Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 4
Bls. 4
VORÖLD.
Wiimipeg, 26. ágúst, 1919
kemur ðt & hverjum JjriðJudegl.
Otgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd.
Voröld kosta $2.00 um árið í Canada, Bandaríkjunum
og á Islandi. (Borgist fyrirfram.)
Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannessor.
Skrifstofa: 637 Sargent Avenue
Talsími Garry 4252
B m M * M m m „ >u m im—iw wi
Friður
Friður hefir verið saminn milli þeirra þjóða sem barust á bana-
spjótum í nærfelt fimm ár. Friður í orði að minsta kosti, og vonandi
að framtíðin sýni það og sanni, að hann sé einnig á borði. En eru
nokkrar líkur til þess, Eru þess nokkur sýnileg merki að friðarandinn
liafi tekið sér bústað í hugum mannanna og rekið þaðan út hinfi
óhreina anda haturs, ofsókna og ósanngirni? Lítum á blöðin, sem
kölluð eru talandi raddir þjóðarinnar. Flytja þau óblandaðann frið-
arboðskap og jöfnuð? Beina þau sólstöfun sátta og bróðurþels, jafnt
að öllum, án tillits til þjóðernis eða trúar? Gera þau skyldu sína í því,
að sýua mönnum fram á, að engar óvinaþjóðir séu lengur til? Ganga
þau fram í fylkingar undir merki friðarhöfðingjans? Hafa þau end-
urfundið ihinn sameiginlega föður allra þjóða? Gera þau sitt til þess
að lækna sárin? Verður þeim það aldrei á, að minnast enn á þá sem
óvini, er vér nú höfum samið frið við? Til þess að svara slíkum
spurningum, þarf ekki annað en að líta í hvert dagblaðið sem er í
Winnipeg að minsta kosti. þau eru háttblásandi físibelgir, að kolum
þess ófriðar, sem þau áttu að slökkva; þau halda áfram árásum á
saldaust fólk fyrir engar aðrar sakir en þær, að það á ætt sína að
rekja til vissra þjóða — sem vitanlega enginn getur fremur gert að,
cn hann .getur ráðið sínum eigin fæðingardegi. — það er eins ljótt
og eins óguðlegt að skamma mann og svívirða hann fyrir það eitt,
að hann sé þjóðverji, eins og það væri að berja barn fyrir þá sök,
að það væri fætt á mánudegi. Ilér í Canada ríður oss lífið á því að
mynda eina þjóð — Oanadiska þjóð — að því er réttindi og sain-
búð snertir, á hér ekki að þekkjast enskur frá þýskum né grískur frá
gyðingi. Canada er sameiginlegt heimili þjóðarbrota úr öllum heimi.
Sameiginiegt heimili allra þeirra sem erfiðleikarnir ofsóttu annars-
vegar, en framsókn og von eggjúðu hins vegar. Vér komum öH
hingað með hugann fullann af von um bjartari framtíð og betri daga.
En til þess að þær vonir rætist, verða öll börn hins mikla sameiginlega
canadiska heimilis að strengja þess heit — og halda það — að lifa
saman í eining andans og bandi friðarins. Ekkert einstakt þjóðbrot,
enginn sérstakur hópur af börnum þessa lands má hreykja sér upp
á háan hest og líta með fyrirlitningu á önnur börn landsins. Hinir svo
kölluðu útlengingar í þessu landi, verða að neyta allra sæmilegra
bragða til þess að koma á friði, jafnframt því sem þeir verða að
halda fram rétti sínum, heilum og óskertum, einarðlega og hiklaust.
Fáist það ekki; verði þeir ekki látnir í friði; verði þeir sviftir rétt-
mætum skerfi í hluttöku þeirra gæða, sem þetta land hefir að bjóða,
þá er aðeins eitt ráð fyrir hendi; það er, að allir útlendingar taki
höndum saman til sjálfsvarnar, í hæglátum en staðföstum breytinga-
tilraunum, þannig að koma sem flestum af sínu fólki á löggjafar-
þing landsins og í stjórnirnar.
Með samtökum í þessa átt — ef þau verða gerð óumflýjanleg af
ofsóknum og ósanngirni — er hægt að breyta svo um stjórn landsins
á friðsamlegan hátt, að öllum verði framvegis skamtað úr sama hnefa
og enginn níðist á öðrum, fyrir þjóðernissakir. Hver einstakur
borgari þessa lands, þarf að láta sér skiljast það, að ekki er nóg að
hann sjálfur njóti réttinda og verndar lands og laga, heldur einnig
allir samborgarar hans. Fyr en sá skilningur festist í hugum manna,
er engin von á friði, hversu oft sem friðarnafnið er vanvirt á vörum
og tungum óheillamanna.
Leiðtogakosningarnar
Fjórir menn voru í kjöri sem leiðtogaefni frjálslynda flokksins,
eftir Sir Wilfrid Laurier. peir voru þessir: W. S. Fielding fyrver-
andi fjármálaráðherra Lauriers, George P. Graham fyrrum járnbrauta
ráðherra, D. D. Mackenzie, sem valinn var bráðabirgðaleiðtogi þegar
Laurier dó, og William Lyon Mackenzie King, fyrrum verkamála-
ráðherra Lauriers. Allir þrír hinir fyrtöldu eru gamlir menn ,en
King er komungur. prisvar varð að greiða atkvæði og féllu þau þann-
í fyrsta skifti: King 344, Fielding 297 Graham 153, Mackenzie 153.
1 annað skifti: King 411, Fielding 344, Graham 124, Mackenzie 60.
I þriðja skifti: (Graham og Mackenzie hættu) King 476, Fielding 438.
King kosinn með 38 meirihluta. Fielding lagði þá til, en Graham
og Mackenzie studdu, að kosningin skyldi samþykt í einu hljóði og
það var gert.
Öflin sem börðust við kosninguna voru tvennskonar; öðru megin
voru hinir eldri og þeir sem annaðhvort voru samsteypumenn eða
þeir sem alveg vildu gleyma öllu fráfalli 1917. Hinsvegar voru hin-
ir ungu fulltrúar nýja tímans og þeir sem eindregið voru á móti her-
skyldunni; þeir töldu það óhæfu að sá yrði leiðtogi, sem nokkur
bræðingslykt gæti fundist af — og þeir unnu.
Mannréttindi og eignaréttur
pví hefir stundum verið fleygt, að rétt væri að þjóðin tæki
aftur land það, sem stjómirnar hver eftir aðra, hafa bruðlað út til
gróðrabrallsmanna og járnbrautarfélaga. En ráðvandir menn vilja
eigi heyra slíkt nefnt á nafn; segja þeir, að það væri óheyrilegt
samningsrof og ódrengskapur, því halda beri þá samninga sem kosn-
ir fulltrúar þjóðarinnar geri. En þessi virðing fyrir gerðum samn-
ingum, er þó ekki jafn djúp í öllum greinum, því úr sömu áttinni
komu raddirnar, sem réttlæta kosningalögin alræmdu. par sem menn
vom í þúsundatali sviftir borgararéttindum, þvert ofan í gerða samn-
inga; eða eru ekki borgarabréfin samningar, sem ætti að vera eins
réttháir og landeignaskýrteini? Og ættu ekki valdhafamir að vera
ábyrgðarfullir fyrir þeim samningum? Kosnir fulltrúar þjóðarinnar
hafa þó samþykt, að eyða svo þúsundum skiftir af almennings fé, til
að draga fólk inn í landið. Hafa haft sína sendimenn í öllum áttum,
;em hafa lofað innflytjendum gulli og grænum skógum. Og þúsundum
;aman hafa menn gengist fyrir loforðum þessara manna. Borgara-
bréfin, sem lofa innflytjendum vernd og borgararéttindum, eru um
leið viðurkenning þess, að þeir hafi uppfylt sinn hluta samningsins.
Hvar er svo þessi háleita virðing fyrir gerðum samningum, þegar
borgarabréfin eru ógilt, menn sviftir vernd, og réttindin sem borgara-
bréfið átti að veita, fótumtroðin? Er ekki þetta ljós vottur þess, að
þrátt fyrir allt skvaldrið um fullkomið frelsi og réttlæti, þá sé eigna-
rétturinn vaxinn langt yfir höfuð mannréttindanna?
Fjórðungsaldar áfangastaðir
Til er hollenzk þjóðsaga. sem segir frá því, að verndarandar þjóð-
arinnar, komi saman einu sinni á aldarfjórðungi og skifti með sér
verkum. Eimi á að vaka yfir heilbrigði og varna drepsóttum; ann-
ar á að frjófga jörðina og sjá um uppskeru; sá þriðji á að vaka yfir
friði og samlyndi; sá fjórði á að vera í stöðugu sambandi við skap-
ara allra hluta, til þess að geta með aðstoð hans, haldið hreinum
hjörtum mannanna; sá fimti á að halda verndarhendi yfir dýrum
landsins o. s. frv. þannig hefir hver sitt hlutverk.
Andamir koma saman á ósýnilegri hæð í miðju landi, eftir því
sem þjóðsagan segir; þaðan geta þeir horft yfir alt. par falla þeir
allir fram og biðja hina voldugu veru kærleikans, styrkleikans og
réttlætisins, um blessun og vernd.
pessi fallega saga er miklu lengri, en þetta er aðalefnið. Hol-
lenzku verndarandarnir ferðuðust stöðugt og héldu aldrei kyrru fyr-
ir, nema iþegar þeir komu saman á hæðinni á hverjum aldarfjórðungi.
pá rituðu þeir einnig sögu landsins. Alt sem heyrði þjóðinni til gæfu,
rituðu þeir með gullletri en hitt rneð sortu eða blóði, eftir því sem
við átti.
Holland er ekki eina landið sem á verndaranda; allir trúir menn
og allar trúar konur í hverju landi sem er, mega teljast verndar-
andar þjóðarinnar. Allir flokkar sem fyrb- frelsi og framförum
berjast, mega kallast verndarandar. — Frjálslyndi flokkurinn í Can-
ada hefir verið slíkur verndarandi að undanförnu, þótt einstakir
limir hans á einstökum tímum hafi sýkst og eitrast, svo að nauðugur
hafi verið einn kostur, að höggva þá af og kasta þeim burt.
Tuttugu og fimm ár — aldarfjórðungur — eru liðin síðan frjáls-
lyndir menn í Canada komu saman í áfangastað, til þess að safna
kröftum og ráða ráðum sínum. pá var undirbúinn sá kafli í sögu
þessa lands, er síðar var skráður gullnu letri. Ef flett er upp á
blaðsíðu 1896 í sögu þjóðar vorrar og lesið áfram þar til komið er að
blaðsíðu 1911, þá dylst það engum, að það er gullskráði kaflinn.
Upp að þeim tíma eru -sumar blaðsíðurnar auðar, aðrar skrifaðar
sortulit og enií aðrar blóði. Og þegr komið er aftur fyrir blaðsíðu
1911, þá byrjar miðaldarmyrkur og sturlungaöld þessarar þjóðar.
En frjálslyndum mönnum landsins hafði ekki fallist hugur; þegar
fylkingarnar höfðu þynst af fráfalli margra þeirra, sem treyst hafði
verið; þegar foringinn lá fallinn í valnum; þegar “móðuharðindi”
blekkinganna, “píningsvetur” ofbeldisverkanna og “lurkur” harð-
stjórnarinnar höfðu dunið y'fir svo að segja samtímis, þá hefði mátt
ætla, að sveitin væri sundruð og engin von viðreisnar. En reyndin
varð önnur. Heillaandar þjóðarinnar staðnæmdust. á ný í áfangastað
5., 6. og 7. þessa mánaðar. (Framhald)
Stefnuskrá Frjálslyndaflokksins
ping frjálslynda flokksins í Ottawa 5.,6. og' 7. ágúst samþykti
stefnuskrá sem að mörgu leyti fer lengra í framsókn og breytingum
en nokkur önnur stefnuskrá, sem nokkur flokkur hefir komið fram
með hér í landi áður. Skulu hér talin helztu atriði stefnuskrárinnar.
I. RÍKJASAMBANDIÐ.
1. Frjálslyndi flokkurinn er á móti því að Englendingar hafi
nokkurt einveldi, að því er Canada snertir, eða taumhald sem veiki
sjálfstæði Canadisku þjóðarinnar.
2. Að vörugeymslu- og kælihús séu bygð í borgum og bæjum, þar
er sambandið við Englánd snertir, nema hún sé borin fyrst undir
þjóðfulltrúa vora á þingi og samþykt af þeim og því næst borin und-
ir þjóðaratkvæði.
II. DÝRTÍÐIN OG BÆTUR VIÐ HENNI.
1. Að gengist sé fyrir sameignarkaupfélagsstofnun um land alt
með aðstoð frá stjórninni.
2. Að vörugeymslu- og kolahús séu bygð í borgum og bæjum, þar
sem vistir séu geymdar og borgun fyrir það einungis nógu há til þess
að mæta kostnaði.
III. . BANKAMÁL.
1. Að skipuð skuli nefnd til þess að koma með tillögur um breyt-
ing á bankalögunum.
2. Að þeim breytingum skuli þannig hagað að bændur geti feng-
iö peningalán með lægri rentúm og vægari kjörum en nú á sér stað.
IV. HERMENNIRNIR.
1. Að hermenn sem særst hafa og erfingjar fallinna hermanna
fái ákveðna upphæð í peningum.
2. Að hermönnum sé séð fyrir mentun, bóklegri og verklegri,
sem stjórnað sé af færum mönnum og hagað eftir því sem bezt megi
að gagni verða fyrir mennina sjálfa og þjóðina.
3. Að þar sem lífsábyrgðarskilyrði hafa orðið erfiðari vegna
stríðsins, sé mismunurinn bættur af ríkinu.
5. Að eftirlaun hermanna séu svo rífleg að þeir og fjölskydur
þeirra geti lifað sómasamlegu lífi.
5. Að stjórnin skuli sjá hermönnum fyrir atvinnu með svo góð-
um launum að sæmilegt sé þeim og fjölskyldum þeirra.
V. ...VÍNBANN.
1. Að sambandsstjómin skuli sjá um að í þeim fylkjum sem lög-
leitt hafi vínbann, sé þannig breytt lögum sambandsins, þegar fylkis-
stjómin óski að hægt sé að koma í veg fyrir að lögin séu brotin.
VI. LANDSNYTJAR FYLKJANNA.
Að Alberta, Saskatchewan og Manitoba séu afhentar til eignar
og fullra ráðstafana allar landsnytjar, svo sem skógar, veiði, námur,
lönd og annað innan tilsvarandi landamæra hvers fylkis fyrir sig.
VII. MISMUNANDI pJÓÐBROT
Allir menn og konur í Canada skulu njóta sömu réttinda og vinna
saman í einingu til þess að byggja upp eina sameiginlega þjóð.
VIII. VERZLUN OG TOLLMÁL.
1. Að lækka verð á lífsnauðsynjum, sem nú þjakar tilfinnan-
iega öllum fjölda fólks.
2. Að lækka verð á verkfæmm og framleiðsluáhöldum í öllum
greinum.
3. Að tollar séu afnumdir af: hveiti, hveitimjöli og öllu sem úr
hveiti er unnið; sömuleiðis af öllum aðalmatvælum; akuryrkjuáhöld-
um og vélum, dráttavélum, námuáhöldum, kornmylnuáhöldum, sög-
unarmylnuáhöldum og því sem þarf þeim til viðgerðar; af hefluðum
og óhefluðum viði, af gasolin og ljósmat, af áburðaroliu og oííu sem
höfð er tii hitunar, af netagarm o.g fiskiveiðaáhöldum, af steinlími
og áburði; sömuleiðis öllu óunnu efni í alt sem að ofan er talið.
4. Að tollar skuli stórlega lækaðir á klæðnaði, skófatnaði og
öðrum nauðsynjum ásamt óunnu efni sem í það fer.
5. Að tolliækkunin á enskum vörum verði 50% meiri en nú er.
(Framhald)
Islenzk málaferli
Allir vita um málaferli þau sem hafin hafa verið á móti Voröld.
En landamir láta ekki þar staðar numið. Tvö önnur mál eru á döf-
inni meðal þeirra. Jón Tryggvi Bergmann hefir höfðað mál á móti
Tjaldbúðarsöfnuði út af skuld senr han telur til, en söfnuðurinn
viðurkennir ekki. Síðan klofnaði söfnuðurinn þannig að meiri hlut-
inn gekk í samband við Únítara, en nokkrir menn voru á móti því,
Minni hlutinn sem á móti var heldur því fram að allar eignir heyri
sér til, en hinir vilja ekki sleppa; hafa því hinir fyrtöldu höfðað mál
á móH hinum. H. A. Bergmami er lögmaður minni hlutans, en Bon-
nar fyrir hina. Búist er við að þetta mál verði sótt af kappi á báðar
hliðar, en litla sæmd munu þessar aðfarir skapa íslendingum í augum
hérlendra manna. Að geta ekki útkljáð sín eigin sérmál án þess að
hlaupa með þau fyrir dómstólana, er oss vanvirða og nær að verja
því fé er til þess fer til einhvers þarfara og kristilegra.
Islendingur í bœjarstióra
Almennur kjósendafundur var haldinn í Skjaldborg 22. ágúst
til þess að ræða um bæjarstjórnarkosningar í 3. kjördeild á komandi
hausti. Um 60 manns sóttu fundinn. Gunnlaugur Jóhannson var
kosinn fundarstjóri og Friðrik Sveisson skrifari. Fundarstjóri lýsti
tilgangi fundarins; Dr Sig. Júl. Jóhannesson lýsti nauðsyninni á því
að koma í bæjarstjóm alþýðufulltrúum sem ekki brygðust trausti
fólksins; Arngrímur Johnson lýsti þeim kostum sem góður bæjár-
ráðsmaður þyrfti að hafa og kvaðst vilja stinga upp á því, að skorað
væri á mann að gefa kost á sér sem á fundinum væri staddur og hefði
alla þessa kosti; maðurinn væri J. J. Samson fyrverandi lögreglu-
þjónn. Friðrik Sveinsson studdi tillöguna og talaði nokkur orð;
þá talaði Sigurður Vilhjálmsson og lýsti mannkostum Jóns Samsonar
og nauðsyninni á ráðvöndum mönnum í bæjarstjórnina. Samson þakk-
aði það traust er fundarmenn höfðu sýnt sér (eftir að tillagan var
samþykt með öllum greiddum atkvæðum). Kvaðst hann fús til þess
að verða við áskoraninni og flutti langa ræðu og snjalla. Lýsti hann
því hvílíkum órétti hafði verið beitt af hálfu bæjarstjórnarinnar,
fylkisstjórnarinnar og sambandsstjórnarinnar á með an verkfallið stóð
yfir. Ilann sagði sem var að á meðan hinir reglulegu lögreglumenn
voru við störf sín, hefði alt farið fram í bænum með-ró og spekt,
en þegar þeir voru reknir og lögreglumannanefnurnar með hjólgeisla í
höndum voru settir á götur bæjarins, þá hófust óeirðirnar. Kvaðst
lumn-ekki geta betur séð en að ósk yfirvaldanna og þúsund manna
nefndarinnar hefði verið sú, að efna til óeirða í því skyni að hafa af-
sökun fyrir því að senda herlið á fólkið. Og sárast kvað hann það vera
að góðir Islendingar hefðu leiðst svo langt afvega, að þeir hefðu
verið við æfingar til þess að vera við því búnir, að skjóta á hermenn
sem heim höfðu verið komnir úr stríðinu. Samson kvaðst skyldi lofa
því ef hann yrði kosinn, skyldi hann eftir b.ezta viti og sannfær-
ingu verða trúr fulltrúi fólksins. Hann gat þess að hirtn nýmyndaði
stjómmálaflokkur verkamanna mundi standa á bak við sig ef hann
yrði útnefndur.
Gunnar J. Goodmundsson talaði nokkur orð; lýsti því yfir að
hann bæri fult traust til Jóns Samsonar, og syldi gera alt sem í
sínu valdi stæði til þcss að styðja að kosningu hans.
Dr. Sig Júl Jó11annesson jagði til og Arngrímur Johnson studdi,
að 7 manna nefnd yrði kosin til þess að vinna að kosningu Jóns
Samsonar og fá í lið með sér aðra menn sem til þess væru hæfir og
viljugir. pessir voru kosnir í nefndma:
Gunnlaugur Jóhannsson
Arngrímur Johnsson, Friðrik Sveinsson, Sigríður Sveinsson
Gunnar J. Goodmundsson, Jónas Bergman, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
Laumuspil
Afturhaldsflokkurimi er dauðadæmdur bæði í fylkinu og sam-
bandi. Og hann veit það sjálfur. Hann veit að öll þau hreiður sem
hann hefir verpt eggjum í, eru svo óherin og daunill að enginn þvoU-
ur né hreinsun frá hans eigin hendi gagnar lengur. Hann veit það að
frjálslyndi flokkurinn hefir aftur á móti unnið í augum allra rétt-
hugsandi og frelsisunnandi manna með afstöðu sinni 1917, þrátt fyr-
ir það, þótt nokkrir ótrúir leiðtogar hans viltust af götu hreinleikans
á þeim neyðartímum.
En afturhaldsflokkurinn er eins og drauurinn í þjóðsögunni;
hann gat ekki liðið það að frjálslyndi flokkurinn standi yfir mold-
um-hans; hann reynir í dauðateygjunum að ná honum ofan í gröf-
ina með sér og ráðin til þess eru laumuspil og blekkingar. Aðferðin
er sú að reyna að telja bændum, verkamönnum og hermönnum trú
um að frelsi landsins og sjálfstæði sé bezt borgið með því, að þeir
vinni allir hver í sínu lagi og án sambands við frjálslynda flokkinn.
þetta er háværasta nótan í öllum afturhaldssöngnum nú sem stendur.
En er ekki reynsla undanfarinna tíma nægileg til þess að opna augu
manna fyrir því að einmitt það, að afturhaldið ráðleggur sundrung,
er sönnun þess að samvinna er nauðsynleg?
Óvinir ráða aldrei til samvinnu andstæðinga sinna. Islenzkir
bændur, verkamenn og hermenn, takið eftir hvaða blöð það eru, sem
ráðleggja það, að bændur séu sér og verkamenn sér, liberalar sér og
hermenn sér. — Takið vel eftir því og hugsið um ástæðuna.
Næstu kosningar þurfa að verða þannig að frjálslyndir menn,
bændur og verkamenn sæki hvergi sem andstæðingar til næstu þinga,
á er sigurinn vís — pað veit afturhaldið.