Voröld - 25.03.1919, Síða 4

Voröld - 25.03.1919, Síða 4
Bls. 4 VORÖLD. Winnipeg, 25. marz, 1919 kenmr út á hyerjum þriðjudegl. Ctgefendur og eigendur: The Voröld Publiahing Co., Ltd. Voröld kosta $2.00 um árið i Canada, Bandaríkjunum og á Islandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. 8krifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Farmers Adrocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, 2< Jón kennari og Lögberg Lögberg hefir varið miklu rúmi upp á síðkastið til útskýringar á málum “Voraldar” og “Hecla Press, Ltd.” Og enginn efast um að af góðum ásetningi hefir það verið gert. — Pyrst birtust nafnlausar greinar, en hænan lá á egginu, og eftir margra vikna erfiðleika fór unginn loks að dánsa í dagsljósinu þann 6. þ.m., og er þá reyndar farið gamalmenni, sem allir aumkva. Máltækið segir: “sjaldan kem- ur dúfa úr hrafnseggi,” það reyndist ótrúlega satt. þessi ný útungaði vesalings ungi er hinn hógværi kennari og sið- prúði þingskíifari Jón Runólfsson. Eg þarf ekki að gera hann kunn- ugan. Sjálfur tekur hann ómakið af mér með þessum orðum: “í Nýja Islandi hefi eg verið lengur bamakennari en nokkur annar lifandi maður, og er allstaðar velkominn þar og á ylhug margra bæði eldri og yngri, kvenna jafnt sem karla, um þvera og endilanga bygðina. ’ ’ ___ þetta er eflaust satt, en gárungana hefi eg heyrt fleygja því fram að betur hefði farið ef yfirlýsingin hefði komið frá einhverjum öðrum en honum sjálfum. Til að sýna liið gætna og fagra orðaval þessa aldna barnakenn- Samkvæmt órjúfandi lögmáli. “ .......þesskonar rökfærsla lýsir betur en nokkuð annað lítil- mensku þeirra, og gjörir þá sjálfa að slordónum—” Svo heldur hann áfram og segir: “Ókvæðisorð hefna sín fyrir að liafa verið send af stað út í blá- inn, þau koma óðara til baka og1 loða við þá, er létu þau úti; það er órjúfandi lögmál.” Eg skal reyna til að muna nafnið, kennari góðúr,—Slordóni-- “Samkvæmt órjúfandi lögmáli. ” En bálega hlýtur ritstjóri sæti Lögbergs að vera skipað, úr því blaðið neyðist til að vera að ota fram slíkum vesalingum með ill- mælgi sú, persónulegar árásir, dylgjur og rógburð, sem ritstjórinn er ekki nægilega hreinskilinn til að birta undir sínu eigin nafni. Lögberg hefir auðsjáanlega hafið sig upp úr beinni og sléttri blaðamensku og uppí dómara sætið, og þar með mikilli hógværð, dóm- greínd og réttsýni vfirfarið mál það sem “Ilecla Press, Ltd.” átti í a móti stjórninni síðastliðið haust'og komist, að því sem virðist, að þeirri niðurstöðu að eg hafi svarið meinsæri, blekt dómarann, og hann þar af leiðandi liafi felt rangan dóm.-? Og til að sanna lesendum sínum mál sitt og ályktanir hafa þeir tætt sundur og saman spumingar og svör þau sem fyrir komu í mál- inu og af 170 spumingum birtir blaðið 17-----Og ætla eg, að lofa lesendum Yoraldar að nota sína eigin dómgreind um það hvemig, og rr.eð hvaða tilgangi þessar 17 spurningar hafa verið valdar. Rétt til samanburðar tek eg þetta úr blaðinu: “15. Q. Who are the shareholders? A. Just the Directors. Sp. Hverjir era hluthafarnir? Sv. Einungis stjórnamefndin. —(f annað sinn—J.R.) 16. Was it ever your hitention as manager of this Company that these people who are signing these slips should become shareholders of this Company? A. No.—’Góður ásetningur.—J.R.) Sp. Var það nokkurn tíma ásetningur yðar, sem ráðsmaður þessa félags, að láta þetta fólk, er skrifaði sig á þessa miða verða hlut- hafa í félaginu? Sv. Nei. pað hefir án efa verið af tilviljun að Lögberg tók ekki eftir, eða gleymdi að birta spurningar þær sem á undan þessum spurningum fóru, og tek eg þær upp nú: 80. spuming: ‘ * And you never proposed to have any more share- holders than the directors ? Svar: That has nothing to do with me. ” 80 spuming á íslenzku: “Og þú hafðir ekki í hyggju að hafa fleíri hluthafa en stjómamefndina ? Svar: Eg hefi ekkert með það að gera. 81. spuming: “I want to know if you ever proposed to have any more shareholders ? Svar: That is left entirely to the Directors of the Company. 81. á íslenzku: “Eg vil fá að vita hvort þú hafir gert ráð fyrir að fleiri mundu verða hluthafar? Svar: Stjórnarnefnd félagsins ráðstafar því algjörlega.” Til að sýna enn betur hversu ráðvandlega Lögbergingar hafa farið yfir réttarhaldið, eða hversu samvizkusamlega þeir týndu úr það sem þeim fanst bezt við eiga, birti eg eftirfarandi spumingar og svör: 18. spuming: “What are these books? Svar: They are rec- ords of persons who have contributed to the Hecla Press, Ltd. They have agreed to contribute certain amounts of money.” 18. á íslenzku: “Hvað eru þessar bækur? Svar: J>ær eru bæk- ur sem geyma nöfn þeirra sem styrkt hafa félagið Hecla Press, og lofað hafa að leggja fram vissa upphæð af peningum.” 19. spurning: “What were they to get for the money? Svar: Nothing has been decided on yet. It will have to be taken up by the direetors of the Company v/hen the time comes. ’ ’ 19. spurning á íslenzku: “Hvað áttu þeir að fá fyrir peningana? Svar: Ekkert hefir verið ákveðið um það enn. En stjómamefnd félagsins mun i’áðstafa því þegar sá tími kemur.” Og Lögbergi til hugfróunar vil eg geta þess að sá tími er kominn, íélagið hefir loksins fengið leyfi til að selja hluti og gefa hlutabréf, og mun mér óhætt að segja fyrir hönd stjórnamefndarinnar, að hluta- bréf munu gefin öllum þeim sem styrkt hafa félagið, og það mjög hráðlega.—(framhald) J. G. Hjaltalín. Minnisvarðinn J?að mál hefir verið rætt og um það ritað og svo að segja eru menn samhuga um það að vilja koma uj>p eilnhverri minningu. Hver hún eigi að vera greinir menn á um, en alstaðar að undanteknum tveimur stöðum er fólk á móti mixuiisvarða og með einhverri menn- ingarstofirun. Uppástunga gætins manns og greinds er við oss talaði á i unnudaginn er sú að fé sé safnað tii þess að byggja samkvæmishús í Winnipeg þa- sem þjóðernisfélagið ge1i haft aðsetur sitt og almenn samkvæmi íarið fram, cn íhúsinu sé eínn skraulegur og vandaður salui*, þar sem gevmdar séu þær minnmgar sem þjóð vorri kæmi sam- an um að búa til og gevma um hina í-le.'.-'ku I.ermenn. pessa unpá- stungu höfum vér skýrt fyrir alhí.iignim síðan og virðast þeir allir vera henni hlyntir. Tillögur fólks sem fram hafa komið eru því þessar yfirleitt: 1. Að ekki sé reistur min .isvarði. 2. Að gefið sé út minningarrit eins vandað og verða megi með æfiágxúpi allra landa sem í herinn fóru og myndum af þeim. Og sé bókin prentuð bæði á íslenzku og ensku, eða 3. Að bygt sé vandað hús til samkvæma með sérstökum sal er geymdar séu í minningar um hermenn vox*a; eða 4. Að bygður sé af íslendingum vængur við sjúkrahúsið í Win- nipeg með sérstökum ákvæðum og fyrirmælum, eða 5. Að bygð sé einhver líknarstofnun. Ennfremur virðast allir eða flestir telja sjálfsagt: (a) Að þjóðernisfélagið hafi minnisvarðamálið með höndum. (b) Að ekkert sé ákveðið um það hvert minnismerkið sé fyr en það hefir verið vel og ítarlega rætt af almenningi. (c) Að óhæfilegt sé að ráða málinu til lykta fyr en allir her- menn séu heim komnir. (d) Að sjálfsagt sé að fara mest eftir vilja og tillögum her- mannanna sjálfra og vandamanna þeirra. (e) Að enginn fullnaðar ákvæði ætti að gera fyr en sameiginleg nefnd bæjar-og bygðarmanna hefir haldið fund með sér og rætt mál- ið. ’f) Að ekki sé safnað neinu fé til minningar fyrirtækisins fyr en ákveðið hefir verið hverskonar minnismerki skuli búið til og hvað það kosti. “Villu - vörður” nefndi sveitafólk á íslandi þær. vörður sem einhver hlóð, að óþörfu, í nánd við velmerkta vegi. par fór saman nafn og not: pær gátu dregið ókunnuga afleiðis. Staddur var eg á krossgötum í Winnipeg, eitt sinn sem oftar. Eg sialdraði andspænis litla lapalúðanum í riddaraliki, sem fróðustu n.ai naminni nú, rámar aðeins í, hvað eigi að tákna — þessi fáu, sem eittbvað tollir þó í, af þvi scm þau voru þá sjálf samtíða. Tveir aðrir lunreunit'.gíir I. iðruðu sér útúr rölt-runnunni, og 1 ini ruðu við nálægt mér. Annar var eflaust gestnr i bænum, því eg skildi, að liinn var að segja bonum skil á stórrnerkjum borgarinnar: strætum og húsakynnum. Alt í einu ltveður sá upp, sem aðkomandi virtist vera, og spyr: “En hvaða varta er nú þetta, þarna?” og benti á líkneskið. “Ó,------það er minnisvarði!” var svarið sem hann fékk. “Eg sé nú það,” anzaði sá sem spurði: “En hvers minning á þetta að varða?” “Kolað-fari, ef eg get komið því fyrir inig núna, og mundi eg það þó lengi og vel. Eg bjó hér í bænum, þegar þetta var reist upp þarna, fyrir mörgum árum, ” sagði sá aðspurði og vék sér að einum uppistandaranum, sem við okkur hafði bæzt, og bar upp fyrir honum gátuna. Sá liristi kollinn, á þann hátt sem þýðir: spurðu annan en mig! Borgarinn var ekki af baki dottinn samt, hann veifaði hend- inni, í sama skyni og sagt er: heyrðu nú um halft orð! að rosknum þul, sem skreiddist fram hjá honum. Öldunurinn gengdi bending- unni sem var til að forvitnast um hvort karl vissi hvað Svingsin þarna þýddi. “pað get eg sagt þér,” svaraði sá aldraði, og andlitið á honum ljómaði upp af mannvitinu: “petta er minnisvarði yfir hermennina okkar, sem féllu í Riel uppreistinni. ” pessi eilífðargáta var þá ráðin, en gesturinn bjó enn yfir athuga- semd, og sagði: “pið reistuð þá Riel gamla loksins minnisvarða ? ” “Nei, nei. Nú misskildir þú. Ekki Riel! En hermönnunum okkar, sem féllu í bardaganum við hann. “Ó — eg skil ykkur,” varð hinum þá að orði. “En það ber að sama brunni, alt minnir þetta aðeins á Ríel. Sagan kennir uppreist- ina aðeins við hann. Hann rennur manni fyrst í hug, á undan öðrum þeim atburðum, og þeir deifast því meira, sem þeim f jölgar og færast lengra frá honum. Nöfn hermannanna, sem ekki eru fest við annað sögulegra en það, að falla, hverfa oaðstæðum ofaní eyðu. Með fleii- tölunni má þau hvert annað af. petta merkikerti ykkar minnir bara á Riel.” * # # Saga samtímans er ætíð ofurlítið rangeygð, en hornaugu hennar breytast oft undarlega, með aldrinum. Eftir aldarfjórðung, myndi minnisvarði í Winnipeg, yfir íslenzka hermenn, helzt minna gleymið fólk á Vilhjálm keisara Stephan G. Hvaía aðferð er heppilegust til að borga þjóðskuld Canada? petta er spurning sem hver og einn góður borgari þessa lands ætti að taka til athugunar, og reyna að svara með sanngirni og góðri rök- færslu; og blöðin ættu umfram alt frenuir að flytja ritgerðir um þetta mál og önnur landsmál, heldur en usi það sem þau vita ekki nægi- Icga um og geta því ekki rökstutt ,svo sem “Bolshevism’ og fleira af því tagi. Við sjáum að vísu í ensku bloðunum að minst er á toljmál og svo frv. í sambandi við hásætis ræðuna þegar Ottawaþingið var sett, eða réttara sagt, umræðumar útaf liásætisræðunni; en flest af því sýnist mér í lausu lofti enn þá, og flestir sýnast hugsa mest um að skara eld að sinni eigin köku á kostnað annara, en til þess þjóðin verði megnug að fylla upp slculdgryf juna er þörfin mesta sú að allrar sann- gimi sé gætt svo að skuldaþunginn leggist á eftir því sem kraftarnir eru til að bera byrðina, og að fé úr landssjóði sé aðeins varið til nauð- synlegra hluta. Eg man ekki hvað eg sá síðast um það hvað skuldin er stór sem Canada stendur í, en fróður nágranni minn segir mér að sú'upphæð sé nálægt þrernur billíónum dollara. Eg sé ennfremur að vinur minn Hjálmar Gíslason eftir því sem hann segir í Voröld nýlega, lieldur því fram að þjóðareignir séu alt að 19y2 billíónir, og efast eg þó um að þar komi öll kurl til grafar, svo sem innieign í bönkum og fl. í tilefni af þessu dettur mér í hug: Mundi ekki vera heppilegasta og sanngjamasta aðferðin til að borga þjóðskuldina sú að setja á fastan eignarskatt sem þannig væri lagður á að fyrstu $5,000 eign hjá hverjum einstakling eða félagi væri lagð- ur eignaskattur til landsjóðs sem nemi y2 prócent, af næstu $5,000 eign 1 prócent og svo áfram, að við hver fimm þúsund hækkaði skatt- urinn um 1 prócent. Eg læt þeim það eftir sem eru betur lærðir í reikningi en eg er að reikna út hvað þetta yrði stór upphæð af 19 billíónum eða meir, eg tek það fram að þessi eignarskattur ætti að leggjast jafnt á hvaða eign sem er, hvort heldur eru lönd eða lausir aurar, hlutabréf í gróðafélögum, verðbréf, peninga innieign í bönkum, byggingar eða livað annað sem verðmæt eign getur talist. Umboðs- menn stjómarinnar yrðu að hafa greiðan aðgang að bönkum og öðr- um fjárafla stofnunum til að sjá hverjir ættu þar fjárfúlgur. pað yrði að búa vel um að engin undanskot gætu átt sér stað. Á lönd sem til einskis eru notuð mætti gjarna leggja hærri skatt. par á eg jafnt við óbygðar bæjarlóðir sem við ónotað búland, námulönd, eða skógar- lönd og svo frv. Eg tel víst að á móti þessu síðasttalda verði haft það að þá lækk- aði landið í verði, eða rinni aftur inn til stjórnarinnar. Eg býst einnig við því sama og tel það stóran kost, pví þá gætu þeir fengið lönd með sanngjörnu verði sem hafa menningu til að yrkja þau á ein- livern hátt. Til þessarar skattgreiðslu ætti nð viiða löndin eftir því sem' eigendur þeirra sel j.i verð á þau við va*n",-inl •«.ui kaupanda) það er þeirra eigin mat sem þeir gætu ekki kvartað undan. Samt vil eg taka það fram að fasteignir sem notaðar eru til skóla, kirkna eða íyrir hospítöl ættu að vera undanþegnar eignarskatti til landsjóðs. í öðra lagi dettur mér í hug að benda á, að ekki væri úr vegi að lög væru samin sem breyttu erfðalögunum á þann hátt að erfðagjald til landssjdðs væri lögleitt eftir sömu reglum eða með svipuðu fyrir- komulagi og eg hefi bent á að eignarskatturinn ætti að vera. pað myndi með tímanum gjöra það að verkum að ríkismannabörn yrðu betur uppalin til að berjast fyrir tilverunni á eiginn ramleik en oft hefir átt sér stað. Gjöra ma ráð fyrir að heppilegra væri að milli- ríkja samvimia í þessum báðum efnum (eigna og erfðaskatti) gæti átt sér stað, til þess að koma í veg fyrir að peningakóngarnir sem liggja a stóreignum eins og ormar á gulli, hrúguðust ekki á einn stað, en valla mundi það samt verða nema lítið tíma spursmál úr því eitt nki væri búið að reyna þetta þar til fleiri ríki sem hafa almennan kosningarétt mundu taka upp söniu aðferðina, svo vel mundi liún gef ast. Vonandi lærir fólkið smátt og smátt að þekkja sinn vitjunar tima, að láta ekki fáeina auðkýfinga liggja eins og martröð yfir þjóð- lífinu svo því standi hætta af. Æskilegt væri að heyra sem flesta láta álit sitt í ljósi um þetta efni, hvernig borga skuli þjóðarskuldina. Bjarni Magnússon Fyrirmyndar hjónaband Ýmsir höfðu spáð illa fyrir um hjónaband þeirra Bergs og Kiinglu. En si o hefir farið um þami spádóm, sem aðra fleiri, að hann hefir ekki rætst. \ ar það þó mál manna að Bergur væri ör í skapi en Kringla marglynd. En brátt sýndi það sig að með þeim höfðu tekist, góðar astir, og samfarir þeirra voru hinar beztu. Pó er frá því sagt að fyrir skömmu lilypi ofurlítil snurða á sam- lyndið. Bergur hafði vaknað um morgun eftir óværan svefn, og illa drauma. Ætlaði hann að stytta sér stundir með því að fletta upp í fjölfræðis bókinni, en fann þá ekki það sem liann leitaði eftir. pá mintist hann þess að um kvöldið áður heafði hann sett sér fyrir að læra grein í “Christian Science Monitor” og vildi nú taka þar til sem f.yi var fia horfið; en þa fann liann hvergi blaðið. Var þess heldur elcki að vænta því Kringla hafði tekið það til að snerpa á katlinum með því um morguninn. Varð Bergur all þústinn yfir þessu, og sagði að aldrei mætti maður hafa frið með nokkurn skapaðan hlut. Prúin var ekki í góðu skapi heldur því henni hafði gengið illa að kveikja eldinn. Sagði hún að sæmra væri fyrir hann að hlusta á það sem merkir og málsmetandi menn* segja, heldur en að hlaupa eftir sögum sem auðsjáanlega væru “lognar frá rótum.” Síðan jókst orð af orði þangað til frúin snéri sér undan og grét. petta mátti Bergur eigi sjá, því hann unni kopu sinni mjög. Gerði hann sig nú blíðan, og bað liaifa að gráta eigi. Lét frúin þá fljótt huggast, og bað Berg að fylgja sér til búrs. Lauk hún þar upp búrkistunni, en í henni voru geymdir ýmsir munir sem þeim höfðu farið á milli á fyrri árum. 1 þeim enda ldstunnar sem frúin réði yfir voru geymdir bitar sem Bergur hafði sent henni. En hans megin voru Kringlur sem frúin hafði bakað á sínum duggarabands- árum. I miðri kistunni var risa vaxinn smjörbelgur og á honum fangamark Union stjórnarinnar. Til merkis um liugheilar sættir skiftust þau nú á gjöfum. Bergur rétti konu sinni vænstu Kringl- una sem til var, en frúin valdi honum feitasta bitann. Drápu þau yfir það smjörinu úr belgnum, settust síðan á kistulokið og ræddu mál sín á meðan þau mötuðust. Og endaði ræðan á því að frúin sagði við mann sinn: “þú ættir nú einu sinni að vera dálítið sport og taka mig út fyrir vok. ” Bergur tók því vel. Gengu nú bæði ofan í bæ, og fóru á sjó. paðan tók Bergur konu sína inn á Vífil og trítaði þá af mikilli rausn. Eftir það gengu þau heimleiðis og réðu ráðum sín- um. Sýndist nú einn veg báðum, um það að hætta mikil vofði yfir landinu af hendi Balslievikista og þeirra fylgifiska Spartacusmanna á pýzkalandi. paðan barst talið að heimamönnum í landi hér. pótti þeim Stephan G. þeirra hættulegastur, og komu sér saman um að nauð synlegt væri að draga úr veldi lians og áhrifum. Lögðu. þau til sinn manninn livort og sendu í móti honum. pessir menn lögðu af stað þann 6. þ.m. Voru þeir vígamannlegir og höfðu mykju kvisli að vopnum. petta mælist misjafnt fyrir eins og gengur. En enginn trúir því að Stephani standi hætta af þessu. Hann hefir löngu unnið sér það sæti hjá íslenzkri þjóð að slík vopn ná ekki til hans. Hann er sá maður sem reist hefir Vestur-fslendingum þann minnisvarða sem lengi stendur óbrotgjam í bragatúni. En eitt má af þessu marka, og það er að þau hjónakornin eru nú orðin aftur úr, “hafa feilað hér í fóstur- landinu,” tala ekki fyrir neinni Vestur-eða Austur Islenzkrar menn- ingar, heldur bergmála útburðarvæl og Hornstrandaraddir vesftieimsk unnar. pað er haft fyrir satt að sá sem þetta sagði væri. Hjálmar Gíslason.

x

Voröld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.