Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 6

Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 6
Bls- 6 VORÖLD. Wjimipeg, 26. ágúst, 1919 Þjóðrœknismálið “Voröld” frá 15. júlí síðasl. flytur grein um þjóðræknismálið, eftir hr. þorgils Ásmundsson og er eg höfundi þakklátur fyrir þann hlýhug, er hann ber til hins nýmyndaða þjóðræknisfélags vors, Vestur Islendinga, og hve grein hans er þess órækur vottur, að hann ann fósturjörð vorri og bræðraþjóð, — að íslenzkt þjóðerni á helgan reit í huga hans. það er þessvegna með með vinsemd og fullri virðingu fyrir höf., að eg leyfi mér að gera fáeinar athugasemdir við grein hans. Helzt hefði eg þó kosið, að ritstjóri Voraldar, sem er skrifari þjóðræknis- félagsins, hefði ekki birt grein hr. Ásmundssonar, án þess að skýra málið, að því leyti sem þess var þörf, í sambandi við greinina. Höf. segár, að þjóðræknismálið hafi verið tiltölulega lítið rætt í blöðunum og að bendingar um fyrirkomulag félagsins hafi verið sárafáar og lítið teknar tii gerina. Um fyrra atriðið hefi eg það að segja, að mér finst þjóðræknis- málið hafa verið sæmilega rætt, þegar þess er gætt, að öllum Islend- ingum sem blöð vor lesa eða láta sig íslenzkt þjóðemi nokkru varða, er það skiljanlegt, í hvaða tilgaugi félagsstofnun þessari var hrundið í framkvæmd. Um tilganginn gátu engar deilur orðið. Nafnið — nafn félagsins og málefnisins — felur í sér þann skilning, sem ekki verður vilst á. Auk þess sem þjóðræknismálinu hefir verið hreyft í vestur-íslenzk um blöðum, við og við um undanfarin ár, mun það hafa verið fyrir jól síðastl. vetur, að fyrir alvöru var farið að hugsa til framkvæmda í því, ad stofna þjóðr.*knisfélfcg, cg ef eg man rétt, va** talsvert urc málið ritað frá þeim tíma, fram til stofnfundar 25. marz. Ennfrem- ur voru á þessu tímabili haldnir fundir í flestum íslenzkum bygðum, til að ræða málið. Um síðara atriðið — fyrirkomulagið — get eg verið höf. sammála. Bendingar í þá átt voru ekki margar. pó má ei gleima því, að ákveðnar bendingar um fyrirkomulag og framkvæmdir hins fyrirhugaða félags, birtust í Heimskringlu, nokkru fyrir stofn- fund frá “þorskabít”. Voru þær þrungnar af áhuga og ást til mál- efnisins, sem vænta mátti úr þeirri átt. En eg áleit, og taldi tormerki á, í bréfi til vinar míns — þorskabíts — að hugsjónir hans í þessu efni, væru framkvæmanlegar.. Óttaðist sannast sagt, áhugaleysi al- mennings og fjárskort, því fyrirkomulagi til framkvæmda, því það krafðist mikils kostnaðar í nútíð og framtíð. Geta má eg þess hér, að tillögur porskabíts, gleymdust ekki alveg á stofnfundi félagsin; því eg mintist þeirra þar og vakti athygli fundarins á að ræða þær. Einnig vil eg taka það fram, að bendingar hr. Ásmundssonar hafði eg ekki séð. Eg hefi orðið var við á samræðum við menn í minni heimabygð, að sumum er ógeðfelt að stjórn félagsins sé að mestu Winnipeg- menn. Hefir jafnvel ritari félagsins, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson sveigt að þessu í “Voröld”. Frá mínu sjónarmiði er Winnipeg sjálfsagður aðsetursstaður félagsins, þar eiga heimili margir okkar beztu manna. þar er nokkurskonar þjóðbraut eða áfangastaður vor Islendinga; þegar við ferðumst bygða í milli, til að heimsækja hvorir aðra, eða erum í verzlunarerindum, og þangað koma flestir íslendingar fyrst, þegar þeir koma frá íslandi hin síðari ár. þar eru fleiri íslendingar saman komnir en á nokkrum öðrum stað í þessu.landi. þar eru blöð vor, sem við hljótum að horfa til sem sterka málsvara þjóðræknis- málsins. þar er^i menningarstraumar margskonar, sem félag vort gæti notið góðra áhrifa frá, en sem liggja fjær notráðum bygðanna. — Og sé sú skoðun mín rétt, að hentugasti staður fyrir heimili fé- lagsins sé Winnipeg, þá er auðsætt að fullur helmingur í miðstjórn félagsins þurfa að vera Winnipegmenn. Forseti, ritari, féhirðir og skjalavörður og jafnvel fjármálaritari, verða að vera svo settir, að þeir geti náð saman, hvenær sem er. Hr. Ásmundsson segir í grein sinni, að “eftir grundvallarlögum félagsins að dæma, virðist svo sem þeir löggjafar, sem á því þingi sátu, hafi álitið sig einfæra um að mynda félagið og lög þess.” þetta eru nú getsakir Ásmundsson minn! Eða að hverju leyti geta félagslögin gefið þér tilefni til þessarar grunsemdar? það er mjög algeng regla, að lögum félaga má því aðeins breyta, þegar tveir aðalfundir hafa samþykt breytingarnar. þetta er 1 mín- um huga Stór kostur. Tryggir það, að ekki sé hrapað að samþyktum til lagabreytinga, heldur vandlega hugsað og rætt áður staðfesting er fengin. Ekki læt eg mér hugsast, að grundvallarlög þjóðræknisféJagsins séu svo úr garði ger, að ekki megi eða þurfi að endurbæta. Eg heþd áð engum hafi tekist að semja svo fullkomin lög, að reynslan hafi ekki kent mönnum, að eitthvað mætti betur fara. En eg held því fram, að lög þjóðræknisfélagsins séu svo úr garði gerð, að þau hryndi eng- um manni frá að ganga í félagið, sem á annað borð ann málefninu og vill styðja félagið. Eg vildi mega vona, að tíminn þangað til lagabreyting getur næst orðið gildandi, sé sem augnablik í sögu þjóðræknisfélagsins. það eru rúmir 17 mánuðir. Á þeim tíma gefst meðlimum félagsins og öðrum, tækifæri til að hugsa málið og koma með tillögur fyrir félagsfund; og eg hygg, að þótt félagslögunum kunni að vera ábótavant, þá séu þau þó styrkur til hliðsjónar þeim, er bendingar vilja gera í þessu efni,' enda verður á næsta aðalfundi félagsins, fengin nokkur reynsla fyrir ýmsu því, sem á stofnfundi var ekki unt að gera sér full ljóst, við- víkjandi starfrækslu félagsins. Eg hefi heyrt einn mann benda á það sem galla á félagslögunum, að það ákvæði er sett, að forseti félagsins skuli rita samþykki sitt á hverja kröfu, áður en borga megi. Ekki sýnist þó þurfa neinn afburða fjármálamann til að sjá, að með þessu ákvæði er þó aukin trygging fyrir því, að peningum félagsins sé réttilega varið. Get eg þessa hér, til að sýna hve fáránlegar aðfinslur sumra manna geta verið, þegar viljinn er nógur til að vinna málum ógagn. Eg vil ekki neita þvír að heppilegra hefði verið að birta laga- frumvarp í blöðunum, almenningi til athugunar og umræðu; en það grunar mig, að málið hefði ekki grætt við það. Má þó enginn skilja orð mín-svo, að eg álíti að fulltrúar þeir er stofnfund sátu, séu betri kostum búnir til lagasmíða, en rnargir hinna er heima voru. Ileldur óttast eg að biðin hefði jafnvel orðið til þess að draga úr fram- kvæmdum í málinu. — Má þó vera að skoðun mín í þessu efni sé röng. — En lá nú ekki beint við að lög yrðu samin og félag stofnað 25. marz? Yoru ekki allir fulltrúarnir með fundarsamþyktir á bak við sig, hver úr sínu bygðarlagi, þar sem erindi þeirra var tekið fram: Að mæta á fyrirhuguðum stofnfundi í Winnipeg, 25. marz, — stofn- fundi íslenzks þjóðræknisfélags? Gátu fulltrúarnir rekið erindi sitt samvizkusamlega, án þess að semja lög og samþykkja þau, fyrir þetta þá, fyrirhugaða félag? — Eg svara því neitandi í huga mínum. þá kem eg að því atriði, sem mér stendur nærri að svara. Tillaga kom fram á stofnfundi um það, að hálft ársgjald hvers félaga, þar sem deildir væru stofnaðar, legðist til miðstjómar, sem starfrækslufé, en hálft gjaldið hefðu heimadeildir. Við þessa tillögu gerði eg breytingu, sem náði samþykki fundarins; að aðeins fjórði partur gjaldsins gengi til heimadeildar, en þrír fjórðu partar væru afhentir miðstjórn félagsins, og skal eg nú reyna að gera þess grein Jivað fyrir mér vakti í þessu efni. Eg gekk þess ekki dulinn, að væntanlegir meðlimir félagsins, krefðust meiri eða minni framkvæmdar af stjórn þess, og ef stjórnin átti að geta fullnægt þeirri réttmætu kröfu, þurfti hún peninga. Mér þótti því auðsætt, að því meiri peninga sem stjórnin hefði með hönd- um, þess meiri árangurs mætti vænta af starfi hennar, í því að vinna fyrir þær hugsjónir, sem félagið var stofnað fyrir. Félagið var hús- næðislaust og allslaust. Hafði þó sett á stefnuskrá sína ákvæði — 2. gr. staflið b. — sem óumflýjanlega krafðist fjár. það var skoðun mín og er enn, að heimadeildir þurfi sáralítið fé til, reksturskostnaðar; reynslan er jafnvel farin að sýna þetta í minni bygð. MeðJimir þjóð- ræknis-deildarinnar hér í Wynyard eru nú nálega 70. Við höfðum samkomu 18. júlí, er sóttu nær 200 manns. þrír ræðumenn skemtu ^fólkinu auk söngflokks. Veitingar voru ókeypis. pess ber nú að gæta, að ræðumennirnir tóku ekkert fyrir ómök sín, söngflokkurinn söng endurgjaldslaust og meðlimir félagsins lögðu til veitingar að heiman og erfiði er þeim fylgdi. — En mun nú nokkur íslenzk bygð hér vestan hafs, þar sem þjóðræknisfélagsdeildir hafa verið stofnaðar, að ekki séu menn fúsir að leggja á sig slík ómök sem þessi, endur- gjaldslaust? Eg veit að minsta kosti, að félagar Fjallkonudeildarinn- ar í Wynyard telja það ekki eftir. Eg ætlast ekki til, að ef um námskeið í íslenzku verður að ræða í bygðunum, að kennara sé borgað af heimadeildarfé, heldur er eðli- legast að aðalstjórn félagsins leggi þá til — kennarana — og sjái þeim fyrir kaupi. Og gætum nú að. Kemur ekki hálfgerð afsökun í grein hr. Ás- hiundssonar, 1 garð stjórnarinnar, fyrir aðgerðaleysi? Honum farast orð á þessa leið: “það virðist svo sem skaparar félagsins og laganna, hafi>nri tekið sér hvíld”, o.s.frv. — Félagið* er rúmlega f jögra mánaða gamalt, meðlimir þess enginn aragrúi enn sem komið er, og þessvegna lítið fé fyrir hendi.' Getur uokkur maður með sanngirni vænst þess, að stjórnin hafi afkastað miklu að svo komnu? — Áhugi íslendinga á málinu, þarf að vaxa, ef mikils á að vænta í framtíðinni og við skulum vona að svo verði. þess vil eg þó geta, að nú þegar hefir stjórnin gert ráðstafanir, sem ekki eru þýðingarJausar fyrir málefnið, en ekki tel eg að mér beri að birta þær ráðstafanir hér, væri það að taka fram fyrir hendur ritara félagsins. . Eg vil taka undir hina fögru eggjan hr. Ásmundssonar, í enda greinar sinnar. Eg vil biðja, og skora á alla góða Islendinga — menn og konur— að styðja þjóðræknisfélagið. — Ekki v.egna einstakra manna, heldur í nafni íslenzkrar þjóðrækni og íslenzkrar tungu. Málsins, yndisfagra, sem hún mamma lagð okkur í munn á morgni æfinnar. Eg þykist þess fullviss, að sá sem er trúr þjóðernisarfi sínum ög æskuminning- um, verði einnig trúr borgari þessa lands. Sá sem vill afneita l^end- ings-eðlinu í sjálfum sér, er ekki líklegur til að verða góður borgari í nýju landi. — 25.. júlí 1919, Ásgeir I.. Blöndahl lagðist eitthvað til og nú er hún orðin ein voldugasta stofnun ver- aldarinnar. Booth stofnandi félagsins, tók aldrei nein laun fyrir störf sín, heldur aðeins borgaði félagið viðurværi þeirra hjóna og ferðakostnað; sÖmu reglu fylgir sonur hans og eftirmaður. Stofnun in hefir fest rætur um allan heim hjá öllum þjóðum. Víða hefir félagið stofnað sjukrahús með lærðum læknum og hjúkrunarkonum og vinnur þannig ómetanlegt gagn. Félagið kennir öllu sínu fólki og er kensl- an ekki aðeins fólgin í bókalestri og venjulegum skóla, heldur lærir það líka reglusemi, sjálfstraust, geðprýði, hugrekki og fórnfærslu, og það að láta aldrei hugfallast né deyja ráðalaus. Booth tók upp rautt. flagg og nefndi það flagg “blóðs og elds”, blóðið átti að tákna fórnfærslu fúsleikans, en eldurinn átti að tákna áhugann og hitann fyrir málefninu. Iljálpræðisherinn hefir afkastað afarmiklu í stríðinu; hann hef- ir haft líknar- og lækningastofnanir í ölllum löndum, þar sem sorg- irnar hafa þjakað og sárin blætt. Hvar sem ferðast er í víðri ver- öld, er enginn stórbær til, þar sem ekki sé deild af Hjálpræðishern- um og alstaðar hefir liann hreint og þokkalegt gistihús, þar sem all- ir eru velkomnir og öll nauðsynleg þægindi fást fyrir lægsta verð. Lesið sögu þessarar hreyfingar og sjáið að hún átti nákvæmlega sömu móttökum að sæta og allsherjarverkamannafélagið, sem nú er verið að stofna — One Big Union —. Allskonar Prentun GERÐ Á PRENTSMIÐJU VORALDAR GILLINIÆÐAR VALDA MöRGUM SJOKDÖMUM pú getur lielt ofan 1 J>lg öllum tneðölum sem hægt er að kaupa; —eða þú getur látið skera þig og tæta allan 1 sundur eins og þér sýn- Ist— —Og samt losnar þú aldrel við þá djúkdóma sem af gilliniæðum stafa PYR EN pÆR ERU LÆKNAÐAR. (Sönnunin fyrir þesau er sú að ekkert sem þú hefir reynt hefir Hjálpræðisherinn Sú stofnun er nú 54 ára gömul; fyrir fimtíu árum voru starfs- menn þess félags,teknir fastir og þeim varpað í fangelsi á Englandi, sem æsingamönnum og upreistarseggjum. Félagið var stofnað í júlí 1865; maður sem William Booth hét, lenti í ósaétti við Meþodistakirkjuna og stofnaði sína eigin kirkju, líkt og séra William Ivens hér í Winnipeg gerði 1918. Hann sjálfur og Katrín kona hans prédikuðu bæði á strætum úti, í tjöldum, sam- kvæmissýlum og leikhúsum. þeim til aðstoðar voru fyrst nokkrir vinir þeirrra og síðan fleiri og fleiri alþýðumenn og alþýðukonur, sem feldu sig betur við hið frjálsa og óbundna fyrirkomulag en fasta og marg- hnýtta formála hinnar reglulegu kirkju. þau lijónin áttu mörg börn, sem öll aðstoðuðu þau í hreyfingunni, jafn ótt og þau komust til vits og ára; þar á meðal var William Bramwell Booth, sem nu hefir tekist á hendur leiðtogastöðuna eftir föður sinn látinn; og ungfrú Eva Booth sem er forstöðukona hreyfinarinnar í Bandaríkjunum. Árið 1878 voru í félaginu 75 deildir og 120 embættismenn á Eng- landi, en nú hafa þeir deildir í 63 löndum. Deildirnar eru samkvæmt síðustu skýrslum 9859,, dagskólar 658, hermanna og sjómannheimili 22, embættismenn 17,374, aðrir starfsmenn sem að öllu leyti vinna fyrir félagið 6,291, aukaeíhbættismenn 63,464 og hljómleikarar 24,477. Afarmiklar ofsóknir mættu félaginu í fyrstu; gamla kirkjan kærði það um óguðlegt veraldarsnið á samkomum og skort á fjálg- leik og alvörugefni; sagði að það færði mennina hálfa leið niður til helVítis, og veraldlegu völdin tóku höndum saman við kirkjuna í fordæmingum; kölluðu félagið skrílsflokk og lét oft taka menn fasta ogf varpa þeim í fangelsi fyrir það að raska friði og brjóta reglur mannfélagsins og hlýða ekki lögákveðnum embættismönnum. Stund- um |iafði þessi stefna kirkjunnar og stjórnarinnar áhrif á fólkið og það réðist á félag.smenn, kastaði að þeim grjóti, mold og saur, fúlum eggjum og hverju sem fyrir varð; eða dróg þá afturábak eftir fjöl- förnum götum siðuðu fólki til athægis, eða barði þá og mlsþyrmdi þeim. En félagsmenn fóru sínu fram, og árið 1888 gaf Sir William Hareourt ríkisritari á Englandi, út þá fyrirskipun ásamt Caurius jarli, að ofsóknir og árásir gegn ‘hernum' eða einstökum liðsmönnum hans, væru ólöglegar. Árið 1892 lýsti dómari nokkur því yfir í Eastbourne, að samkomur undir berum himni væru ólöglegar; þennan dóm ónýtti þó hæsti réttur sama ár. En áður en málið var útkljáð, hafði fjölda manns verið varpað í fangelsi fyrir það eitt, að tala í “stóra tjald- inu skaparans”, eins og Victor Hugo kemst að orði. Á dögum Victoriu drotningar páði “herinn” talsverðu áliti og hún þekti hann allvel, en ekki var það fyr en 1904 að stofnunin varð viðurkpnd af konungsfólkinu. Jávarður konungur VII. tók á móti stofnanda “hers- ins” í konungshöllinni 24. júní það ár, nokkru fyrir þriðja alþjóða- þing félagsins í Lundúnaborg. William Booth skrifaði ósköpin öll, bæði í blöð og tímarit og heilar bækur. Árið 1890 gaf hann út bók sem heitir “The darkest England and the way out of it”. Ilann fór fram á $2,000,000 f járframlag frá þjóðinni til líknarstarfa, en fékk ekki nema $500,000. Oft var .stofnunin í svo miklijm fjárhagslegum kröggum framan af, að við sjálft lá að hún yrði að hætta, en altaf í é læknað pig til fulls) I ER ANNARS NOKKUR pöRF A AO SEGJA pÉR pETTA I VER LÆKNUM til fulls hvem eln- ^ asta mann sem hefir GILLINIÆÐ ú og til vor leltar hvort sem veikin er I láu stigi eða lagi langvarandi eða skammvinn. Yér læknum með VEIKUM RAFMAGNSSTRAUMUM eða ef þér læknist ekki þá þurfið þér ekki að borga eitt einasta cent. Aðrir sjúkdómar eru einnig Iknaðir án meðala. Ef þér getið ekki komið þá skrifið. Axli sem vaxa af útkynjaðri giilini- æð þegar þær hlæða ekki eru þær kallaðar blindar gilliniæðar; þegar þær blæða öðruhvoru, eru þær kall- tðar blæðandi eða opnar. —Orðabók Websetrs r DRS. AXTELL I Nefnið Voröld. & THOMAS 503 Mc Greevy Block Láttu ekki Sigurláns Bréf fyrir hálfvirdi. Ef þú verður að selja þau þá sendu mér þau eða komdu með þau; trygðu bréfið sem þa.u eru send í. Eg læt þig hafa fult verð fyrir þau í peningum. Skrifið á ensku. J. B. MARTIN 704 Mclntyre Block, Winnipeg. (í viðskiftafélagi Winnipegborgar) KOL! KOL! Vér getum afgreitt fljótt og vel bæði HÖRÐ og LIN kol. Beztu tegundir. Ef þér hafið ekki byrgt yður upp nú þegar, þá komið og sjáið oss. Vér getum gert yður ánægða. Talsími Garry 2620 D.D.Wood & Sons Ltd. Office og Yards: Ross Ave., horni Arlington Str. NÁIB I DOLLARANA Oss vantar allár tegundir af loðskinnum, og vér borgum hæðsta verð fyrir. Verðlistar og spjöld fyrir nöfn ykkar ókeypis. Skrifið eftir yðar nú. H. YEWDALL, Rádsmadur 273 Alexander Avenue, Winnipeg. Albert Herskovits & Son, 44-50 W. 28th St., New York Oity. The Clearing House of the Fur Trade. References: Any Bank or Mercantile Agency. London. Paris. Moscow. i

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.