MARTIN 704 Mclntyre Block, Winnipeg. (í viðskiftafélagi Winnipegborgar)

x

Voröld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.