Voröld - 25.03.1919, Side 8

Voröld - 25.03.1919, Side 8
Bls. 8 VORÖLD. Winnipeg, 25. marz, 1919 IPENINGA ER HÆGT AÐ SPARA MEÐ JJVÍ AÐ MUNA AÐ SENDA MEÐ PÓSTI Ur Klukkur og Gullstáss til aðgerðar hjá ►(O T A O) Carl Thorlakson | í 676 SARGENT AVE. Phone Sherb. 971 Winnipeg, Man. ZLv 'jBæmim G. Lamertsson gullsmiður frá Glenboro er staddur í bænum; dvelur nokki’a daga hjá systur sinni frú Th. Hanson. . Séra Halldór Jónsson frá Leslie messar í Skjaldborg, sunnudags- kveldið, 30. þ.m., kl. 7.30. Allir velkomnir. Júlíana Goodman fór norður til Nýja Islands í vikunni sem leið til þess að stunda þar veikt fólk, voru bygðarmenn lánsamir að fá hana, því hún er einkar dugleg og ósér- hlífin með afbrigðum. Látin er Kristín Sigurðsson kona Hrólfs kaupmanns Sigurðs- sonar á Ámesi, vel gefin kona og mikilhæf. Hún lézt hér á sjúkrahúsinu í Winnipeg. Jarð- arförin fer frani á iaugardaginn frá heimili hinnar látnu. Séra R. Marteinsson jarðsyngur. Nánar seinna. þau hjónin Dr. Sveinn E. Björn- son á Gimli og kona hans hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa einkabarn sitt ársgamalt, úr spönsku veikinni. Frú Björns- son hefir verið mjög veik, en er sögð á batávegi. Guðmundur Pálsson frá Narr- ows var á ferð í bænum nýlega á- leiðis til Hecla í Ontario; ætlar r hann að heimsækja þar systur sína og annað vandafólk, Guðmundur hefir stundað fiskiveiðar í vetur og verið fremur heppinn eftir því sem hann sagði. Einar þorgrímsson er nýlega kominn til bæjarins eftir vetrar- vist við fiskiveiðar úti á Dorivatni Lét hann vel af vertíðinni; sagði að íslendingar hefðu verið þar all- margir og flestum aflast vel. Jón llávarðsson frá Hayland- bygð sem legið hefir hér á sjúkra hiisinu í sjö vikur er þar enn, og er búist við að hann geti ekki far- ið þaðan fyr en eftir 3—4 vikur. MINNISVARÐAMÁLIÐ Um það hafa borist margar rit- gerðir sem ekki gátu birst í þessu blaði. þar á meðal ein frá Narr- owsbygð með minnisvarðanum, og ein frá Minneapolis á móti honum. þetta blað flytur mestmegnis ritgerðir sem þurftu að koma fyr- ir fundinn í kvöld, þessvegna eru þeir beðnir afsökunar sem eiga fyrirliggjandi ritgerðir sem ekki birtast nú. Enski Unítara söínuðurinn, (All Souls Chureh) heldur heiðurssam- sæti fyrir Dr. 'Horace Westwood, sem er á förum til Toledo, Ohio. á föstudagskveldið kemur. Söfn- uðurinn býður alla frjálslynda ís- lendinga velkomna á samsætið og óskar að sem flestir reyni að koma Samsætið verður haldið í kirkju safnaðarins, horni Westminster og Furby St. Byrjar kl. 8. e.h. Ásgeir Jörundsson frá Lundar var á ferð í bænum nýlega; hann hefir verið við fiskiveiðar í vetur. Stúkan Skuld heldur skemti- fund á morgun (miðvikudags- kveldið 26. marz) kl. 8. e.h. Fjöl- merinið bræður og systur. Gestir sem í bænum kynnu að vera og eru Goodtemplarar ættu að koma á fundinn. Herbergi til leigu að 792 Notre Dame Ave. S. S.' Bergman bæjarstjóri frá Wynyard kom til bæjarins í gær sunnan frá Dakota. IJann verður á þjóðræknisfundinum í kveld. Stefán Johnson prentari sem ný lega fór vestur til Wynyard, er kominn aftur þaðan. Frétt frá Wynyard segir að Sveinn Oddson prentari sé að kaupa blaðið “Advance” og prent smiðju þess í félagi við bændur þar í grendinni. Frú H. Oddson frá Lundar var á ferð í bænum nýlega að heim- sækja Skúla Torfason bróður sinn og fleiri vini og skyldmenni. Guðm. Guðmundsson frá Hóia- bygð Sask. var á'ferð í bærmra ný- lega. J. Borgfjörð frá Dafoe Sask var á ferð í bænum nýlega. Lét vel 'af iíðan manna þar vestra. Guijpl. Axfjörð frá ITólabygð í Sask. kom til bæjarins fyrir skömmu að leita sér lækninga. þorsteinn Baldwinsson frá Am- aranth kom til bæjarins fyrir helg- ina og dvaldi hér í nokkra daga. þessa höfum vér þegar orðið varir við sem fulltrúa á þjóðernis- fundinn sem byrjar í kveld: Guð- ; mundur Jónsson frá Dog Creek; jKristján Pétursson frá Narrows; jÁgúst Sædal frá Baldur; Ásgeir I. jBlöndahl frá Wynyard; Albert j Oliver frá Brú; Guðbrandur Jör- jundsson frá Stony Hill; séra Jón jJónsson frá Lundar; Sigurgeir Pétursson frá Silver Bay; Jón j Stefánsson frá Steep Rock; Skúli j Sigfússon frá Lundar; Jón Sigfús- son frá Lundar og Björn Matth- ews frá Siglunesi. þið munið náttúrlega -öll eftir honum Skuggasveini gamla. Ilann er gestur sem allir vilja sjá. ITann hefir verið á ferð meðal íslendinga austan hafs og vestan síðastliðin 50 ár og ávalt verið vel fagnað. þessi gamli góði vinur heimsækir Winnipegbúa á fimtudaginn og föstudaginn í þessari viku (27. og 28. marz) og á mánudaginn næstu viku (31. marz) Hann hefir skil- ið eftir nafnspjaldið sitt á Vífil- stöðum og þar geta menn fengið keyptan að gang til þess að sjá gamla manninn ásamt fylgiliði hans sem allir þekkja. Látin er frú Lilja þorsteinsson á Gimli úr spönsku veikinni. Hún var jörðuð í gær af séra Rögnv. Péturssyni. Nánar síðar. Grímur Laxdal, kaupmaður frá Mozart Sask og kona hans komu til bæjarins í vikunni sem leið. þau fóru norður til Gimli að finna tengdason sinn og dóttur, Svein læknir Björnsson og konu hans og vera við jarðarför barns þeirra. Grímur er fulltrúi á þjóðrækriis- fundinn. Influenzan geysur mjög svæsin um sumar bygðir Nýja íslands. í Árnesbygðinni hefir hún verið einna skæðust. Ritstjó'ri Vorald- ar fór þangað norður eftir beiðni í vikunni sem ]eið. Lágu þar allir á mörgum heimilum og víða þungt Tvö börn voru þegar dáin á einu heimili hjá frú Magnússon að Önd- varðarnesi. Voru þar 14 manns veikir og konan (sem er ekkja) alein á fótum þeim öllum til að- stoðar. Einhleypur maður, reglusamur að öllu leyti óskar eftir að komast í bréfasamband við íslenzka stúlku Utanáskrift “ísiendingur” eare of VeroJd, Winnipeg. þAÐ VERÐUR EKKI APRÍL HLAUP. í vanalegum skilningi að koma á næsta fund í Court Vínland nr. 1146 C.O.F. 1. apríl n.k. kl. 8. þá ætlar framkvæmdarnefndin í Dist- rict High Court og margir merkir bræður sem tilheyra þess- um félagsskap að heimsækja okk- ar íslenzka Vínland. Eftir vana- leg fundarstörf verður farið eftir vandaðri skemtiskrá og að síðust'u verða bornar fram veitingar. Gjor- ið svo vel háttvirtu félagsbræður að fjölmenna á þessa samkomu. Embættismenn í Court Vínland fyrir yfirstandandi ár eru: J.P.C.R.—Kr. Kristjánsson C. R.—P. S. Dalmann V.C.R.—S. Pálsson R. S.—B. Magniísson F.S.—Gunnl. Jóhannsson Treas—B. M. Long Chapl.—Kr. Goodman S. W.—Gunnar Árnason J.W.—Magnús Johnson S.B.—Jóh. Jósefsson J.B.—St. S. Johnson Physician—Dr. B. J. Brandson Vínland heldur fundi sína fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Good- templara húsinu kl. 8. Meðlima tala er nú 98. í prívat sjóði við síðustu yfirskoðun $620.00 B.M. Til mmms Iíermanna skrifstofa Voraldar opin kl. 11. f.h. til kl. 1. e.h. á hverjum virkum degi. Fundur í Skuld á hverjum mið- vikudegi kl. 8. e.h. Fundur í Heklu á liverjum föst- udegi, kl. 8 e.h. SKÝRING Hið mikla og góða kvæði Fjalla- skáldsins sem birtist á framsíðu blaðsins er sent af höf. til þjóð- emisfundarins sem haldinn er í kveld og sömuleiðis fundarsam- þyktinnar frá Alberta. ATHYGLI Á öðrum stað í blaðinu birtast tvær greinar eftir “Tíman” sem er bændaflokks blað gefið út á ís- landi undir ritstjórn séra Tryggva þórhallssonar, háskólakennara. Greinarnar snerta báðar Vestur Islendinga og er þar oss til mikill- illar gleði tekið í sama strengin og vér höfum ávalt fylgt og oft minnst á bæði í ræðu og riti. það er að koma á félagsskap til sam- vinnu milli Austur- og Vestur-fs- lendinga. Nú er einmitt tækifæri til slíks bandalags og sjálfsagt að veita því fylgi af alefli. Nánar síðar. TIL SÖLU Gott hús á góðum stað í vestur- hluta Winnipegborgar; mjög þæg- ilegt fyrir litla fjölskyldu. Voröld vísar á. Skinna-Þór. þór var hvergi kirkjugengt — þið kappann skrýddan finnið, því nú hefir gamla Heimska hengt Hempuna yfir skinnið. Stephan G. o>< w I SKUGGA-SVEINN SJÓNLEIKUR í FIMM þÁTTUM—Eftir M. Jochumcon veður leikinn í Good Templara húsinu, á horninu á McGee St og Sargent Ave. í Winnipeg, þann 27, 28, og 31. Marz 1919 Leikurinn fer fram undir umsjón GoodTemplara. þriðji part- ur af ágóðanum gengur til Jóns Sigurðssonar félagsins. Aðgöngumiðar kosta 30c og 50c. og verða seldir á Wevel Café 692 Sargent Ave. Öll dýrari sætin verða númeruð. Utanbæj- arfólk, sem vill tryggja sér góð sæti, getur náð tali af Mr. Sig. Björnssyni, 679 Beverly St. Talsími Garry 3445. Ilann ann- ast allar pantanir. Ágætis hljómleikar verða til skemtunar milli þátta. Leikurinn byrjar stundvíslega kl. 8 að kveldi. Komið í tíma. Vér höfum meir en 30 Kennara Vér notum meir en 150 Riívélar D. F. FERGUSON Principal A. W. MILLER Prin. Commercial Dept. VERZLUNARSKOLINN 30 Kennarar ite3 því að hafa fleiri—þrisvar sinn- um eins marga kennara ög allir aðrir verzlunarskólar hér til samans, getum vér veitt hverji’m einstökum nemanda nákvæmt athygli. Success skólinn er sá eini skóli í Winnipeg sem hefir sér- stakan fréttaritara, löggiltan yfirskoð- unarmann, sem ekkert annað gerir en að kenna; skólinn hefir líka sem kenn- ara einn fyrverandi embssttismann stjórnarinnar. Frá oss útskrífast fleiri og frá oss hafa fleiri fengið lioiðurspeninga en frá nokkrur öðrum vcrzlunarbkóla. Skólastofur vorar hafa hvað eftir annað hlotið lof frá heilbrigðisráðinu í Winnipeg. Vér höf um stórar og loftgóðar kenslustofur, ólíkar þeim sem eru loftillar og kytru- legar. Minnist óess að þér ávinnið yður virðing og stöðugt traust ef þér lærið í F. W. PARK Asst. Principal MRS. E. HOOD Prin. Pitman Shorthand Dept. LAURA GUDMUNDSON Prin. Gregg Shorthand Dept. DAG Skóii SUCCESS KVELD Skóli MAKY BARBOUR English Dept. MARGARET CAMERON Prin. Typewriting Dept. H. J. WALTER Penmanship Dept. NÝTT TlMABIL byrjar núþegar Athugasemd:—Ef þú ert ekki reiðubúinn að inn- ritast tafarlaust, þá geturðu gert það þegar þér er hentugast, en það er þér sjálfum fyrir beztu að geta byrjað strax. Skrifstofa vor er opin allan daginn (vinnu tímann) og á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á kveldin frá kl. 8 til 10. Innritist snemma MARGARET HALDORSON Shorthand Dept. J. C. WAY Penmanship Dept. MABEL JILLETT Shorthand Dept. BELLA ANGUS Shorthand Dept. TALSÍMI MAIN 1664—1665 INNRITIST NÚNA þESSA VIKU EDMONTON BLOCK Comer Portage and Edmonton (opposite Boyd Blockk) STERKUR og ÁREIÐANLEGUR SKÖLI i »(>-M»(>4 M>4a»()«»(>«B»OW0'«»ll«»O^()«fr(>«»IH I ►<a

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.