Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 2

Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 2
Bls.2 VORÖLD. Winnipeg, 26. ágúst, 1919 Ólafur Björnsson, ritstjóri eand. polit. 14- janúar 1884 --- 10. júní 1919. Vel er að fauskar fúnir klofni, felli þeir ei hinn nýja skóg — en hér féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meira en nóg. Sig. Sigurðsson. Eg skal strax taka það fram, að í þessum línum má enginn búast við heildarlýsingu á Ótafi Björnssyni. Eg hafði ekki af honum per- sónuleg kynni nema í nokkra mánuði. Alla drættina í mynd hans verða þeir því að draga, sem. betur og lengur þektu hann. Munu afskifti hans af lífi þesa bæjar og opinberum þjóðarmálum raldn síðar hér í blaðinu. En eg þykist hafa nokkurn rétt til að koma fram með lýsingu á einni hlið hans, því eg hygg að hún hafi verið skýrust allra persónueinkenna hans. Og eg bið engrar afsökunar, þó sú kynning, er eg hafði af honum, væri ekki lengri. það þarf ekki mörg ár til þess að finna, að sólin er hlý, gimsteinninn fagur, ljósið bjart. Eitt orð eða handtak, eitt bros eða augnaglampi þessa manns, getur verið manni betri lykill að eðli hans og einkennum en margra ára litlaus og áhrifalaus umgengni annars- Eg skal aðeins geta helztu æfiatriða Ólafs Bjömssonar. Hann var fæddur hér í Reykjavík 14. júní 1884. Foreldrar hans voru Bjöm Jónsson, þá ritstjóri og alþingismaður, síðar ráðherra, og Elísabet Guðný Sveinsdóttir prófasts. — Ólafur ólst upp hér. Pór í Menta- skólann 1896 og útskrífaðist þaðan 1902. Sigldi hann samsumars til háskólans í Kaupmannahöf og las hagfræði (Statsökonomi). Tók próf sumarið 1909, og giftist í Khöfn Borghildi dóttur Péturs J. Thorsteinssons útgerðarmanns. En fluttist þá þegar hingað og keypti blaðið “ísafold” og prentsmiðjuna af föður sínum og hefir veitt því forstöðu síðan. Nú um nokkura ára skeið hafði hann kent eér vanheilsu; Sigldi hann því í vetur í febrúar til Hafnar sér til lækningfa. Kom þaðan aftur 9. þ. m-, heilbrigður ,að því er honum fanst. En lést skyndilega kveldið eftir, kl. 11%, rúmra 35 ára að aldri. , * * * Eg kom hingað til bæjarins í haust, ókunnur og atvinnulaus. Eg hafði við fáa talað, er fundum okkai^)lafs Björnssonar bar sam- an. Eg hafði áður sent honum nokkur kvæði til bir.tingar í “ísafold”. Hann kannaðist því við mig. En hið fyrsta er eg tók eftir, er eg var kominn inn í skrifstofu hans, var hlýjan, sem streymdi út frá mann- inum. Handtak hans var þétt og fas>t eins og eg tæki í hönd bróður míns. Orðin sem bann talaði til mín, full af einhverjum innileik. Bros hans þurkaði út allan ókunnugleik og óframfærni. Mér fanst eg standa undir háum himni og sólin skína á mig. Og þegar eg var sestur í stólinn vinstra megin við skrifborð hans, þá datt mér í hug: “Hér er oss gott að vera. ” Samtalið var á víð og dreif. Hann komst skjótt að atvinnuleysi mínu. Eg hygg hezt, að hann hefði spyrnt fram þarna á augnablikinu nýrri atvinnugrein handa mér, hefði það verið kleyft mannlegum mætti. Svo mikill var fúsleikinn að liðsinna, svo mikil samúðin með öðrum. Og eg sannfærðist um það síðar, að þetta var engin nýlunda, engin undantekning með mig. Maðurinn hafði yndi af því að hjálpa öðrum. Iígnum var nautn að greiða götu annara. Hann mun aldrei hafa verið auðugur maður. En hann fór með fé sitt með konungs- örlæti. Eg sá hann að kalla mátti daglega frá því í desember og þar til hann sigldi í febrúar. Altaf jafn kátan og ástúðlegan, alt af jafn Ijúfan við hvern sem var, æðri sem lægri. það skein alt af af mann- inum þessi meðfæddi hæfileiki: að vinna mennina, hitta instu og beztu strengina í brjósti þeirra. pað he|ir verið sagt um einn Forngrikkja, að mennimir hefðu orðið betri í návist hans. Hið sama finst mér að megi mæla um Ólaf Björnsson. Menn gleymdu hildarleik lífsins, bar- áttunni, úlfúðinni, þegar hann horfði á mann og brosti sínu hlýja hrosi. — pá var ekki glæsimenskan minni. Mér hafði verið sagt, að sá íslendingur, er minti mann á Björnsitjerne Björnson, væri Ólafur ritstjóri. Eg sannfærðist um þetta við fýrstu sýn. Andlitsfallið var svipað, en ekki eins skarpleitt. Hann var þéttvaxinn og mjúkur 1 hreyfingum, bar höfuðið hátt og djarfmannlega, eins og þessi ástsæli guð Norðmanna. — Svo sigldi hann í febrúar, sér til lækninga. Og mér fanst bærinn verða auðari og grárri eftir. Illa lýstan bæ munar um að missa eitt ljós sitt. — Og svo kom hann aftur 9. s.m., heilbrigður — að honum fanst — glaður og reifur. Dvaldi meðal ættingja einn sólarhring, gaf þeim af auðlegð ástúðar sinnar og ljúfmensku sömu gullkornin og áður. Reikaði glæsimannlegur og tígifin um þessar þektu slóðir æsku og fullorðins-ára; andaði að sér sumarlofti ættlands síns í unaði og gleði. Og svo — og svo laust eldingu dauðans niður á einu augna- bliki. Og þessi karlmannlegi ástmunur allra, sem þektu harni, !á látinn á svipstund. — pyngri harmur hygg eg, að hafi ekki verið kveðinn að eftirlifandi ættmennum góðra drengja, en þeim, sem hér eiga hlut að máli. * * * Eg heyrði menn stundum tala um það, að Ólafur Björnsson rit- stjóri væri ekki eins afkastamikill og hann gæti verið. Hann væri ekki annar eins starfsjötunn og faðir hans. peir, sem kunnugastir voru og bezt þektu til, munu liafa ástæðu fyrir því á reiðum hönd- nm ólafur Björnsson var sífelt umkringdur af kunnugum og ókunn- ugum, háum og'lágum. Við mennirnir erum svo gerðir, að vér sækj- nm meira í hlýjuna en kuldann, meira í ljósið en myrkrið, meira í gleðina og ástúðina en dapurleikann og hjartakuldann. En alt var þetta að finna hjá Ólafi. 1 kringum hann var alt af hlýtt. Hann var ljósið sem dróg að sér blómin. Hann huldi aldrei liiminn sinn með neinum kuldaskýjum. — pví var tíminn honum ódrjúgur. Og annað líka: Hann var alstaðar boðinn, alstaðar velkominn, Allir vildu sitja í sólskininu, sem hann stráði út frá persónu sinni. En brot af sannleik mun þó hafa falist í þessum dómi ókunnugra manna. Hann inun hafa haft meira yndi af að njóta þess skapaða, év skapa sjálfur meiri gleði af lifandi samneyti við fólkið í kring um hann, en þurrurn og dauðum skrifstofustörfum. Hann var svo feg- urðanæmur, að hann kunni bezt við sig í fossfalli hinnar líðandi stunð- ar, því þar yíir er litbrigða ljóminn mestur og fjölbreittastur. par slá flest mannshjörtu. Og Ólafur Björnsson var lijartnanna fnaður. En hann vann meira en margur hélt. Hann var við ótal margt riðinn. Og eins er að gæta í þessu sambandi. Maðurinn var enn Icorn- ungur. Hann var svo að segja, nýbyrjaður á æfistarfi sínu. Kraftam- ir voru ekki þroskaðir .til fulls, persónufyllingin ekki sprungin út. NafnkenduStu afkastamennirnir og starfströllin hafa ekki verið bún- ir að áorka miklu á 35 ára aldri. Enginn veit, hvenær við berum blóm okkar mesta þroska og bestu starfa. Og eitt er víst: Með dauða ólafs Bjömssonar ritstjóra, hafa margar góðar vonir fallið í gröfina, margir draumar bliknað og mrgt fyrirhugað verk feykst út í veður og vind. Með honum hefir þessi fámenna þjóð mist einn sinn ágætasta dreng og þessi bær þann mann, sem flestum öðrum fremur gerði hann bjartan og hlýjan. —ÍSAFOLD— Jón Bjömsson. Kirkjumálin Orsökin til þess að eg skrifa þessar línur, er sú, að mér hefir verið borið á brín, að eg sé svo sagnafár, þegar eg er spurður um kirkju- málin. Eg mæti mönnum daglega, sem spyrja hvenær málið verði klárað og hvernig það muni far.a; hvort H. A. Bergmann sé búinn að stefna fulltrúunum; hvort J. Fr. Bergmanns málið sé út kljáð og livenær það klárist. Eg get engu svarað öðru en því, að málin hljóti að fara vel, því það er mín sannfæring. Allar þessar spumingar bera vott um það, að annaðhvort er fólkið að verða forvitnara en það var í fyrri daga, eða hitt, að nú er fólkið að vakna til alvailegra hugs- ana um málefni kirkjunnar og er það síðartalda líklegra, því sannar- lega er tími til kominn, að skoða málið frá alvarlegu hliðinni. Eg skal engar ágiskanir liafa um það, á hvaða grundvelli árásin var bygð, en hitt veii eg að málið er illt og hræðilega ljótt og óvinsæít og þolir ekki samanburð við það sem gott er og fagurt. Saga málsins mun verða nokkrum mönnum til mikillar vansæmdar og er það leiðin- legt. En þó er ljótara að svoixa sjúkdómur sem orsakaði málaferli, skyldi þróast í kristilegum félagsskap. En hver er orsökin spyrja sum- ir. Hanaþekkja fáir, enn sem komið er; þó hygg eg að hún hafi bezt komið í ljós á fundi sem haldinn var í vetur sem leið í Tjald- búðarkirkju, fundarsalnum, þegar séra Páll Sigurðsson dæmdi um stefnu og rit séra Fr. J. Bermanns. Stefnu hans sagði hann hvikula en ritverkin ádeilUrit. Hvað þurfti framar vitna við. Mér datt ósjálf- rátt í hug: talar maðurinn þetta frá sjálfum sér, eða var lionum sagt að tala svona. pað á hér við sem skáldið segir, “oft má af máli þekkja manninn, hver helzt liann er”. Nafni séra páls, skildi og skýrði málin betur á sínum tíma, eg meina postulann pál; þó langt sé síðan að hann var kennireaður. pegar Pílatus fram seldi Jesúm eftir beiðni þeirra manna, sem hann vildi þóknast. pá segir sú merkilega saga, að hann hafi aðeins þvegið sér um hendurnar og sagði sig svo lausan við það vandamál. En svo var hann hygginn og vitur, að hann viður- kendi Jesúiri með vfirskrí' 'i'.r.i. þó symir mó'n.T-ltu því. pegar Jesús var andaður, þá sagði Ijáikið: “Sannarlega var þessi maður guðs sonur.” pað liefir líklegamrðið hrætt. En livað um það, þetta hlaut alt að ske svo ritningarnar uppfyltust. pegar eg heyrði séra Pál misbjóða minningu séra Fr. J. Bergmans Sálaða, með yfirlýsingunni um stefnu og rit þess látna leiðtoga, þá fanst mér,'að dæmi Pílatúsár hefði getað orðið honum leiðbeining í þessu vandamáli, ef hann hefði munað eftir því. Við sem þektum séra Fr. J. Bergmann og heyrðum hann prédika, þorum mörg að viðurkenna hann og segja: “sannariega var hann göfugur og kristinn kennimaður, sem lét ekkert tækifæri ónotað, til að efla og útbreiða þann lærdóm, sem Jesús Kristur kendi, með sannri alúð og óskeikulli festu, það var hans hjartans mál”. Saga Tjaldbúðarsafnaðar er nokkuð einkennileg frá því fyrsta. Meiri partur sögunnar ofsóknarsaga. Nokkrir menn bæði prestar og leikmenn hafa reynt að kasta ljótum skugga á suma presta þess safnaðar og söfnuðinn í heild sinni, með trúarvilluákærum. Margir ritdómar benda á þetta. Er sagan fróðleg og sumstaðar dálítið skrít- in og vel þess verð að þekkja hana; hún er að minni hyggju ekki búin ennþá og verður fegurri þegar tímar líða fram. 1 mörgu hefir Tjaldbúðarsöfnuður verið heppinn og skal í -sambandi við það, bent á að prestar safnaðarins hafa verið meiri gáfumenn en alment var með presta á sögutíma Tjaldbúðarkirkju, þó sá síðasti bæri þar af öllum, verkin sýna það. Annað í sambandi við heppni safnaðarins, er >það að þetta svívirðilega málaþras skildi einmitt nún vera á dágsskrá, þegar réttlæti friður og fögnuður á að vera viðurkendur um heim allan. pað er kunnugra en frá þarf að segja, að á liðna tímanum hefir verið svo mikið sundurlyndi í mannfélaginu; ekki einungis í Tjaldbúðar- söfnuði, heldur en meðal heilla þjóða Svo ógurleg vandræði hafa af þv hlotist, að þær skelfingar munu aldrei fyrnast. Til þess að ráða nú bót í bölinu sem alt þetta vonda fæddi af ser, hefir vitrustu mönnum verið falið á hendur og þeir komið sér saman um, að semja alheims- frið á sama grundvelli og Jesús Kristur kendi, réttlæti, kærleika og sannleika. Gefið keisaranum það sem keisarans er og guði sem guðs er. petta er gleðilegt tákn tímanna og sönn réttarbót. Hver mun efast um að um þetta verði hugsað og að þessu unnið um allan heim? pá að sjálfsögðu nýtur Tjaldbúðarsöfnuður af. Svo langt gefur réttlætið einnig náð; svona úthlutar tímans hönd hjálpinni, þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Söfnuðinum ber nú sannarlega, sem einni heild, að þekkja sinn vitjunartíma og verða nú hreinn og liugdjarfur, þegar hinn nýi tími kemur með frið og eining, kærleika, réttlæti og sannleika. pegar mannfélagið í heild sinni, byrjar nú sam- hug og samvinnu undir merkjum friðar og fagnaðar, þá skilar það til baka aftur skuggamyndum þeim, sem svo óteljándi oft hafá valdið misskilningi og missáttum; óhappamennimir sem hafa leikið á fólk- ið með fölsku myndasýningunum,fá ekki oftar áhorfendur, svo þeir geta framvegis geymt myndasafnið í sínu eigin kreddukerfi, í rusla- kistu gamla tímans. petta er að gera húsið hreint, útþvottur var nauð- synlegur, hollur og hressandi, og skyldu sem flestir læra að þekkja nauðsyn hins andlega hreinlætis ekki Síður en þess líkamlega. Af því eg er maður ómentaður, þá mætti segja að skörin væri sett upp í bekkinn, ef eg færi að gefa bendingar, þeim mönnum sem hærra eru settir í mannfélaginu, um það hvernig þeir skyldu haga sér framvegis. pá læt eg mér nægja, að óska þess, að allir prestar tækju höndum saman sem kristnir kennimenn og bræður, vildu búa sig svo undir að mæta hinum nýja tíma, að þeir gætu fylgst með í öllu því sem er gott og göfugt, prédikað sannan kristindóm, sem er auðlærður og auðskilinn; hans boðorð eru ekki þung. Svo ber þeim einnig að vemda alt það siðferði og sannleiksást, sem Jesús Kristur gerði að aðalsilyrði fyrir góðri hegðun manna. petta yrði einfald- ara og notabetra en sumt af því sem kennimönnuin liðna tímans hefir þóknast að bæta við rfenningastefnu Jesú Krists og kalla það þó kristið. Einhvemtíma háfa ritningarnar verið rongt útlagðar á liðna tímanum, miðað við síðustu tírna, verk manna. par verður margt í mótsögn við það sem Kristur kendi. Iíristnir prestar og kristnir söfnuðir, afleggið lygar og talið sannleika hver við sinn náunga, því við eru hver annars limir pegar næst verður byrjað að prédika í Tjaldbúðarkirkju, ‘frið- ur á jörðu og guðs velþóknan yfir mönnunum’, þá býður nýguðfræð- ingurinn alla velkomna, til að heyra hvað hann hefir að segja í kirkj- unni; sama hvað þeir lieita og hvaðan þeir eru, það gerir engan mun. pá kemur sér vel, að byggingamefndin sá lengra fram í tímann en allur fjöldinn, eg rneina, með rúm og alt fyrirkomulag á bygging- unni; öllu verður þá veitt eftirtekt að nýju. pá verða menn að byrja á því að'þekkja sjálfan sig fyrst, svo hvern af öðrum sem jafningja sinn, svo jöfnuðurinn geti orðið sem mestur. Svo byrjar fólkið að vinna saman eins og bræður og systur og leggja gott til allra góðra mála. pá læra menn að stjórna samkomum og safnaðai’fundum, einn- ig læra allir að stjórna sjálfum sér og tilfinningum sínum, þeir verða kurteisari í allri hegðan og sanngjarnir; þeir verða auðsveipir og blíðir í viðmóti, því þeir læra að skilja, að allir eru bræður og systur í Kristi. pá læra þéir menn ef nokkrir verða, sem kreftu hnefann í gamla daga, að stinga honum fljótt. í vasann áður en hann snertir náungann og kanske meiddi einhvern saklausan, bróður e'ða systur. pá læra menn sem halda tölur, að halda sér við efnið og allar fundar- reglur, líta hlýlega hvertil annars, stjórna rödd og málfæri, sem auðið er og alt það sé óþvingað, svo þeir tapi ekki fallega svipnum, svipnum sem segir til hvað í manninum býr. pegar menn hafa lært alt þetta, þá verða menn þolnari að mæta öllu misjöfnu og ómannúðlegu, sem að höndum kann að bera. Ef sumir yrðu seinni til að læra að verðav góðir og gætnir menn en aðrir, jafnvel þó stefnur og málaferli ættu sér stað fyrst um sinn. þá yrði allur fjöldinn þolnari að sitja í réttar- salnum og hlíða á, þegar réttlætið er í nefnd; dómaranum verð- ur trúað svo vel og jafnvel hrósað fyrir það, hvað hann var göfugur að þræða ráttan lagaveg; alt verður svo auðskilið og samú- gjarnt. pá hætta menn að dæma í sínum eigin málum ábyrgðarlaust á annara lcostnað, það verður bara óþarfa pukur. Ekki er hætt við að gróðrabrallsmennirnir taki þátt í þessum há- leitu umbótum; þeim óar vi$ hér eftir, að selja of dýrt og verða jafn- vel hræddir við að safna pe'ningum af ásælni við náungann. pó það væri í skjóli laganna, þá er gott fyrir alt fólk að muna eftir því, ef það talar mikið, að ögn af ábyrgð fylgir mörgum orðum, og sumum orðum stúr ábyrgð. Að sinni fræði eg ekki lesarann meir um kirkju- málin, en bendi aðeins á, að sameining sem sagt er að hið Islenzka Evangeliska kirkjufélag í Vesturheimi hafi gert við Tjaldbúðar- söfnuð í Winnipeg 1918, liefir að líkindum verið afhjúpuð á síðasta kirkjuþingi velnefnds félags 1919, eg hefi ekki frétt af því hátíða- haldi ef nokkuð hefir verið. peir fáu menn sem hafa gert tilraun til að ófrægja mig fyrir af- skifti mín af kirkjumálunum, skulu vera fullvissir um að eg geymi þær fáu hnútur sem að mér hefir verið kastað, ekki til að kasta þeim aftur, heldur til að komast að, hvaðan þær voru fengnar og með livaða heimildum. Winnipeg 25. júlí 1919 G. Magnússon Þið hinir ungu sem erud framgjarnir Undirbúið ykkur fyrir takmarkalaus verzlunar tækifæri. pið sem eruð fijót til — þið sem fftigið greiðlega og undirbúið ykkur, munið njóta bezt velgegni endurreisnar tímans i nálægri framtíð. pið munuð þá geta uppfylt hin nákvæmu störf og reksturs fyrirætlanir verzlunarhúsunna. Ráðstafið pvl að byrja nám ykkar hér— Nœsta mánudag pessi skóli beinir öllum tíma sinum og kröftum til ap fullkomna ungt. fólk í verzlunarstörfum; og fæst sérstaklega við alt sem lýtur að viðskiftalffinu. Kenslu stofumar eru stórar, bjartar og loftgóðar, og kenslunni mjög vel tilhagað, undir yfirsjón ágætra kennara, alt fyrir komulag þannig að hver eínstakur nemandi geti notið sem best af. Eini vegurinn til að þú gætir fullkomlega virt starf skólans er að sjá hann f fullum starfa. Vér vildum mælast til að þér heimsæktir oss á hvaða tima sem er. En ef þér skyldi ekki hægt að heimsækja oss, þá skrifaðu eða simaðu eftir upplýsingum. Skrifið eða hafið tal af D. F. Ferguson, skólastjóra. Success Business College Ltd. Cor. Portage Ave. and Edmonton St. (beint á móti Boyd byggingunnl) Phone Main 1664—1665 tommommmo-mmm-oimmomimommommo-mmmommm-ommo-m^m-o-i Ábyggjleg Ljós og Aflgjafi Vér ábyrgjumst>ySur varanlega og óslitna þjónustu Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrir VERKSMIÐJ- UR sem HEIMILI. Talsími Main 9580. CONTRACT DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúinn að finna yður að máli og gefa yður kostnaðaráætlun. í i c ! Winnipeg Electric Railway Co ! A. W. McLIMONT, General Manager. í í i i c I o 4 KÖ

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.