Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 8

Voröld - 26.08.1919, Blaðsíða 8
Bls- VOBÖLD. Winnipeg, 26. ágúst, 1919 I SENDIÐ EFTIR 1 VERÐLAUNASKRA i VERÐMÆTRA MUNA ROYAL CROWN SOAP LTD. 1654 Main Street I Winnipeg|| j Vlv ffiœnum j Kristján Bessason frá Selkirk, kom til bæjarins 21. ágúst. Hann var að finna Dr Brandsson. Bessa- son hafði verið veikur í 6 vikur; Dr. Brandsson skar hann upp við kviðsliti 9. júlí og hepnaðist það ágætlega. Kristján dáðist að því, að uppskurðurinn var gerður án svæfingar og töluðu þei." læknir- inn og sjúklingurinn saman á með- an á því stóð. Indriði Beynholt kom vestan frá Alberta 20. þ.m.; hann lÚt vel yfir uppskeruhorfum úr sínu bygðar- lagi. Ólafur Ólafsson frá Moose Jaw, var á ferð í bænum í vikunni sem leið; fór hann norður til Lundar og Gimli, að heimsækja kunningja- fólk sitt. John H. Johnson, sem heima hef ir átt að Hove, hefir selt jarðir sínar og bú, keypti hús í Oak Point og sezt þar að. Ungfrú Sigrún Hallgrímsson kenslustúlka frá Argyle var á ferð í bænum nýlega. pau hjónin Sigurður Christopher- son og kona hans ásamt Sigur- veigu dóttur þeirra, komu hingað austur nýlega, vestan’frá hafi. Sig- urður er að tapa sjón og var erind ið meðfram að finna Dr. Jón Ste- fánsson. þau notuðu ferðina tií þess að heimsækja gamla og góða vini bæði í Argylebygð og víðar. Sagt er að 0. T. Johnson fyrv. ritstjóri Heimskringlu, ætli að setj ast að í Bdmonton; mun hann ætla að stunda þar málaraiðn. Guðmundur Sigurjónsson glímu- kappi vinnur við þreskingu í Ar- gylebygð í sumar. Ágúst Sædal málari, kom nýlega til Bæjarins vestan frá Wynyard. Hann er sestur að í Wynyard með fjölskyldu sína. Yar hann á ferð austur til Argyle að ljúka við nokkur hús, sem hann hafði þar til málningar. Heyrst hefir því fleygt, að Thos. H. Johnson dómsmálaráðherra, eigi að verða dómari innan skamms. Guðmundur Jónsson frá Dog Creek kom til bæjarins á laugar- daginn og dvelur hér enn; hann er að leita sér lækninga. Jakob Kristjánsson verzlunar- maður frá Steep Rock er staddur í bænum. Theodor Thordarson, kona hans og Grímúlfur tengdabróðir hans frá Mikley, komú til bæjarins í gær. pau fóru í dag út til Ninette að finna Pétur Hoffmann bróður þeirra syskina. íblaðinu Minneota Mascott 22. ágúst segir þetta: Að ungfrú Olive Gíslason hafi farið til Roc- hester 18. þ. m. sér til lækninga, og að Jón Jónasson hafi flutt 18. þ. m. til Winnipeg ásamt konu sinni eftir þriggja ára veru þar syðra. Sama blað flytur Ijómandi fallegt kvæði eftir Christopher JoLstone í Chicago. j Blaðið “Glenboro Galette” segir 21. ágúst: Að G. J. Oleson, kona j hans og börn hafi farið til Winni- peg og dvalið þar tvo daga í þeirri jviku, að Christján Sigmar hafi selt alla búslóð sína á opinberu Suppboði 23.. þ.m., að Jóhannes I Stephansson sé á ferð um Argyle- bygð að selja hina nýju skáldsögu sína og að H. H. Johnson hafi far- ið til Winnipeg með son sinn til uppskurðar við botnlangabólgu. þau hjónin H. Pétursson og kona hans fóru vestur til Vatna- bygða nýlega og dvöldu þar nokk- ra daga. H. Thorvaldsson, kona hans og böm frá Les Angelos í Califomiu kom nýlega alla leið þaðan í bif- reið; fóru þau í gegn um Yellow- stone National Park svo til Dakota Winnipeg og vestur til Leslie. Björn kaupm. Methualemsson frá Ashern var á ferð í bænum f vikunni sem leið í verzlunarerind- uin. Séra Albert Kristjánsson kom til bæjarins á laugardaginn, að mæta séra Forbes yfirmanni Unitara- félagsins; fóru þeir báðir samdæg- urs heim til séra Albents og dvelur séra Forbes þar nokkra daga. Allir þeir sem vita smáfréttir úr bænum eða grendinni, geri svo vel að koma þeim til Voraldar. NÝTT BLAÐ Bogi Bjarnason, fyrverandi rit- sltjóri “Wynyard Advance” hcfir byrjað nýtt blað í Foam Lake, er hann nefnir ‘ The Westem Review ’ Blaðið er jafnstórt Voröld að blað- síðutölu og dálkafjölda. það á að verða óháð í stjómmálum en fylgja helzit. stefnu bænda. það flyt ur frélttir úr öllum áttum og rit- geiðir um ýms efni; verður opið mönnum fyrir skoðanir frá ýmsum hliðum á öllum málum að oss skilst Blaðið fer vel af stað. Voröld ósk- ar því góðs gengis. Fm Th. Gilbertsson héðan úr bænum, er nýlega komin vestan frá Mozart og Wynyard; dvaldi hún þar um tíma hjá Herdísi Torfa son systur sinni og öðru vanda- fólki. Biður hún Voröld að flytja þakklæti fyrir gestrisni og góðar viðtökur. Alvörumál Eftirfarandi grein er þýdd úr blaðinu “Statesman” 19. júlí. “þegar er farið að tala um sam band milli þýskalands og Italíu. Gamla þjóðklíkufyrirkomulaginu í Evópu, hefir verið haldið við með þriggja þjóða sambandinu nýja: Stóra Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi. Hvað er að segja um Canada ? Erum vér til þess dæmdir af þessu þriggja þjóða sambandi, að fara í stríð- hvenær sem Englandi og Frakklandi þókn ast f Oss hafa verið veittar ótrú- /lega litlar upplýsingar viðvíkjandi ábyrgð vorri samkvæmt friðar- skilmálunum. Til dæmis eiga Ind- verjar og Egyftar að fá sjálfstjóm framvegis? verða vorir ungu menn að taka upp vopn og fara í stríð, til þess að framfylgja 10. kafla samninganna, viðvíkjandi þjóða- sambandinu? þrátt fyrir aíla þá fórnfærslu sem Canada hefir lát- ið í té, hefir verið farið með oss sem óvita, er ekki vissu fótum sín- úm forráð, með iþví að leyna oss þeirri ábyrgð sem oss hefir verið lögð á herðar með friðarsamning- unum. Vér erum að byrja það tímabil, sem lætur atvikin í Evr- ópu hvem einasta hugsandi mann í Canada spyrja sjálfan sig í djúpri alvöru, hversu lengi betta land eigi að fara varhluta réttar síns, íþví t.illiti að ráða sjálft mál- um sínum^ ef stríð kemur upp í Evrópu. —The Statesman— þorbergur Fjeldsted var á ferð í bænum í vikunni sem leið; hann dvaldi hér í tvo daga. ATVINNA Stúlka sem er vön og dugleg við matreiðslustörf getur fengið at- vinnu á ‘Vevel Café’, Sargent Ave. Columbia Phonograph & Record Einnig mikið úr val af Fiolinum, fyrir mjög sanngjamt verð. . SWAN MFG. CO. Phone Sh. 805 676 Sargent Ave, H. Methúsalems. A. : það skaðar engan ’sem hann veit ekki. ” B. : “það er gott, þá er elsta drengnum mínum engin hætta búin”. L. D. Maðurinn: “það hafði verið al- veg fult í leikhúsinu í gærkvöldi. ” Konan: “Hvað var um að vera þar?” Maðurinn: “það var verið að leika sjónleik sem hét “Einskis- verður eiginmaður. ” Konan: “Sumar giftar konur j þurfá nú ekki að fara að lieiman i til þess að sjá þð.” LOD SKINN SÉRSTAKT VERÐ A GÖDUM VOR-ROTTUM Skinn, Ull, Seneca rætur. Scndið öll ykkar skinn til okkar, og þér getið reitt yður á sanngjama miðlun. Hæðsta verð og umsvifa- lausa borgun. Skrifið eftir verðlista. B. Levinson & Bros ?81—283 Alexxander Ave. Wlnnlpeg OTTAWA. Eins og flestir vita,er Ottawa höfuðborg Canada. Hún stendur á sérlega fögrum stað þar sem þrjár ár mætast, Ridean og Gatinean koma þar saman við Ottawaána. Fyrsta hús var bygt þar 1826; voru það nokurskonar búðir og stóðu þar sem þinghúsið stendur nú. 1827 var stofnður þar smábær og hét hann Baytown. 1828 voru komin þar 100 hús og bygð fyrsta kirkja. 1847 var Baytown löggilt sem (town) en 18 des. 1854 var nafninu breytt og bærinn löggiltur sem borg undir nafninu Ottawa; valdi borgin sér um leið orðtak eða “motto”, það var orðið “á- fram” (advance). Victoria drotn- ing valdi Ottawa fyrir höfuðborg Canadaríkis árið 1857 og þingið samþykti valið eftir langar deilur og harðar. Árið 1860 lagði Ját- varður. VII. hornsteininn að stjórn arbygingunni en 1. júlí 1969 var fyrst dregið flagg á stöng á turni byggingarinnar. Valið á staðnum fyrir höfuð- borg Canada, hefir auðsjáanlega ekki verið af handarhófi. Borgin stendur þar sem þjóðir og fylki mætast. Sjálf er borgin í Ontario en hinu megin við ána er bærinn j Hull, sem er í fylkinu Qwebec. í höfuðstaðnum söfnuðust saman flestir beztu menn landsins og ræddu þar mál þjóðarinnar á landa mærunum. Skynsemin hlaut að segja þeim að þrátt fyrir alt yrðu þeir að vinna saman og hin guð- dómlega fegurð landslagsins hlaut að hafa göfgandi áhrif á hugi manna. það er eins og landið sitt hvoru megin árinnar keppist hvort við annað í brosandi viðmóti og vinlegum blæ. Ekki ólíklegt að hin vitra og göfuga kona sem stað- inn valdi, hafi haft þetta í huga. ITat.ur og úlfúð ættu síður að þríf- ast þar sem með réttu á við þýð- ingin hans Steingríhs: “Brosandi land, fléttað með sólhýrum sund- um, saumað með blómstrandi lund- um, draumhýra land. ” En hvað um það, hvort sem drotningin hefir haft þetta í huga eða ekki, þá er borgarstæðið að- dáanlega fagurt og tilkomumikið. Ekki sést þess merki að nokur maður hafi verið dýrkaður eins mikið í höfuðstað ríkisins og Laur- ier. þar er Laurier hotel (fullkomn asta hótelið í borginni) Laurierbrú Laurier Avenue, Lauriervængur á sjúkrahúsi og hver veit hvað fleira rneð hans nafni. þinghúsbyggingarnar í Ottawa, eru bæði skrautlegar og stórkost- legar. Maður sem er þar eystra og í sæti í öldungaráðinu fyrir Mani- toba, 'sýndi okkur allar bygging- arnar og ýmislegt fleira í borginni. Hann heitir Watson, aldraður mað ur, einn þeirra sem var á fyrsta frjálslynda þinginu fyrir aldar- fjórðungi síðan. þegar staðið er uppi á hæðinni, þar sem þinghúsið er, horft út yfir Qvebec öðru meg- in og Ontario hinu megin og ryfj- uð upp sagan, þá hvarfla margar myndir í huganum, sumar ljósar og ljúfar, aðrar dökkar og daprar. Og þegar gengið er um hina tígu- legu sali þar sem öll lög landsins hafa fæðst, er ýmist eins og um sál ina líði hlýir vermandi straumar, eða eins og hugann grípi einhver ís hússtilfinning með óútmálanleg- um hrolli. ÚR BYGÐUM ÍSLENDINGA Nýja ísland. Með tíðindum má telja það hér, að alment fiskifélag hefir verið stofnað meðal allra er þá atvinnu- grein stunda á vatninu. Munu alls vera í félaginu um 500 manns; til gangurinn er sá, að efla hag fiski- manna, tryggja þeim hærra, og sanngjmara verð fyrir afla sinn, en verið hefir og betri kjör að ýmsu leyti. Svo er félagið öfl- ugt nú í byrjun, að stóru félögin urðu að ganga að kröfum þess, senr voru talsvert betri en ella hefðu verið. Félagið sendi nýlega tvo erinds- reka til Ottawa í því skyni að fá ýmsar breytingar á fiskiveiðalög- unum; þar á meðal stærri möskva í netuip að vetrinum tfl, en nú er leyfilegt að nota. Helgi Benson í Selkirk sem er formaður félagsins, og Sveinn kaupmaður Thorvalds- son voru sendir í þessum erindum. Telja má víst að þessi félagsstofn- un eigi að nokkru rót sína að rekja til fundar þess er Capt. B. Ander- son stofnaði til í hitteð fyrra og sem ristjóri Voraldar var fenginn til að mæta á. Að minsta kosti eru framtíðarhugsjónir félagsin s þær sömu sem hvatt var til á þeim fundi. Er vonandi að þessi samtök verði fiskimannastéttinni í heild sini til hags og blessunar, enda á hún þar sammerkt við allar aðrar stéttir mannfélagsins, að þær bera ekkert úr býtum fyr en samvinna j lærist. Um stjórnarmál er hér lítið rætt nú sem stendur; samsteypustjórn- in á sér formælendur. fáa vor á meðal. Bændur eru alment vakn- aðir til meðvitundar um það, að þeir verða að reyna að sigla sinn eiginn sjó ef vel á að fara, en ekki mun því gleymt þegar til kosninga kemur; hverjir það voru sem sviftu borgara landsins “lífsatkvæði”, og hverjir hinir voru sem á móti þrælatökunum börðust. Ný-ls- lendingar mega vera stoltir af at- kvæðagreiðslunni 1917, þeir sýndu það þá, að þeim rann ekki þræla- blóð í æðum, þeir samþyktu enga kúgun. VATNABYGÐIR. það má með tíðindum teljast hér, að nýtt blað hefir verið stofn- að í Foam Lake; er útgefandi þess Bogi Bjarnason fyrrum ritsitjóri Wynyard Advanee. Blaðið heitir The Western Review og kveðsit ætla sér að ganga óheft um alla haga. Tíminn sýnir hvernig það Ioforð verður efnt. Gallinn er sá, að flest blöð lenda í einhverskonar hafti, hver.su óháð sem þau byrja. Annars er Foam Lake einhver framtakssamaslti bærinn hér í bygðinni. Stærri og veglegri bygg- ingar en annarstaðar; þokkalegri og fegri götur og f jörugri verzlun. Ekki er það sízt til framfara telj- andi, að félag hefir verið stofnað í Foám Lake til þess að raflýsa bæinn. Er það hlutafélag og er svo ráð fyrir geri að rafiýsing verði komin á laggirnar 15. sept. Uppskera hér í bygð er í betra lagi, þurkar voru heldur miklir í sumar, sérstaklega í vest- urhluta bygðarinnar, en að því varð þó ekki stór skaði. Hagl kom hvergi svo teijandi væri og bygðin slapp algerlega við frost. Er upp- skera óvenjulega snemma í þessari bygð í ár. Líðan manna er góð efnalega, en sorgir hvíla eins og svart ský yfir mörgum heimilum, bæði af völdum stríðsins og Blýantsmynd af SIR WILFRID LAURIER eftir þorstein þ. þorsteinsson, kostar $1-00 og fæst í Winnipeg hjá útgefanda að 732 McGee St., Hjálmari Gíslasyni, 506 Newton Ave. og Finni Johnson 698 Sargent Ave. Einnig hjá útsölumönnum í íslenzku bygðunum. KENNARA VANTAR fyrir Geysi skóla no. 776. Kenslutímabil 10 mánuðir; frá 15. sept. 1919 til 31. júní 1920. Umsækjendur tilgreini menta- stig og æfingu; líka hvaða kaupi jóskað er eftir. Tilboðum veitir undirritaður móttöku til 25. ágúst 1919. Bifröst P. O., Man. 4. ágúst 1919 G. 0. Einarsson, ritari og féh. Kennara vantar við Odda skóla, no. 1830, í næstkomandi 7 mánuði, frá 15. sept. til 15. des. 1919 og frá 1. marz til 30. júní 1920. Umsækjendur tilgreini mentastig sitt æfingu og kaup, sem þeir óska að fá. Einnig þekkingu sína í tón- fræði og orgelspili. Tilboðum veitt móttaka til 1. sept 1919. Winnipegosis, Man. Thor. Stephanson, Sec. treas. YFIRSETUKONA getur fengið góða stöðu í fs- lenzkri bygð. RPstjóri Voraldar gefur upplýsingar. VANTAR stálpaðaim dreng eða fullorðinn mann til þess að bera Voröld til kaupendanna í bænum,... og inn- heimta. spönsku veikinnár. þjóðemifélagið blómgaslt og dafnar furðanlega; hefir Ásgeir I. Blöndahl unnið því máli ótrauð- lega, enda ílestir því hlyntir. þó er hér einstaka maður á móti og þar á meðal útgefandi Wynyard blaðsins Sveinn Oddson, þótt ótrú- legt sé og óskiljanlegt, eins mikill íslendingur og hann er í eðli sínu. YFIRLÝSING. Dr. S. J. Jóhannesson, ritstjóri Voraldar, Winnipeg. Á síðasta ársþingi Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi, er haldið var að Árborg, Man., 25.—30. júní þ. á., var þessi yfiilýsing samþykt viðvíkjandi Gamalmennaheimilinu Betel: “þingið lýsir ánægju sinni yfir stjórn og forsitöðu heimilisins, og þákkar vestur-íslenzkum almenn- ingi og einstökum velgerðamönn- um vinsældir þær og gjafir, er Bet- el hefir notið á árinu, eins oig að undanfömu, og ber hér með þá kveðju — hverju vestur-íslenzku heimili, að minnast í kærleika á komandi ári hinna mörgu þarfa hinnar einu íslenzku líknarstofn- unar í Vesturheimi”. Samkvæmt ósk kirkjufélagsins, leyfi eg mér hérmeð að mælaslt til þess, að þess; yfirlýsing verði birt í Voröld. Vinsamlegast ' F. Hallgrímsson skrifari kirkjufélagsins BITAR þegar Mathers nefndin var að starfi hér í Winnipeg, þurfti að hafa ihraðann á, vegna þess að Ottawastjórnin vildi fá skýrsluna sem allra fyrst, svo hægt væri að semja lög til umbóta á iðnaðar og verkamálum í landinu. En þegar skýrsla og tillögur nefndarinnar ko.mu fram. flýtti stjórnin sér að slíta þinginu; enda voru tillögum- ar alt aðrar en maður hefir átt að venjast frá þeim rannsóknarnefnd- um, sem áður hafa verið skipaðar og er það að líkinduim vegna þeSs að tveir verkamannafulltrúar áttu sæti í henni. Ein ransóknamefndin hefir enn lokið starfi sínu. Hún átti að líta yfir starfrækslu og gróða þeirra félaga sem hafa með höndum nið- ursuðu matvæla. Fullnaðarskýrsl- ur hafa eigi enn verið lagðar fram en blöðin segja að nefndin hafi komist að, að enginn ósanngjarn gróði hafi átt sér stað í sambandi við þá starfrækslu. þetta er eins og það á að vera! Presttitillinn hefir verið tekinn af séra Ivens, nú er hann bara postuli. Eftir því sem mig bezt minnir komst einungis einn post- ulanna hjá því að fara í fangelsið — það var Júdas. Dr. Bland. það þarf ekki mörg ár til þess að finna að sólin er hlý, gimsteinn- inn fagur, ljósið bjart. Jón Björnsson John Bull hefir fundið upp nýtt nafn mótsett Bolsheviki. það er “Hunsiviki” — það mun eiga við þúsundmannanefndina og aðra af sama sauðahúsi. JÁTNINGIN. hefir að virðist vakið þó nokkra eftirtekt —- Og sem betur fer verð eg að biðja Prestinn afsökunar, og geri eg það glaðlega. Einkennileg tilviljun er það, að sama yfirsjónin vildi líka til útí Argyle sama sunnudag sem .í lút- hersku kirkjuni. Tumi þumall W0NDERLANIV THEATRE gj Æfinlega góðar myndir en sérstaklega góðar þessa viku. Wheat City Tannery, Ltd. BRANDON, MAN. Eltiskinns idnadur Láttu elta nauta og hrossahúð- lmar yðar fyrir Feldi “Rawhide” eða "Lace Leather” hjá "WHEAT CITY TANNERY” félaginu. Elsta og stærsta eltiskinns iðnað- ar framleiðslu félag 1 Vestur- Canada. Kaupa húðir og loðskinn með hæðsta verðo. Géð skil. Spyrjið eftir verðlista Utaná- skrift vor er Brandon, Man. V._____________________________zj G0ÐAR BUJARDIR Vér getum selt yður bújarðir smáar og stórar eftir því sem yður hentar, hvar sem er I Vestur Canda. pér getið fengið hvort sem þér viljið ræktað land eða óræktað. Vér höf- um margar bújarðir með allri áhöfn, hestum, vélum, fóðri og útsæði. patf ekkert annað en að flytja þangað. pægileg borgunarskilyrði. Segið oss hvers þér þarfnist og skulum vér bæta 4r þörfum yðar. DOMINION FARM EXCHANGE. J15 Somerset block, - Winnipeg NÆSTU DYR VIÐ WONDERLAND í matvörubúðinni hjá R. Seymour 593 SARGENT AVE. þar er Gunnl- Jóhannsson, og tek- nr á móti öllum sínum gömlu og nýju viðskiftavinum. Hann á- byrgist hrein viðskifti, góðar vör- ur og sanngjamt verð. N. B.—þar geta “Vínlands” meðlimir borgað gjöld sín til Gunnlaugs á öllum tímum, alla daga. Walters Losmyndastofa Sérstakt fyrir íslendinga Walters ljósmyndastofa gefur öllum viðskiftavinum sínum sem koma á Islendingadaginn, ljómandi fallega, stóra mynd, fyrir alls ekki neitt. NOTIÐ þETTA TÆKIFÆRI GLEYMIÐ EKKI WALTERS STUDIO Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Talsimi Main 4725

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.